Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Síða 12

Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Síða 12
12 G E S T U R HJÁ MANNÆTUM Á NÝJU-GUINEU Eftir ANDRÉ DUPEYRAT. Góður sonur. Dag nokkurn kom Golopui óvænt í heimsókn. Ég sá strax, að honum lá eitthvað mikið á hjarta. Hann lagði örvar sínar og boga frá sér við innganginn á kofa mínum. Síðan benti hann mér að koma út fyrir, tók í liönd mína og leiddi mig til kofa síus. Ég hafði aldrei áður komið þangað. Honum svipaði mjög til annara kofa livað bíkúpuútlitið snerti. Hann fór fyrst inn göngin, sem ógreið voru, nema maður kynni að snúa sig og skríða inn þau. Honum sóttist leiðin vel, en öll byggingin lék á reiðiskjálfi meðan ég tróðst inn. Þegar innfyrir kom, ætlaði ég að standa á fætur, en rak mig þá upp í greinarnar, sem héldu loftinu uppi. Inni var nærri almyrkt, mér lá við köfnun. Svækjan var ógurleg, samþefur sóts, tóbaksreyks, rotnunarfýlu og raka. Golopui sagði eitthvað, sem ég heyrði ekki, því að ég átti nóg með að ná einhverju lofti í lungun og mjaka mér áfram eftir ruggandi gólfinu. Skyndilega blossaði logi upp. Höfðinginn hafði kveikt í nokkrum blöðum með glóð frá eldinum. Blossinn lýsti að vísu híbýlin up^J, en fyllti þau jafnframt kæfandi reyk. En maður venst öllu, og innan skamms kom ég auga á Golopui, sem sat á hækjum sínum fyrir framan haug af blöðum og rusli. Hann rótaði virðulega í liaugnum, og dró loks upp tvær haus- kúpur og nokkur mannabein, gljáandí eins og þau hefðu verið fægð. En maurarnir þyrptust í stórhópum skelfdir upp úr dyngj- unni. „Sérðu þetta?“ spurði höfðinginn og sneri sér að mér. „Þú spurðir mig nýlega, hvar foreldrar mínir væru . .. hérna eru þau. Þetta er faðir minn ...“ og hann benti á aðra hauskúpuna með stórutánni, „... og þetta er móðir mín“. Ég kunni orðið það mikið í máli hans, að ég gat spurt hann, hvernig þetta fólk hefði dáið. Og hann útskýrði málið ósköp hispurslaust fyrir mér. „Þau voru orðin of gömul. Þú veizt hvernig það er. Faðir minn var orðinn svo máttvana, að hann gat ekki lengur sveiflað spjóti. Hann liafði ekki lengur neinar tennur eftir í munninum og borðaði eins og smábarn. Og hvað móður minni viðvíkur, þá var liörund hennar orðið hrukkótt og skorpið, svart og slappt eins og leðurblökuvængir. Hún var ekki lengur fær um að fara út í garðinn. Augu hennar voru full af óhreinindum. Og þá gerði ég mér ljóst, að þeirra tími var kominn". „Golopui, vinur minn, við hvað áttu með því?“ „Veiztu það ekki? Ég sneri mér til Ghívéna-ættbálksins, sem eru okkar albeztu vinir. Ég bað þá að gera mér þann greiða. Þeir sendu nefnd manna til okkar til þess að bjóða gamla fólk- inu í veizlu til sín. Á leiðinni rotuðu þeir þau með kylfunum sínum, festu þau upp á steglur og báru til þorpsins. Þar voru þau skorin sundur, steikt á steinunum og étin. Síðan voru mér send beinin, hrein og fáguð. Og hérna geturðu séð, hvað ég varð- veiti þau vel ... en ég er nú líka sérlega góður sonur!" Hjónadeilur, Líl papúans er fábrotið — frá sjónarhóli annara. Honurn er það líka hreinasta ráðgáta — og okkur raunar líka, þrátt fyrir sálfræðirannsóknir, sem við þekkjum. í papúalandi eru þorpin lítil, kofarnir standa í þyrpingum og veggir þeirra eru búnir til úr blöðum. Allt, sem gerist innan veggja kofans, er á samri stundu á vitorði allra þorpsbúa, liversu mikið einkamál, sem það kann að vera. Fólk veit alh, sem gerist. Það talar um J:>að. Og oft er hlegið að því. Hérna finnast hvorki blöð né útvarp, 'og takmörk veraldarinnar er sjóndeild- arhringurinn. Um hvað annað er hægt að tala en náungann? Og alltaf er nóg um slúður. Hjónabandsörðugleikar — sem er eitt algengasta fyrirbærið á leikvangi lífsins — fara því fram fyrir opnum tjöldum og verða fyrir bragðið áhrifameiri og ofsa- fengnari. Oftar en einu sinni hef ég verið viðstaddur slíkar hjóna- deilur, ekki síður í þorpi Golopui en annars staðar. Venjulegast hófust þær um kvöldmatarleytið. Fyrst heyrðist maðurinn kalla frá ráðhúsinu í konu sína, ’sem sat r fýlu heima í kofa þeirra hjóna. „Hvenær er kvöldmaturinn tilbúinn, ónytjungurinn þinn?“ segir maðurinn. Ekkert svar. Þögnin er sígild. „Skammast þú þín ekki fyrir að láta mig bíða? Hef ég þá borgað foreldrum þínum fyrir ekki neitt? Hvað hefur þú að- hafst allan daginn, afstyrmið þitt? Hversu margar sykurkartöfl- ur hefur þú tekið upp? Þú ert máske of veik í bakinu til þess að geta beygt þig, eða hvað?“ Ekkert svar. Allt þorpið leggur eyrun við. Nú fer að verða gaman að þessu! Maðurinn hækkar röddina. „Ætlarðu að fara að koma með matinn minn? Maginn í mér grenjar af sulti. Ætla fæturnir á þér ekki að fara að hreyfa sig?“ Öskuvondur eiginmaðurinn stendur nú úti á svalaganginum. Hann styður sig við eina stoðina og þrumar út yfir flötina: „Þú ert ef til vill eins og kólibríufuglinn, sem flögrar um allan daginn og gerii ekki handarvik?“ Ulyrðin fara að skjóta upp kollinum. Brátt fer að draga til tíðinda. í síðustu lýsingu mannsins á konu sinni, brigzlar hann henni iðulega um lauslæti, og nú snýr hann máli sínu að þorps- búum í heild, sem eru stórhrifnir af rás viðburðanna. „Til þess að eignazt hana, borgaði ég foreldrum liennar tvö svín, handfylli af hundstönnum, fjóra stóra kufunga, sex para- dísarfugla, og sjáið þið nú bara, hvernig hún meðhöndlar mig!“ í rauninni nefnir hann ekki þessar tölur, því að enginn kann að telja lengia en upp að þrem. En fjöldann gefur hann til kynna með fingrunum. Loksins stekkur hann niður af svalaganginum og æðir, trylltur af reiði yfir þessum ónýta kvenmanni, sem hefur kostað liann svo mikið, heim í kofann til hennar. Þegar þangað kemur, hendist hann inn eins og hvirfilvindur og birtist aftur skömmu síðar með kvenmanninn í eftirdragi. Hún hylur andlitið með þeim handleggnum, sem laus er, en gætir þess þó að hafa augun opin og bíða þess, að mannfjöldinn umhverfis verði hæfilega

x

Vikublaðið Gestur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.