Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 12

Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 12
12 H E K L A blessaður flýttu þér; ég’ er alveg að krókna úr kulda«. Bylur rak upp kuldanlátur og þaut burt, án þess að kveðja, og stefndi beint á eyjuna okkar fögru, nyrzt í Atlantshafinu. — Fyrst kom hann, að Norðurlandi. — Þar þaut hann um og fyllti hverja laut og dæld með mjúkum, hvítum snjó. Á einum stað rakst hann á télf kindur, sem slóðu í afdrepi við stóran stein. »Þessar skulu ekki komast til húsa að sinni til«, sagði Bylur við sjálfan sig. Svo þeytti hann snjónum með hálfu meiri ákafa en áður og hætti ekki fyrr, en kindurnar voru íenntar í kaf. Um vorið, þegar snjóa leysti, fundu menn beina- grindurnar af kindunum undir steininum. Svona eru nú verkin hans Byls. Og þau eru svo mörg, að enginn getur talið þau upp. Þetta verður því fátið nægja. Ölafía Ölafsdóttir (12 ára). Fyrsta réttarferðin mín. Þegar ég var sjö ára, þá fór ég fyrst í réttir. Ég fór með pabba og reið fyrir aftan einhvern. Ég man ekki, hver það var. Þegar við komum í réttirnar, var lítið gaman. Ekkert til skemmtunar, ekki einu sinni munnharpa. Þarna voru nokkrir strákar að fljúgast á og ríða hart á hestum. Ég hafði engan nema pabba að vera með. Eitt sinn týndi ég honum, og fór þá að grána gamanið. Ég ráfaði lengi. Loks, hitti ég bíl- stjóra, sem ég þekkti. Hann gat vísað mér til pabba. Eftir þetta var ég iítið lengur. Pabbi bað bílstjórann að lofa mér að sitja í, af því að hann var að fara upp á Land. Þegar ég kom heim, þá var klukkan ekki nema sex. Ég var bæði svangur og þreyttur og alveg ánægður af réttaferðum. Tómas Gu&rrimidsson (11 ára). Skrítlur. Drengur: Pabbi, verð ég ekki ellefu ára, þegat mamma er orðin 47 ára? Faiirinn: Hvað varstu ganiall, þegar hún átti þig? A. : »Það er mesta ólag á augunum í honum, þvi hann, sér allt tvöfalt«. B. : »Einmitt, það. — En hvað það er raunalegt. Hann getur víst ekki fengið neitt að gera, fyrst svona er?« A.: »JÚ, jú. Hann fékk einmitt ágæta stöðit hjá raf- magnsveitunni. Þeir láta hann ganga í húsin og lesa af rafmagnsmælunttm«. Frænkan: »En, hvað þú ert orðinn stór, Hinrik. Þú ert nærri því orðinn stærri en hann pabbi þinn«. Hinrik: »Já, mér þykir líka vænt unt það, því þá getur |,abbi fengið buxurnar rnínar, þegar ég er hætt- ur að nota þær, í staöinn fyrir að nú fæ ég hans«. Maðurinn (sezt á bekk og segir við lítinn dreng. sem fer að hágráta) ^ »Af hverju ert þú að gráta, litli vinur?« Drengurinn: »Af því u-ö-he, af því að þér sitjið á smurða brauðinu mínu«. Kennarinn: »Þú skilur það væntanlega, Einar, að mér líöur illa, engu síður en þér, þegar ég verð að láta þig sitja eftir í skólanum eftir kennsl.utíma«. Einar: »Já, herra. kennari, þess vegna tek ég mér það nú líka ekki eins nærri«. Konan (við manninn sinn): »Ætlarðu ekki að hafa regnhlífina þína með þér? Það er steypiregn úti«. Maðurinn (sem er bókhaldari): »Nei, það má ég ekki, því ég hefi einsett mér að hafa sína regnhlífina á hvorum staði, til, þess að verða ekki í vandræðum I>ó að rigni. Ef ég nú tek með mér regnhlífina aó heiman, þá verða þær báðar á skrifstofunni og það er ófært«. A. (reiður): »Sonur yðar henti steini i mig áðan og neyðist ég því til að krefjast þess af yður, að þér refsið honum rækilega fyrir tiltækið«. B. : »Lenti steinninn í yður?« A. : Nei, sem betur fór gerði hann það ekki«. B. : »Þá hefir það áreiðanlega ekki verið drengur- ínn minn, sem henti honum, því hann hæfir alltaf«. Kennarinn: »Hvers vegna komst þú ekki í ensku- tímann í gær, Einar?« Nemandinn: »Það var ekki til neins, því ég var svo hrottalega kvefaður, að ég gat varla talað íslenzku, hvað þá ensku«. A. : »Mikið vildi ég óska að ég vissi, hvaða glóp'ur hefir skrifað mér þetta bréf«. B. : »Hvað hefir hann skrifað?« A. : »Hann, skrifar, að ég sé fábjáni, en konan mín sé sóðadrusla«. B. : »Það hlýtur að vera einhver, sem þekkir ykk- ur vel«. Ar »Já, auðvitað«. Otgefendur: Skolabörn í Ása- og Holtahreppi í Rangárvallasýslu. • Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Hekla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.