Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Side 5
G E S T U R
5
VONLAUS FLÓTTI
Smásaga eftir LESLIE G. BARNARD.
— Reyndu ekki að flýja írá mér.
Það er vonlaust, ég skal sækja
þig aftur, jafnvel þótt ég hætti
lífinu, hafði hann sagt fyrir tíu
árum.
ÞEGAR HÚN KOM fyrir hornið og
sá húsið, greip skelfingin hana.
Stundarkorn stóð hún kyr, hún gat
ekki snúið aftur, hún gat heldur ekki
haldið áfram. En hún gerði sér Ijóst,
að hún varð að halda áfram. Vegfar-
endur litu á hana. Það var líka ein-
kennilegt að sjá fallega unga konu
nema skyndilega staðar á götunni, eins
og henni hefði orðið illt. En svo herti
hún upp hugann og hélt áfram.
Myra Thorne gat ekki snúið aftur.
Hún rifjaði upp fyrir sér, hvað hún
ætlaði að segja við hann:
„Bruce“, ætlaði hún að segja, „ég
er komin aftur til ;þín. Ég hef verið
á enda veraldar, en ég er komin aftur.
Ég ætla að borga skuld mína við þig“.
Húsið stóð eins og það hafði alltaf
staðið, óbreytt. Það var eins og tákn-
mynd fyrir Bruce; hann hafði áreiðan-
lega heldur ekkert breytzt. Hann hafði
áreiðanlega ekki lagt niður neinn vana
sinn. Hún sá hann greinilega fyrir sér,
áður en hún komst að húsinu, jafnvel
áður en hún hringdi dyrabjöllunni.
Hann hlaut að vera eitthvað gráhærð-
ari en hann hafði verið, að öðru leyti
hlaut hann að vera óbreyttur. Hún sá
smágerða, hörkulega andlitsdrætti hans
fyrir sér, stuttklippt yfirvararskeggið,
snyrtileg fötin og hrukkurnar kringum
munninn, sem voru það lengsta, sem
hann náði í tilraunum sínum til að
brosa. Og þetta bros notaði hann með
sannarlega góðum árangri, þegar hann
stóð í réttarsalnum og þrumaði ákærur
á sakborninginn. Eða þegar hann flækti
eitthvert vitnið í lygum og gat með
því komizt örlítið nær kjama afbrots-
ins.
Hvað það gat verið einkennilegt, að
hún skyldi hafa getað kveikt ástríður
í þessum manni! Hvílíkt kraftaverk!
En að fara að gerast eiginkona hans
— það hafði verið hreinasta brjálæði.
Nú var hún komin upp að húsinu.
Hún nam staðar undir tré. Hérna —
nákvæmlega á þessum stað — höfðu
þau staðið kvöldið fyrir tíu árum. Þá
var það, sem hann hafði sagt: „Reyndu
ekki að flýja frá mér. Það er vonlaust.
Ég skal sækja þig aftur, (þótt ég hætti
lífi mínu í' þeim tilraunum! Ég skal
fá þig til þess að borga skuld þína við
mig til síðasta blóðdropa! Armur minn
og vilji minn ná langt, mundu það!“
En þó hafði hún flúið — sama
kvöldið — flúið þrátt fyrir fullvissanir
hans um vald hans yfir henni. Hún
hafði lagt af stað í leigubifreið — það
var upphafið að löngum, óendanleg-
um flótta ... Hún hélt eitt sinn, að
hann hefði heyrt til hennar — heyrt
hljóðið í vél bifreiðarinnar — því að
hann hafði komið heim úr borginni
á sama tíma, og í annað sinn hélt hún
sig hafa heyrt hljóðið í bifreið hans,
og fannst hann vera á hælum sér. Það
var við svokallað Thompson-horn. En
það gat alls ekki hafa verið hann.
Hún gat gert sér í hugarlund við-
brögð hans, þegar hann kom heim og
sá, að hún var farin. Hann hefði hringt
í alla banka til þess að koma í' veg
fyrir, að hún fengi einn einasta eyri
af peningum hans ... Það var hún að
minnsta kosti sannfærð um, að hann
hefði gert. En hún var svo heppin að
þurfa alls ekki að grípa til peninga
hans. Hún gat lifað af eigin efnum.
Var það annars heppni? Var það ekki
aðeins til að gera kvölina ennþá lengri?
Hann hafði aldrei gert alvöru úr hót-
un sinni, en þó sá hún andlit hans ljós-
lifandi fyrir sér hvern einasta dag, og
ímyndaði sér, að hún fyndi jafnvel
hönd hans á öxl sér.
Allar aðgerðir hennar höfðu reynzt
árangurslausar. Hún hafði tekið upp
annað nafn, skipt um umhverfi, eign-
azt nýja kunningja ... en hvað stoð-
aði það, þegar henni var ómögulegt að
gleyma? Þrisvar sinnum höfðu bónorð
verið borin fram við hana — mennirn-
ir voru allir vel stæðir og aðlaðandi —
en alltaf kom Bruce upp á milli þeirra.
Hann litaði hugsanir hennar, hann
hafði heltekið hug hennar — jafnvel
núna, tíu árum síðar!
Condon, bankamaðurinn í London,
hafði sárbeðið hana að sækja um skiln-
Hérna — nákvœmlega á þessum stað —
höfðu þau staðið fyrir tiu árum.
að. En liann þekkti ekki Bruce. Hann
hafði ekki hugmynd um þá ófyrir-
leitnu, miskunnarlausu baráttu, sem
Bruce myndi undir slíkum kringum-
stæðum heyja í réttarsalnum. Og rétt-
arsalurinn var vígvöllur, sem hánn
þekkti öllum betur.
Ungi, ljóshærði maðurinn, sem hún
hafði liitt um borð í gufuskipi í Mið-
jarðarhafinu, hafði þurrkað burtu all-
ar mótbárur hennar — örstutta stund —
og stóð fölur og fár eftir á bryggjunni
í ókunnri höfn, þegar óttinn við Bruce
náði aftur tökum á henni og kom
henni til að slíta samband þeirra.
Og svo var það Ronald Lane, eini
karlmaðurinn, sem nokkru sinni hafði
skilið hana. Skjót og örugg hugsun
hans hafði leyst tilfinningar hennar
úr læðingi og komizt að niðurstöðu.
Alvarlegur í bragði hafði hann sagt
við hana:
„Þú getur aldrei losað þig við þenn-
an ótta, ef þú heldur áfram að flýja
hann. Snúðu aftur til hans, hafðu tal
af honum og sigraðu hann!"
Þegar hún hafði yfirgefið hann,
hafði hann kysst hana og sagt:
„Ég bíð þín, þegar þú ert frjáls .. .“.
Það var einkennilegt hvernig þetta
ferðalag heim til Bruce hafði létt af
hjarta hennar. Þannig hlutu að vera
tilfinningar píslarvotts, sem í fyrstu
hafði reynt að strjúka, en stóð nú al-
sæll andspænis bálinu. En því meir,