Nútíminn - 01.12.1960, Blaðsíða 1

Nútíminn - 01.12.1960, Blaðsíða 1
Áfengið er bæði sið- ferðilega og trúarlega séð versti óvinur okkar. Albert Schweitzer. 1. tbl. — 1. árg. 1. DESEMBER 1960 Teljið þér að ásíandið í áfengismálum þjóðarinnar myndi batna, ef leyfð yrði sala á TERK Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra: Ég hefi verið mótfallinn því að leyfa hér framleiðslu og' sölu áfengs öls. Eg er enn sömu skoðunar. Eftir því, sem ég hefi meira séð af því, hvernig áfengt öl er notað þar sem það er á boðstólum, hefi ég orðið eindregnari í því að standa á móti sölu þess hér á landi. Eggert G. Þorsteinsson alþm.: Því miður hefi ég ekki átt þess kost að ferðast, eða dvelja langdvölum víða erlendis, með þeim þjóðum, sem selja áfengt öl á „frjálsum markaði", þ. e. til hvers sem hafa vill. Þó hefi ég komið til landa austan og vestan járntjalds í Evrópu og Bandaríkjunum) og þá kynnzt áhrifum af sölu og neyzlu þessa mjög svo umrædda drykks. Enginn, sem ég hefi á þess- um ferðum kynnzt, telur fært að stöðva sölu „bjórsins", þótt þeir sömu viðurkenni jafn- framt hættuna sem neyzla „bjórsins" hefir í för með sér. Það er hægt að drekka á- kveðið magn af áfengu öli á hverjum einasta degi og sam- fellt. án þess að um teljandi og finnanleg áfengisáhrif sé að ræða. I þessari staðreynd felst að mínu áliti höfuðhættan af óheftri sölu áfengs öls. Þannig veldur „bjórinn" þeim lymsku- legu áhrifum, að starfsfélagar mínir erlendis. í byggingariðn- lenzka ölinu. Þessi skoðun mín er enn óbreytt. Ég óttast enn fremur að sá krónulegi stund- arhagnaður, sem af sölu áf engs öls gæti orðið, fyrir íslenzka ríkið, hyrfi af fyrrgreindum á- stæðum fljótlega aftur, auk þess sem erfiðara yrði þá að stöðva slíka sölu, eftir að hún hefði einu sinni verið leyfð á hinum innlenda markaði. Eggert G. Þorsteinsson. aði vilja telja hann beint og óbeint valdan að ,40% slysa á vinnustað og hættulegastan þar sem mestrar nákvæmni er krafizt. Önnur er sú óhugnanlega hætta, sem bjórsölu fylgir, og það er tímaþjófurinn. Heimilis- feður og jafnvel mæður, eyða meginhluta sinna frístunda, án þess að teljast ofdrykkjufólk, á bjórstofunni, sem annars mundi varið á heimilunum með fjölskyldunni. Áhrif sterkra drykkja leyna 'sér ekki og blekkja tiltölu- Jega fámennan hóp. Bjórinn vinnur sitt verk aftur á móti á þann refslega hátt, að hann getur blekkt flesta. Þess vegna er fyllsta ástæða til að spyrna íótum við slíku flóði yfir land- ið og þó öllu heldur gegn fylg'i- kvillum þeirrar holskeflu. Þetta er skoðun mín þótt ég sé ekki bindindismaður í þess orðs venjulegu merkingu. Fyrst og fremst af þessum ástæðum hefi ég á Alþingi greitt atkvæði gegn hækkun alkohólsprósentunnar í ís- slys og glæpir frámdir í ölæði á undanförnum mánuðum eru nærtæk sönnunargögn. Eins og sakir standa er ég r.iótfallinn lögbanni á sölu alko- Lúðvík Jósefsson fyrrverandi ráðherra: Eg svara hiklaust neitandi. Mín skoðun er sú að sala á sterku öli mundi fljótlega leiða til aukins drykkjuskapar og almennari. Þó óttast ég mest af öllu að bjórsölustaðir, þar sem sterkt öl væri á boðstólum, yrðu skað- legir unga fólkinu, sem byrjaði á sterka ölinu, en síðan héldi áfram út í algjöra óreglu. Hannes M. Stephensen. Formaður Verkamannafélags- ins Dagsbrún: Það er skoðun mín að núver- andi ástand áfengismálanna hér á landi muni ekki batna með tilkomu sölu á sterku öli. Það muni heldur verða til þess að auka drykkjuskapinn, sem flestir eru sammála um að sé orðinn alvarlegt mál. Það er augljóst, að ölneyzlan yrði Hannes M. Stephensen. ekki til þess að draga úr neyzlu sterkra drykkja heldur gæti hún í mörgu tilviki orðið til þess að skapa neyzlu á sterkai'i drykkjum. Þetta er reynsla annarra þjóða af sterka ölinu, eftir því sem ég v'eit bezt. Þess má og geta, að sterka ölið yrði í fjárhagslegu tilliti til ills fyrir hinn ahnenna laun- þega, sem' þarf á öllu sínu kaupi að halda sér og sínum til lífsviðurværis. Eg tel að við megum verða þakklát fyrir að hér á landi eru ekki til ölkrár, sem víða þekkjast erlendis, þar sem menn eru daglega við drykkju á sterkum bjór. Af þessum ástæðum er ég því mótfallinn að sterkt öl verði hér á boðstólum. Helgi Ingvarsson yfirlæknir: Ég hefi dálítið kynnst þeim eiturlyfjum, sem notuð eru sem nautnalyf. Ég er sannfærð- ur um, að alkohólið er þeirra langhættulegast. Að vísu er niðurlæging og vesaldómur margra eiturlyfjaneytenda ekki minni en alkohólistans, en ölóður maður er iðulega stór- hættulegur eignum, lífi og limum samborgara sinna. Stór- Helgi Ingvarsson. i hóls, en engan mun sé ég á hver blandan seld er. Henni breytir hver neytandi eftir sín- um geðþótta. Nægir að minna á toddy, cocktail og dúndur því til sönnunar. Ég er viss um, að æska þessa lands og raunar allra landa muni fyrr en varir sjá í gegn- um þann furðulega blekkinga- vef, sem hefir verið ofinn utan um alkohólið, og skipa því á bekk með öðrum eiturlyfjum. Þar á það heima og hvergi annars staðar. Séra Bragi Friðriksson framkvstj. Æskulýðsráðs Reykjavíkur: Nei. Bjór er að vísu mun óskaðlegri drykkur en sterk vín, en á hinn bóginn tel ég enganveginn víst að hófs yrði fremur gætt við neyzlu hans en nú er gert við aðra áfenga drykki. Bjórknæpur eru víSa í löndum hinir mestu ómenn- ingarstaðir og bjórþamb er skaðlegt heilsu og útliti fólks. Framh, á bls. 3.

x

Nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.