Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 2

Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 VIÐ ERUM 50 ÁRA FAGNAÐU MEÐ OKKUR 3.–5. NÓVEMBER FRÁ KLUKKAN 8:50–21:50 Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is AFSLÁTTUR AF ÖLLU Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Snarræði slökkviliðsins á Tálkna- firði kom í veg fyrir að einbýlishús á staðnum brynni til kaldra kola í fyrrakvöld. Það var mætt á staðinn um sjö mínútum eftir útkall en Dav- íð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðs- stjóri í Vesturbyggð og á Tálkna- firði, segir að hefði slökkviliðið komið nokkrum mínútum síðar hefði húsið verið alelda og ekki hefði ráðist við neitt. Anton Halldór Jónsson var heima ásamt móður sinni, þegar rafmagn- ið sló út um stundarfjórðungi fyrir átta í fyrrakvöld. Hann segir að hann hafi farið að leita orsaka og séð eld í rafmagnsboxi sem tengt var við rafmagnsofn. Hann segir augljóst að eldurinn hafi kraumað í þónokkurn tíma. „Við vorum ótrú- lega heppin,“ segir hann og vísar til þess að þau hafi verið vakandi og því getað tilkynnt eldinn og forðað sér. „Við fórum út með það sama,“ segir hann og hrósar slökkviliðinu. „Þeir voru ótrúlega fljótir á staðinn og gengu í verkið eins og atvinnu- menn.“ Eldurinn var í vegg og þurfti að rífa hann sem og klæðningu á ris- lofti auk þess sem reykræsta þurfti húsið. Anton segir að tjónið hlaupi á milljónum króna en hann sé tryggður og enginn hafi slasast. Einhverjar vikur taki að gera við skemmdirnar. „Það verður ekki flutt inn fyrr en búið verður að gera við,“ segir hann og bætir við að þau eigi góða að og hafi því húsaskjól. Anton segir að hann hafi strax opnað vegginn, þar sem hafi logað. „Það brann allt á milli þilja og ef ég hefði ekki gert þetta fyrr en fimm til tíu mínútum seinna er ég viss um að kofinn hefði brunnið allur.“ steinthor@mbl.is Mátti ekki tæpara standa í brunan- um á Tálknafirði  Snarræði slökkviliðsins kom í veg fyrir að húsið brynni til kaldra kola Ljósmynd/Davíð Rúnar Gunnarsson Björgun Slökkviliðið að störfum. Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrsta alþingismanni Ís- lendinga úr hópi kvenna, verður reist minnis- merki á áberandi stað í Reykjavík, jafnvel á horni Vallarstrætis og Thorvaldsens- strætis. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins báru upp tillögu þess efnis á fundi borg- arráðs í gær og var hún samþykkt einróma. 30. október sl. voru 70 ár liðin frá andláti Ingibjargar. Hún barðist ötullega fyrir réttindum kvenna og öðrum framfaramálum. Ingibjörg fær minn- ismerki í borginni Ingibjörg H. Bjarnason Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þeir sem eiga miða á tónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld og annað kvöld geta nú andað léttar, tónleikarnir munu fara fram. Fyrirhuguðu verkfalli hljómsveitar- meðlima var frestað á áttunda tím- anum í gærkvöldi þegar samninga- nefnd Starfsmannafélags Sinfóníu- hljómsveitar Íslands (SMFSÍ) og samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamning. Þá höfðu nefnd- dag um lögmæti verkfalls SMFSÍ en samninganefnd ríkisins taldi að ólög- lega hefði verið staðið að verkfalls- boðuninni. Arnfríður Einarsdóttir, forseti Félagsdóms, sagði í gærkvöldi að þau myndu fara yfir stöðu mála í dag. Hún telur þó að ekki sé lengur þörf á þessum úrskurði. Á dagskrá tónleika Sinfóníunnar í kvöld og annað kvöld eru Pláneturn- ar eftir Gustav Holst og píanókon- sert nr. 2 eftir Rakhmaninoff. Stjórnandi er Rumon Gamba. Loks samið hjá Sinfóníunni  Fyrirhuguðu verkfalli meðlima Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið frestað  Formaður samninganefndar er sáttur  Tónleikar verða í Hörpu í kvöld irnar setið á fundi frá því klukkan níu um morguninn. Rúnar Óskarsson, formaður samninganefndar SMFSÍ, segist sáttur við niðurstöðuna. „Ég get ekki tjáð mig um hana fyrr en búið er að kynna félagsmönn- um samninginn. Það er eftir að finna út úr því hvenær það verður gert, tónleikarnir eru í forgangi svo það verður kannski í byrjun næstu viku,“ segir Rúnar. Hann á ekki von á öðru en samningurinn verði samþykktur. Félagsdómur átti að úrskurða í Morgunblaðið/Ómar Samið Tónarnir fá að flæða hjá Sin- fóníunni í Hörpu í kvöld. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þann 10. nóvember næstkomandi verður hundaleikskólanum Voffa- borg lokað fyrir fullt og allt og eig- endur ferfættra nemenda skólans tilneyddir til að finna önnur dagvist- unarúrræði. Það gæti þó reynst þrautin þyngri, því skólinn er sá eini sinnar tegundar á höfuðborgarsvæð- inu og þó víðar væri leitað. „Þetta er virkilega leiðinlegt og eiginlega bara sorglegt,“ segir Gunnar Ísdal, stofn- andi og eigandi leikskólans. Þrátt fyrir mikla aðsókn standi reksturinn því miður ekki lengur undir sér. Voffaborg var opnuð árið 2004 og er til húsa í gamla dýraspítalanum í Víðidal en þar hefur hundaeigendum staðið til boða að vista hundana dag- langt, í stað þess að láta þá húka heima á meðan heimilisfólk sinnir námi eða starfi. Fyrstu árin leigði leikskólinn húsnæðið en þegar eig- endum hans bauðst árið 2007 að kaupa það ákváðu þeir að láta slag standa. Þeir gerðu þó ekki frekar en aðrir ráð fyrir því að hrun væri rétt handan við hornið. „Lánin eru orðin tvöfalt hærri og greiðslubyrðin langt umfram það sem reksturinn stendur undir og þá er þetta bara búið,“ útskýrir Gunnar. „Maður er búinn að vinna að þessu dag og nótt síðustu átta ár og að þurfa að labba frá þessu er virkilega súrt,“ segir hann. Þurfa að fá að rasa út Allt að þrjátíu hundar hafa dvalið á leikskólanum á hverjum degi, flestir koma tvisvar til þrisvar í viku, aðrir allt að fimm sinnum og sumir einn og einn dag. „Þetta er búið að vera rosalega vinsælt og það á eftir að koma mörg- um illa þegar lokar,“ segir Gunnar. „Hundarnir eru mikið einir heima og þeir þurfa að fá smá félagsskap, það þarf að leyfa þeim aðeins að rasa út og leika sér, þetta styttir vikuna fyr- ir þá,“ segir hann. Gunnar segir reksturinn hafa ver- ið stórskemmtilegan og það verði erfitt að sjá á eftir kúnnunum, sem margir hafi verið fastagestir á Voffa- borg frá upphafi. „Manni finnst þetta mjög leiðinlegt. Sumir hafa verið að koma til okkar í sex, sjö ár og margir hundanna byrjað hjá okk- ur kannski fimm mánaða gamlir og orðnir fimm ára í dag, búnir að vera hjá okkur allt sitt líf,“ segir hann. Bæði aðstandendum og við- skiptavinum Voffaborgar þyki lok- unin afar dapurleg. Leikskólinn Voffa- borg farinn í hundana  Lokað 10. nóvember  Mikil þörf á dagvistunarúrræðum „Við skoðuðum marga staði áður en við keyptum þetta húsnæði en það var voða lítið sem kom til greina,“ segir Gunnar en hann er efins um að áhugasamir fengju leyfi til að reka hundaleikskóla innan borgarmarkanna. „Það fylgir þessu gelt og læti og fjör,“ út- skýrir hann og því sé starfsemin ekki endilega sérlega ná- grannavæn. Þó sé tvímælalaust þörf fyrir þessa þjónustu og hún þurfi að vera sæmilega mið- svæðis. Þau svör fengust frá Ráðhúsinu að bærust leyfisumsóknir um starfsemi af þessu tagi yrðu þær teknar til skoðunar með jákvæðum hug. Erfitt að finna staðsetningu HUNDALEIKSKÓLAR Gunnar Ísdal Morgunblaðið/Árni Sæberg Hundaleikskóli Á Voffaborg er dagurinn í föstum skorðum eins og á öðrum leikskólum borgarinnar. Er ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði í gær var mikið fjör á skólalóðinni. Um 30 hundar hafa verið á Voffaborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.