Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Page 20

Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Page 20
GESTS gaman — Æ, ég var alveg búin að steingleyma þvi, að þú ert farinn að vinna á ncetur- vakt. — Þá er maður þó búinn að borga tekjuskattinn, út- svarið, eignaskattinn og tryggingagjöldin. — Þetta er seinasta mynd- in, sem tekin var af honum. 3 nýjar bækur Gangvirkið, skáldsaga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson Höfundur vakti ungur athygli, hefur vaxið með liverri bók, og fáir rita nú snjallar en hann á íslenzka tungu. Útvarpshlustendum er síðasta skáldsaga hans, Vorköld jörð, í fersku minni frá því í vetur. Margir uppgötvuðu ekki fyrr hve mikið skáld Ólafur er (því að íslendingar eru tornæmir á beztu höfunda sína). Hin nýja bók hans, Gangvirkið, er nútimasaga úr Reykjavik. Á vegamótum, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson Þetta er lítið smásagnasafn sem kemur út um leið og skáldsagan. Ólafur er ekki síður snjall smásagnahöfundur en skáldsagna, og hafa áður birzt eftir hann þrjú smásagnasöfn, Kvistir í altarinu, Teningar í tafli og Spegl- ar og fiðrildi. Kvæðabók, eftir Hannes Pétursson Höfundur er rúmlega tvítugur og þetta er fyrsta bók hans, en kvæði eftir hann hafa birzt í tímaritum og í Ljóðum ungra skálda í fyrra. Hafa menn sjaldan verið eins samdóma um afburða hæfileika ungs skálds — og hið óvenjulega hefur gerzt, að útgefendur hafa keppzt um að fá þessa fyrstu bók hans til útgáfu. Kvæðabók Hannesar er stór, nær sextíu kvæði, fjöl- breytt að efni og nýstárleg og verður áreiðanlega talin merkur viðburður í íslenzkri ljóðagerð. Eru að koma út. Heimskringla Prjónið eftir Parísartízku! Prjónuð föt eru eitt af því, sem hæst ber í tízkunni frá hinurn frægu tízkuhúsum Parísar. Ekki aðeins peysur eru í tízku, heldur hvers kon- ar bolero-jakkar og heilir kjólar eru nú prjónaðir, og eru meðal þess, sem nú breiðist út f tízkuheiminum. Nú geta duglegar prjónakonur, ungar og gamlar, gert sér sjálfar dýr- mætustu tízkuflíkur eftir tízkublöð- um. Og þá sér Ullarverksmiðjan Gefjun fyrir garninu, íslenzku garni, íslenzku með grilonefni, og erlendu, öllum gerðum. Biðjið um Gefjunar- garn og prjónið eftir Parísartízku! Notið Gefjumargarn

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.