Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 ✝ AðalsteinnKristjánsson fæddist á Hjöllum í Skötufirði 14. nóvember 1925. Hann lést 28. október 2011. Foreldrar hans voru hjónin Krist- jana Guðmunds- dóttir, f. 12. sept- ember 1890, d. 3. janúar 1983, og Kristján Einarsson, f. 23. ágúst 1887, d. 26. júní 1927. Systkini Aðalsteins voru Að- alheiður, f. 1913, d. 1925, Guð- mundur, f. 1917, d. 1980, Sig- ríður, f. 1919, d. 2006, Björn Eysteins, f. 1920, d. 2010, Ari, f. 1922, d. 2001 og Halldór, f. 1923, d. 2011. Eftirlifandi eiginkona Að- alsteins er Anna Hjartardóttir, f. 9. desember 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta Lauf- ey Björnsdóttir, f. 24. nóv- Leósdóttir, dóttir þeirra er Laufey. Fyrir átti Kristján Láru. 4) Ásta Laufey Að- alsteinsdóttir, f. 1973, maki Þorsteinn Hallgrímsson, synir þeirra eru Hallgrímur, Bene- dikt, Aðalsteinn og óskírður sonur. Barnabörnin eru því 17 og barnabarnabörn einnig 17. Þegar faðir Aðalsteins lést þurfti móðir hans að leysa upp heimilið og var Að- alsteinn fyrstu árin með henni eða þar til hann varð sex ára þegar hann var tekinn í fóst- ur í Hagakoti í Ögurhreppi. Hann hóf sjómennsku 14 ára á fiskibátum, síðar á síldveið- um, togurum og á milli- landaskipum frá 1949. Að- alsteinn lauk fiskimannaprófi 1949 og farmannaprófi 1950. Hann var stýrimaður hjá skipadeild SÍS frá 1951-1957 og 1976-1978. Hann starfaði sem tollvörður frá 1957-1976 og eftir það við skrif- stofustörf og síðar sem deild- arstjóri hjá Reykjavíkurborg til starfsloka eða 1996. Útför Aðalsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. nóvember 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. ember 1908, d. 17. júní 2002, og Hjörtur Hjart- arson, f. 31. októ- ber 1902, d. 15. febrúar 1985. Börn: 1) Ingveldur Hafdís, dóttir Að- alsteins fyrir hjónaband, f. 14. júlí 1951, d. 20. maí 2008, maki Óskar Jónsson, börn þeirra eru Guðbjörg Hrönn, Styrmir og Halla Þór- laug. Börn Aðalsteins og Önnu eru: 2) Hjörtur Aðalsteinsson, f. 1953, maki Auður Jacobsen, dætur þeirra eru Hjördís Bára og Agla Þórunn. Fyrir átti Hjörtur Aðalstein, Hlyn Geir, Gunnar Örn, Önnu Elísabetu og Ágúst Heiðar. Auður átti fyrir Garðar. Þau áttu einnig dóttur, Báru, sem fæddist and- vana. 3) Kristján Að- alsteinsson, f. 1957, maki Þóra Sumar eldsnöggt framhjá fer og bráðum komið hrímkalt haust einn er að koma þá annar fer og ekkert varir endalaust. Þessar línur Mannakorna hafa verið okkur ofarlega í huga síðustu daga þegar við höfum horft á yngsta meðlim fjölskyld- unnar og pabba liggja saman og kúra í Sunnuhlíðinni; báðir svo friðsælir og fallegir. Pabbi og mamma voru ólíkt par en áttu samt svo ótrúlega vel saman. Pabbi var sjómað- urinn og sveitamaðurinn að vestan á meðan mamma var pena borgarstúlkan úr Reykja- vík. Það var því mjög fyndið að sjá þau saman, mamma að hneykslast á umgengni hans enda hann oft eins og gamall einsetukarl sem helst vildi bara borða matinn með hníf beint úr pottunum og þurrka bleytu af gólfi með útsaumuðum púðum á meðan hann gerði grín að pjatti hennar og gerði jafnvel í því að vera sem ruddalegastur til að stríða henni. En ástin milli þeirra var augljós öllum sem kynntust þeim. Það er oft talað um það í foreldrahandbókum að það besta sem hægt sé að gefa börnum sínum sé ást foreldr- anna á börnunum og hvors á öðru og þar voru pabbi og mamma okkur svo sannarlega góð fyrirmynd eins og í svo mörgu öðru, því fá pör áttu bet- ur saman eða sýndu hvort öðru eða börnunum sínum meiri ást eða hlýju. Pabbi vildi líka alltaf vera að knúsa mömmu og kjassa og talaði endalaust um fegurð hennar. Þótti manni sífellt vænna um að sjá þessi ástaratlot þrátt fyr- ir að þau þættu hálfasnaleg þegar við gengum gegnum gelgjuna. Þau voru háð hvort öðru enda búin að vera saman í 60 ár. Á góðum stundum brast pabbi líka ósjaldan í söng og undantekningalaust var „Ljúfa Anna“ lagið sem hann söng enda átti það sérlega vel við þau og þeirra samband. Ljúfa Anna, láttu mig vissu fá. Þú ein getur læknað mín hjartasár. Í kvöld er ég sigli á sænum í svala ljúfa blænum, æ, komdu þá svo blíð á brá út í bátinn mér einum hjá. (Höf. ók.) Pabbi var ólíkindatól og oft gegnum árin höfum við verið hrædd um að hann væri að kveðja okkur en vestfirska seiglan hefur hjálpað honum gegnum hjartaáföll, heilabilun og fleira. Pabbi var dugnaðarforkur og göngu-hrólfur sem þekkti landið eins og lófa sinn og þuldi upp örnefni, fuglanöfn og fleira úr náttúrunni fyrir okkur á ferða- lögum frá því við fæddumst og smám saman síaðist þetta inn hjá okkur enda erum við öll miklir náttúruunnendur og elsk- um að vera úti í fersku fjallalofti, því pabbi og mamma hafa ferðast mikið með okkur gegn- um tíðina. Pabbi var sjaldan eins spennt- ur og kátur og ef verið var að undirbúa ferðalag og aldrei var spenningurinn meiri en þegar undirbúningurinn hafði með rjúpnaskyttirí að gera. Þá tiplaði hann á tánum eins og lítill strák- ur á meðan mamma steikti kóte- lettur og pakkaði súkkulaði og rúsínum í álpappír fyrir hann. Það var því mjög táknrænt fyrir elsku pabba að velja sér fyrsta rjúpnaveiðidag vetrarins til að kveðja okkur og erum við þess fullviss að nú séu hann og Bjössi grjóti, besti vinur hans, ásamt Kuggi, komnir upp á fjall á rjúpu. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Hjörtur, Kristján og Ásta. Elsku hjartans tengdapabbi. Það er afar sárt að þurfa að kveðja þig. Ég hitti þig fyrst á Austurvelli 1988 með Hirti sem ég var nýbúin að kynnast, en stuttu seinna missti ég pabba minn en mér fannst gott að eiga þig að, enda minntir þú mig oft á pabba. Við Hjörtur höfum átt með ykkur Önnu, minni elskulegu tengdamóður, margar ánægju- stundir og eru þar á meðal frá- bær Evrópuferð þar sem verka- skipting var þannig að Hjörtur keyrði, þú og ég sáum um kortið og Anna var tilbúin með bæk- urnar „Turen gar til“ þar sem Anna fræddi okkur um merk- ustu staðina, frábært ferðalag og yndisleg samvera. Annað ferðalag er minnis- stætt, það er ferð okkar um Vestfirði og Strandir þar sem við höfðum gist í tjaldi í Veiði- leysufirði í byrjun júlí, en það snjóaði í fjöll um nóttina en við ókum norðar og ætluðum að fá okkur kaffi við Fell, við borg- arbúarnir sem vorum þínir ferðafélagar lögðum til að fá okkur kaffi í bílnum, nei sagðir þú harðjaxlinn, við drekkum kaffið úti, það er júlí, en það var norðanrok og tveggja gráða hiti og við húktum í skjóli undir steini. Það er táknrænt að þú kveðjir þennan heim á fyrsta degi rjúpnaveiðitímans, þar sem þú varst í essinu þínu á árum áður en ég hef heyrt að þú hafir vakið syni þína um kl. 5 með þeim orð- um að það væri orðið „skotbjart“ (svarta myrkur fyrir þeim). Elsku góði tengdapabbi, takk fyrir samfylgdina og Guð veri með þér. Þín tengdadóttir, Auður. Við minnumst þín í dag, elsku afi, á svo margan hátt. Þú varst allt þitt líf svo sterkur og duglegur. Við munum mörg skiptin sem við komum til að vera hjá ykkur ömmu, þú þreyttur eftir vinnu hrjótandi á sófanum á meðan amma horfði á Bingó Lottó. Svo voru nú ekki fá ferðalög- in sem við fórum í, og hvað það var gaman hjá okkur syngjandi öll gömlu góðu lögin og munum við þá helst eftir lögunum Blátt lítið blóm eitt er og svo Ljúfa Anna, það söngstu nú svo fal- lega til hennar ömmu, ást ykk- ar hefir alltaf verið svo sérstök fyrir okkur, í gegnum þykkt og þunnt var alltaf hægt að grín- ast og brosa að hlutunum, það eru ekki allir sem geta það og það hefur gefið okkur gott veganesti fyrir okkar eigin líf hvernig það er nú að elska ein- hvern eins og þið elskið hvort annað. Vildum óska að við hefðum getað komið heim áður en þú fórst, elsku afi okkar, við vorum með þér í anda, en það hefði verið gott að geta komið og faðmað þig og sagt þér að við elskum þig. Eigum eftir að sakna þín sárt. Anna, Ágúst (Gústi) og fjölskyldur í S.C. Ameríku. Nú er afi Alli farinn frá okk- ur. Farinn er á vit feðra sinna og áður genginna vina ljúfur og vænn maður sem öllum þótti vænt um. Þegar ég læt hugann reika og hugsa til baka um ljúfar stundir sem við áttum með hon- um þá eru mér einna minnis- stæðastar hinar skemmtilegu jólaveislur sem haldnar voru í Búlandinu. Þó að ég viti nú þeg- ar ég eldist að amma Anna átti nú mestan heiðurinn af undir- búningi þeirra, þá hafði afi ekki síður gaman af að væta kverkar veislugestanna og sjá til að þá skorti ekki neitt á meðan á veislu stóð. Mikil var nú ráðgát- an um hvers vegna drykkir gest- anna væru svona bláir eða rauð- ir á litinn, ég skildi það aldrei hvers vegna ég mátti ekki fá svona drykk, en þegar fullorð- insárum náði komu leyndardóm- ar litanna í ljós. Líkaminn er eins og farar- tæki, hann fer með okkur þang- að sem viljum fara og endist okkur ævilangt, en þegar far- artækið er orðið lúið endar okk- ar vegferð hér á Hótel Jörð. Afi Alli mun aftur á móti lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Hugur okkar er hjá þér, amma mín. Gunnar Örn Hjartarson. Elsku besti afi okkar. Það er rosalega erfitt að þurfa að kveðja þig, minningarnar okkar eru margar alveg frá því að við vorum litlar stelpur og munum við ekki eftir okkur nema með þig einhvers staðar nálægt. Við eigum með þér svo marg- ar minningar að við munum aldrei gleyma þeim svo lengi sem við lifum. Ég (Hjördís Bára) man eftir því að ég fór í fýlu út í mömmu og pabba, setti fötin mín í bleika bangsatösku og lagði af stað til þess að flytja til ykkar ömmu, en gafst upp í fyrstu brekkunni. Það var bara svo gott að koma til ykkar, þið amma eruð svo góð við okkur, svona mann- eskja vil ég vera eins og þú, afi, alltaf svo góður við alla. Ég (Agla Þórunn) man eftir veiðiferð sem við fórum, afi, á Þingvallavatn, þar sem þú varst að kasta út og festir öngulinn í puttanum á mér og þú bara kipptir og kipptir í stöngina og ég öskraði á þig en þú heyrðir ekki fyrr en amma kallaði á þig og ég gat losað öngulinn. Takk fyrir allar sögurnar og skemmtilegu ferðalögin, en nú ert þú farinn í þitt síðasta ferða- lag. Þú átt sérstakan sess í hjörtum okkar og við vitum að þú munt fylgja okkur. Við eigum eftir að sakna þín rosalega. Við elskum þig, elsku besti afi okkar. Hvíl í friði. Þínar afastelpur, Hjördís Bára og Agla Þórunn. Aðalsteinn Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Aðalstein Kristjáns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ERLENDSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 26. október, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Sigurlína Magnúsdóttir, Grétar Hrafn Harðarson, Magnús Haukur Magnússon, Valborg Kjartansdóttir, Styrmir Grétarsson, Berglind Elíasdóttir, Björk Grétarsdóttir, Magnús Hrafn Magnússon, Vaka Rögnvaldsdóttir, Margrét Sjöfn Magnúsdóttir, Hekla Magnúsdóttir, Tinna Þórðardóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur og afi okkar, GÍSLI PÁLSSON aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hverafold 82, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Kolbrún Gísladóttir, Arnþrúður Anna Gísladóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Hafþór Gíslason, Svanfríður Gísladóttir, Aldís Anna og Maríanna Hlíf Jónasdætur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, PÁLL ÞORVALDSSON húsasmiður og fyrrv. húsvörður, Njálsgötu 27b, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 30. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Þorgeir Pálsson, Þorvaldur Sævar Pálsson, Stefán Pétur Pálsson, Sif Gunnlaugsdóttir Nielsen, Gerða Theodóra Pálsdóttir, Runólfur Þórhallsson, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Norðurhlíð, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga miðvikudaginn 26. október, verður jarð- sungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Sigurður Gunnar Jóhannsson, Gunnlaug María Eiðsdóttir, Pétur Helgi Pétursson, Kristján Friðrik Eiðsson, Linda Margrét Baldursdóttir, Þórdís Dröfn Eiðsdóttir, Sigurður Haukur Eiðsson, Unnur Sigurðardóttir, Jóhann Gunnar Sigurðsson, Huld Hafliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, bróðir og mágur, JÓNAS GUÐMUNDSSON, áður til heimilis í Ljósheimum 18, lést á dvalarheimilinu Mörk þriðjudaginn 1. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sólveig Jóhannsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir, Gunnar Haraldsson, Sigmar Eiríksson, Sigríður Ástmundsdóttir, Pétur Eiríksson, Jóna Jónsdóttir, Sævar Eiríksson, Inga Finnbogadóttir, Valdimar Eiríksson, Guðbjörg Hrafnsdóttir, Soffía Ellertsdóttir, Tómas Tómasson, Ásdís Jónsdóttir. ✝ Systurnar ERLA og SVANA TRYGGVADÆTUR verða jarðsungnar frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast þeirra er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigríður Svana Pétursdóttir, Ólafur Tryggvi Egilsson, Arndís Erla Pétursdóttir, Snorri Már Egilsson, Tryggvi Pétursson, Guðrún Björg Egilsdóttir, Katrín Pétursdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.