Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 10

Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 10
10 H E K L A Þannig líður vorið hjá okkur sveitabörnunum. Alit af eitthvað nýtt. á hverjum degi, svo við vitum ekki hvenær dagarnir líoa. Pólina S. Magnúsdóttir (12 ára). — — Svona má finna allt of mörg dæmi um hve áfengisnautn er vooaleg. Það er aumlegt, að hér í þessu fátæka landi skuli vera svona mikil áfengis- neyzla., eins. og nú er. Margur góður og heilsuhraust- ur reskumaður I.eiðist út. í óreglu, og ekki er nóg með það, ungar stúlkur fara stundum að drekka líka. 1 áfenginu er banvænt eitur, sem heitir alkóhól. Það er svo eitraðj, að það drepur allar frumur, sem erú á vegi þess. En af því að það er blandað, þá verður það ekki eins banvænt. Tóbak er engu síður eitrað. I því er eitur. sem nefnist nikótin. Og er þetta eitur kennt við manninn, sem fyrstur tók upp á því að skera það og taka í nefið. Ekki þarf nema 1—2 dropa af því til þess að drepa mann. Minna þarf af því til að gera út af við barn, því að ekki er líkami þess eins sterkur. Tóbakseitrið er líka bland- að, svo að það sé ekki svona skaðvænt. Samt er þaö mikið skaðlegt. Komið getur það fyrir að börn reyki vegna þess að þau viti ekki, hve þetta er mikið óhollt fyrir þau. Það skemmir líkama og sál. Það dregur úr líkamlegum og ondlegum þroska og deyfir hugs- unina og minnkar starfshæfni manna. Þess vegna ættum við öll börn á íslandi að einsetja okkur að smakka aldrei vín eða tóbak, þá myndi notkun þess- ara eiturlyfja leggjast niður og væri vel farið. Sigríöur Árnadóttir (12 ára). Minnstu börnin. Sigga og Imba áttu báðar fallegar brúður. Sigga skýrði sína brúðu Rellu, en Imba skýrði sína Þóru. Sigga og Imba voru ætíð beztu vinir. Þær léku sér allt af saman. Þær áttu í sameiningu dálitið brúðu- hús, sem þær léku sér oft í. Einu sinni sem oftar voru þær í mömmuleik. Sigga var frúin, en Imba vinnukonan og Bella og Þóra börn- in hennar frú Siggu. — Bella og Þóra sváfu saman í fallega grænu rúmi. Eitt kvöld sagði Bella við Þóru: »Mamma okkar ætlar með okkur í berjamó á morg- un, hlakkar þú ekki til?« »Jú«, sagði Þóra, »ég er viss rim að ég sef ekki dúr í nótt, ég hlakka svo til«. Morguninn eftir vaknaði Þóra langt á undan Bellu, þá kallaði hún: »BeIla! Bella! ertu ekki vökn- uð enn þá?« »Jú, jú, ég var að vakna«, sagði Bella og nuddaði stírurnar úr augunum. — »Nú skulum við klæða okkur, svo ekki standi á okkur«, sagði Þóra og' hljóp fram úr rúminu. »Já, ekki skal standa á mér«, sagði Bella og reis á fætur. Rétt. í þessu kall- aði mamma þeirra: »BelIa og Þóra komið þið fram í eldhús að borða morgunmatinn ykkar!« »Já, mamma mín, við komum strax«, kölluðu þær á móti. Þegar Bella cg Þóra voru búnar að borða, hrópuðu Bella og Þóra: »Ertu ekki tilbúin, við viljum fara að leggja af stað«. »Nú er ég tilbúin«, sagði mamma þeirra. Svo lög'ðu þær á stað. Sólin skein skært á litlu koll- ana á Belju og' Þóru, þar sem þær trítluðu við hlið- ina á mömmu sinni innan um blóm og fljúgandi fiðr- ildi. Inga Isaksdóttir (11 ára). Fallegasti fuglinn, sem ég þekki. Nú er blessað vorið að koma, bjart og blítt og ynd- islegt. Dimman flýr fyrir birt.unni; loftið er fagurt og vorlegt. Bráðum fara blómin; að spretta og bráð- um hljómar margraddaður söngur um hæð og' dal. Ó, fuglinn minn! sem mér þykir svo vænt um, bless- uð lóan kemur fljúandi sunnan úr heitu löndunum. Hún kemur allra fugla fyrst, jxi líður hún oft kulda hér á vorin, samt lætur hún ekki hugfallast, heldur syngur »Dýrðin! dýrðin!« ■—- Ef ég fer snemma á fætur, þegar gott. er veður, er fallega lóan mín samt allt af vöknuð á undan mér og' farin að syngja vor- ljóðln sín. Oft óska ég þess, að ég fyndi lóuhreiður, en það- hefi ég ekki fundið enn. Lóuungar hljóta að vera reglulega fallegir, því fallegri og betri fugl en lóuna þekki ég ekki. Þórdís II. Gudmundsdóttir (11 ára). SOKK A. Einu sinni var kottur, sem hét Sokka. Hún var svört merl hvita fætur. Sokka var mjög vitur. Það var einhverju sinni, að allt heimilisfólkið fór að heim- an, en gleymdi að gefa Sokku matinn sinn, áður en það fór. Þegar fólkið var farið þá labbaði Sokka gamla inn í baðstofu og lagðist þar fyrir 1 eitt. rúmið og sofn- aði vært. Ekki hafði kisa sofið lengi, þegar hún vakn- ar við eitthvert tíst. frammi í búri. Kisa var ekki Úr stíl um tóbak og áfengi.

x

Hekla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.