Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 4
4
HEKLA
Vorkvöld á Hornströnduni.
Eitt vorkvöld gekk ég upp í fjallshlíðina. Mig
langaci að sjá sólina setjast. Frammi við sjóinn var
allstór klettur. Þar sátu átta veiðibjöllur. Mikil prýði
var að þeim. Þegar ég kom upp í hlíðina, sá ég þá
hina fegurstu sjón, sem ég hefi séð. Sólin gægðist
fram undan Iíornbjargi og varpaði hún hinum blóð-
rauðu geislum sínuin á klettana og fjöllin. Risu þá
allar veiðibjöHurnar upp og kvökuðu móti sólinni.
Á skerjunum var krökkt af sel og í bjarginu iðaði
allt af fugli. Yið cg við heyrði ég í hrossagauknum.
Inm í lítilli dæld skauzt; lágfóta, sem var önnum
kafin við að veiða fyrir ungana sína. Lengst úti við
sjóndeildarhringinn sá ég skip. Eg gleymdi mér ai-
veg. Fegurð og kyrrð gagntóku mig. Mér fannst
þessi stund líða sem ljúfur draumur. Þess,um unaði
gleymi ég seint. Mór komu þá í hug orð skáldsins,
sem hl jcða svo:
Sjáið hvar sólin nú hnígur,
svífur að kvöldhúmið rótt.
Brosir hún blítt er hún sígur,
blundar senn foldarheims drótt.
Vilhiáhnur Valdimarsson (12 ára).
Draumur Dísu litlu.
Það var aðfangadagur jóla. Dísa litla stóð frammi
í bæjardyrum og horfði á logndrífuna. Hún var í
þungu skapi. I kvóld var blessað jólakvöldið. Þá
myndu öll hin börnin fá jólagjafir. En hún? Ekkert,
ekkert. Hver ætli fari að gefa henni? Enginn. Hún
rétti út hendina. Snjókornin komu svífandi ofan úr
loftinu og féllu í lófa hennar. Þar bráðnuðu þau og
mynd'uðu kristalstæra dropa. Þeir voru alveg eins
og tárin hennar móður hennar, þegar hún kvaddi
hana í síðasta sinn. Dísa mundi ennþá síðustu orð
hennar og hún hafði þau yfir í hálfum hljóðum.
»Treystu Guði u.m fram allt„ þá mun þér vegna vel«.
Svo hafði hún lokað augunum, brosað þreytulega og
dáið. »Ö„ elsku mamma mín. Bara að ég mætti vera
hjá þér um jólin«, hvíslaði Dísa og hallaði sér grát-
andi upp að dyrastafnum. »Hvað eiga þessar skælur
að þýða? Snáfaðu strax út í fljós og hættu þessu væli.
Ef þú hlýðir ekki á augabragði, þá skaltu eiga mig
á fæt.i«. Þetta var húsfreyjan. Að svo mæltu ætlaði
hún að gefa Dísu utan. undir. En þá kom húsbóndinn
að. Hann sagði ckkert, en tók Dísu litlu af konu
sinni. ýtti henni gcðlega út og sagði: »Farðu nú og
gættu vinnu þinnar«. En við konu sína sagði hann:
»Að þú skulir geta fengið af þér að berja varnarlaust
barn á sjálfan jóladaginn. Er það kristilegt?«. Svo
gekk hann burt og skildi konuna eftir dreyrrauða af
gremju.
Það var komið kvöld, jólakvöld, helgasta kvöld árs-
ins. Allir voru komnir í sparifötin, nema Dísa. Hún
sat, á rúminu sínu og horfði á jólaljósin hinna barn-
anna. Nú var verið að gefa jólagjafirnar. Allir fengu
eitthvað, nema hún. Ó, hvað það var sárt, að vera
svona einmana! Á meðan mamma hennar lifði, fekk
hún alltaf eitthvað. #En nú var mamma hennar dáin
og allt var svo autt og tómt.
Það var verið að syngja jólasálmana. Enginn tók
eftir því, að Dísa stóð á fætur og læddist út úr bað-
stofunni. Hún fór upp á bæjardyraloft, Þar var rúm-
fleti með einhverju af fötum í. Dísa fleygði sér upp
í rúmið og fór að gráta. Það var svo gott að gráta
í næði. Ö, bara að Guð lofaði henni að deyja! Þá fengi
hún að fara til mcmmu sinnar og góðu englanna,
— Hvað var þetta? Stór og falleg, vængjuð vera kom
upp á loftskörina. Hún brosti blítt til Dísu og kom
til hennar. »Þetta klýtur að vera sendiboði Guðs«,
hugsaði Dísa og kraup á kné fyrir framan engilinn.
Þá laut hann niöur og þrýsti Dísu að sér og mælti:
»Þrey„ þol og líð, bið, vona og bíð, þitt böl fær góðan
enda«.
Dísa vaknaði. Þetta var þá bara draumur. Það var
einhver að kalla á hana. Hún heyrði að það var hús-
bóndinn. Nú kom hann upp til hennar. »Komdu,
Dísa mín«, sagði hann. »Móðurbróðir þinn er kominn
frá Ameríku og ætlar að taka þig tiþ sín. Ilann er
víst flugríkur. Ég samgleðst þér innilega. vesalingur.
Þér hefur aldrei liðið vel hjá okkur. Ég veit að þér
verður þetta til gæfu. Guð blessi þig«.
Þennan sama dar fór Dísa burt af heiniilinu.
Nú eru liðin mörg ár. Dísa er orðin gömul og grá-
hærð og nýtur virðingar allra., sem kynnast henni.
Á jólunum segir hún barnabörnunum sínum söguna
af þessum minnisstæðu jólum, sem urðu tímamót í
æfi hennar. Og að sögunni lokinni segir hún alltaf:
»Treystið Guði um fram allt. Þá mun ykkur vegna
vel«.
Ölafía Ölafsdóttir (12 ára).