Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 3
H E K L A
O
vJ
DÝRAÞINGIÐ.
Pað var mikið um að vera daginn, sem dýrin héldu
þing'. Allur skógurinn iðaði af margskonar dýrum.
Pað hafði líka verió mikið að gera dagana fyrir þing-
ið„ hjá dýrum skógarins. Pau höfðu orðið að safna
greinum og iaufi í hááæti handa Ijóninu, en það
var konungur þeirra. Og það stóð heima, að morg-
uninn, sem þingið átti að vera„ var hásætið tilbúið.
Nú komu ljónin. Fremst gekk gamalt karl-ljón. Það
var nú konungurinn. Nú settist hann í hásætið, en.
reig'ði sig nokkuð mikið aftur, svo að það lá við að
hann ylti um koli, en tókst þó að ná jafnvæginu.
Konungurinn kallaði nú á þrjá skógarbirni og lét
þá sitja að baki sér. Og nú fór vel um hans hátign.
Fyrstur kom tígurinn.
»Má ég tala fyrst.?« sagði hann.
»Pað er bezt«, sagði konungur.
»Ég á heima í mestum hluta Asíu frá Mesópótamíu
og norður í Síberíu og •—--- hm„ ham, nú get ég
ekki sagt meira«. Svo lallaði hann burtu.
Nú kom hlébarðinn. Hann sagði:
»Eg á heima í Asíu og Afríku. Menn telja mig
fegurstan, fimastan og siægastan af öllum rándýr-
um. Nú hef ég ekki meira að segja.
»Nóg komið af svona raupi«, sagði Ijónið og leit
iililega til hans.
Hérinn kom hoppandi út úr runna.
»Ég er á stærð við vænan kött«, byrjaði hann.
»Eyrun eru þriðjungi stærri en höfuð...« Hér þagn-
Tý— M—f-c. j
Tígrisdýr.
aði hérinn skyndiiega, því að lítil mús stökk upp
á bakið á honum. Hún beit í eyrað á honum um leið,
og svo hljóp hún upp í sjálft hásætið.
Birnirnir urðu dauðhræddir og flýðu. Ljónið valt
aftur á bak og heyrðust þá brak og brestir. Við
það skelfdust skógardýrin og flýðu sem fætur tog-
uðu heim til sín. Par með var þessu dýraþingi lokið.
María Sigurjónsdóttir (10 ára),
Sigurður Karlsson (10 ára).
Hermann Sigurjónsson (9 ára).
Héri.