Hekla - 01.04.1939, Page 11

Hekla - 01.04.1939, Page 11
H E K L A 11 sein á sér heldur stókk fram í búr, en þegar þangað kom sá hún heilan hóp af músum í kringum mjólkur- fötu, sem stóð á gólfinu. Kisa var nú ekki að bíða boðanna heldur stö!:k á þær og náði þremur en eina tók Sokka og drekkti henni í mjólkurfötunni — til launa fyrir, að hún fékk ekki matinn sinn á réttum tíma. Þegar fólkið kom heim, sá það músina fljótand; í fötunni en Sokka hraut innf í einu rúminu í bað- stofunni cg dreymdi um rjóma og mýs. Bjarni Bjarnason (10 úra). Kisa fer á veiðar. Köttur nokkur er var grár að lit, stalst að heim- an þegar enginn sá til hans. Það var snemma um sumar, veðrið var gott og glaða sólskin. Þegar hann var kominn út fyrir túngarðinn, sá hann lítinn fugl sitja í grasinu rétt bjá sér. Kötturinn hentist á fugl- inn, en fughnn var íljótari til„ og flaug upp í mesta flýti. En. þegar ekkert kom nema gras í klærnar á kettinum, varð hann mjög sorgbitinn. Hann lagðist niður, og fór að hugsa um, hvernig hann ætti nú að fara að. Loks flaug ráð upp í hug hans. Hann stóo upp og labbaði of stað. Að dálitlum tíma liönura sá hann mús koma út úr holu. Hann skreið nær, en músin varð fljótt vör við hættuna, og hljóp inn i holuna aftur. Kötturinn hljóp að holunni, og ætlaði inn, á eftir músinni, en það komst hann ekki. Kött- urnin iagðist fyrir utan holuna, og beið þess, að músin kæmi út. Þegar nann hafði legið þannig dá- litla stund, sá hann hvar hundur kemur meö stór- an kjötbita í kjaftinum. Kötturinn gerði nýtt. áhlaup, og ætlar að rjúka á hundinn og rífa af honum bit- ann. En hundurinn varð hræddur og hljóp burt. En þá gleymdi hann kjötbitanum og opnaði miUnninn til þess að anda með honum, en þá mdssti hann bitann. En í bræði sinni ték kötturinn ekki eftir bitanum, en hljóp beint á eftir hundinum, og datt um bitann. Þá varð kötturinn svo reiður, að hann tætti kjöt- bitann allan í sundur, en át ekkert, af honum. Að því búnu hljóp hann á eftir hundinum, en þegar hann náði ekki í hann, sneyptist hann og gafst upp. Nú þegar liann ætlaði heim, sá hann bæinn hvergi, og ekkert hafði hann. tekið eftir því, hvar hann hafði verið. Hann glápti og góndi í allar áttir, og mjálm- aði hátt. »Hvert ætti ég nú að halda«, hugsaði kött- urinn. Hann hljóp beint upp á hæsta hólinn, sem hann sá. Þegar þangað kom upp, sá hann marga bæi, en engan af þeim hafði hann séð fyrr. Hann settist niður eins og hundur, og leit jcfir allan þennan bæja- fjölda. Þá datt honum snjallræði í hug, að hlaupa heim að næsta bænum, og' spyrja til vegar. Hann hljóp heim að bænum, þar sá hann stóran karl. Svona stóran karl hafði hann aldrei séð fyrr. En karlinn sá ekki köttinn, og steig' ofan á hann. Þann- ig' fer fyrir þeim köttum, sem stelast að heiman, þeg'- ar enginn sér til. Þorsteinn Runólfsson (11 ára). Brúðurnar talasí við. Einu sinni voru tvær brúður, þær hétu Guðrún og Þórunn. Eitt, sinn sagði Þórunn: »Ég' held ég verði aö skreppa til hennar Guðrúnar fyrst veðrið er svona gott«. Jæja, hún fór nú á stað og' kom til Guðrúnar um hádegið og var hjá henni um nóttina. Morgun- inn eftir ætlaði hún. að fara af staðj en þá var svo mikil rigning', aö hún gat ekki farið heim. Hún var hjá Guðrúnu þangað til rigningin batnaði. Svo batn- aði rigningin og Þórunn sagði við Guðrúnu: »Nú verð ég að fara heim fyrst rigningin er hætt«. »Nei, þú drekkur nú hjá mér kaffi, áður en þú ferð«. »Jæja, kannske að ég' bíði eftir kaffi. Ert.u búin að hita þaö?« »Já, já; gerðú svo vel. Vilt þú ekki meira?« »Nei, takk. Eg' vona að þú komir einhverntíma til mín. Vertu nú blessuð og sæl«. »Já, já, vertu blessuð, Þórunn mín«. Þórclís Guðnadóttir (9 ára). Bylur. Langt norður á heimskauti sat Vetur konungur í hásæti sínu. Hann var gamall og gráskeggjaður, og' svo var hann harður á brúnina, að allt, lifandi, sem kom nálægt sjónum hans, fraus í hel. Höllin hans var öll úr snjó og' klaka, en falleg' var hún. Ekki var hásætið síður. Það var all,t úr glærum ís, s,em glitraði eins og kristall. Sjálfur var Vetur kon- ungur í mjall,a hvítum skrúða og hafði kristalskæra kórcnu á höfði, sem norðurljósin spegluðust í. Nú stóð hann upp og' kallaði hárri raustu: »Bylur, Bylur, komdu, góði sonar!« 1 sama bili kom maður inn í höllina. Ilann var í skikkju úr bjarnarskinni og' nafði stóra skinnhettu á höfði. Kuldinn streymdí frá honum og' snjókcrnin hrundu af honum, svo jafn- vel Vetri gamla þótti nóg um. »Kaldur ertu, sonur sæll«, sagði Vetur gamli hálfskjálfandi. — »Hvað viltu mér, faðir?« spurði Byl,ur. — »Rétt fyrir sunn- an ríki vort er eyja. Farð'u þangað og gerðu almenni- legan byl og sýndu, að þú berir nafn með réttu. En

x

Hekla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.