Hús & Búnaður - 01.07.1967, Blaðsíða 11

Hús & Búnaður - 01.07.1967, Blaðsíða 11
IROPAST Komið er á markaðinn nýtt efni til ryð- hreinsunar. Það er lögur, sem er hrærður upp. Fyrst er burstað af járninu laust ryð og olíublettir fjarlægðir með bensíni eða þynni. Síðan er Iropastið borið á í jöfnu 1—2 mm þykku lagi. Efnið þarf að sitja misjafnlega lengi á fletinum, eftir því hve ryðið er mikið. Venjulegur tími eru 20 til 30 mínútur, e.n getur orðið allt að 2 til 3 tímar. 1 sumum tilfellum þarf að bera á tvær umferðir. Síðan er Iropastið skolað af með vatni og flöt- urinn loks þurrkaður. Þá er járnið tilbúið til málningar. Iro- past er ekki notað á krómaða, galvaníseraða eða nikkelhúðaða fleti. Að minnsta kosti arf að gæta fyllstu varúðar við slíkt og bera aðeins lítið magn á í einu og skola það strax af aftur. Iropast inniheldur eiturefni og meðhöndlist og geymist sam- kvæmt því. Danskt fyrirtæki sér um framleiðsluna, en Orka Laugavegi 178 hefur umboð fyrir það hér á landi. Efnið er selt í 1/2 kg. glösum og kostar kr. 125,00. SKÁKKLÚBBURINN Ritstjóri: ÓLAFUR BJÖRNSSON. Þessi stutta, en skemmtilega skák var tefld í borginni Minsk í Sov- étríkjunum árið 1928. Ilvítt Eidelmau Svart: Masel. TVEGGJA RIDDARA-VÖRN 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rgá Rxe4 (Upphaf ævintýranna. — Fræði- bækur í dag mæla með 4. — d5 5. exd5 Ra5 6. Bb5t c6 7. dxc6 bxc6 8. Be2). 5. Bxf7f Ke7 6. Rxe4 Kxf7 7. d3 d5 8. Rg5f KeH 9. Dhöt eú 10. Df3 I)d7 11. 0—« Rd4 12. Ddl Dei 13. Dd2 h6! (Vinningsleikurinn ! Hvítur á nú við óverjandi hótanir að etja. 1. 14. Rh3 Rf3t og vinnur drottningu hvíts, sama skeður að sjálfsögðu einnig eftir Rf3. — 2. 14. c3 Re2t og hirðir svo riddarann á g5.). 14. f3 Bc5!! (Svartur gat einnig tekið riddar- ann en þessi leið er mun skemmti- legri). 15. fxe4 Re2t X 2 16. Khl RfSt 17. hxg3 hxfSt oe mát. Furðuleg lokastaða, fimm peð á einni línu. 40 ár milli tvíbura T'cssar tvíburastöður komu udii með fjörutíu ára millibili: Lodz 1906. Tjigorin — Rubenstein. Tjigorin lék 27. Hf7 og vann. Sjálf- sagður leikur segja lesendur en . . . Gorningen 1946. Lundin — Smyslov. Sama staða með skiptum litum — Smyslov fann ekki hinn afgerandi leik 37. — Hf2 en lék í staðinn 37. — Rf2 skák 38. Rh3 skák með þráskák! ARININN Þegar við tókum myndina heima hjá Þorgeiri Sigurðssyni af sófasettinu, sem sýnd var hér í blað- inu, logaði glatt á arninum. Hann hafði hlaðið hann sjálfur úr íslenzku grjóti með hvítum og nokkuð breiðum samskeytum á milli. Framan við eldhólfið er dálítill pallur og þar undir hólf til að geyma viðar- kubba. Það setur mikinn svip á stofuna að hafa slík- an arin. Og á kvöldin þegar setzt er inn skapar það hlýju og heimiliskennd að kveikja upp í arninum. Og heima hjá Þorgeiri, þar sem handunnir munir og látlaus framkoma renna saman við nýtízku íbúð, finnst manni mætast sá nýi og gamli tími, sem svo víða virðast hafa rofnað sundur. Blaöiö keinur út mánaöarlega. Útgefandi: IIús & Búnaður. Híbýlafræðingur: Snorri Hauksson, sími 12329. Ábyrgðarmaður: Ragnar Agústsson, sími 52550. Áskriftarverð: Kr. 300,00 á ári. Áskriftarsímar: 20433 ce 52550. — Pósthólf: 1311. Setning: Prentsmiðja Pjóðviljans h.f. Prentun: PRENTUN h.f.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.