Nútíminn - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Nútíminn - 01.12.1960, Blaðsíða 8
Hvernig er ég við skál? Hver fimm manna fjölskylda borgar 1000 krónur í ríkissjóð fyrir drykkju- samkvœmi hins opinbera Þrjátíu og fimm milljónum eytt í veizluhöld „Hvernig var ég í gær- kvöldi“? Við þessari spurn- ingu færðu ekki heiðarlegt svar hjá vinum þínum. Ef þig skyldi langa til að líta í spegilinn og' sjá þig' eins og þú raunverulega varst, þá verðurðu að leita til manna, sem þora að segja þér sann- leikann. Og höfundur þeirra crða, sem hér fara á eftir, Don Herold, er einmitt einn þess- ara manna. Hann segir: Afengi á vinsældir sínar fvrst og fremst því að þakka, að það veldur því, að menn heillast af sínum eigin persón- um. Hinn drukkni ljómar af sjálfsánægju og tekur það sem sjálfsagðan hlut, að aðrir taki þátt í sjálfstilbeiðslu sinni. Hann drekkur nokkur staup, og allt í einu er þessi hunda- klyfberi orðinn andríkur hugs- uður og kvennagull, búinn að öðlast frásagnarsnilld og söng- rödd, uppgötvar, að hann kann að dansa rúmbu, fær nýja og heimsmannlega framkomu. Hann, sem fyrir lítilli stundu var svo lítill, er allt í einu orð- ............. Framh. á bls. £>. Blaðið „Frjáls þjóð“ skýrði frá því nýlega, að eytt hefði verið á vegum ríkisstjórnar- innar 35 milljónum króna í veizluhöld s.l. ár. Það vekur að vonum eftir- tekt, að naumast er svo lítil- fjörleg ráðstefna haldin í höf- uðstaðnum, að ráðamenn ríkis- valdsins rjúki ekki upp til handa og fóta og haldi fulltrú- um hennar dýrar drykkju- veizlur. Hafi einhver - íþróttahópur- imi heiðrað þetta land með hingaðkomu sinni, hafa át og drykkjuveizlur jafnan verið einn raunalegasti þátturinn í hingaðkomunni. Hafi einhver hinna útlendu stjórnmála-garpa verið hér á ferð, hefur sjaldan staðið á full- trúum rkisvaldsins að mæta við veizluborðið. Nú er svo sem ekki nóg með að ríkisvaldið hafi verið eitt um þessi óhóflegu veizluhöld, því "eftir höfðinu dansa limirn- ir. Flest félagasamtök eða stofnanir, sem á einhvern hátt hafa talið sig standa nærri heimsóknum þessum og mót- um, hafa sem sé einnig rokið til og haldið dýrindis veizlur fyrir gestina. Svo rammt hefur stundum kveðið að þessu fargani, að margar veizlur hafa verið SVARTI USTINN „Bölið" er þeirra skemmtun. I. G. Þ. Alþýðublaðinu Fréttir úr tlagblöðunum frá í sumar og haust. Morgunblaðið 3. júní. Öivaður maður brýst inn á bílavcrkstæði í Hafnar- firði og stelur 200 til 300 kr. og 20 til 30 sígarettupökkum, — brýst inn í Nesti við Elliðaár, í stolnum bíl, stelur þar sælgæti og sígarctt- um, — tekur tvo menn upp í bifreiðina og ekur af stað með þá til Grindavíkur, — ekur á ofsahraða útaf veginum suður í Kapellu- hrauni, svo bifr. hendist í loftköstum og gjörónýtist. Allir mennirnir slasast, en halda þó lífi. Þjóðviljinn 4. júní. Skýrt er frá. að tiltekinn togari hafi lagt í veiðiför 13. ínaí. Meiri hluti mannskapsins hafi verið svo ölvaður, að liann hafi ckki getað sinnt störfum. — skipstjóri og 1. stýrim. ófærir. Morgunblaðið 15. júní. Stolið í fyrri nótt áfengi fyrir 11.000,00 kr. úr vínkjallara Þjóðleikhússins. Morgunbl. 23. júní. Ölvun mikil á Þingvöllum um hvítasunnuna. Einn ölóður veður undir Öxarárfoss, en er bjargað. Morgunbl. 31. júní. Ölvaður maður stekkur í sjóinn á Seyðisfirði og drukknar. \ isir 4. ágúst. 25 teknir ölvaðir á almaimafæri úti um land og í Rcykja- vík um helgina. Morgunbl. 6. ágúst. Norðmaður drepinn á Seyðisfirði. Slcginn til bana af ölóðum manni. lVIorgunbl. 9. ágúst. Ölóður maður ræðst á fósturföður sinn og reynir að kyrkja hann og skera mcð rakvélarblaði, — kom seint heirn. drukkinn. Tíminn sama dag. Ölvaður maður gengur berserksgang í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. eftir Þjóðhátíðina þar, og vinnur mörg spellvirki. \ ísir 9. ágúst. Ólvaður maður kveikir sofandi í rúmfötum sínum og legubekk, — er bjargað naumlega. V ísir 12. ágúst. Ölóður maður ræðst á aldraða konu á opinni götu og reynir að svipta hana fötum og fjármunum. \ ísir 15. ágúst skýrir frá því að einn af þekktustu leynivínsölum Rcykja- víkur Iiafi fundist örendur á heimili sínu kl. rúmlega 3 í gærkvöldi. (Flestum var áður kuim forsaga þessara endaloka). Morgunbl. 16. ágúst. Ölvaður maður ræðst á konu í svefni og reynir að kyrkja hana. Morgunbl. 26. ágúst. Ölvaður dansgestur frá Vetrargarðinum sofnar á víðavangi og er þar rændur öllu fémætu. Morgunbl. 30. ágúst. Ölóður maður slær niður og slasar 4 mcnn í Austur- stræti. Tíminn 15. sept. Þrír ölvaðir piltar stela þrisvar sinnum bílum að nætur- lagi og aka þeim framundir morgun, — allir réttindalausir. Morgunblaðið 16. sept. Mörgum bifreiðum stolið af ölvuðu fólki. IHorgunbl. 18. sept. Hópur unglinga drekkandi áfcngi gerir háreysti í kvikmyndahúsi. Tíminn 21. sept. Drukkinn ökumaöur ekiu' á ljósastaur og tví-brýtur liann. Sama dag brotizt inn í söluturn við Dalbraut og stolið fyrir 9 til 10 þús. kr. Morgunbl. 25. sept. Blaðið Suðurland gi-einir frá því, að lögregla Sel- foss liafi handtekið tvo sprúttsala og lagt hald á nær 50 flöskur af áfengi í bílum þcirra. Áfengið átti að selja á dansleik þar um kvöldið. Morgunbl. 2. okt. Vörubílstjóri, undir áhrifum áfengis, ekur stórum vörubíl á bifreið ríkisféhirðis og konu hans, og veldur stórslysi. Morgunbl. 4. okt. Mikið af árekstruin og ölvun um s.l. lielgi Morgunbl. o. fl. 6. okt. Tveir ölvaðir piltar flýja á ofsahraða undan lög- reglunni. — þeir hafa stolið bílnum, aka honum á húshorn við Urðar- stíg og slasast báðir mjög alvarlcga, — annar lífshættulega. (Vínið keypt af leynivinsala). Þjóðviljinn sama dag. Sex stórslys á cinni viku. Flest vegna ölvunar. Vrísir 10. okt. „Hvað orsakar slysin“? Blaðiö leggur þessa spumingu fyrir ýmsa þekkta borgara, — meðal annars framá-menn lögi-eglunnar. Þeir svara og kenna flestir of hröðum akstri um ófarirnar. Enginn þeirra nefnir áfengið. Morgunblaðið o. fl. sama dag. Ölóður maður ræðst á konu á Njálsgöt- unni, slær liana niður, kemur henni inn í húsagarð, tætir af henni fötin og reynir að svívirða hana. Morgunbl. 13. okl. Á 11. tímanum í fyrrakvöld var ckið á búkka á Hring- brautinni. Innan um brakið fannst skrásetningarmerki bifreiðarinnar og 25 metra löng hemlaför bentu á, hve grcitt hefði verið ekið. — Bílstjórinn ölvaður. Vísir 24. okt. Maður á Álafossi stunginn nteð rýtingi í bakið. — Ölvun. Tíminn 25. okt. Sprúttsali tekinn á Hvolsvelli. Peningaseðlar með liltekn- um númerum, er áfengi hafði verið keypt fyrir, fundust á honum. Þetta er lítið sýnishorn af þeim harmleikjum, sem gerast daglcga af völdum áfcngisins. Við birtum þennan lista ekki til að áfellast þá. sem liafa orðið fórnardýr vínsins. og sízt til að auka harm þcirra, sem þjást saklausir vegna þessa bölvalds. En þessi listi ætti að vera þjóð- félaginu áminning um að taka í taumana í áfengismálum þjóðarinnar. Haim ætti að vera áminning til þeirra, scm halda uppi áróðri fyrir auknum tilslökunum í áfengismálum. sem leiða óhjákvæntilega af sér aukinn drykkjuskap og meiri ófarnað, — og hann ætti að vekja hugboð hinna sjálfsglöðu og réttlátu hófdrykkjumanna um að þeir, með því að efla og viðhalda drykkjutízkunni, eru ekki saklausir af þessum glæp- um og hörmungum. — Þrátt fyrir daglegan Pílatusarþvott verða hcndur þeirra ekki hreinar af glæpmn og þjáningum þcssa lista. — Og síðast en ekki sízt ætti hann að vera áminning til alþingis. Það er á valdi þess að draga úr áfengisneyzlu eða auka þennan ófarnað þjóðarinnar. Allar liömlur, scm settar eru á áfengissölu og áfengisneyzlu, minnka áfengisflóðið, og hver einasta tilslökun eykur það að sama skapi. Þetta er staðreynd. sem öllum er ljós, og þeir menn, sem þykjast vilja bæta ástandið mcð auknum tilslökunum. eiga sér enga afsökun lcngur. haldnar sama dáginn, svo naumast hefur unnizt tími til annars en að éta og drekka og jafna sig eftir afleiðingarnar. Aðaluppistaðan í öllum þess- um veizluhöldum hefur sem sé verið áfengi. Hefur jafnvel oft virzt svo, að aðaltilefni þessara drykkjus.amkvæma, hafi verið tækifæri gestgjaf- anna til þess að geta fengið sér neðaní því nokkrum sinn- um á kostnað hins opinbera. Allir minnast þess, að s.I. sumar kom fram tillaga um að leggja niður fundi Norður- Iandaráðs, vegna þessara háðu- legu drykkjusamkvæma. sem mestallur tíminn fór ' í, svo fundarsalurinn var oft og tíð- um næstum mafmlaús. Vel er svó hægt að hugsa sér, hvernig fulltrúunum’ hef- ur liðið í kollinúrn ' eftir allt þetta sukk og svall. - . Finnst þér, lesajidi góður, vænlegt að féla • svoná' mönn-' um að ráða fram úr 'vandamál- um heimsins? Þessi ósómi verður að hætta. Koma verður því þannig fyrir, að þegar gesti ber að garði, sem ástæða þykir til að sýna sérstaka gestrisni, verði það aðeins í verkahring eins til- tekins aðila, að veita þeim beina, — og aðeins einu sinni hverjum, — ekkert áfengi, — ekkert óhóf. Séu gestimir þar að auki aðilar, sem ekki neyta áfengis, er það auk þe’ss hin ósvífnasta móðgun að hafa þá áfengi á bcðstólum. Eigi að síður hafa þó opinberir aðilar leyft sér að viðhafa slíka ósvífni. Eftir upplýsingum Frjálsrar þjóðar verða ársútgjöldin — í ríkissjóð — 200,00 kr. á hvert mannsbarn í landinu. eða kr. 1.000,00 á hverja 5-manna fjöl- skyldu. Ef gera á ráð fyrir, að bæjar- stjórnir á landinu séu jafnokar ríkisvaldsins á þessu sviði, og hin ýmsu félagasamtök einnig, mætti búast við, að vegna þessara siðdrepandi drykkju- samkvæma verði hver meðal- fjölskylda að greiða ca. 3.000,00 kr. árlega. Hversu margir mundu í sannleika fúsir til að greiða slíkan ólánsskatt handa öðr- um til að drekka frá sér vitið? Þar að auki má víst ekki svo sjaldan rekja þræðina frá þessum drykkjusamkvæmum til hinna ýmsu hörmulegu stórslysa.

x

Nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.