Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 7

Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 7
samkeppni Iceland Express hefur frá upphafi verið leiðandi í samkeppni í flugi til og frá landinu allt árið um kring. Reynslan sýnir að félagið býður oftast hagstæðasta verðið hvort sem um er að ræða áfangastaði í Evrópu eða Bandaríkjunum. Enda hefur Iceland Express aldrei flutt fleiri farþega en á þessu ári og má reikna með að þeir verði tæplega sex hundruð þúsund. Næsta sumar mun félagið einbeita sér að flugi til fjögurra áfangastaða á Norðurlöndunum og ellefu annarra staða í Evrópu og eins og undanfarin ár verður suma daga flogið tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar. Undanfarin tvö ár hefur Iceland Express stækkað mjög hratt og flaug meðal annars til fjögurra áfangastaða í Norður-Ameríku á þessu ári. En næsta sumar verður vinsælasti áfangastaðurinn, New York, eini áfangastaðurinn í Norður-Ameríku. Þetta einfaldar leiðakerfi félagsins og styrkir þjónustuna við hundruð þúsunda viðskiptavina þess. Iceland Express mun áfram tryggja hagstæðustu kjörin í flugi á Íslandi og stuðla að frelsi fólks til að ferðast alla mánuði ársins. Við erum stolt yfir því að flytja tæplega 600 þúsund farþega á þessu ári Iceland Express skapar hundruð starfa og öðrum fyrirtækjum um 10 milljarða í gjaldeyristekjur á ári Sannkölluð stóriðja í íslensku atvinnulífi Leiðandi í samkeppni um hagstætt verð, allt árið um kring

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.