Hús & Búnaður - 01.07.1967, Blaðsíða 6

Hús & Búnaður - 01.07.1967, Blaðsíða 6
.... Og þegar allt hefur verið reiknað saman, sófar okkar og skrautker, hallir okkar og sportvagnar, hvað verður þá hið dýrmætasta sem við eigum til? Ætli það sáu ekki börnin? Flestar þjóðir hafa sett sér ákveðinn tilgang með uppeldi barna sinna. Spartverjar vildu gera drengina að dtiglegum hermönn- um og telpurnar að hraustum mæðrum. Aþena lagði meiri á- herzlu á andlega ástundun. Skipulagning íbúðar og heimilis- hættir eiga ekki að miðast við glampa í augum nágrannans, heldur miklu fremur að vera liðir í uppeldi og umgengnisvenj- um. Mig grunar þó, að oftar en skyldi sjáum við ekki skóginn fyrir trjánum. Við gerum okkur ekki ljóst, að tilgangur okkar er fyrst og fremst að skapa hamingjusamara líf. Á síðari tímum hafa æ fleiri konur leitað sér atvinnu utan heimilisins. Það hef- ur aukið fjölbreytni í lífi þeirra og aflað heimilinu tekna til að gera það betur úr garði. Þetta skal ekki lasta, en það hefur þó vakið ný vandamál. Heimilislífið verður naumast eins náið og áður, og uppeldi barnanna er ekki helgaður eins mikill tími og annars hefði verið. Flestum er þó ærinn vandi á höndum í þeim efnurn, þótt þeir leggi sig alla fram. Til að bæta úr þessu eða létta annríki húsmóðurinnar hafa mörg þorp og bæir komið sér upp barnaleikvöllum, gæzluvöllum og dagheimilum fyrir börn á ýmsum aldri. Það má segja, að þarna hafi þjóðfélagið gripið Vesturvöllur. Mömmuleear barnfóstrur hjálpuóu barni að binda skó. A Skúlagötulcikvellinum voru börnunum sasrðar söerur.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.