Nútíminn - 01.12.1960, Blaðsíða 5
NÚTÍMINN
5
Leikfélag Reykjavíkur:
Tíminn og viS ^Jf
Eftir J. B. Priestley
Leikstjóri: Gísli Halldórsson.
Priestley er mjög brezkur
rithöfundur, þrátt fyrir al-
heimsleg viðhorf — andlegt
víðsýni. I leikritum hans er
hátt til lofts og vítt til veggja.
Jafnframt hvílir yfir hverju
sviðsatriði ósvikinn brezkur
heimilisblær, þar sem hver
persóna er mótuð siðvenjum
ættlands síns.
I verkum sínum dregur
Priestley oft blæju frá ókomn-
um atburðum — fortíðar eða
framtíðar — leiðir okkur um
annarlega heima, leyfir okkur
að skyggnast með sér að tjalda-
baki raunveruleikans — svo-
kallaða, vekur ímyndunarafl
okkar — glæðir heimspekilegt
eðli mannsálarinnar.
Tíminn og við er leikrænt
skáldverk — mannlegt — þar
skiftast á ljós og skuggar lífs-
ins: gleði og sársauki — ör-
vænting og sálarró — ástúð og
heift — hugsjónaeldur og for-
heimskun andans.
Leikstjórinn hefur farið
mjúkum höndum um verkefni
sitt — vandvirkni og samvizku-
semi er auðsæ — og er það
vel. Hraði er sæmilegur, nema
í upphafi fyrsta þáttar þar sem
útlínur leikritsins hverfa i
þvælukenndan hávaða. Sveifl-
ur sviðsetningar eðlilegar eftir
það. Þó er um of stillt upp
stöðu leikara í fyrsta þætti.
Það sem skortir með öllu er
hins vegar brezkur stíll. Leik-
stjórum eru frjálsar hendur
með að skapa eigin stíl — en
þá verða þeir að taka skýrt
fram í leikskrá, hvað fyrir
þeim vaki. Sé leikrit frá höf-
undar hendi látið gerast í vissu
landi á ákveðnu tímabili, þá
er ekki nægilegt að sviðsetja
það sem ótímabundið verk er
gerist einhversstaðar í veröld-
inni og fjalli um sálir. Stíll er
mannaverk — þ. e. siðvenjur
ákveðinna tímabila innan vé-
banda þeirra landa sem um
ræðir hverju sinni. Vandi leik-
aranna er að ná andblæ þeim
er ræður ríkjum í viðkomandi
verkefni, svo og framkomu og
málstíl. Þetta er oft langtum
erfiðara en innri túlkun hlut-
verksins. Það er einmitt hér
sem vandinn liggur: að skapa
lifandi listaverk og fella það
í rétta umgerð. Að leika laus-
um hala er auðveldara — en
án aga skapast aldrei sönn list.
Engin listgrein krefst jafn
ákveðið ýmissra stíltegunda
sem leiklistin — leikhúsið er
vagga hinna ýmsu tímabila
mannkynsins — skuggsjá
þeirra.
Þetta þurfa leikstjórar að
hafa í huga er þeir hefja störf.
Þá er það leikmeðferðin.
Frú Conway — móðurina,
leikur Helga Valtýsdóttir. Það
eru breiðar línur í leik henn-
ar, hreinir litir. Hún er örugg
í fasi, en ytri átök of áberandi,
raddbeiting of hrjúf. Töfrar og
rnýkt þessarar konu hverfa að
mestu í leikmeðferð frú Helgu,
háð og harka ráða í þess stað
— en sem fyrr segir mótar hún
hlutverkið skýrt og ákveðið.
Dætur hennar fjórar leika
þær Guðrún Stephensen, Þói'a
Friðriksdóttir, Helga Bach-
mann og Guðrún Asmunds-
dóttir.
Hazel -— Þóra Friðriksdóttir
er þeirra glæsilegust frá hendi
höfundar, en reyndist ekki
þannig á sviðinu. Sífelldur órói
og spenntar svipbreytingar
áttu aðeins við í öðrum þætti.
Sem ung stúlka var hún óeðli-
leg, yfirspennt í stað þess að
sýna saklausa lífsþrá og kæti.
Madge — Guðrún Stephen-
sen, er hugsjónahetja fjölskyld-
unnar. Leikkonan er of þung-
lamaleg í framkomu sem ung,
of svarraleg í öðrum þætti.
Hún skilur hlutverkið mjög
vel, en þegar eldmóðurinn nær
á henni tökum, verður fram-
sögnin þvinguð, fellur úr eðli-
legu samtali í ræðutón fyrir-
lesarans. Leikkonan hefur
unnið hlutverkið samvizku-
samlega, en er aldrei sannfær-
andi.
Kay —1 Helga Bachmann.
Kay er ljóðræn sál, viðkvæm
en lokuð. Hún skynjar fram-
tíðina í nútíðinni og hughrif
þess valda ótta í brothættum
tilfinningum hennar, sem hún
dylur eftir fongum. Þetta er
erfitt hlutverk vegna þess að
það er á landamærum raun-
sæis og di’aumheima. Leik-
konan túlkar það mjög fallega,
listrænt og fágað. Fjarrænt
augnaráðið býr yfir töfrum. I
öðrum þætti er röddin óþarf-
lega dökk, fasið full kven-
frelsiskennt.
Carol — Guðrún Asmunds-
dóttir, er yngst Conway systr-
anna, heillandi elskulegur
ærslabelgur, — skilningsrík
um aldur fram. Yfir leik Guð-
rúnar Ásmundsd. er ferskur
blær, skemmtileg kátína, en
hún yfirlék á köflum og radd-
beiting á langt í land að verða
mjúk og hljómfögur.
Tvo syni frú Conway leika
þeir Helgi Skúlason og Birgir
Brynjólfsson.
Alan — Helgi Skúlason, hirai
rólyndi, hæverski, hlédræg'i
ungi maður var sannur í með-
ferð leikarans. Yfir honum er
hljóðlát innri fegurð sem
vermir eins og arineldur.
Robin — Birgir Brynjólfs-
son, er andstæða' bróður síns
að öllu leyti. Túlkun leikarans
var eklý sannfærandi, harrn
virtist standa utan við sálarlíf
mannsins. Utvortis leikur.
Joan Helford, ung stúlka,
ástfangin af Robin — verður
einnig að yfirborðslegri glans-
mynd í höndum Sigríðar Haga-
lín. I öðrum þætti náði leik- ’
konan þó betri tökum á hlut-
verkinu — eða hlutverkið á
henni.
Guðmundur Pálsson leikur
ungan málafærslumann, Ger-
ald Thornton. Leikarinn er
þvingaður, í framkomu sem
framsögn. Thornton er frá'
hendi höfundar heimsmaður í
fasi og útliti. Guðmundi brásfc
sú bogalist.
Gísli Halldórsson leikur Em-
est Beevers, feiminn, klauía-
Framh. á bls. 6. ‘
Frá Bláa Bandinu og AA-samtökunum
Viðtal við Guðmund Jóhannsson
.„Hættan liggtir í því að hópur
áfengissjúklinga stækkar ár
frá ári“
Jónas Guðmundsson og Guð-
mundur Jóhannsson eru, eins
og kunnugt er aðalhvatamenn
að stofnun Bláa-bandsins og
A.A.-samtakanna, og hafa
unnið manna mest fyrir mál-
efni þeirra, sem reyna að brjót-
ast undan ofurvaldi áfengisins,
Og hasla sér völl í lífsbarátt-
' unni að nýju.
Tíðindamaður „Nútímans“
hitti Guðmund á förnum vegi
Og notaði þá tækifærið til að
leggja fyrir hann nokkrar
spurningar, sem hann svaraði
góðfúslega.
Hverjar telur þú, Guðmund-
ur, helztar orsakir ofdrykkju?
— Afengishneigð er sjúkdómur
og það er vitað mál og viðurkennt
af laeknum, ao stór hluti fólks í
þjóðfélaginu, er meðtækilegur fyrir
þennan sjúkdóm, ef það meðhöndl-
ar áfengi. — Það er eins með þenn-
an sjúkleika og aðra sjúkdóma, að
hann ber jafnt niður hjá hinum
ríka og hinum fátæka, og jafnt hjá
spekingnum og heimskingjanum.
Telur þú ekki að aðbúnaður
drykkjusjúklinga hafi batnað
í seinni tíð?
Jú, ástandið hjá drykkjusjúkl-
ingunum hefur stórbatnað, eftir að
opinberir aðilar fóru að styrkja
starfsemi til aðstoðar við drykkju-
fólk. Má þar til nefna drykkju-
mannahcimilið að Gunnarsholti, sem
tók til starfa 1954 og er rekið af
Gæzluvistarsjóði, sem varð til í sam-
bandi við lög, sem sett voru á Al-
þingi 1947. Ennfremur með stofnun
hjúkrunarstöðvar Bláa-bandsins,
sem stofnsett var 1955, og Áfengis-
vamarstöð Reykjavíkur, sem rekin
er af Reykjavíkurbæ og ríkinu.
Hvernig starfar Bláa-bandið
um þessar mundir?
Á vegum Bláa-bandsins eru nú
rekin þrjú fyrirtæki: — Hjúkrun-
arstöð Bláa-bandsins á Flókagötu
29. Þar eru menn íeknir til stuttrár
Guðmundur Jóhannsson forstjóri.
dvalar og er lágmarkstími miðaður
við þrjár vikur. Þá rekur það vist-
heimili að Flókagötu 31. Þangað eru
teknir menn, sem eru heimilislaus-
ir, en geta stundað atvinnu. Ætlazt
er til að þeir menn, sem þar dvelja,
tileinki sér staðinn sem heimili sitt.-
I
Dvalarkostnað greiða þessir menn
sjálfir. Þriðja starfsemi Bláa-bands-
ins er vistheimilið í Víðinesi. Þang-
að cru teknir menn til lengri dvalar,
eða frá G mánuðum til tveggja ára.
— Starfið í Víðinesi er ársgamalt,
þar er nú pláss fyrir 9 vistmcnn,
og hefur það frá byrjun verið full-
skipað. Vonir standa til að hægt
verði að stækka heimilið bráðlega,
svo það verði fært um að taka á
móti allt að 15 sjúklingum. Með
tilliti til þess live margir drykkju-
sjúklingar þurfa, að dómi læknis,
á löngum visttíma að halda, tel ég,
að brýn þörf sé á að efla starfsem-
! ina í Víðinesi.
Hvað hafa margir einstakl-
ingar leitað til Bláa-bandsins?
Nú í haust, þegar Bláa-bandið er
5 ára gamalt þá cru um eitt þúsmid
einstaklingar búnir að leita til Bláa-
bandsins og dvelja þar í lengri eða
skemmri tíma. Móttökurnar eru
hins vegar nokkuð á þriðja J)ús-
und, vegna þess að sumir þessara
manna hafa leitað til stöðvarinnar
oftar en einu siuni.
Fer því fólki fjölgandi, sem
leitar til Bláa-bandsins?
Það hefur sýnt sig, að eftir þvi
sem almenningur hefur haft me'iii
kynni af því starfi, sem þar fcr
fram, virðist aðsókn að stofnuniirni
fara sívaxandi, og er það ljóst dæmi
um, hvaða ástand ríkir í áfengis-
málum hjá okkur. :— Hættan liggur
í því, að hópur áfengissjúklii?£»
stækkar alltaf ár frá ári.
Hvað telur þú, að hægt sé-
að gera til að bæta ástandið ■
í áfengismálum þjóðarinnar? .
Markmið Bláa-bandsins er a#
koma til móts við drykkjufólk, sem
af frjálsum vilja vill leita sér læk i-
inga. Hitt liggur ljóst fyrir, að þe- i
starfsemi væri óþörf, ef sýkillinn
— áfengið — væri ekki til í land-
inu. — Það er margt sem bemlir
til þess, að í staðinn fyrir þær 170—
180 milljónir, sem mi fást inn fyrir
áfengissölu, myndi borga sig fyair
þjóðfélagið að láta af hendi aðra
eins upphæð til að vera laus við
áfengið úr landinu, — þegar litið
er á alla þá eymd, sem fylgir í kjöL-
far áfengisneyzlunnar.