Morgunblaðið - 03.11.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Kantsteini við útkeyrslu út af endurvinnslustöð
Sorpu á Dalvegi var breytt í fyrra, samkvæmt
upplýsingum sem fengust hjá Kópavogsbæ í
gær. Afleiðingin af breytingunni er sú að öku-
mönnum var gert auðveldara að taka ólöglega
beygju inn á stöðina, gegn einstefnu.
Eins og flestum er kunnugt varð alvarlegt
slys við stöðina á Dalvegi 19. október þegar
gámaflutningabíll tók ólöglega beygju, gegn ein-
stefnu, og ók yfir hjólreiðamann sem var á leið
niður stíginn, í sömu átt og bíllinn. Eins og fram
hefur komið í Morgunblaðinu var það haft sem
vinnuregla að aka gámaflutningabílum inn á
móti einstefnunni. Lögregla rannsakar nú slysið
m.a. með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar
stjórnenda. Í kjölfar slyssins vakti strax athygli
að umferðarmannvirki virtust beinlínis hönnuð
til að auðvelt væri að beygja inn á gámasvæðið,
þrátt fyrir að það sé ólöglegt og að gatan sé í
skipulagi Kópavogs flokkuð sem einstefnugata.
Í deiliskipulagsuppdrætti af stöðinni sést greini-
lega að teikning af kantsteininum er mjög frá-
brugðin því hvernig hann er í raun og veru.
Samkvæmt uppdrættinum hefði sá sem vildi
aka á móti einstefnu þurft að taka krappa
beygju en eins og sést á myndinni hér fyrir ofan
er kantsteinninn hafður þannig að auðvelt er að
taka ólöglega beygju inn á svæðið.
Á hreinu að beygjan er víðari
Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri fram-
kvæmdadeildar Kópavogsbæjar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að Dalvegurinn hefði
verið malbikaður í fyrra og við nánari eftir-
grennslan bæjarins væri nú komið á daginn að
um leið hefði verið gert við kantsteininn. „Og
það er alveg á hreinu að beygjan er eitthvað víð-
ari en hún var,“ sagði Stefán. Hann kvaðst enga
skýringu hafa fengið á því hvers vegna kant-
steininum var breytt með þessum hætti. Stefán
ítrekaði að það væri skýrt að þarna væri bannað
að aka inn óháð því hvernig kanturinn væri úr
garði gerður. Kópavogur eða starfsmenn bæj-
arins höfðu ekkert leyfi til að óska eftir því að
honum yrði breytt.
Eftirlit með að kantsteinninn sé í samræmi
við deiliskipulag er í höndum bæjarins. Stefán
sagði að það hefði líklega farið fram hjá öllum að
honum hefði verið breytt með þessum hætti.
Beygjan hefði verið of kröpp
Kantsteinninn sem þarna var fyrir var brot-
inn og Stefán sagði að ástæðan væri væntan-
lega sú að gámaflutningabifreiðum hefði ítrekað
verið ekið yfir hann. „Ég sé það bara í hendi
mér. Og þeir hefðu væntanlega haldið áfram að
aka yfir kantsteininn því ég held að þetta sé svo
kröpp beygja að þú tekur hana ekki á svona
stórum bíl,“ sagði hann.
Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort
kantsteininum verði breytt þannig að ólöglegar
beygjur verði erfiðari. Stefán sagði að engir
aðrir en bílstjórar viðkomandi fyrirtækis hefðu
brotið gegn einstefnunni, svo vitað væri, og að
fyrirtækið hefði nú gefið skýr fyrirmæli um að
hætta því.
Gildra Þegar ekið er út af endurvinnslustöðinni má aðeins taka beygju til hægri, niður Dalveginn, en bannað að taka beygju upp götuna. Flutn-
ingabílnum var ekið í veg fyrir hjólreiðamanninn sem lenti undir bílnum og stórslasaðist. Mynd birt með leyfi rannsóknarnefndar umferðarslysa.
Kröpp Á deiliskipulagi frá árinu 2000 sést að
taka hefði þurft mun krappari, ólöglega,
beygju inn á stöðina.
Ólögleg beygja gerð auðveldari
Útkeyrslu frá Sorpu á Dalvegi breytt í fyrra og ólögleg beygja inn á gámastöðina gerð auðveldari
Vegkanturinn hafði skemmst Kópavogur gaf ekki fyrirmæli um breytingar Fór framhjá bænum
Árni Davíðsson, for-
maður Landssamtaka
hjólreiðamanna, segir
að fyrirfram hefði
hann ekki talið að út-
keyrslan væri sérlega
hættuleg fyrir hjól-
andi og gangandi veg-
farendur, enda hefði
hann ekki haft hug-
mynd um að gámaflutningabílum hefði
jafnan verið ekið þarna inn.
Þarna væri þó ástæða til að bæta úr,
t.d. með því að mála stíginn þar sem
hann fer yfir útkeyrsluna eða með því að
hafa stíginn aðeins hærri en götuna.
Leit ekki illa út
VISSU EKKI AF INNAKSTRI
Árni Davíðsson
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Það kom fram eindreginn vilji
þeirra til að koma af stað verkefnum
hérna. Það var náttúrlega það já-
kvæða við þennan fund, bæði af hálfu
iðnaðarráðherra og forstjóra Lands-
virkjunar, og við bara fögnum því.
Það var vissulega bent á að þetta er
búið að taka langan tíma og við sem
og aðrir orðnir svolítið óþolinmóðir
en þetta var engu að síður góð yfir-
lýsing fyrir okkur,“ segir Bergur Elí-
as Ágústsson, bæjarstjóri sveitarfé-
lagsins Norðurþings.
Fái nauðsynlegan tíma
Fjölmennur fundur var haldinn á
Húsavík í gærkvöldi um atvinnumál
á svæðinu þar sem Katrín Júlíusdótt-
ir iðnaðarráðherra, Hörður Arnar-
son, forstjóri Landsvirkjunar, og
Sigríður Ingvarsdóttir frá Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands fluttu erindi.
„Nú er málið bara komið á það stig
að það snýst bara um samningavið-
ræður við orkukaupendur og í sjálfu
sér gerist náttúrlega fátt fyrr en þau
mál ganga eftir og þá verður bara
Landsvirkjun að fá þann tíma sem
þarf til þess,“ segir Bergur. Eins og
komið hefur fram hefur álfyrirtækið
Alcoa hætt við að reisa álver á Bakka
þar sem ekki var hægt að tryggja því
næga raforku.
Engin svör á fundinum
„Það var mjög merkilegt að hlýða
á einhliða lýsingar iðnaðarráðherra
og forstjóra Landsvirkjunar á við-
skiptum þeirra við Alcoa og ástæð-
urnar fyrir því að þeirra mati að fyr-
irtækið sagði sig frá þessu verki. Ég
saknaði þess á fundinum, miðað við
hvernig umræðan var hjá þeim, að
fulltrúa Alcoa hefði ekki verið boðið
til þess að upplýsa um sitt sjónar-
horn,“ segir Kristján Þór Júlíusson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem
var á meðal fundarmanna.
Hann segir að engin svör hafi ver-
ið gefin á fundinum um það af ráð-
herra eða forstjóra Landsvirkjunar
hvað stæði til að gera í atvinnumál-
um svæðsins og að því leytinu til
hefði í raun ekkert nýtt komið fram.
„Það eina sem kom út úr þessum
fundi var í rauninni staðfesting á
fyrri yfirlýsingu um það að vilji
manna standi til þess að nýta orkuna
á svæðinu en menn eru í raun engu
nær um hvernig eða hvenær,“ segir
Kristján.
Vilji til uppbyggingar en
óvíst hvernig og hvenær
Fjölmennur fundur var haldinn á Húsavík í gærkvöldi um atvinnumál svæðisins
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Fjölmenni Fundurinn á Húsavík í gærkvöldi var ágætlega sóttur og fjöl-
margir sem beindu fyrirspurnum til ráðherra og forstjóra Landsvirkjunar.
Atvinnumál
» Fundað um atvinnumál á
Húsavík í kjölfar þess að ál-
fyrirtækið Alcoa hætti við að
reisa álver á Bakka.
» Næsta skref er að Lands-
virkjun semji við orkukaup-
endur í tengslum við verk-
efni.
» Fjölmenni var á fundinum
og hiti í sumum heimamanna,
en að sögn þingmanns kom
fátt nýtt fram um hvað er
framundan í atvinnumálum.
Ekkert þokaðist á fundi um kjör
undirmanna á rannsóknarskipum
Hafrannsóknastofnunar hjá rík-
issáttarsemjara í gær. Fundurinn
var stuttur og árangurslaus.
Birgir Hólm Björgvinsson, fulltrúi
í samninganefnd Sjómannafélags Ís-
lands, sem fer með kjör undirmanna
Hafró, segir mikið bera í milli. „Við
ræddum saman lauslega en það var
ekki neitt. Þetta er eiginlega á sama
stað,“ segir Birgir.
Verkfall hefur staðið í rúman
mánuð. Sjómennirnir hafa verið án
kjarasamnings í um þrjú ár og snú-
ast kröfur þeirra um allt að 50%
hækkun launa þegar allt er talið.
Næsti fundur í deilunni hefur ekki
verið boðaður. ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Í höfn Bjarni Sæmundsson er eitt
skipa Hafrannsóknarstofnunar.
Hafródeil-
an í hnút
Samningafundur í
gær án árangurs