Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Blaðsíða 8

Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Blaðsíða 8
G E S T U R 7wrciwao:>MGWi A 1\ 7/^ P T A Eftir "aic 1x1 V V T l-j / j/f Torry Budlong HRÍFANDI ÁSTARSAGA. „EF ÉG fæ vilja mínum framgengt, get ég þvegið mér um hendurnar á eftir“, svaraði Angela. „Ég ætla ekki að fara að nota neina blíðmælgi eða vinalæti gagnvart þér, eins og Amma er alltaf að brýna fyrir mér. Við erum báðar fullorðnar. Þú skalt ekki búast við að ég fari að hjálpa þér til við að spinna köngulóar- vef utan um Ken“. „I þetta skiptið berjumst við þá op- inberlega“, svaraði Angela. Meg hristi höfuðið. „Það gætirðu aldrei“. Iiún fór, og Angela lokaði hurðinni á eftir henni. Hún skalf, eins og alltaf, þegar hún varð að bíta frá sér. Ilún var aldrei óstyrk, aldrei skelkuð með- an á því stóð, en eftirköstin tóku mjög á hana. Hún kastaði sér á grúfu á rúmið og beið þess, að þau liðu hjá. Loksins stóð hún á fætur og dró andann djúpt. Skjálftinn var hættur. Hún varð að flýta sér, ef hún átti að geta snyrt sig fyrir kvöldverðinn. Þessi snyrtingarstund var eitt af tilhlökk- unarefnum hennar, yndisstund, sem hana dreymdi um, þegar hún var ekki á Branford. Angela hvíldi í gamaldags baðker- inu. Vatnið var mengað ilmandi olíum. Hún lét augun líða upp til rósamunst- ursins á veggnum, og lét hugann líða um leið og hún naut unaðárins. Síðan þurrkaði hún sér á handklæðinu og vafði því utan um sig, bar krem á andlitið á sér og þurrkaði sér í fram- an með svampi. Síðan sprautaði hún ilmvatni yfir sig þangað til hún sá gufuna af því umvefja sig í speglin- um. Það var eitthvað svo dásamlegt að sóa svona dýru ilmvatninu, án þess að hafa not fyrir það allt. Hún var fljót að klæða sig. Hún fór í gulan kjól, sem frú Brandon hafði keypt handa henni, og burstaði hárið þangað til það féll um herðar hennar í mjúkum bylgjum. Hún setti enga skartgripi á sig, nema gullfestina, því að skartgripir Meg myndu allavega hafa verið fallegri. Hún bar engin ilmvötn í kjólinn sinn, því að það var mikils- vert, að ilmurinn væri hluti af líkama hennar, sem stafaði frá henni í hvert skipti, sem hún hreyfði sig. EFRI HÆÐIN var mannlaus, þegar hún kom fram, en af mannamáli heyrði hún, að allt fólkið var samankomið niðri. Hún gat þá beðið í svölum skugg- unum þangað til hún heyrði fótatak Ken á svalaganginum. Þá lagði hún af stað niður stigann. Hún gekk hratt þangað til hún kom í ljósin í forstof- unni, þá hægði hún á sér og gekk ró- lega til móts við Ken. Henni varð örar um andardráttinn, þegar hún sá hann. Það var ekki að- eins róleg og karlmannleg framkoma hans, sem olli því. Það var eitthvað við hann, hvernig hann bar höfuðið, hvernig hann brosti, hvernig bros- glampanum brá fyrst fyrir í augum hans áður en varir hans bærðust. Má- ske var það aðeins vegna þess, að hann var sá eini rétti, og allt annað skipti engu máli. Hann nam staðar og beið hennar. Hendur hans biðu líka, og þær tóku þétt um hendur hennar. ,,Þú ættir alltaf að koma niður stig- ann“, sagði hann. „Það veitir mér tæki- færi til þess að taka betur eftir þér“. rGóði Kendal ...“, sagði Klara frænka elskulega um leið og hún kom fram í forstofuna. Hún tók í handlegg hans og beinlínis teymdi hann inn í stofuna, þar sem hitt fólkið var saman komið. En um leið brosti hún kulda- lega til Angelu. Hún hlýtur að hafa beðið eftir honum, hugsaði Angela döp- ur. I þann mund, sem hún kom inn í stofuna, var búið að koma Ken þægi- lega fyrir í mjúkum sófa við hliðina á Meg. ALLT GEKK SINN vanagang, sherry og kvöldverður, samræður og kurteis bros. Frú Brandon sat fyrir öðrum enda stóra borðsins, Meg sat fyrir hinum endanum með Ken á hægri hönd. Angela sat hinum megin borðs- ins við hliðina á frú Brandon, með Klöru frænku sér við hlið. Angela gat ekki varizt þeirri hugsun, hvort frú Brandon vissi nokkuð um áform Klöru viðvíkjandi þeim Meg og Ken. Stund- arkorn hætti hún að leggja hlustirnar við samtalið, en fór að hugsa út af fyrir sig. Ef til vill myndi henni gef- ast tækifæri eftir garðklúbbsveizluna í kvöld, ef henni tækist að losna frá Meg. Meg hellti kaffinu í bollana hjá þeim inni í bókaherberginu eftir máltíðina. Það var Klara frænka, sem hóf máls. Hún sat við' hliðina á Angelu og sagði blíðlega: „Meg er yndisleg húsmóðir. Hún verður Ken prýðileg eiginkona". „Þú talar eins og þú værir hjóna- miðlari", sagði Angela. „Ertu nokkuð viss um, að það sé húsmóðurstaða, sem hún er að sækjast eftir?“ Klara frænka saug upp í nefið. Hún var einstakur snillingur í að lýsa and- úð sinni eða fyrirlitningu með því einu að sjúga upp í nefið. Hlutverk Klöru frænku þarna á Branford var hið tilbreytingarlitla hlutverk ógiftu konunnar, sem býr hjá ættingjum sínum; að annast léttari húsverkin og gera gælur við börnin, í þessu tilfelli Meg. En hún leysti hlut- verk sitt af hendi með hinni mestu prýði. En meðan Angela virti hana fyrir sér, datt henni í hug, að hún hafði sínar veiku hliðar, sem gæti kom- ið sér vel að þekkja, ef Klara stofnaði til alvarlegra vandi-æða. Áður en langt leið, lögðu þau þrjú af stað í bifreið Ken, Meg, Angela og Ken. Meg sat að sjálfsögðu á milli þeirra. Hún masaði í sífellu um kosn- ingabaráttu Ken og sigurhorfur, og þagnaði ekki alla leiðina til hússins, þar sem veizlan var haldin. „Ég verð að herða upp hugann og gera eitthvað“, hugsaði Angela full ör- væntingar. „Frá þeirri stundu, að ég stíg inn úr dyrunum, verð ég að halda á mínum eigin spilum“.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.