Nútíminn - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Nútíminn - 01.12.1960, Blaðsíða 6
6 NÚTÍMINN Hvemig er ég við skál? inn svo stór. — Hvað um það, — ég kann betur við hann, þegar hann er lítill. Fyrir mörgum árum komst ég að því, að ég hafði ofnæmi fyrir áfengi og hætti því að drekka það. Síðan hef ég verið neyddur til að horfa allsgáðum augum á kjánalæti vina minna drukkinna, og mér hefur ekki fundizt þeir eins skemmtilegir og þeir vilja vera láta. A allri ævi minni hef ég að- eins þekkt tvo menn, sem hafa batnað við skál. En í fyrsta Iagi hafa þessir menn alveg sérstaklega elskulega fram- komu ódrukknir. Drukkinn maður hefur ofur- mannlega sjón og heyrn. Hann getur kornið auga á líklegt fórnarlamb í öðru horni her- bergis, sem er þykkt af reyk. Láttu aldrei slíkan ná tangar- haldi á þér. Hann neglir þig fastan með starandi augnaráð- inu, og þú sleppur ekki fyrr en hann hefur játað þér allar sínar syndir. Svo forðast hann þig næsta mánuð af skömm og iðrun. Það er ekki hægt að halda uppi samræðum við drukkinn mann .Venjuleg orð fá órann- sakanlega þýðingu fyrir hann, og hann á svo erfitt með að fá samhengi í einföldustu hug- myndir, að hann getur ekki látið þær í ljós, þó hann sé að reyna það allt kvöldið. Þó skilst manni helzt, að hann sé með eða móti einhverju. En ef þú revnir að halda honum góð- um með því að samþykkja það feem hann segir, versnar hann um allan helming, því þá hef- ur hann enga afsökun fyrir að halda áfram að tala. Tíminn hefur enga merk- ingu fyrir drykkjumenn, og því er ekki að furða, þó þeir séu úti alla nóttina. Hefurðu nokkurn tíma reynt að koma hóp af drukknum mönnum til að fara heim? Af öllum tegundum hóp- drykkju eru kokkteilpartíin erfiðust þeim þátttakendum, sem ekki eru ofurölvi. Eina leiðin til að gera kokkteilpartí ennþá óskemmtilegri en þau eru, væri fyrir húsfreyjuna að láta gestina fá hátalara, því fullir verða menn æ háværari. Sumpart stafar þetta líka af því, að flestir standa og hvolfa því víninu fljótar í sig en ella: — Það sem ég segi, er miklu meira virði en það sem þú segir, og þess vegna verð ég að hrópa það, svo það yfir- Frá Húsafellsskógi. — Bindindismannamótið þar s.l. sumar tókst afar vel. Ákveðið 'hefur verið að halda slíkt mót á næsta sumri á sama stað, ef kostur er. Jv - - gnæfi það sem þú ert að segja. Sjaldan er nokkrum leyft að ljúka við setningu. Það er gripið fram í og gripið fram í. Ég má ekki gleyma að minn- ast á þá, sem verða kvikindis- legir við vín, búralegir, fúlir og hreinskilnir, í mótsetningu við þá, sem verða fleðulegir. Eins og náunginn, sem verður svo djarfur að segja: „Konunni þinni er ekkert um mig, er það?“ Hvernig ætlarðu að svara því? Ég þekki nokkra merkilega karlmenn og nokkrar merki- legar konur ,sem geta haldið virðingu sinni við skál. En er það þá ekki að eyða góðu víni og peningum til einskis? Mað- ur vill fá eitthvað meira fyrir peninga sína, er það ekki, jafn- vel þó það sé ekki annað en tækifæri til að gera mami að fyrsta flokks asna. Ég er leiður á skáldlegum tilþrifum di-ukkinna manna, og eldmóði, sem sprottinn er af gindrykkju. Og menn sem eru leiðinlegir ódrukknir, verða jafnvel ennþá leiðinlegri við vín. Þeir verða bara ófeimnari við að dreifa leiðindunum í kringum sig. — Nei, mér líka ekki drukknir menn. En þeim drukkna stendur á sama. Hon- um líkar svo vel við sjálfan sig, að það nægir fyrir okkur báða. Tíminn og viS Framh. legan ungan mann.:Leikarinn fer vel með hlutverkið, hann vex með því, svo sem vera ber. Leiktjöld og húsbúhaður all- ur, er ekki samkværht brezku velmegandi heimili ög mótar ekki það andrúmslqtft sem til er ætlast. Búningar eru ‘ yfirleitt ósmekklegir og langt frá því sem gera verður k'röfur til. Það liggur ekki alltaf mikill kostnaður í smekkVí$ií‘ Kröfur — hér hafa verið gerðar kröfur til leikemla sem listamanna, starfapdi þjóna þeirrar listar sem hæst má lyfta — en einnig draga dýpst í svaðið. Hátt takmark er aðalsmerki hvers listamanns — án þess eygir hann aldrei þá stjörnu sem er honum leiðarljós á þyrnxun stráðri braut —. íslenzk leikhús, leikfélög og leikflokkar, sem áskipa mennt- uðum leikurum og selja fullu verði aðgang að sýningum, eiga þá kröfu til gagnrýnanda að hann slaki aldrei á sínum kröfiun og setji markið jafn hátt og listamennirair sjálfir. Steijigerður Guðmundsdóttír, Nútíminn mun Tcoma út NÝ HLJÓMPLATA 45 snúninga HULDA EMILSDÓTTIR og SIGURÐUR ÓLAFSSON ö ásamt fimm manna hljómsveit undir stjórn hins þjóðkunna píanósnillings Carls Billichs r syngja og leika Yl H A L L Ó ! (tangó) °g BERGMÁL HINS LIÐNA (vals) eftir TÓLFTA SEPTEMBER Undirritaður gerist hér með áskrifandi að blaðinu Nútíminn. Nafn: .................................................. Heimilisfang: .......................................... Utanáskrift: NÚTÍMINN, pósthólf 14, Reykjavík. V................... .....................................—- hálfsmánaðarlega eftir ára- mót. — Argjald blaðsins er kr. 80,00. Sendið blaðinu greinar og fréttir. Sendist gegn póstkröfu um land allt. Tryggið yður þessa óvenjulegu plötu. Tónabandið Sírni 17446. Reykjavík, — Pósthólf 88. Fólkinn h.f. (hljómplötudeild ) Reykjavík. y

x

Nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.