Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 27
keppni um starfsfólk með bættum launakjörum
hafi sveitarfélögin verið að færa víðtækari
ábyrgð til stjórnenda stofnana sinna. Þannig
hafi fagleg og fjárhagsleg ábyrgð stjórnenda
aukist og á sama tíma verið gerðar auknar kröf-
ur um menntun til þeirra. Markmiðið með því
sé einkum að bæta þjónustu stofnana og auka
skilvirkni þeirra en fyrir þetta verði einnig að
greiða hærri laun. Karl segir að þrátt fyrir þetta
þurfi gæðaaukningin ekki að auka kostnað á
hverja þjónustueiningu þótt það verði að ein-
hverju leyti háð því hvernig stjórnendur bregð-
ist við og standi undir aukinni ábyrgð.
Nauðsyn símenntunar
Nauðsyn símenntunar og þær breytingar sem
tilkoma hennar hefur haft á kjör starfsfólks eru
einnig umfjöllunarefni í ritinu. Þar kemur fram
að nú sæki menn ekki lengur launahækkun
með setu á einu og einu námskeiði heldur sé
það símenntunin á grundvelli símenntunaráætl-
ana sem launhækkanir byggist á þannig að þeir
starfsmenn sem ekki vilji taka þátt í slíkum
áætlunum lækki í launasetningu. í fræðsluritinu
kemur fram að launanefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga hafi hingað til aflað sér nægilegra
gagna til þess að reikna út þann kostnaðarauka
sem hlýst af kjarasamningum hverju sinni en
hafi á hinn bóginn ekki haft nægilega góðar
upplýsingar um þróun launakjara starfsmanna
sveitarfélaga. Nauðsynlegt sé að bæta úr því og
því hafi komið til tals að nefndin standi sjálf að
kjararannsóknum í samvinnu við hag- og upp-
lýsingasvið sambandsins.
Eftirsóknarvert að verða þátttakandi
í niðurlagi víkur Karl að því að starfsaldur sé al-
mennt hár hjá sveitarfélögunum og segja megi
að kjör séu samkeppnishæf. Kannanir hafi þó
sýnt að laun séu ekki aðaláhrifavaldur þegar
fólk tekur ákvörðun í vinnuleit sinni. Þótt laun-
in þurfi að vera samkeppnishæf þá vega einnig
aðrir þættir þungt. í því sambandi má nefna
starfsöryggi, starfsumhverfi og möguleika til
endurmenntunar. Karl bendir á að háskóla-
menntuðu fólki hafi fjölgað mjög í störfum hjá
sveitarfélögunum og það sé nokkuð eftirsóknar-
vert að verða þátttakandi í jafn fjölbreyttu sam-
félagi starfsmanna. Karl byggir rit þetta að
mestu leyti á fyrirlestrum sínum á námskeiðum
fyrir sveitarstjórnarmenn, sem haldin voru í
febrúar á liðnum vetri. Mikill fengur er að
þessu fræðsluefni fyrir sveitarstjórnarmenn og
aðra sem fara með stjórn sveitarfélaga, ein-
stakra sviða, stofnana á vegum þeirra og ann-
arra sem annast stjórnunarstörf og hafa manna-
forráð með einhverjum hætti.
Kosið eystra 20. september
Nýtt sameinað sveitarfélag Búðahrepps og
Stöðvarhrepps verður formlega til þann 1.
október í haust og verður kosið í nýja sjö
manna sveitarstjórn þann 20. september.
íbúar þessara sveitarfélaga samþykktu sem
kunnugt er sameiningu þeirra í atkvæða-
greiðslu samhliða alþingiskosningunum nú í
vor. Nafn hins nýja sveitarfélags hefur ekki
verið ákveðið. Auglýst hefur verið eftir hug-
myndum um nafn á sameinað sveitarfélag og
skal þeim skilað fyrir 1. júlí. Tillögum má
koma á framfæri á skrifstofum sveitarfélag-
anna eða með tölvupósti á netfangið buda-
hreppur@faskrudsfjordur.is eða skrif-
stofa@stodvarfjordur.is. Skipuð verður nefnd
á vegum sveitarfélaganna tveggja sem fara
mun yfir tillögurnar og senda til umsagnar
Örnefnanefndar en síðan leggja fram tillögur
sem kosið verður á milli.
SAFNARAÐI
Styrkir til safno skv. safnalögum nr. 106/2001
SafnaróS auglýsir eftir umsóknum fró menningarminjasöfnum, nóttúruminjasöfnum og
listasöfnum, um styrki úr safnasjóöi ó órinu 2004.
IHlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 106/2001. Safnaróð úthlutar úr sjóðnum sam-
kvæmt úthlutunarreglum róðsins. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjórveitingu ó fjórlögum og umsóknum. Öll söfn sem
falla undir safnalög geta sótt um verkefnastyrki til sjóðsins. Til þess að eiga kost ó rekstrarstyrk þarf safn að uppfylla skilyrði skv.
ókvæðum 1 0. gr. safnalaga. Höfuðsöfn og önnur söfn sem hljóta rekstrarstyrki ó fjórlögum geta ekki notið styrkja úr safnasjóði.
Umsóknarfrestur er til 1. september 2003. Umsóknum skal skila á jpar til gerðu umsóknareyðublaði sem nálgast má á skrifstofu ráðsins.
Nánari upplýsingar gefur starfsmaður safnaráðs, Rakel Halldórsdóttir. Umsóknir skulu berast skrifstofu ráðsins:
SAFNARÁÐ
Þjóðminjasafni Islands
Lyngós 7-9 »210 Garðabæ • Sími: 530 2234 • Bréfsími: 530 2201
rakel@safnarad.is • Vvww.safnarad.is
27