Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Side 19
G E S T U R
19
ÞETTA KOM FYRIR MIG:
Nótt í sæluhúsi
Það var á fyrri hluta styrjaldaráranna, að ég þurfti að
skreppa til Akureyrar í bifreið minni, og réðst annar mað-
ur til fylg'dar við mig. Við lögðum af stað síðla dags. Það
var komið fram í september og veður sæmilega stillt.
Ekkert bar til tíðinda fyn- en upp á Holtavörðuheiði kom.
Var þá orðið alldimmt, enda liðið að miðnætti. Komum við
okkur saman um að leita næturstaðar í sæluhúsinu á heið-
inni, enda syfjaðir. Matarbita höfðum við haft með okkur,
og snæddum við hann áður en við tókum á okkur náðir.
Vistlegt var í sæluhúsinu og okkur hlýtt og notalegt. Skrið-
um við undir dýnur og hyggjumst sofna.
En rétt í því að ég er að festa blundinn, heyri ég utan
úr næturmyrkrinu einkennilega skerandi vein. Það stóð ekki
mjög lengi, en í svefnrofunum voru áhrif þess slík, að ég
rís upp og hlusta betur eftir því. Félagi minn rís einnig
upp við dogg. Hann hafði heyrt þetta líka, og fundizt ein-
kennilegt. En hvernig sem við sperrum eyrun, heyrist ekk-
ert hljóðið. Við komum okkur saman um að þetta hafi verið
tófa að gagga úti á heiði. Annar möguleiki sé ekki fyrir
hendi.
Við röbbum saman um stund í glettni, þangað til við
leggjum okkur út af aftur — og nú skyldi þó sannarlega
sofnað. Við þreyttir og löng ferð fyrir höndum um morg-
uninn.
En ég hafði naumast lokað augunum, þegar aftur berst
að eyrum mér sama vælið og fyrr, nema hvað það var miklu
nær. Væl þetta nísti mig gegnum merg og bein og það fór
hrollur um mig, þegar ég settist upp. Félagi minn hafði
einnig risið upp. Við héldum niðri í okkur andanum og
hlustuðum. Og aftur heyrðist það. Þetta væl er eitt það
ömurlegasta, sem ég hef heyrt. Það byrjaði á lágum, dimm-
um tónum, en. hækkaði sig smám saman, unz það dó út í
skerandi veini. Á því var enginn efi, að úti í næturmyrkr
inu var einhver á ferli — og það var áreiðanlega ekki tófa.
Nú vissum við, að um þessar mundir voru flokkar her-
inanna á sífelldu flakki um landið. Á afskekktum stöðum
héldu þeir æfingar sínar, og gat nú ekki verið, að einhver
hermannanna hefði orðið viðskila við félaga sína, villzt, og
ráfaði nú einmana um heiðina? Fannst okkur þetta senni-
legasti möguleikinn, svo að við snöruðum okkur fram úr,
bjuggum okkur vel, vopnuðum okkur vasaljósi og héldum út
í myrkrið.
En jafnskjótt og við komum út í dyrnar, brá svo við,
að veinin hættu.
Við skyggndumst um allt í kringum sæluhúsið, kölluðum
og hóuðum, en allt kom fyrir ekki. Auk. okkar virtist engin *
• mannvera neins staðar í grennd.
Við færðum okkur fjær húsinu. Almyrkt var, en maður,
sem nokkrum mínútum áður hefði kallað til okkar, hefði-
Lesendurnir segja frá
átt að sjá ljósgeislann frá vasaljósinu og heyra köll okkar.
Okkur fannst þetta all-kynlegt, en ekki gáfum við upp
leitina, fyrr en við höfðum farið um allt nágrenni sælu-
hússins á stóru svæði. |
Þótti okkur súrt í broti að verða einskis varir, er við
höfðum heyrt svo greinilega veinin í næturkyrrðinni. Rædd-
um við þetta um stund, áður en syfjan gagntók okkur að ;
nýju og við gengum til hvílu. i
En ég hafði naumast breitt yfir mig, þegar veinið kvað
enn við, tryllingslegra og ömurlegra en nokkru sinni. Og í )
þetta skiptið virtist það koma frá glugganum rétt fyrir !
ofan höfuð okkar.
Varð okkur nú ljóst, að ekki myndi þetta einleikið, og j
ekki myndi okkur hugaður svefnfriður. Kveiktum við því 1
ljós hjá okkur og sátum uppi það, sem lifði nætur.
Morguninn eftir héldum við ferð okkar áfram og bar
ekkert til tíðinda.
— Skýringu á þessu fyrirbæri hef ég enga fundið enn
í dag. En oft hefur að mér hvarflað, hvort vera sú hefur
verið lífs eða liðin, sem hélt vöku fyrir okkur félögum í
sæluhúsinu á Holtavörðuheiði þessa ömurlegu september-
nótt.
rBmaálarrDálr
Heim — heim . . .
Charlie Chaplin, sem nú dvelur
i Svisslandi ásamt fjölskyldu sinni,
hefur látið svo um mælt, að hann
muni aldrei framar snúa til Banda-
ríkjanna, jafnvel þótt Jesús Krist-
ur væri forseti þar . ..
Úti er ævintýri , . .
Odette, kvennjósnarinn brezki,
sem hlaut heimsfrægð fyrir hetju-
dáðir sínar, er hún vann fyrir
brezka leyniþjónustu í Frakklandi,
er skilin við eiginmann sinn, Peter
Churchill.
Peter var á styrjaldarárunum
yfirmaður brezku leyniþjónustunn-
ar í Frakklandi. Þjóðverjar höfðu
hendur í hári þeirra Odette og
hans, pynduðu þau og héldu þeim
í fangelsi í tvö ár. Tókst Odette
að bjarga lífi Peters með því að
fullvissa Gestapo um, að þau væru
gift.
Eftir styrjaldarlokin hittust þau
Peter og Odette aftur í London,
og gengu nokkru síðar í hjóna-
band. Þau höfðu verið gift í 8 ár.
Um ævintýri þeirra hefur verið
gerð kvikmynd.
Hve gott og fagurt . . .
Barbara Hutton er gift í C. sinn.
í síðastliðinni viku var þessi 43
ára níilljónaerfingi, fræg fyrir end-
ingarleysi hjónabanda sinna, gefin
saman í hjónaband við Barón Gott-
fried von Cramm, 46 ára að aldri.
Athöfnin fór fram í Versölum.
Gottfried var á tímum nazista
meistari í tennisleik. Þau Barbara !
hittust fyrir 18 árum i Cairo.
Baróninum sagðist svo frá, að þeim
hefði strax getizt vel hvoru að
öðru, en ákveðið að bíða nokkur
ár áður en þau gengju í hjóna-
t
band.
En Barbara sagðist vera yfir sig
hamingjusöm — að vanda. „Við
hefðum bara átt að giftast þá.