Morgunblaðið - 03.11.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.11.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 Að undanförnu hef- ur í vaxandi mæli farið fram umræða í þjóðfélaginu um efni, sem fylgja marg- víslegri starfsemi og geta verið hættuleg sé vitneskja um eðli þeirra ekki nægileg. Hefur undirrituðum fundist upplýsingar þar að lútandi í sum- um tilvikum bæði villandi og þeim ábótavant. Sem dæmi má taka, að nýlega birtist í einu vikublaðanna eftirfarandi um 4-flúoramfetamín: „með því að halda því fram að um sé að ræða amfetamínafleiðu þá eru bæði embættin að opinbera fáfræði sína“. Hér telur undirrit- aður, að svo rangt sé farið með að ekki verði við unað. Á máli efnafræðinnar merkir afleiða (derivatif) efnasamband, sem fæst frá öðru efnasambandi og inniheldur nokkur þeirra frum- efna, sem upphaflega efna- sambandið inniheldur. Amfeta- mín, metamfetemaín, fenmetrasín, metylfenídat, efedrín og mörg fleiri efni hafa bensenkjarna og þrjú atóm í hliðarkeðju sameig- inlega og eru því amfetamínafleið- ur eða amfetamínafbrigði. Auk þess hafa öll þessi efnasambönd hliðstæða líffræðilega verkun vegna þess sambands, sem er á milli líffræðilegrar verkunar og efnafræðilegrar byggingar, sem vikið verður að. Í dagblöðum hefur nokkuð ver- ið rætt um efnið 4-flúoramfetamín (4-FA) og að tveir menn hafi ver- ið sýknaðir af ákæru um innflutn- ing á rúmlega 3,7 kílóum af þessu efni. Fullyrt er, að efnið sé ekki á skrá yfir efni, sem bönnuð eru hér á landi og er það meg- inástæða sýknunarinnar. Nafn efnisins 4-FA gefur greinilega til kynna, að það sé náskylt amfeta- míni og falli því undir ákvæði reglugerðar um ávana- og fíkni- efni, sem segir, að bann nái einnig til skyldra efna. Af efnafræðilegri byggingu efnisins kemur skyld- leiki þess við amfetamín einnig í ljós, en hann er svo augljós, að ekki fer á milli mála, þar sem í stað vetnis kemur flúor í stöðu fjögur á bensenkjarna. Nánari getur skyldleiki efnanna varla verið. Auðvelt er að sýna fram á, hvernig hægt er að víkka hug- myndina og framleiða skyld efni amfetamíns á hliðstæðan hátt og 4-FA nánast eftir pöntun og er þar af leiðandi ekki hægt að skrá þau á lista yfir skyld efni. Þessi iðnaður er svo algengur, að á erlend- um málum er hann kallaður „designer drugs“. Sem dæmi um „designer drug“, sem er náskylt am- fetamíni og þar með 4-flúoramfetamíni, er metylendíox- ymetamfetamín, sem öðru nafni heitir „Ec- stasy“. Þessi flokkur efna- sambanda er framleiddur ólöglega og er ekki prófaður líffræðilega. Misnotkun þeirra býður þar af leiðandi ennfrekar hættunni heim og hefur neysla þeirra á stundum leitt til sorglegra slysa, þegar framleiðsluferillinn hefur mis- heppnast og niðurstaðan orðið önnur en til var ætlast. En málið, sem er grafalvarlegt, snýst í þessu tilfelli ekki eingöngu um, hvort efnasambönd hafi líka efnafræðilega byggingu heldur einnig áhrif þeirra á þá, sem kynnu að misnota þau. Breyting sú, sem varðar amfetamín og 4- FA er mjög algeng í lyfja- efnafræði og má sem dæmi um það nefna flúorbarkstera, sem eru fjölmargir og náskyldir bark- sterum. En hvaða áhrif hefur slík breyting á líffræðilega verkun efnanna? Samkvæmt reglum lyfjaefnafræði um sambandið á milli efnafræðilegrar byggingar og líffræðilegrar verkunar hefur áðurnefnd breyting amfetamíns í 4-flúor-amfetamín þau áhrif, að stöðugleiki efnasambandsins verð- ur meiri og líffræðileg verkun þess eykst. Þetta þýðir, að 4-FA dvelur lengur í líkamanum og verkun þess verður meiri. Með öðrum orðum eru yfirgnæfandi líkur á og nánast fullvíst, að 4-FA sé ennþá hættulegra ávana- og fíkniefni en amfetamín. Skoðun undirritaðs er því sú, að ákvæðið um skyld efni í reglu- gerðinni hlýtur að ná yfir 4-FA og er sett þar vegna þess, að mögu- leikar á framleiðslu ávana- og fíkniefna, sem gætu hugsanlega verið hættulegri en þau, sem þekkt eru, eru nánast óendanlegir og þetta ákvæði á að girða fyrir að slík efni komist á svartan markað. Á sama hátt og sjá má, að 4-flúoramfetamín er náskylt amfetamíni er augljóst, að 4- klóramfetamín (4-KA) er náskylt 4-flúoramfetamíni (4-FA), þar sem flúor og klór eru saltmynd- arar og náskyld frumefni. Líffræðileg verkun 4-klóramfe- tamíns er þekkt og er meðal ann- ars sú, að efnið hemur gerhvatann (enzyminn) tryptófan hydroxylasa og þar með lífsamtengingu seró- tóníns, sem er lífsnauðsynlegt boðefni og hefur margvíslegar verkanir á taugakerfi og melting- arveg. Breskir vísindamenn sýndu fram á það árið 1971, að staðsetn- ing klórs í stað vetnis í stöðu fjög- ur á bensenkjarna, sem breytir amfetamíni í 4-klóramfetamín leiðir til aukins fituleysanleika borið saman við amfetamín. Þessi aukni fituleysanleiki hefur veru- leg áhrif á hraða útskilnaðar efnis úr líkamanum, sem er minni en amfetamíns og líffræðileg verkun verður öflugri og lengri. Með hlið- sjón af efnafræðilegum skyldleika 4-KA og 4-FA og því sambandi, sem lýst hefur verið á milli bygg- ingar og líffræðilegrar verkunar efnanna, er nánast fullvíst, að 4- FA hefur hliðstæða líffræðilega verkun og 4-KA. Sænskir vísindamenn hafa bent á, að geðdeyfðarlyf verki á þann hátt, að auka verkun boðefna af gerð „mónóamína“ í heilanum og að efni, sem koma í veg fyrir sam- tengingu serótóníns verki einnig gegn áhrifum þríhringlaga geð- deyfðarlyfja. Þegar framleiðsla serótóníns er aukin með tryptóf- ani eða 5-hydroxytryptófani, for- efnum serótóníns, er hægt að framkalla verkun gegn geðdeyfð, sem merkir, að serótónín á hlut að máli. Þessir aðilar hafa komist að raun um, að viss hópur sjúk- linga, sem þjáist af geðdeyfð, hef- ur lágt gildi 5-HIAA, 5-hydroxy- indólediksýru, sem er eitt umbrotsefna serótónins, í mænu- vökva. Þessi hópur er einnig í meiri hættu á að fremja sjálfsvíg en aðrir geðdeyfðarsjúklingar. Niðurstaða mín er sú, að yf- irgnæfandi líkur séu á, að 4- flúoramfetamín sé hættulegt áv- ana- og fíkniefni og falli tvímæla- laust undir skyld efni reglugerðar um ávana- og fíkniefni og vísa til þess rökstuðnings, sem að framan greinir. Eftir Vilhjálm Skúlason »Niðurstaða mín er sú, að yfirgnæfandi líkur séu á, að 4-flúoramfetamín sé hættulegt ávana- og fíkniefni .... Vilhjálmur G. Skúlason Höfundur er prófessor emeritus í lyfjaefnafræði í H.Í. Hugleiðingar um hættulegt efni Ég vakti athygli á því í síðustu viku að Magnús Orri Schram alþingismaður hefði sest á bekkinn hjá Merði Árnasyni til að hlakka yfir því að ekki risi álver á Bakka. Ég leiðrétti hjá honum nokkrar missagnir í leiðinni. Í Morg- unblaðinu á þriðjudag- inn víkur hann að mér í grein, sem hann kallar „þingmenn þá og nú“ og er töluvert upp með sér yfir sinni frammistöðu! Magnús Orri kvartar yfir að ég kenni sér um „að stöðva atvinnu- uppbyggingu fyrir norðan“. Það er mikill misskilningur. Ég hef enga trú á því að hann hafi skipt nokkru máli í þeirri atburðarás. Ég rifja upp þess- ar staðreyndir: Í júní 2005 var gerð sameiginleg aðgerðaráætlun (Joint Action Plan) milli Alcoa, ríkisstjórnarinnar, sveit- arstjórnar Norðurþings, Landsvirkj- unar og Þeistareykja ehf. um að vinna að því að reist yrði 250 þús. tonna álver á Bakka, en til þess þyrfti 400 MW. Gert var ráð fyrir að gufuafl myndi knýja orkuverin og lágu þessar hug- myndir til grundvallar: Frá Þeista- reykjum fengjust 200 MW, 90 MW frá Bjarnarflagi, 120-150 MW frá Kröflu og 45 MW frá Gjástykki. Eftir fyrstu rannsóknarholur ríkti mikil bjartsýni fyrir norðan og hjá Lands- virkjun. Síðan varð Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra og krafðist sameiginlegs umhverf- ismats, sem stöðvaði rannsóknir í tvö og hálft ár. Ég álít einsýnt að með þeirri embættisathöfn hafi hún mis- beitt valdi sínu þar sem jarðhitinn á Þeistareykjum verður nýttur hvað sem líður álveri á Bakka eins og nú er komið í ljós. En byggðarlögin fyrir norðan hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni, fjöldi fólks misst atvinnuna og orðið að flytjast búferlum. Ekkert bendir til annars en að háhitasvæðin fyrir norðan standi undir vonum manna, – og Gjástykki líka, því að kynslóðir koma, þótt Jóhanna og Steingrímur hverfi. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp, að í Þingeyjarsýslum hefur 525 MW virkjanlegt afl farið í gegnum umhverfis- og skipulagsferla. Virkj- unin í Kröflu gefur 60-65 MW og Laxá 30 MW. Eftir eru 430 til 435 MW. Fjármálaráðherra fer með eign- arhald í Landsvirkjun fyrir hönd rík- issjóðs. Forstjóri Landsvirkjunar hefur lýst yfir að hann fari ekki fram með virkjunarhugmyndir sem eru í andstöðu við vilja eig- andans, þ.e. Steingríms J. Sigfússonar. Í sam- ræmi við það skar Landsvirkjun hugs- anlega sölu á raforku til álframleiðslu í Þingeyj- arsýslum niður um 50% og þar með varð álverið úr sögunni. Vitið þér enn eða hvað? Auðvitað liggur það fyrir að Alcoa var í sam- starfi og viðskiptalegum viðræðum við íslenska ríkið og orkufyrirtæki um álver á Bakka. Og auðvitað var rætt um hvað orkan myndi kosta frá hugsanalegum virkjunarkostum og framleiðslukostnaðurinn metinn út frá hinum ýmsu áhættuþáttum. Menn voru stöðugt að setja hinar ýmsu breytur inn í reiknilíkönin. Báðum megin við borðið sátu menn, sem vissu hvað þeir voru að gera. Og þeir tóku starf sitt alvarlega, Þeir vissu að vilji beggja stóð til þess að ljúka dæminu. Þessi vegna greiddi Alcoa m.a. hluta af kostnaði við rann- sóknarboranir Landsvirkjunar og Þeistareykja. „Landsvirkjun tekur sínar ákvarð- anir án afskipta stjórnmálamanna,“ eru niðurlagsorð Magnúsar Orra Schram í grein sinni og ég sé það á brosinu að hann trúir því sem hann er að skrifa. En ekki miklu fleiri. Ekki Steingrímur J. Sigfússon þegar kemur að álveri á Bakka. Ekki Svan- dís Svavarsdóttir þegar kemur að ál- veri í Helguvík. Og ekki Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þegar kemur að því að virkja Þjórsá. Og ekki Helgi Hjörvar þegar kemur að því að reka forstjóra Bankasýslunnar. Og ekki Mörður Árnason þar sem hann tyllir sér hjá Magnúsi Orra til að hlakka yfir því, að álver rísi ekki á Bakka og að sjúkrahúsinu á Húsavík verði lok- að. Einsemdin er mikil hjá hægri krötum í Samfylkingunni, en þeir eru jafn bláeygir og áður. „Þingmenn þá og nú,“ skrifar Magnús Orri og rís í sætinu. Mér er ljúft að viðurkenna að Jóhanna Sig- urðardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son eru ekki góð eintök minnar kyn- slóðar alþingismanna. Og verður við svo búið að sitja um sinn. Eftir Halldór Blöndal Halldór Blöndal »Einsemdin er mikil hjá hægri krötum í Samfylkingunni, en þeir eru jafn bláeygir og áð- ur. Höfundur var þingmaður Norðaust- urkjördæmis. Orðastaðir við Magnús Orra Bréf til blaðsins Áður fyrr voru galdramenn taldir vita meira en hinn almenni borgari, þetta var þeirra skoðun sem og al- mennings á þeim tíma. Þeir voru með gjörninga í gangi til gagns sem og ógagns. Stundum blöskraði fólki fram- ganga þeirra og kom þá fyrir að þeim var smalað saman til að brenna á báli (galdrabrennum) eða voru murkaðir niður á annan hátt mönnum til hugarhægðar. Í dag er þjóðfélagið enn að burðast með gjörningahyski (afsak- ið orðbragðið), sem veður með log- andi ljósi yfir hinn almenna borgara sem aldrei fyrr. Gjörningar þeirra eru taldir að öllu leyti réttlætanlegir (standast lög) og er ég að tala um lögmenn sem eru að innheimta útistandandi skuldir fólks og fyrirtækja. Menn vilja vita hvað að því er, menn eigi ekki að skulda Pétri og Páli og borga ekki. Eitthvað þarf að gera, og rétt er það, en er hægt að ætla þeim sem skuldar að borga allar útistandandi skuldir, stórar sem smáar u.þ.b. fimmfaldar við inn- heimtu eins og í mínu tilfelli, u.þ.b. 400.000 kr. verða í innheimtu u.þ.b. 2 milljónir, og engin miskunn hjá Gvendi. Þetta er sú upphæð sem mér hef- ur verið gert að greiða á sem svarar einu ári og skulda þó enn 300.000 af þeirri upphæð. (2.000.000–1.700.000 = 300.000 kr ). (Ég tek fram að hér er ég aðeins að tala um almennar skuldir, eins og tryggingu af bifreið minni og hús- næði, rafmagn, síma og annað í svip- uðum dúr, ekki afborganir eða kaup á einu eða neinu.) En til afsökunar hef ég að inn- koma mín er ellilífeyrissjóðurinn og ellilaunin. Einnig var smáræði í varasjóði upp í sömu skuld. (400.000 kr.) Ég hef orðið að þrengja að mér á þessu tímabili til að missa ekki eigur mínar á uppboð, sem hefur verið yf- irhangandi allt tímabilið, en ég á smávægilega húseign skuldlausa að öðru leyti en þessu. Til að kom mér í þetta klandur þurfti ég að lenda inni á spítala og vera þar hálfrænulaus um tíma og þannig ófær um að borga almenna reikninga og þar með fór snjóbolt- inn af stað. Ekki er allt svart framundan þrátt fyrir gegndarlitla gjörninga því einn gjörningamaðurinn (lög- maðurinn) benti mér á heimsku mína í málinu nýlega. Sumar af þessum rukkunum voru tilhæfulausar og bar mér að koma með gjörning gegn gjörningi, og það á réttum tíma þ.e. þegar umrædd krafa var tekin fyrir (fyrirtekt) hjá sýslumanni. Þar bar mér að mæta og mót- mæla aðför og yrði þá kröfuhafi að rökstyðja kröfu með gildum rökum, ekki bara berrassaðri óútskýrðri kröfu sem annars er gulls ígildi og lögleg til aðfarar. Ágengni (frekja) einhvers hóps eða einstaklinga í þjóðareiningunni brýtur upp eininguna, skapar upp- lausn (sundrar), sjáið bara Ísland í dag og á morgun. P.S. Mér er spurn, er þetta gegn- umgangandi eða er ég sér á báti, einfeldningur? Svör óskast. JÓHANN BOGI GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari. Galdrakukl fyrr og nú Frá Jóhanni Boga Guðmundssyni Jóhann Bogi Guðmundsson Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt er á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem send- ar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.