Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 1

Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 1
F I M M T U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  258. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG VEIÐILEYFI GEFIÐ ÚT Á SKINKUR HAGSPÁR EINKENNAST AF ÓVISSU GERIR ÓSPART GRÍN AÐ SJÁLFRI SÉR FINNUR.IS OG VIÐSKIPTI SNÚIÐ LÍF ELVU 35RÁÐSTEFNA 10 Hjörtur J. Guðmundsson Una Sighvatsdóttir „Skattastefna ríkisstjórnarinnar er í rauninni að stýra málunum í þessa átt. Þegar fólk sér stóran hluta af vinnunni sinni hverfa í ríkispyttinn hlýtur þetta að verða raunin,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, um þá niður- stöðu rannsóknar ríkisskattstjóra, ASÍ og SA að 12% starfsmanna lítilla og meðalstórra fyrirtækja séu í svartri vinnu. Nema glötuð verð- mæti vegna þessa ríflega 13,8 millj- örðum króna, að því er fram kom á blaðamannafundi í gær þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókn- arinnar. „Ég held að allir séu reiðubúnir að borga eðlilega og sanngjarna skatta en ríkisstjórnin er búin að keyra þetta úr öllu hófi,“ segir Höskuldur og telur bæði að skattkerfið hafi tek- ið sífelldum breytingum á skömmum tíma og miklar skattahækkanir átt sér stað. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að segja til um hvað valdi þessu. Í einhverjum tilfellum sé hugsanlega um að ræða þekkingarskort og reynsluleysi og í öðrum tilvikum láti fólk e.t.v. freistast. „Án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera í bætifláka fyrir það.“ Skattar keyrðir úr hófi  Um 12% starfsmanna lítilla og meðalstórra fyrirtækja í svartri atvinnustarfsemi samkvæmt nýrri úttekt  Afleiðing skattastefnu stjórnarinnar, segir þingmaður MMilljarðar tapast »8 Skattheimta » Svört atvinnustarfsemi stunduð af 12% starfsmanna lítilla og meðalstórra fyrir- tækja samkvæmt nýrri úttekt. » Glötuð verðmæti vegna þessa eru talin nema 13,8 millj- örðum króna. „Skilaboðin sem Þingeyingar fá frá stjórnvöldum eru mjög misvísandi að mínu viti. Annars vegar er lýst vilja til þess að byggja þarna upp en í hinu orðinu liggur fyrir fjárlagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að einu störfin sem verði til séu þau sem flytjast burt af svæðinu og eitthvert annað í kjöl- far niðurskurðar á fjárlögum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fjölmennan fund sem haldinn var á Húsavík í gærkvöldi um atvinnumál svæðisins. Þar fluttu erindi þau Katrín Júl- íusdóttir iðnaðarráðherra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Sigríður Ingvarsdóttir frá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Fundurinn var ekki síst boðaður í kjölfar þess að álfyrirtækið Alcoa greindi frá þeirri ákvörðun sinni í síð- asta mánuði að reisa ekki álver á Bakka vegna þess að ekki reyndist mögulegt að tryggja því nægjanlega orku. »4 Misvís- andi skilaboð Morgunblaðið/Hafþór Húsavík Frummælendur á atvinnu- málafundinum í gærkvöldi.  Fundað um at- vinnumál á Húsavík Dagur félagsmiðstöðva var haldinn hátíðlegur áttunda árið í röð í gær. Markmið dagsins er að gefa ungum og öldnum tækifæri til að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og kynnast starfinu þar. Tuttugu og fjórar félagsmiðstöðvar Reykjavíkur voru með opið hús og dagskrá fram á kvöld. Í félagsmiðstöðinni Tíunni í Árbæ var mikið um að vera. Þessar ungu stúlk- ur buðu meðal annars upp á vöfflur og muffinskökur með bros á vör. Ungdómurinn bauð upp á bakkelsi með bros á vör Morgunblaðið/Árni Sæberg  Ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig hef- ur bein og skjót áhrif á fjármögn- unarkostnað fyrirtækja sem hafa á undanförnum misserum í stór- auknum mæli tekið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Á síðustu tveimur árum hefur verðmæti slíkra lána aukist úr 90 milljörðum í hátt í 300 milljarða og nema þau nú um þriðjungi af heild- arútlánum til fyrirtækja. Mörg fyrirtæki eru af þeim sökum berskjaldaðri en áður fyrir vaxta- hækkunum Seðlabankans þar sem hækkunin leiðir strax til meiri fjár- magnskostnaðar. »Viðskipti Vaxtahækkun bítur fast á fyrirtæki Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingar eiga heimsmet í nýrna- gjafmildi sem lifandi gjafar. Und- anfarna tvo áratugi hafa þeir verið um 70% allra nýrnagjafa. Alls hafa verið gefin 224 nýru hér á landi, þar af 139 úr lifandi gjafa. Félag nýrnasjúkra hélt nýverið upp á 25 ára afmæli félagsins og við það tækifæri var nýrnagjöfum veitt viðurkenning fyrir framlagið. Þar á meðal voru sjö einstaklingar sem höfðu gefið maka sínum nýra. Félag- ið stefnir að því að heiðra alla Ís- lendinga sem gefa nýru. Frá árinu 2003 hafa nýrnaígræðslur úr lifandi gjöfum farið fram á Landspítalanum og eru þær nú orðnar 57. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi nýrnasjúkra er skortur á líffærum til ígræðslu. Kannanir hafa sýnt að um 80% ein- staklinga hafa sagt að þau myndu samþykkja að líffæri þeirra yrðu notuð til ígræðslu, kæmi sú staða upp, en fæstir hafa fyrir því að skrá þann vilja sinn. »18 Heimsmet í gjafmildi  Um 70% allra nýrnagjafa hérlendis eru frá lifandi gjöfum  Félag nýrnasjúkra ætlar að heiðra alla sem gefa nýru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.