Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 17

Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 BAKSVIÐS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkuð er á reiki hvað gömlu jaxl- arnir í uppsjávarflotanum hafa borið að landi af fiski á þeirri rúmu hálfu öld sem liðin er frá því að skipin komu til lands. Líklegt er að heildar- afli Sigurðar VE, Víkings AK og Lundeyjar NS nálgist þrjár millj- ónir tonna, en nákvæmar upplýs- ingar liggja ekki fyrir. Svo brugðið sé á leik í reikningskúnstum má áætla að verðmæti afla síðustu síðu- togaranna þriggja sé ekki undir 80 milljörðum króna samtals og er þá miðað við að þau hafi að mestu land- að loðnu til bræðslu, en ekki verð- mætari afurðum eins og bolfiski eða loðnu til frystingar eða hrognatöku. Ekki þarf að taka fram að margir þjóðkunnir skipstjórar og aflaklær hafa stjórnað skipunum frá því að þau komu til landsins. Skipin voru upphaflega síðutog- arar og stunduðu bolfiskveiðar. Síð- ar var þeim breytt í nótaskip eða uppsjávarskip og hefur reyndar ver- ið breytt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Í einhverjum tilvikum kann að vera lítið eftir af gamla stál- inu. Síðustu áratugi hafa þau landað óhemju magni af loðnu, síld og kol- munna. Enn eru þau að þó svo að dregið hafi úr notkun Sigurðar og Víkings á síðustu árum. Fram hefur komið að Sigurður VE hafi borið hátt í milljón tonna að landi og einnig að Víkingur AK hafi landað um 940 þúsund tonnum. Skipin eru systurskip, smíðuð í Bremerhaven árið 1960. Jafnaldri þeirra er Lundey NK, en skipið var smíðað í Rendsburg í Þýskalandi. Líklegt er að heildarafli Lundeyjar sé einnig nálægt milljón tonnum. Víkingur hefur ávallt borið þetta nafn, en það var Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan á Akranesi, sem lét smíða síðutogarann. HB Grandi gerir Víking út. Honum var síðan breytt í nótaskip til veiða á síld og loðnu og byggt var yfir skipið 1977. Narfi var smíðaður fyrir Guðmund Jörundsson Lundey NS hét upphaflega Narfi og bar einkennisstafina RE 13. Narfi var síðutogari, smíðaður fyrir Guðmund Jörundsson, skip- stjóra og útgerðarmann á Akureyri. Hann lét breyta Narfa í skuttog- ara árið 1974 og skipinu var breytt í nótaskip árið 1978. Fljótlega eftir þá breytingu var Narfi seldur til Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Eskju, og fékk nafnið Jón Kjartansson SU 111. Þegar nýrra skip leysti Jón Kjartansson af hólmi var nafni skipsins breytt í Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 en það hafði áður verið endurbyggt á árinu 1998. Árið 2007 eignaðist HB Grandi skipið og fékk það þá nafnið Lundey NS 14. Upphaflega til karfaveiða Ísfélagið í Vestmannaeyjum gerir Sigurð VE út, en skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyr- irtæki var í eigu Einars Sigurðs- sonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur. Sigurður hlaut fyrst einkennisstafina ÍS 33 en var aldrei gerður út frá Flateyri. Sigurður var síðar skráður í Reykjavík og og hlaut þá einkennisstafina RE 4. Hann var í eigu Ísfells til 1984. Þá eignaðist Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja hann og 1992 varð Sig- urður eign Ísfélagsins þegar Hrað- frystistöðin og Ísfélagið sam- einuðust og fékk einkennisstafina VE 15. Sigurður var smíðaður með það fyrir augum að gera hann út til karfaveiða við Nýfundnaland en tog- arar höfðu þá mokað karfanum upp þar. Skömmu eftir að Sigurður hóf veiðar var karfinn við Nýfundnaland uppurinn og því lítil verkefni fyrir skipið, enda var því lagt um hríð. Árið 1963 hóf Sigurður veiðar að nýju, þá sem togari á Íslandsmiðum og varð þá strax mikið afla- og happaskip. Í september 1973 var hætt að gera skipið út sem togara og var Sigurði breytt í nótaveiðiskip. Nótaskipið Sigurður kom til lands- ins eftir breytingarnar vorið 1974. Sigurður bar um 900 tonn þar til byggt var yfir skipið í Hafnarfirði árið 1976. Með um 80 milljarða króna að landi  Síðustu þrír síðutogararnir eru rúmlega hálfrar aldar gamlir og eru enn að  Afli þeirra gæti alls verið um þrjár milljónir tonna  Mikið breyttir og í einhverjum tilvikum lítið eftir af gamla stálinu Ljósmynd/HB Grandi Hálf öld Lundey var smíðuð í Þýskalandi árið 1960 og er skipið því rúmlega hálfrar aldar gam- alt. Það hefur meðal annars borið nöfnin Narfi, Jón Kjartansson og Guðrún Þorkelsdóttir. Ljósmynd/Ari Kárason/Ljósmyndasafnið Tvennir tímar Togarinn Freyr RE 1 kemur fullhlaðinn til hafnar með sex þúsund mál af síld árið 1962, en síldina flutti togarinn frá Seyðisfirði. Freyr var systurskip Sigurðar VE og Víkings AK. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verkefni fyrir erlend útgerðarfyrirtæki hafa fyrst og fremst stuðlað að vexti, stöðugleika og slagkrafti Slippsins á Akureyri, að sögn Antons Benjamínssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins. Þessi erlendu viðskipti koma einkum frá Grænlandi, en einnig Noregi og Kanada. Anton segir að á síðustu árum hafi tekist að byggja upp traust hjá fyrirtækjum í þessum löndum og fyrirtækið geti boðið samkeppnishæft verð. Íslenski markaðurinn dugar ekki „Til að geta rekið fyrirtæki af alvöru stærð í þessari grein dugar íslenski markaðurinn ekki,“ segir Anton. „Hvað sem mönnum finnst um kvótann þá er það staðreynd að útgerðir fara ekki í nema allra nauðsynlegustu verkefni. Á innlendum markaði eru engin stórverkefni, en með þessum erlendu verkefnum hefur okk- ur tekist að styrkja fyrirtækið. Síðan er það nýtt fyrir okkur að verkefnum fyrir álþynnuverksmiðja Becromal fylgir ákveðinn stöðugleiki. Við erum fast með ein- hverja starfsmenn þar við viðgerðir, uppsetn- ingar og framleiðslu á varahlutum. Þetta er í fyrsta skipti í sex ára sögu Slippsins sem við þjónum stóriðju og höfum góða reynslu af vinnu fyrir þetta stóra landfyrirtæki.“ Skipin hryggsúlan sem áður Anton segir að eftir sem áður séu viðgerðir og endurbætur á skipum hryggsúlan í starfi fyrirtækisins. Meðal annarra verkefna nefnir hann framleiðslu á fiskeldiskerfum fyrir Vaka og smíði á DNG-handfæravindum, sem Slipp- urinn keypti fyrir nokkrum árum. Breidd verk- efna auki stöðugleikann. Alls starfa 140-145 manns hjá Slippnum og hefur þeim fjölgað mikið frá því að fyrirtækið hóf starfsemi fyrir sex árum. Þá voru starfs- mennirnir 50, en fjölgað í 85 á fyrsta ári og jafnt og þétt síðan. Hann segir árið í heild hafa verið ágætt og þakkar fyrst og fremst erlend- um viðskiptum og breidd í verkefnum. Slagkrafturinn kemur að utan  Næg verkefni í Slippnum á Akureyri  Engin stórverkefni fyrir íslenskar útgerðir  Viðskipti frá Grænlandi, Noregi og Kanada veigamikil  Verkefni fyrir Becromal skipta fyrirtækið orðið miklu Við Ægisgarð liggja tvö glæsileg frystiskip frá Nýfundnalandi. Skipin eru nýkomin úr slipp í Hafnarfirði og Reykjavík og skarta grænum lit útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík. Þriðja skipið er enn í slipp í Hafnarfirði og hugsanlega er fjórða skip fyrirtæk- isins Ocean Choice í Kanada á leið í klössun hér á landi. Margvíslegar lagfæringar voru gerðar á skipunum, m.a. upp- tekt á vélum og millidekk voru lagfærð. Lætur nærri að unnið hafi verið fyrir um hálfan milljarð í skipunum hér á landi. Skipin halda fljótlega til veiða á grálúðu og rækju milli Grænlands og Labrador. Vísir í Grindavík á um 30% hlut í Ocean Choice og segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, að tengsl Vísis hafi ekki skemmt fyrir viðskiptum við íslensku slippana. „Það má segja að erlendar fjárfestingar okkar og rétt skráð gengi á íslensku krón- unni hafi verið forsenda þess að það tókst að draga hingað þessi dýrmætu verkefni,“ segir Pétur H. Pálsson. aij@mbl.is Morgunblaðið/Golli Við Ægisgarð Nýbúið er að taka skipin Newfoundland Lynx og Katsheshuk II í gegn í slipp í Reykjavík og Hafnarfirði. Frystiskip í Vísislitunum við Ægisgarð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.