Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Síða 13
G E S T U R
13
mikill. Þegar áheyrendur eru orðnir nægilega rnargir að hennar
áliti, lætur hún liann draga sig út á torgið. Þar slítur hún sig
skyndilega a£ honum, rekur andlitið upp í fésið á honum og
hellir sér síðan yfir hann hárri raust:
„Mig verkjar í allan lí'kamann af því að slíta mér út fyrir
þig, ónytjungurinn þinn. Og þú ert alltaf að refsa mér — mag-
inn á mér lafir niður undir jörð (Jjetta merkir: ég er orðin
hundleið á þérl) — ég vil aldrei framar búa til mat til þess eins
að fylla þína úldnu vömb!“
Og á eftjr kemur ógnunin sígilda:
„Ég er farin heim til mömmu!"
Orðbragð hennar er lítið prúðara en mannsins áður, nema
síður sé, og á ])essu stigi málsins eys hún yfir hann skammar-
yrðunum, sem eru því snarpari, sem hún notar mjög niðrandi
samlíkingar.
„Þú ert eins og skítugur kasúar“.
Kasúarinn er strúti líkur og finnst í skógum papúalands. Inn-
fæddum finnst liann afar heimskur og harla óræstilegur — svo
mildilega sé til orða tekið.
Málinu lyktar þannig, að maðurinn tekur í stuttklippt hár
konu sinnar og flengir hana með flötum lófanum. Papúarnir
berja aldrei í andlit andstæðings síns eða með knýttum hnefa,
þótt það komi stundum fyrir, að þeir klóri og bíti.
Konan stingur síðan af, annað hvort inn í nærliggjandi kjarr,
eða blátt áfram heim til sín.
En maðurinn fær engan kvöldmat.
Komið hefur það fyrir, að ég hef séð konurnar taka lurk eða
glóandi viðarmola úr eldinum og hrekja manninn á flótta við
mikil fagnaðarlæti lýðsins umhverfis.
Afhöggnir fingur.
Það var ekki ætíð, að deilur fengu svo friðsamlegan endi. Ég
minnist þess, að dag nokkurn fór frarn rifrildi, svipað ])ví, sem
áður er lýst, en konan hafði hlotið talsvert harðari refsingu en
venjulegt var. Ég sá strax, að hún trylltist af bræði. Æpandi og
baðandi út höndunum hljóp hún eftir þröngum þorpsstígnum
út í skóginn. Skyndilega nam liún staðar, og mér brá við að sjá,
hvað hún var ískyggilega róleg.
Hvað myndi gerast næst? Hún gekk liröðum, ákveðnum
skrefum að kofa sínum, en maður hennar hélt til ráðhússins
með félögum sínum. Svipur hans var því líkastur, sem hann
hefði unnið heimsmeistaratign. Ég hafði blátt áfram á tilfinn-
ingunni, að hann myndi siá saman höndunum yfir höfði sér
og taka á móti fagnaðarópum lýðsins.
Konan fór inn í kofann. En aftur kom hún út að vörmu
spori og hélt þá á aflöngum steini, hárbeittum í annan endann,
nokkurs konar öxi. Stundarkorn datt mér í hug, að hún hefði
í hyggju að höggva höfuðið af manninum.
En það var nú ekki svo. Hún tók strikið beina leið í áttina
til mín. Hún skyldi þó aldrei kenna mér um niðurlæging sína?
Maður veit aldrei, hvað fæðast kann í heilafrumum hinna inn-
fæddu.
Ég sat á gömlum, föllnum trjábol, sem tekinn var að fúna.
Mér stóð ekki á sama um þetta, átti á öllu von, og hafði sífellt
auga með konunni, sem nálgaðist óðum. En hún leit alls ekki
á mig. Hún starði á trjábolinn, sem ég sat á.
Mér hefði átt að koma til hugar áform hennar. Þegar hún
kom að trjábolnum, lagði hún vinstri höndina á trjábolinn,
þar sem hann var harðastur. Áður en ég gat nokkuð aðhafst,
Franski trúboðinn
André Dupeyrat hefur
hœtt sér inn i frum-
skúga Nýju Guineu á
fund mannœla og
heiðingja. Villimenn-
irnir taka honum vel,
sérstaklega höfðinginn
Golopui, og hann sezt
að hjá peim.
hafði hún tekið steininn í hægri hönd og síðan höggvið fremsta
liðinn af vísifingri vinstri handar.
Dauðakyrrð ríkti umhverfis.
Konan leit stundarkorn á blæðandi fingurinn, beygði sig sið-
an niður og tók upp afhöggvinn liðinn, vafði hann innan í
blað og sneri aftur til kofa síns. En augnaráðið, Sem hún sendi
eiginmanni sínum, var aldeilis fullt fyrirlitningar.
Eiginmaðurinn sat yzt á svalaganginum og dinglaði fótunum,
skömmustulegur á svip.
Nokkrum mínútum síðar birtist konan aftur í dimmum inn-
gangi lcofans. í þetta skiptið lagði hún leið sína beina leið í
áttina til mín, og hélt um vinstri höndina með þeirri hægri.
Nú var andlit hennar baðað brosi, hún var hæstánægð. Hún
hafði sannarlega náð sér niðri á karlinum.
Hún lagði blóðuga höndina á feiknastórt brjóstið, eins og
það væri púði, en veifaði framan í mig langri snúru, alsettri
hnútum. Hún muldraði eitthvað fyrir munni sér, sem ég átti
ekki í' neinum erfiðleikum með að skilja, sakir fyrri reynslu.
En ég lofaði henni að vaða elginn.
Nú kom Golopui til mín.
„Hún er að telja saman skiptin, sem maður hennar hefur
refsað henni“, útskýrði hann. „Hlustaðu ekki á hana. Þú veizt
það vel, að það er nauðsynlegt að refsa kvenfólki við og við ..
Konan leit reiðilega til hans, en ekki þorði hún að segja
neitt. Hann var höfðinginn.
„Það er líklegast bezt, að hún fái moura-moura (meðal) á
fingurinn“, hélt Golopui áfram, „svo að henni batni það fljótt,
að hún geti farið að vinna í garðinum á rnorgun".
Ég stóð á fætur og gaf konunni merki um að fylgja mér. Við
fórum inn í kofa minn, og ég batt um fingurinn.
En sem borgun fyrir aðstoð mína æskti ég snúrunnar sem
minjagrips, þótt tilgangurinn væri sá að reyna að fá hana til
þess að gleyma þessum leiðu endurminningum. Hún neitaði
ákveðið og rigsaði hrakkakert til kofa síns, með glampandi
augu.
Hún hafði unnið mikinn sigur!
Framhald i nœsta blaði.