Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 31
að fara yfir stjórnskipulag auk þess sem auðveldara sé að hafa sýn yfir verkefni þegar velferðarþjónusta sé á einni hendi í stað tveggja. Verkefnisstjórnin telur að margar tilraunir reynslusveitarfélaganna á sviði stjórnsýslu hafi gefið góða raun. Þessar tilraunir eigi sammerkt að með þeim hafi verið gerð tilraun til að bæta þjónustu sveitarfélaga á til- teknu sviði, auka aðgang íbúa að henni, stytta biðtíma og auka skilvirkni stjórnsýslunnar. Framhald á tilrauna- og nýsköpunarstarfsemi Álit verkefnisstjórnarinnar er að rýmka þurfi lagalegt svigrúm sveitarfélaga til nýjunga og yfirtöku nýrra sérverkefna frá ríkinu. Hún bendir á að þær gætu verið í lögum er fjalla um viðkomandi málaflokka og nefnir sem dæmi 53. grein laga nr. 66/1995 er fjallar um þróunar- og tilraunastarf í skólum og 40. grein skipulags- og byggingarlaga er fjallar um verksvið byggingarfulltrúa. Verkefnisstjórnin bendir á að slíkar heimildir geti verið almennar en háðar því að viðkomandi fagráðherra staðfesti ákveðin tíma- bundin verkefni samkvæmt óskum viðkomandi sveitarfélaga. Verkefnis- stjórnin hvetur til þess að formlegt eða óformlegt framhald verði á slíkri tilrauna- og nýsköpunarstarfsemi meðal sveitarfélaga þegar verkefnum reynslusveitarfélaga lýkur bæði á sviði stjórnsýslu og eins á öðrum svið- um sveitarstjórna. íslenskukennsla á myndböndum Erlendir ríkisborgarar sem hyggjast sækja um búseturétt á íslandi þurfa að sýna fram á lágmarkskunnáttu í íslensku samkvæmt nýmæli sem leitt var í lög fyrr á árinu. Sveitarfélögin í landinu koma að fræðslu er- lendra íbúa sinna með ýmsum hætti, mismikið eftir stærð sveitarfélaga og aðstæðum. Meðal þess sem nú stendur til boða við íslensku- kennslu fyrir útlendinga eru þættirnir „Viltu læra íslensku?" sem sýnd- ir hafa verið í sjónvarpinu og eru nú komnir út á myndböndum. Fyrirtækið Tetra Films ehf. framleiddi þættina, meðal annars með stuðningi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Fram kemur í yfirlýs- ingu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu að um þessar mundir dvelji um 10.500 erlendir ríkisborgarar hér á landi í tengslum við störf sín og reynslan sýni að talsverður hluti þessa hóps muni óska eftir búsetu- rétti og ríkisborgararétti þegar þar að kemur. AKUREYRI Draupnisgötu 2 603 Akureyri siml 462 2360 fax 462 6088 www.sindri.is REYKJAVlK HAF NARFIRÐI jr 11 ij Glerveggir frá Mabglas Skandinavien Ýmsar útfærslur • Rennihurðir • Glerveggir • Felliveggir • Öryggisgler Klettagöröum 12 104 Reykjavik slmi 575 0000 fax 575 0010 www.sindri.is Strandgötu 75 220 Hafnarfiröi simi 565 2965 fax 565 2920 www.sindri.is SIINIDRI

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.