Hús & Búnaður - 01.03.1967, Side 3

Hús & Búnaður - 01.03.1967, Side 3
SKIPULAGNING ÍBÚÐA Það hefur verið furðu lítið um það, að fólk legði niður fyrir sér og skipulegði húsgagnakaup ó heimilum sínum. Oft er rokið í að kaupa, að meira eða minna leyti af handahófi, til þess að bceta úr þörfum líðandi stundar. Er þess þó ekki œtíð gœtt hvað hagkvœmast er eða hentar bezt því umhverfi sem fyrir er. Engum dettur lengur í hug að byggja sér hús ón þess að hafa óður gert sér grein fyrir gerð þess, aflað sér teikninga og annars sem til þarf. En þegar húsið er loks tilbúið eða kannski aðeins komið undir tréverk er skipu- lagningunni þar með lokið. Innbúið sjólft skiptir þó ekki minna móli en hinn ytri búnaður. Þröngar íbúðir geta orðið hinar vistlegustu, ef hvert rúm er nýtt en húsgögnin ekki lótin taka upp óþarfa plóss. Stórar íbúðir verða þreytandi ef ekki er vel raðað niður í þœr húsgögnum svo að húsfreyjan þarf að hlaupa úr einum stað í annan við húsverkin. Og það er til lítils að kaupa stór og dýr húsgögn og flytja þau heim ef ekki reynist svo rúm fyrir þ°u þar sem þeim hafði verið œtlaður staður. Teiknið upp fyrirhugaða húsgagnaskipun, mœlið út hvaða rúm h\«ert húsgagn þarfn- ast og teiknið það inn á uppdróttinn. Heimilið er fyrst og fremst staður þess fólks sem ó þar heima. Húsbúnaður ó að vera sniðinn eftir þörfum þess. Hann ó að endurspegla óhugamól þess og störf. Börnin eiga ekki að vera ó flótta þaðan með kubba sína og kassa. Handavinnudót húsmóðurinnar og tómstundafönd- ur eiginmannsins ó að vera jafn velkomið og hœginda- stóllinn eða kristalvasinn. Gestastofan, sem enginn mótti stíga fœti í hér óður fyrr, nema ó sunnudögum, er orðið blessunarlega úrelt hugtak. En þó þarf heimilið engu að síður að vera snyrtilegt og fagurt, og það verður að bjóða vini fjölskyldunnar velkomna inn í samfélag fjölskyldu- lífsins. Blaðinu er œtlað að koma út 1 1 sinnum á óri. Utgefandi og ób.: Ragnar Agústsson Híbýlafrœðingur: Snorri Hauksson Askriftarverð: kr. 300.oo á ári Lausasala: kr. 35.oo Askriftarsími: 20433 Myndamót: (litmyndir) Prentmyndagerð Hafnarfjarðar Prentun og setning: Prentsmiðja Jóns Helgasonar Mœlið herborgið upp. Breidd oq lenqd er mœlt oq einnig er mœlt milli horna ef sko kynni að herbergið reyndist hornskakkt. Séu línur brotnar af dyrum eða öðru föstu þarf að mœla úl hvern lengdarflöt fyrir sig. Teikn- ið gólfflötinn upp, merkið dyr og glugga, rafmagnstengingar, ofna og annað slíkt inn á teikninguna. Gerið uppdrátinn í réttum hlutföllum. En hvernig er hœgt að samrœma þetta allt? Hvernig á að vera hœgt að verðq við kröfum eins án þess að það verði á kostnað annars? Þegar flutt er í nýja Ibúð er vand- inn kannski ekki svo ýkja mikill. En þegar um gamlar íbúðir er að rœða og kannski búið að kaupa meira eða minna af óhentugum húsgögnum áður þá vandast málið. Og þó gildir I báðum tilfellum fyrst og fremst það sama. Það er að heimilisfólkið setjist niður og rœði þessi mál. Velti því fyrir sér, hvernig það vill haga innbúi sínu og innréttingum. í sumum tilfellum nœðist fullnœgjandi árangur á þenn- an hátt. En við eigum líka lítt notaða ágœta starfskrafta á þessu sviði. Húsgagnaarkitektar og híbýlafrœðingar okkar biða eftir frekari verkefnum við að leiðbeina fólki í þessum efnum. Það má furðu gegna að ekki skuli vera meira leitað til þeirra en raun ber vitni. Sá óverulegi kostn- aður sem af störfum þeirra leiddi myndi í flestum tilfell- um fást endurgreiddur í hagkvœmari innkaupum og aukn- um þœgindum. GeriS hagkvœm innkaup, kynniS ykkur verS og gœSi þeirra húsgagna sem henta ykkur, kaupiS þau siSan smátt og smátt eftir áœtlun ykkar, eSa i einu lagi, og raSiS þeim upp eins og uppdráttur ykkar segir til um!

x

Hús & Búnaður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.