Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Blaðsíða 16
16
G E S T U R
Krossgáta GESTS II
62. hressa við (boðh.) 66. vandaður 67. ójöfnu 68. félaga 69. það
sem við gerum á þessu blaði 70. skordýr 71. fuglar 72. flanar.
Lárétt:
1. aðeins 5. sekkur ekki 10. halla 14. ósamlyndi 15. vansæmd
16. maður 17. bölv 18. húsdýrið 19. buna 20. ræktarsemina 22.
ávöxtur 24. sýkna 26. gutlara 27. greipin 30. klunnanum 34. smá-
býli 35. maður 36. hljóma 37. refsa 38. fæddu 39. hár 40. for-
skeyti 41. vefnaður 44. eldfæri 47. fæðu 48. gamlinginn 50. hetj-
unnar 52. limi 53. bönd 54. egnir 57. án félagsskapar 61. band
Lóðrétt:
1. geymsla 2. mjög 3. veikgeðja 4. eldfærið 5. dottaðir 6. flýtir
7. blóm 8. leiða 9. líffærinu 10. skafa 11. sár 12. óska 13. vei (útl.)
21. nána 23. hupp 25. flani 26. lamdi 27. sólar 28. stólpa 29. dug-
legur 31. tæpa 32. fuglinn 33. korns 41. riða 42. harminum 43.
dvelja 44. fótabúnað 45. mæltir 46. sælgæti 49. hár 51. táldraga
54. ósleip 55. samstæða 56. alls lausu 58. land 59. fjallshluta 60.
menn 63. nart 64. á litinn 65. kvenmannsnafn (erl. þf.).
Ráðning á krossgátu I.
Lárétt:
1. Gest 5. sefar 10. skán 14. árar 15. króna 16. tara 17. lofa
18. atlas 19. alin 20. asanum 22. aukana 24. amma 26. aðra 27.
snarlar 30. lignuna 34. kýr 35. art 36. ara 37. naf 38. orf 39. gul
40. tau 41. ari 44. sól 47. ami 48. iðrunin 50. starrar 52. nafn
53. seka 54. falaðu 57. naktar 61. atið 62. náman 66. kasa 67.
rana 68. utast 69. alið 70. arar 71. marka 72. rasa.
Lóðrétt:
1. gála 2. eros 3. safa 4. tranar 5. skammar 6. ert 7. fól 8.
ana 9. rasaðir 10. stakan 11. kala 12. árin 13. nana 21. umla 23.
urga 25. art 26. ala 27. skoti 28. nýrað 29. arfur 31. ungar 32.
nauma 33. aflar 41. anað 42. rifunum 43. inn 44. s s s 45. ótennta
46. laka 49. unaðar 51. rakkar 54. fara 55. atar 56. lina 58. tala
59. Asis 60. raða 63. áta 64. mar 65. ask.
David Hume:
CARDBY frá SCOTLAND YARD
Söguþráðurinn:
Lundúnalögreglan stendur ráðþrota gagnvart stórsnjöllum afbrotamanni,
sem nefnir sig Maddick, og liefur þann hátt að koma aldrei nœrri þeim af-
brotum, sem hann fremur. 1 hverju afbroti hans tekur þátt fjöldi manns,
sem veit ekkert hver um annan, hver og einn hefur fengið nákvœmar fyrir-
skipanir bréflega um, hvað hann skuli gera, og annað veit hann ekld við-
vikjandi glœpnum. Maddick borgar lika ríkulega fyrir gerðan greiða.
Yfirmenn Nýja Scotland Yard sitja á rökstólum og rœða þann vanda, sem
steðjar að mannorði þeirra, að ekki skuli fyrir löngu vera búið að hafa upp
á óaldarsegg þessum. Hafa margar gildrur verið lagðar fyrir hann, en liann
jafnan hvergi komið nœrri þeim, eins og hann hafi vitað um þœr fyrirfram,
log njósnarar, sem sendir hafa verið til höfuðs honum, hafa ýmist verið
slœddir upp úr Thems-ánni eða horfið án þess nokkur vissi, hvað af þeim
varð.
„Ég sendi Heimie Krutz. Enginn veit
neitt um hann síðan. Ég geri ráð fyrir, að
hann reki á land næstu vikurnar. Og þess
háttar spyrzt. Ég geri ekki ráð fyrir, að
nokkur þori að hætta lífi sínu eftirleiðis.
Reynið rétt að færa Maddick í tal við þá,
og þeir færast undan með öllu hugsan-
legu móti. Við höfum blátt áfram ekki
komizt að neinu. í síðastliðinni viku tal-
aði ég við tvo af mönnum hans. Þeir
höfðu báðir skipanirnar meðferðis — ekk-
ert annað. í skipun annars þeirra stóð:
„Settu á þig brúnan, barðastóran hatt og
brúnt, hvítdeplótt hálsbindi. Stattu á
horninu fyrir framan Tivoli á Adelfí-
horninu klukkan þrjú á morgun“. í skip-
un hins stóð: „Taktu leigubifreið við
Viktoríu-stöðina klukkan 2,45 á morgun.
Vertu mættur við Tivoli á Adelfí-horninu
klukkan þrjú, og taktu þar mann með
brúnan, barðastóran hatt, upp í bifreið-
reiðina. Aktu síðan til neðanjarðarbraut-
arinnar á Russel torgi. Þar hittirðu mann
með dagblað undir hendinni. Hann reyk-
ir pípu og er klæddur í regnkápu. Hlýddu
skipunum hans“. Ég tók báða mennina
með mér, við ókum til Russel-torgs til
þess að ná í þann þriðja. Var hann þar?
Nei! Vissu mennirnir tveir nokkuð meira
en stóð í skipunum þeirra? Ekki aldeilis.
Það eru þess háttar atburðir, sem búnir
eru að gera mér gramt í geði í næstum
ár. Hvað mynduð þér, herra, hafa gert í
mínum sporum?"
Yfirmaðurinn strauk um hökuna á sér.
„Þið megið ekki halda, að mér hafi
nokkru sinni komið til hugar að þetta
myndi reynast auðvelt. Ég vil aðeins leggja
áherzlu á, að Maddick verður að nást,
hvort sem það kostar nokkur mannslíf eða
ekki. Ég boðaði ykkur hingað til þess að
heyra tillögur ykkar, en hingað til hef ég
aðeins lieyrt kvartanir og afsakanir. Finnst
ykkur ekki, herrar mínir, að kominn sé
tími til að fara að notfæra sér eitthvað
af þeirri reynslu, sem við höfum aflað
okkur í margi'a ára starfi?"
„Ég er þeirrar skoðunar, að enginn