Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Uppi varð fótur og fit á frétta-stofu Ríkisútvarpsins í fyrra-
dag þegar fréttist að George Pap-
andreou, forsætisráðherra Grikkja,
vildi leyfa löndum sínum að greiða
atkvæði um hvort þeir ættu taka á
sig þann nið-
urskurð sem
hin evruríkin
telja nauðsyn-
legan til að evr-
an haldi velli.
Sem kunnugt er tíðkast það ekki íEvrópusambandinu að almenn-
ingur sé spurður álits, hvorki á
stjórnarskrármálum, nýrri mynt
eða öðru.
Í þessum anda kom Sarkozy, for-seti Frakklands, fram og sagði
alltaf gott að fá álit almennings, en
öll ríkin þyrftu að fallast á þær ráð-
stafanir sem taldar væru nauðsyn-
legar.
Það er með öðrum orðum mik-ilvægt að heyra í almenningi,
en þó er enn mikilvægara að heyra
ekki í honum.
Og Jóhanna Sigurðardóttir varekki síður slegin en fréttastof-
an og forysta ESB. Hún sagði menn
„horfa náttúrlega með nokkrum
kvíða til þess hvað gerist ef þetta
verður nú samþykkt [svo] í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.“ En menn væru
samt, fannst henni, „alveg bærilega
bjartsýnir á framtíð Evrópu og
evru“.
Viðbrögð Jóhönnu eru kunnug-leg. Hún er jafn hlynnt því og
Sarkozy að almenningur fái að
segja sitt álit, bara ekki þegar álitið
getur haft áhrif á evruna og
Evrópusambandið.
Eða Evrópusambandsaðildina,samanber Icesave.
Spyrjum kjós-
endur, en þó ekki
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.11., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri 2 rigning
Kirkjubæjarkl. 4 rigning
Vestmannaeyjar 4 rigning
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 10 skýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 10 skýjað
Helsinki 11 skýjað
Lúxemborg 16 skýjað
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 13 léttskýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 12 léttskýjað
Berlín 12 heiðskírt
Vín 8 skýjað
Moskva 6 alskýjað
Algarve 17 skúrir
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 22 skýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg 2 heiðskírt
Montreal 12 léttskýjað
New York 11 heiðskírt
Chicago 15 skýjað
Orlando 23 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:17 17:07
ÍSAFJÖRÐUR 9:35 16:58
SIGLUFJÖRÐUR 9:19 16:41
DJÚPIVOGUR 8:50 16:33
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Svört atvinnustarfsemi veldur sam-
félaginu miklu tjóni og er jafnframt
talsvert umfangsmeiri en áður var
talið. Þörf er á viðhorfsbreytingu
meðal almennings til að koma í veg
fyrir þetta, en auk þess skortir úrræði
til að taka á og koma í veg fyrir
skattalagabrot fyrirtækja.
Þetta eru helstu niðurstöður um-
fangsmikillar rannsóknar sem Ríkis-
skattstjóri hóf í sumar í samstarfi við
Alþýðusamband Íslands og Samtök
atvinnulífsins. Um 12% starfsmanna
lítilla og meðalstórra fyrirtækja í
landinu eru í svartri vinnu. Glötuð
verðmæti samfélagsins vegna vantal-
inna gjalda nema ríflega 13,8 millj-
örðum króna á ári.
„Ástandið er töluvert verra en við
töldum og það eru auðvitað mikil von-
brigði að horfast í augu við þá stað-
reynd að jafnhátt hlutfall landsmanna
sé á duldum launum og raunin er,“
sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri þegar hann kynnti niður-
stöður verkefnisins á blaðamanna-
fundi í gær.
Í ólagi hjá 55% fyrirtækja
Yfir 2.000 fyrirtæki um allt land
voru heimsótt í sumar og kannaður
bæði rekstur sem og aðstæður rúm-
lega 6.000 starfsmanna. Hjá meira en
helmingi þeirra, 55%, reyndist pottur
brotinn. Svört vinna reyndist vera
mest á Vestfjörðum, 18,5%, en minnst
á Norðausturlandi, 8,2%.
Yfirleitt voru brotalamirnar ekki
alvarlegri en svo að talið var nægj-
anlegt að gefa leiðbeinandi tilmæli um
úrbætur. Oftast var þar um að ræða
frávik vegna tekjuskráningar sem að
sögn Skúla mátti oftar en ekki rekja
til þekkingarleysis.
Af 2.024 fyrirtækjum sem voru
skoðuð þótti hinsvegar tilefni til að
taka 119 til nánari skoðunar vegna
verulegra formgalla á skilum skatta
og gjalda. 47 fyrirtæki urðu uppvís að
skattsvikum eða refsiverðum brotum
og sæta í kjölfarið sérstakri skatt-
rannsókn. Í þeim tilfellum var fyrst
og fremst um að ræða svarta vinnu og
vanskil á virðisaukaskatti.
Í næstu viku verður fundað um
áframhaldandi meðferð þessara 47
fyrirtækja en að sögn Skúla hefur
ekki verið ákveðið hvort eða hvernig
refsingum verði beitt. „Við höfum tal-
að um að það þyrfti skjótvirkari úr-
ræði, svipað og umferðarlögreglan
hefur með beitingu sekta.“
Aðspurður hvort hann teldi að
skattaumhverfið hefði áhrif á umfang
svikanna sagði Skúli að hefðu menn
skýran ásetning um að svíkja undan
sköttum þá virtist ekki skipta máli
hversu há skattprósentan væri. Hann
sagði líkur fyrir því að fjárhagsörð-
ugleikar spiluðu inn í hjá sumum
rekstraraðilum en ein meginástæða
fyrir vægari brotunum væri hinsveg-
ar almennt þekkingarleysi.
„Sú staðreynd að gera þurfti at-
hugasemdir við ríflega helming fyr-
irtækja sýnir að þekking þeirra sem
taka að sér þá ábyrgð að reka fyr-
irtæki þarf að vera meiri,“ sagði Gylfi
Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Það er því sameiginleg niðurstaða
þeirra sem að verkefninu komu að
bregðast þurfi við með aukinni
fræðslu til stjórnenda fyrirtækja sem
og átaki til að breyta viðhorfi starfs-
fólks, stjórnenda og almennings til
svartrar atvinnustarfsemi.
Launafólk og lífeyrissjóðir tapa
Gylfi Arnbjörnsson benti á að tapið
vegna svartrar atvinnustarfsemi jafn-
gilti 2% í tekjuskatti og því bæru allir
landsmenn byrðarnar. Glötuð verð-
mæti, vegna vantalinna skatta, gjalda
og tekna í tengslum við svarta vinnu
hjá litlum og meðalstórum fyrirtækj-
um, eru á ársgrunni 13,8 milljarðar
króna eins og áður segir.
Fyrst og fremst er það ríkissjóður
sem tapar, alls rúmlega 6 milljörðum
króna. Lífeyrissjóðirnir tapa 3 millj-
örðum á ári vegna svartrar vinnu,
tapaður réttur launamanna nemur
tæpum 2 milljörðum auk þess sem
sveitarfélög tapa 1,6 milljörðum á ári
og stéttarfélög tæpum milljarði.
Þá bentu talsmenn SA á að þetta
skekkti verulega samkeppni á mark-
aði. „Það er algjörlega óþolandi fyrir
þau fyrirtæki sem standa sig að vera í
samkeppni við svarta atvinnustarf-
semi. Það er kristaltær stefna SA að
svona lagað gengur ekki,“ sagði Vil-
mundur Jósefsson, formaður SA.
Þetta er umfangsmesta skoðun
sem ráðist hefur verið í á svartri at-
vinnustarfsemi á Íslandi. Um áramót-
in verður staðan endurmetin.
Milljarðar tapast vegna
svartrar atvinnustarfsemi
Umfangið meira en búist var við Þarf fræðslu og úrræði til að taka á brotum
Ves
tfir
ðir
Ves
tur
lan
d
Su
ður
lan
d
Su
ður
nes
Au
stu
rla
nd
NV
-lan
d
Hö
fuð
b.s
v.
NA
-lan
d
Einstaklingar og svört vinna eftir landshlutum
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Starfsmenn í svartri vinnu (samtals 737)
Aðrir starfsmenn (samtals 5.430)
Niðurstöður benda til þess að hlutfall
svartrar vinnu hjá litlum og meðalstórum
fyrirtækjum sé að meðaltali 12%
Alls:
211
Alls:
238
Alls:
745
Alls:
189
Alls:
250
Alls:
200
Alls:
3.883
Alls:
451
39 36
107
26 34 27
431
37
Fjöldi starfsmanna
í svartri vinnu
13,8
milljarðar króna tapast árlega
vegna svartrar atvinnustarfsemi.
50%
fyrirtækja reyndust ekki fram-
kvæma skil skatta og gjalda rétt.
47
fyrirtæki sæta skattrannsókn eftir að
upp komst um refsiverð brot.
‹ SVÖRT ATVINNA ›
»
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið frá fund-
inum.