Hús & Búnaður - 01.07.1967, Blaðsíða 1
Hús&ffil
Búnaöur
Gólfteppi
Hús er namnast talið fullbyggt nú orðið, fyrr en teppi hefur
verið lagt á gólfið. Okktir íslendingum hættir stundum til að
hafa skammt öfganna á milli. Því skal ekki neitað, að gólfteppi
hefur marga kosti, sé það heppilega valið. Teppi horn í horn
minnkar t.d. liávaða um 20%. Engin ástæða er þó til þess að
æðrast vegna þess eins, að teppi sé ekki horn í horn í íbúðinni
á sama hátt og í íbúðinni fyrir neðan. Við megum ekki láta það
gleymast, að meira virði er að velja hlut eftir gæðum en ráðandi
tízku einni saman. Minna teppi og betra eru hyggilegri kaup en
lélegt teppi sem þekur stærri flöt. Við val teppa er annars margs
að gæta. Ætlazt er til þess, að teppin endist um mörg ókomin
ár, og á þeim verður naumast skipt aftur, þó okkur kunni síðar
að verða Ijóst að betur hefði mátt vanda valið. Til þess eru jafn-
vel ódýrustu teppin of dýr.
1 fyrsta lagi þarf að athuga hvar teppin á að leggja. Fjölsk.-
stærð, umgengni, litasamræmi, mynstur og verð þarf að athuga
af gaumgæfni og miða val teppisins samkvæmt því. Það er aug-
ljóst að á mannmörgu heimili, þar sem börn ganga út og inn
jafnvel á óhreinum skóm, þarf miklu sterkara teppi en þar sem
einn eða tveir eru í heimili. Mikill munur getur verið á því, live
margir koma í heimsókn eða eiga leið um, þar sem teppið hefur
verið lagt. Þá þarf einnig að athuga hvernig umferð um húsið
er háttað. í stiga og á ganga þarf yfirleitt endingarbetri teppi
en t.d. í svefnherbergi eða innri stofu. Hyggilegast er að haga
svo til, að öll teppin í íbúðinni slitni nokkurnveginn jafnt.
Litur teppisins og mynstur hefur mikla þýðingu. Ekki ein-
göngu vegna áferðar á teppinu sjálfu eða hve misjafnt óhrein-
indi koma í Ijós, heldur fremur vegna samræmingar í íbúðinni
í heild. Litur á veggjum, gluggatjöldum, stólum, borðum og öðru
sem í herberginu er verður að vera í samræmi við grunnflötinn.
Var vikið að þessu í síðasta blaði, svo það verður ekki rætt
nánar hér. Þó skal þess getið, að samskeyti, mislitun og mis-
legging slitháranna (sveipir) verða ekki eins áberandi á mynstr-
uðum eða yrjóttum teppum og einlitum.
Sveipir eru vandamál, sem allir framleiðendur hafa átt við að
glíma, en ekki tekizt að yfirstíga. Dökkir litir í teppum sveip-
ast meira en meðal-ljósir litir. Teppi með harðsnúnu garni sveip-
ast minna en venjulegt flos.
JÚLÍ 1967 5
í NÆSTA BLAÐI M. A.:
Sjónvörp — Innréttingar — Skákklúbburinn
Saumaklúbburinn — Nýtt á markaðnum o.fl.
—
íslenzkur heimilisiðnaður Laufásvegi 2 hefur stuðlað
að eflingu handiðju á heimilum á margan hátt. Hefur
verzlunin jafnan til sölu fjölbreytt úrval af vönduðum
íslenzkum munum. Margir þeirra teljast til listaverka,
sem eru landi og þjóð til sóma. Mikill hluti verzlun-
arinnar fer sem minjagripasala til útlendinga, en einn-
ig eru munir þaðan ávallt kærkomnar tækifærisgjafir
hér innanlands.
Teppið, sem myndin er af, er ofið af frú Ernu Ryel.
Fagur og ljós vottur um iðni og iðju.