Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Síða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Síða 34
Vefsetur sveitarfélaga Verulegur munur á þjónustu Flest stærri sveitarfélaganna hafa unnið að endurbótum á vefsetrum sínum undanfarið ár. Vefsetur minni sveitarfélaganna hafa hins vegar tekið minni breytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Jóns Heiðars Þorsteinssonar, ráðgjafa í vefþróun og MA í almannatengslum, sem hefur nú öðru sinni gert samanburð á vefsetrum 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Sveitarfélögin í landinu hafa í vaxandi mæli notfært sér Netið til þess að koma upplýsingum á framfæri við al- menning enda nota íslendingar Netið mikið og hafa greiðan aðgang að því. Kannanir á notkun Islendinga á þjón- ustuvefjum hins opinbera benda til þess að um helmingur þeirra hafi not- að Netið til samskipta við stjórnvöld en að þeir vantreysti nokkuð Netinu fyrir persónulegum upplýsingum. Byggð á skipuritum sveitarfélaganna Samkvæmt könnun Jóns Heiðars er misjafnt að hve miklu leyti sveitarfé- lögin gera borgurunum kleift að fylla út og senda umsóknir með rafrænum hætti. Þessi þjónusta stendur fremur til boða á vefsetrum fjölmennari sveitar- félaga en þeirra fámennari. Nokkuð áberandi er að fjölmennari sveitarfé- lögin hafa eflt rafræna þjónustu sína meira en þau fámennari þó ekki sé það alveg einhlítt. Jón Heiðar segir að þótt mörg vefsetrana hafi fengið and- litslyftingu á þessum tíma þá séu flest þeirra enn byggð á skipuriti sveitarfé- laganna fremur en að miðað sé við ákveðna markhópa eða þá þjónustu sem veitt er á vefjunum. Hann segir að til dæmis megi nefna að einungis á einum vef, sem hann hafi skoðað, hafi verið hægt að fylla út og senda flokkaða fyrirspurn eftir efni hennar þegar könnunin var gerð. Kjörnir fulltrúar á 7 vefsetrum af hverjum 10 Jón Heiðar segir að flest vefsetrin birti fréttir af starfi sveitarfélaganna og einnig fundargerðir sveitarstjórna og fastra nefnda. Ein þeirra breytinga sem orðið hafi vart sé að fleiri sveit- arfélög birti nú atburðadagatöl. Hann segir að nú heyri til undantekninga að upplýsingar um símanúmer, fax- númer og póstföng sveitarfélaga vanti á forsíðu vefjanna en nokkur mis- brestur var á því fyrir rúmu ári. Að sögn Jóns Heiðars birta nú sjö af hverjum 10 vefsetrum upplýsingar um kjörna fulltrúa og netföng þeirra. Þetta auðveldar samskipti fulltrúa og kjósenda og Jón Heiðar veltir þeirri spurningu fyrir sér hvort slíkar sam- skiptaleiðir á milli stjórnmálamanna og umbjóðenda þeirra verði mikilvæg- ari eftir því sem sveitarfélögin verði færri og landfræðilega stærri. Þriðjungur birtir efni fyrir ferðamenn Jón Heiðar segir það hafa vakið at- hygli sína að einungis þriðjungur vef- setra sveitarfélaganna birti efni sem er sérstaklega ætlað ferðamönnum. Hann kveðst ekki hafa skoðað þennan þátt í könnun sinni fyrir rúmu ári og því ekki hafa samanburð. Eitthvert efni á enskri tungu sé að finna á um 40% vefsetranna og sé það nánast óbreytt frá síðustu könnun. Efni á öðrum tungumálum en íslensku og ensku sé aðeins að finna á um 15% vefjanna sem skoðaðir voru. Er aukin samræming nauðsynleg? Færri vefsetur bjóða nú umræðusvæði en fyrir rúmu ári. Jón Heiðar kveðst ekki hafa kynnt sér ástæður þess að dregið hafi verið úr þessari þjónustu. Ef til vill hafi umræðusvæðin verið lítið notuð eða erfiðleikar hafi komið fram við að halda utan um þau. Þá sé ekkert vefsetur með lið sem flokkast geti undir „spurt og svarað" en slíkan þátt hafi mátt finna á tveimur vefsetrum fyrir ári. Jón Heiðar veltir þeirri spurningu fyrir sér hvort nauð- synlegt geti verið að samræma betur það efni og þá þjónustu sem veitt er á vefsetrum sveitar- félaganna. Hann segir að vel komi fram þegar vefsetrin séu skoðuð að mikið skorti á að samræmi sé í þeirri upplýsingagjöf og þjónustu sem vefsetur sveitarfélag- anna veita. Þetta endurómi ef til vill þann mun sem er á þjónustu sveitar- félaga landsins almennt. Jón Heiðar Þorsteinsson hefur nú öðru sinni gert samanburð á vefsetrum 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Jón Heiðar segir að þótt mörg vefsetranna hafi fengið andlitslyftingu á þessum tíma þá séu flest þeirra enn byggð á skipuriti sveitarfélaganna fremur en að miðað sé við ákveðna markhópa eða þá þjónustu sem veitt er á vefjunum. 34

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.