Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 32
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Tómas Óskar GuÖjónsson, forstöðumaður Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins, ásamt þekktasta íbúa
hans, nautinu Guttormi. Vinkona Guttorms til
vinstri var í stuði en hann lét sér fátt um finnast.
Stöðug fjölgun gesta
upphaf i
Gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal í Reykjavík hefur fjölgað stöðugt og jafnt
frá því að hann var opnaður. Það eru ekki aðeins þekktustu íbúar hans; nautið Guttormur og
storkurinn Styrmir, sem draga gesti að heldur einnig fjölbreytt starfsemi þar sem áhersla er
lögð á að bjóða eitthvað fyrir alla - unga sem aldna.
Starfsemi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins má
rekja til ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur-
borgar 22. apríl 1986 um byggingu húsdýra-
garðs í Laugardal. Framkvæmdir við byggingu
garðsins hófust þremur árum síðar og var garð-
urinn formlega opnaður 19. maí 1990. Hug-
myndina að stofnun garðsins átti Davíð Odds-
son, sem þá gegndi starfi borgarstjóra, og Þórð-
ur Þorbjarnarson, þáverandi borgarverkfræðing-
ur, sem unnu saman að því að leiða hugmynd-
ina til veruleika. Tómas Óskar Guðjónsson, for-
stöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins,
segir að á þessum tíma hafi skort aðstöðu til
þess að sýna og kynna íslensku
húsdýrin. Færri og færri börn hafi
átt kost á sveitadvöl og kynslóð
tekin að alast upp sem ekki hafi
átt möguleika á að komast í ná-
lægð við dýr. Hin stöðugt vaxandi
aðsókn að garðinum sýnir glögg-
lega þessa þörf og í maímánuði á
siðasta ári sóttu alls 44.012 manns garðinn og
47.820 gestir komu þangað í maí á þessu ári.
Tómas segir að vetrarmánuðirnir séu ekki und-
anskildir hvað vaxandi aðsókn varðar og til
dæmis hafi sex af síðustu átta mánuðum verið
metmánuðir í aðsókn.
Sjá, læra, vera og gera
Þótt börnin séu áberandi á meðal gesta Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins þá eru þau aðeins
um helmingur gesta hans þegar litið er yfir
meðalaldur þeirra. Tómas segir að þótt skóla-
börn komi í hópum með kennurum sínum \
garðinn þá komi fjölskyldur oft saman og á síð-
ari árum fjölgi fullorðnu fólki, bæði yngra og
eldra, sem leggi leið sína þangað. „Það er tals-
vert um að ungt fólk og stundum ástfangið
I garðinum er blandað saman vistarverum dýra og
ýmiss konar leiktækjum þar sem oftar en ekki
reynir á margvíslega kunnáttu og þjálfun þeirra
sem taka þátt í leikjunum.
breytta þjónustu og aðstöðu til þess að verja
tómstundum sínum. Hugtökin sem stuðst hefur
verið við í uppbyggingu hans eru; sjá, læra,
vera og gera. Þegar gengið er um garðinn verð-
ur tryggð þeirra sem þar hafa byggt og starfa
við þessi hugtök einkar Ijós. í garðinum er
blandað saman vistarverum dýra og ýmiss kon-
ar leiktækjum þar sem oftar en ekki reynir á
margvíslega kunnáttu og þjálfun þeirra sem
taka þátt í leikjunum. Tómas segir mikið lagt
upp úr ratleikjum bæði fyrir börn og fullorðna
og ekki sé óalgengt að sjá fólk með blöð eða
blokkir og jafnvel GSM síma fara um garðinn í
leit að svörum við spurningum
sem lögð eru fyrir það.
komi hingað í garðinn og einnig eldri borgarar
sem eiga orðið tíma fyrir sjálfa sig."
í markmiðslýsingu garðsins kemur fram að
tilgangur hans sé að veita fjölskyldufólki fjöl-
Námskeið fyrir
grunnskólabörn
Sérstök fræðsludeild starfar innan
garðsins og sér um margvíslegra
fræðslu. Fræðsludeildin annast
meðal annars fræðslu fyrir grunnskólabörn
þriðja bekkjar um dýrin og einnig vinnumorgna
fyrir nemendur sjötta bekkjar grunnskólanna.
Leiðsögn um garðinn fyrir skólahópa tekur um
32