Morgunblaðið - 03.11.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er fín-ast allsað tala
um „faglegt
ferli“ og á það
jafnan að sanna
að allt sé með felldu um
það sem gert var. Alltof
oft er það tal þó aðeins
efnismikið tjald sem
tildrað er upp til að fela
pólitísk undirmál, eins
og dæmin frá vordögum
2009 eru talandi um og
svo mörg önnur sem
mætti nefna.
En almennt felst í
slíku tali að æskilegast
sé og helst skylt að
ábyrgðarlausir embætt-
ismenn og „faglegir“ að-
ilar eigi síðasta orðið, en
alls ekki þeir sem geta
rakið tímabundið vald
sitt að einhverju leyti til
almennings. Þeir „fag-
legu“ sitja iðulega í ára-
tugi í sínum ranni og
ekki þarf svo langan
tíma til að búa til lok-
aðan heim innvígðra,
sem lýtur algjörlega eig-
in lögmálum, þótt orðið
„faglegt“ sé notað til af-
sökunar og réttlætingar
þess sem gert er.
Iðulega þegar ákvarð-
anir kjörinna stjórnvalda
eru sendar aðilum eins
og Umboðsmanni Al-
þingis til athugunar, fær
stjórnvaldið skammtaða
fáeina daga til að svara
misjafnlega markvissum
spurningum. Umboðs-
maður tekur sér svo
gjarnan fleiri mánuði,
jafnvel langleiðina í heilt
ár, til að segja upp álit
sem er oftast firna langt
og smásmyglislegt. Er
þá eftir hentugleikum
vísað til óljósra ákvæða
stjórnsýsluréttar eða í
ólögbundnar kennisetn-
ingar fræðigreinarinnar.
Mjög oft orkar öll sú
langa samsuða mjög tví-
mælis en ekki er hægt að
vísa henni neitt til vit-
rænnar skoðunar.
Flestar ákvarðanir eru
að verulegu leyti mats-
kenndar hversu hátt sem
„faglegum“
sjónarmiðum er
hampað og þótt
menn vilji ekki
við það kannast.
Betur fer á því
að kjörnir fulltrúar al-
mennings fari með slíkt
mat en embættismenn
sem í raun eru ábyrgð-
arlausir af verkum sínum
og fáir vita nokkur deili
á og almenningur nær
aldrei til.
Og nú síðast er Rík-
isendurskoðun, sem hef-
ur enn ekki fjallað um
fjöldann allan af vafa-
sömum verkum fjár-
málaráðherrans upp á
tugi milljarða, farin að
segja kirkjunni fyrir
verkum og vill ráða því
hvernig biskup og for-
ráðamenn kirkjunnar
haga sínum innri málum.
Allt er þetta gert í nafni
hagræðingar. Ríkisend-
urskoðun hefur þó enn
sem komið er stillt sig
um að leggja til fækkun
á boðorðunum 10, t.a.m.
með vísun til notk-
unarleysis á sumum
þeirra. Eins er að þessu
sinni ekki gert ráð fyrir
nýrri verkaskiptingu á
milli guðspjallamanna og
ekki er gert ráð fyrir að
framvegis verði vísað í
Peningamál Seðlabank-
ans þegar vikið er að
orðum spámannsins úr
prédikunarstólnum.
Sú tillitssemi er auðvit-
að þakkarverð. En samt
verður ekki komist hjá
því að biðja ríkisend-
urskoðun að snúa sér
fyrst að því marga sem
hún á svo illa ógert áður
en hún hverfur að öðrum
og fjarlægari viðfangs-
efnum.
Ríkisendurskoðun seg-
ist ekki vilja að bisk-
upinn yfir Íslandi vasist
lengur í veraldlegum
efnum. Mikið hefði verið
gaman að hafa haft tæki-
færi til að horfa á rík-
isendurskoðun þess tíma
nefna þetta atriði við Jón
Arason.
Ríkisendurskoðun er
í upphæðum alla
daga, en nú er hún
loks í upphæðum }
Ríkisendurskoðun
í upphæðum
K
arl Sigurbjörnsson hefur fengið á
sig óvægna og óvenju harða
gagnrýni. Það er nokkurn veginn
sama hvað biskup segir eða ger-
ir, reitt fólk sprettur upp og æp-
ir: Fussum, svei og skammastu þín!
Ósanngirnin í garð Karls biskups er ákveðið
rannsóknarefni. Sumum er meinilla við kristna
trú og kirkju og þeir finna stórfellda gleði í því
að geta barið á biskupi þjóðkirkjunnar og
heimtað afsögn hans. Þessi hópur vill veg kirkj-
unnar sem minnstan og sér nú upplagt tæki-
færi til að grafa undan henni. Aðrir, sem vilja
að allir ráðamenn þjóðarinnar segi af sér bara
af því að þeir eru ráðamenn og á góðu kaupi,
æpa vitanlega einnig að biskup eigi að segja af
sér. Þeir vita ekki alveg af hverju hann ætti að
segja af sér, en það er algjört aukaatriði í
þeirra huga, þeim finnst bara svo óskaplega gaman að
æpa. Og það hljómar verulega smart að fara með frasann:
Axlaðu ábyrgð og segðu af þér.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, á sér ekki marga
opinbera talsmenn. Kannski er það ekki skrýtið, það er
erfitt að standa gegn hrópandi múg sem heimtar réttlæti í
formi mannfórna. Þess vegna kjósa flestir að sitja hjá og
þegja. Innst inni hafa þeir ama af öllum þessum æsingi en
þeim finnst varasamt að blanda sér í hann. Það kostar
bara vesen og flest viljum við fá að vera í friði.
Miklar og stórar sakir hafa verið bornar á fyrrverandi
biskup, Ólaf Skúlason. En þegar sá sem sakir
eru bornar á er látinn skapast ákveðinn vandi.
Margir vilja leysa þann vanda með því að finna
eins konar staðgengil. Þar sem ekki er hægt að
láta fyrrverandi biskup svara til saka þá þykir
fyrirtaks lausn á þeim vanda að grípa núver-
andi biskup og gera hann að sakamanni. Og
þegar sá biskup er tregur til að ganga inn í það
hlutverk finnst mönnum að verið sé að mis-
bjóða réttlætinu gróflega. Sjálfsagt hefur Karl
Sigurbjörnsson gert mistök í þeim málum sem
í daglegu tali eru kölluð biskupsmál, en þetta
eru sérlega erfið mál og afar viðkvæm. Karl er
ekki glæpamaðurinn í þeim málum.
En hvar eru prestarnir? Sjálfsagt fallast
mörgum þeirra hendur í öllum þessum látum
og halda sig opinberlega til hlés þótt þeir í
huganum styðji Karl biskup. En sennilega eru
líka einhverjir prestar sem tútna út af eigin metnaði og
vilja að biskupsstólinn losni sem fyrst svo þeir geti
hlammað sér í hann. Einhverjir þeirra eru strax farnir að
tala eins og þeir séu í miðri kosningabaráttu um bisk-
upskjör. Og um leið verður svo berlega ljóst að innan þjóð-
kirkjunnar eru flokkadrættir þar sem prestar eiga í villtri
valdabaráttu.
Mikið væri það góð og óvænt tilbreyting ef prestar
landsins hefðu manndóm í sér til að standa með Karli bisk-
upi sínum í stað þess að sýna áberandi afskiptaleysi eða
vinna beinlínis harkalega gegn honum. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Hvar eru biskupsmenn?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
L
okið er endurútreikning-
um á arðsemi Vaðla-
heiðarganga og er þess
vænst að ákvörðun
verði tekin á allra næstu
dögum um hvort ráðist verður í gerð
jarðganganna. Innan stjórnarliðsins
verða þær raddir sífellt sterkari að
sýna verði afdráttarlaust fram á að
veggjöld muni standa undir öllum
kostnaði við framkvæmdina.
Forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga
ehf. hafa nú afhent fjármálaráðuneyt-
inu niðurstöður útreikninganna. Skv.
upplýsingum stjórnarmanna í félag-
inu hafa ekki orðið verulegar breyt-
ingar frá fyrri útreikningum en þó
einhverjar, sem ekki hafa fengist
uppgefnar hverjar eru.
ÍAV hf. og Marti Contractors Lts.
áttu lægsta boð í gerð ganganna,
8.853 milljónir, en kostnaðaráætlunin
hljóðaði upp á 9,3 milljarða. Þessar
upplýsingar, nýjar tölur um umferð,
endurmat miðað við þróun bygging-
arvísitölu og vaxtakjör af fram-
kvæmdaláni ríkisins eru lagðar til
grundvallar í nýja arðsemismatinu.
Veggjaldið enn undir 1.000 kr.
Kristín H. Sigurbjörnsdóttir,
stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga,
segist gera sér vonir um að skýrar
línur liggi fyrir í þessari eða næstu
viku um hvort menn eru tilbúnir að
halda verkefninu áfram þannig að
hægt verði að ganga frá samningum
við verktaka.
Meðal þess sem tekið er mið af er
að umferð hefur minnkað um þjóð-
vegi landsins og þótt meðalumferð
um Víkurskarð hafi ekki dregist sam-
an í fyrra, þegar hún var 1.256 bílar á
dag, hefur dregið úr umferð um
Víkurskarð það sem af er þessu ári og
sólarhringsumferðin að meðaltali
1.163 bílar. Á móti kemur að í al-
mennri umferðarspá er gert ráð fyrir
um 2% árlegri aukningu umferðar.
Spurð hvort veggjaldið verði undir
eða yfir 1.000 kr. á bíl segir hún að
eins og staðan sé í dag sé upphæðin
enn undir þúsund kr. en fylgi verðlagi
og verði þá eitthvað hærri þegar
kemur að opnun ganganna árið 2015.
Því hefur verið haldið fram að
ákvörðun Alcoa um að hætta við að
reisa álver á Bakka breyti verulega
forsendum fyrir gangagerðinni en
Kristín segir að í endurútreikningum
þeirra hafi ekki verið reiknað með
áhrifum af stóriðju á Bakka. „Ég er
bjartsýnn. Unnið er af fullum krafti
við að fara yfir tilboð í verkið en úr-
vinnsla og öll yfirferðin getur tekið
allt að 30 til 60 daga. Síðan verður
gengið til undirritunar verksamnings
við verktaka svo framkvæmdir geti
farið í gang sem fyrst,“ segir Kristján
L. Möller, alþingismaður og stjórn-
armaður í Vaðlaheiðargöngum.
„Við erum búin að fara yfir tölur
miðað við tilboðin og hækkun kostn-
aðar vegna verðbólgu og settum það
inn í okkar reiknilíkan. Niðurstaðan
er sú að þetta gengur upp. Við erum
sannfærð um að veggjöld muni
standa undir kostnaðinum á komandi
árum,“ segir Kristján.
Kristján segir að umferðarspáin
sem lögð er til grundvallar sé varfær-
in og hafi aðeins lækkað í nýjustu út-
reikningum. Og svo liggi fyrir ákveð-
in vaxtatala sem gengið er út frá
vegna framkvæmdaláns ríkisins.
„Verkið getur haldið áfram á þeim
forsendum sem gengið hefur verið út
frá, að innheimt veggjöld muni
standa undir afborgunum og vöxt-
um,“ segir Kristján.
– Er pólitískur hljómgrunnur fyrir
framkvæmdunum? „Það tel ég vera.
Þetta hefur verið samþykkt í ríkis-
stjórn og í fjárlögum og fulltrúar allra
flokka á Alþingi hafa talað fyrir mik-
ilvægi þess að koma einhverjum
framkvæmdum í gang. Ég tek fram
að þetta er ekki eingöngu gert fram-
kvæmdanna vegna, heldur er þetta
líka umferðaröryggismál og er auk
þess skynsamlegt með tilliti til stytt-
ingar vegalengda,“ segir hann.
„Niðurstaðan er sú
að þetta gengur upp“
Vaðlaheiðargöng
V
A
Ð
L
A
H
E
I Ð
I
Jarðgöng 7,4 km
AKUREYRI
Eyjaf jörður
Sigluvík
Litlihvammur
Höfn
Hallandsnes
Austurhlíð
Syðri-Varðgjá
Eyrarland
Leifsstaðir
Kaupangur
Brúnagerði
Steinkirkja
Veturliðastaðir
Lundur
Vaglir
Hróarsstaðir
Nes
Háls
Ljósavatnsskarð
Ýmsir hafa efast um að veggjöld
dugi til að standa undir kostn-
aði við gerð Vaðlaheiðarganga.
Gjaldið þyrfti þá að vera tals-
vert á annað þúsund kr. Óvíst sé
hvort ökumenn velji göngin í
stað þess að fara yfir Víkur-
skarð en göngin stytta leiðina
um 16 km. Ekki hefur fengist
uppgefið hvaða vexti miðað er
við í nýjum útreikningum. Upp-
lýsingarnar verða lagðar fyrir
umhverfis- og samgöngunefnd
Alþingis. Að sögn Guðfríðar
Lilju Grétarsdóttur, formanns
nefndarinnar, hefur verið ákveð-
ið að halda opinn fund í nefnd-
inni um Vaðlaheiðargöngin á
mánudaginn þar sem gestir
verða spurðir spjörunum úr.
Lagt fram á
opnum fundi
GÖNGIN RÆDD Í UMHVERF-
IS- OG SAMGÖNGUNEFND
Göngin stytta leiðina um 16 km.