Morgunblaðið - 03.11.2011, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
✝ Ebeneser Kon-ráðsson fæddist
á Sauðárkróki 11.
júlí 1953. Hann lést
eftir stutta sjúk-
dómslegu á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 21. október
2011.
Foreldrar hans
voru Sigríður Helga
Skúladóttir, f. 17.
mars 1911 á Horn-
stöðum í Dalasýslu, d. 9. desem-
ber 1996, og Konráð Þor-
Þorsteinn, f. 22. október 1941;
Sigríður, f. 19. mars 1945, maki
Gylfi Óskarsson; Ósk, f. 22. febr-
úar 1946; Helgi, f. 7. október
1948, d. 13. október 1976; Anna,
f. 2. nóvember 1949, maki Gísli
Árnason; Jódís, f. 13. maí 1956,
maki Gísli Sigurþórsson; Unnar,
f. 30. desember 1959, maki Guð-
rún Gunnarsdóttir.
Ebeneser átti heima á Sauð-
árkróki til níu ára aldurs er hann
flutti á Kópavogshælið. Und-
anfarin ár hefur hann búið á
Sambýlinu Ægisgrund 19 í
Garðabæ. Þar hefur Ebeneser
notið hlýju og virðingar í faðmi
frábærs starfsfólks.
Útför Ebenesers fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 3. nóv-
ember 2011, og hefst athöfnin
klukkan 15.
steinsson, f. 26.
mars 1914 á litlu
Hámundarstöðum
Árskógsströnd í
Eyjafjarðarsýslu, d.
8. október 1973.
Systkini Ebenesers:
Unnur, f. 19. ágúst
1935, d. 30. desem-
ber 1959; Jóhannes,
f. 13. nóvember
1937, maki Þóra
Kristjánsdóttir; Lóa
Karen, f. 23. desember 1938, d.
24. júlí 1998; Leví, f. 24. júlí 1940;
Í dag er kvaddur hinstu
kveðju Ebeneser Konráðsson.
Ebbi, eins og hann var ætíð
kallaður, andaðist í faðmi sinna
nánustu aðstandenda föstudag-
inn 21. október eftir stutt en erf-
ið veikindi.
Ebbi sleit barnsskónum á
Sauðárkróki en flutti með fjöl-
skyldu sinni til Reykjavíkur níu
ára að aldri. Bjó Ebbi lengst af á
Kópavogshæli, eða í 33 ár. Síð-
ustu 16 árin bjó Ebbi á sambýl-
inu á Ægisgrund 19 í Garðabæ
og var einn af þeim fyrstu sem
þangað fluttu við opnun þess í
desember 1995. Alla tíð voru
tengsl Ebba við fjölskyldu sína
afar sterk og má segja að hann
hafi um margt verið sameining-
artákn hennar. Á hátíðar- og
gleðistundum þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman skipaði
Ebbi jafnan öndvegið þar sem
athyglin beindist að honum og
því sem hann hafði til málanna
að leggja. Við þess háttar tæki-
færi sat gleðin við völd þar sem
góðlátleg stríðni og smáærsla-
gangur var ekki óalgengur. Ebbi
hafði ákveðnar skoðanir, vissi
alltaf hvað hann vildi. Já, það
átti að vera regla á hlutunum, og
við hin skyldum virða þær.
Kæri vinur, með brotthvarfi
þínu skilur þú eftir tómarúm og
söknuð í lífi okkar því þeir föstu
liðir sem tilheyrðu þér eru nú að
baki. Reglulega varstu sóttur á
Ægisgrundina og boðið í kaffi og
kökur hjá okkur Önnu systur
þinni sem hún bakaði sérstak-
lega fyrir þig. Á þeim stundum
mátti sjá andlit þitt ljóma af
fögnuði og þá ekki síst vegna
marengstertunnar sem var í
miklu uppáhaldi hjá þér. Að
heimsókn lokinni var svo alltaf
komið við í sjoppunni því kók og
staur var ómissandi þáttur í
þessu prógrammi okkar. Á
heimleiðinni fórstu gjarnan yfir
það hver myndi sækja þig að
hálfum mánuði liðnum eða hvað
væri næst á döfinni hjá þér.
Já, þér leið vel á Ægisgrund-
inni, enda naustu þar ómetan-
legrar umönnunar þess frábæra
starfsfólks sem þar vinnur og
fyrir það ber að þakka. Þá vilj-
um við einnig þakka allar góðu
samverustundirnar sem við átt-
um með ykkur á Ægisgrundinni
þegar boðið var til aðstandenda-
kvölds eða í afmæliskaffi. Þar
mátti sjá þá miklu alúð og fórn-
fýsi sem starfsfólkið leggur af
mörkum svo íbúunum megi líða
sem best. Meðan heilsa og kraft-
ar leyfðu vann Ebbi á Hæfn-
isstöðinni við Dalveg í Kópavogi
og einnig við smávörupökkun
hjá Byko. Þá sótti hann mat-
reiðslunámskeið hjá Fjölmennt
og hafði gaman af enda var mat-
ur og allt er að honum laut í
miklu uppáhaldi. Naut hann
þess einnig að spila botsía með
Öspinni. Heimsóknir í Hitt húsið
og félagslífið á Aflagranda gáfu
af sér margar gleðistundir enda
varð Ebba tíðrætt um þetta
góða félagslíf sem hann fékk
notið. Ebbi minn, lífsgæði þín og
tækifæri í lífinu voru mörkuð af
fötlun þinni, en þú nýttir vel það
sem þér var gefið. Í veikleika
þínum sýndir þú ætíð styrkleika.
Ég trúi að í nýjum heimkynnum
fáir þú staðið jafnfætis öllum
öðrum sem þar eru og vel það.
Elsku vinur, nú er komið að
kveðjustund og við Anna systir
þín þökkum allar samverustund-
irnar sem við fengum notið með
þér og fyrir allt það sem þú
kenndir okkur með lífi þínu. Í
söknuði okkar býr huggun, fyrir
allar þær hugljúfu minningar
sem við eigum um kæran vin og
bróður. Far þú í friði, kæri vin-
ur, og megi náðarfaðmur Guðs
umvefja þig um alla eilífð.
Gísli og Anna.
Í dag kveðjum við kæran vin
okkar Ebeneser Konráðsson.
Ebeneser lést á Landspítalanum
í Fossvogi 21. október eftir
stutta sjúkrahúsdvöl. Í huganum
óskum við honum góðrar ferðar
til Sumarlandsins eilífa og þökk-
um honum samfylgdina.
Ebbi, eins og hann var kall-
aður, var með þeim fyrstu sem
fluttu hingað á Ægisgrundina,
en það var í desember árið 1995.
Hann er ættaður frá Sauðár-
króki og flutti þaðan átta ára
gamall til þess að fara á Kópa-
vogshælið. Hafði hann því búið
þar í rúm 30 ár þegar hann flutti
á Ægisgrundina. Ebbi var
gæddur gleði og dugnaði og vildi
vera húsbóndi á sínu heimili.
Hann gat verið ákveðinn og
staðfastur og þegar Ebbi var
búinn að taka ákvörðum var
henni ekki svo auðveldlega
breytt, enda var það eitt af meg-
inmarkmiðum heimilisins að
virða sjálfsákvörðunarrétt hver
annars og var það oft viðkvæðið
hjá honum: „Ég ræð því sjálfur“.
Ebba var mjög umhugað um að
vinum hans á heimilinu liði vel
og passaði að enginn yrði út-
undan, sérstaklega þegar eitt-
hvað gott var á boðstólum eins
og t.d. marengsterta, þá sá hann
til þess að geymdur yrði biti fyr-
ir þá sem ekki voru heima.
Ebeneser stundaði vinnu á
Hæfingarstöðinni á Dalvegi í
Kópavogi alla virka daga og áð-
ur fyrr fór hann þaðan í vinnu
hjá Byko, tvo daga í viku. Hann
tók virkan þátt í heimilishaldi á
Ægisgrund en starfsþrek hans
fór dvínandi frá því hann var
greindur með Alzheimer fyrir
tveimur og hálfu ári.
Ebbi stundaði mikið félagslíf
hér áður fyrr eins og t.d. að fara
til Olla í botsía en með honum
fór hann nokkrum sinnum á
íþróttamót úti á landi og þóttu
það nokkur tíðindi því Ebbi var
mjög flughræddur. Á sumrin fór
hann ásamt öðrum íbúum og
starfsfólki í sumarbústaðaferðir
í Daðahús á Flúðum, viku í senn.
Var þá farið um næsta nágrenni
að skoða ýmsa sögufræga staði.
Hann var líka vanur að fara á
hverju sumri til Dóru Stínu í
Nýjabæ. Hann fór reglulega í
sjúkraþjálfun til fjölda ára hjá
Endurhæfingu Kópavogs þar
sem hann naut sérstakrar um-
hyggju og vinsemdar starfs-
fólksins þar.
Ebbi fór mikið í heimsóknir
til systkina sinna og uppeldis-
bróður og voru mikil og sterk
tengsl á milli þeirra. Núna allra
síðustu misseri höfðu þau á orði
að stundum, þegar þau buðu
honum í kaffi undi hann stutt og
vildi bara fara heim aftur. Hon-
um leið vel heima og var vanur
að sitja í stofunni með spilastokk
og slappa af með því að stokka
spilin eða fletta tímaritum.
Þannig viljum við minnast hans.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
(Páll Jónsson.)
Guð blessi minningu hans.
Torfhildur, Ólafur,
Dagný, Edda og starfs-
fólk í Ægisgrund 19.
Ebeneser eða Ebbi eins og
hann var alltaf kallaður, var bú-
inn að vinna hérna á Hæfing-
arstöðinni Dalvegi 18 frá upp-
hafi, eða frá árinu 2004. Hann
var mikill karakter og næstum
alltaf kátur og glaður. Ebba
þótti gaman að tala og spurði
mikið, en þó sérstaklega eftir að
hann greindist með Alzheimer.
Hann átti það til að vera stríðinn
en flestir höfðu bara gaman af
því og hlógu með honum. Hvert
sem við fórum þurfti hann að
heilsa öllum og grínast svolítið í
leiðinni. Öllum líkaði vel við
Ebba og þótti okkur starfsfólk-
inu orðið mjög vænt um hann,
þá sérstaklega þeim okkar sem
höfum unnið hvað lengst með
honum. Hans er sannarlega sárt
saknað hér á stöðinni.
Ebbi hafði unun af að syngja
og dansa og átti sér uppáhalds-
lag sem við látum hér fylgja
með.
Undir bláhimni blíðsumars nætur
barstu’ í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin í grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.
Ég var snortinn af yndisleik þínum,
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
Ég vil dansa við þig meðan dunar
þetta draumblíða lag sem ég ann.
Meðan fjörið í æðunum funar,
og af fögnuði hjartans sem brann.
Og svo dönsum við dátt, þá er gaman
meðan dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
(Magnús K. Gíslason.)
Innilegar samúðarkveðjur til
ættingja og vina frá okkur öll-
um.
Fyrir hönd starfsfólks Hæf-
ingarstöðvarinnar Dalvegi 18,
Sigurbjörg
Sigurðardóttir.
Ebeneser
Konráðsson
✝ Sigríður Jó-hanna Andr-
ésdóttir, Hanna
Andrésar, fæddist
á Siglufirði 15.
desember 1923.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
26. október 2011.
Móðir hennar
var Ingibjörg
Jónsdóttir hús-
móðir, f. 1889, og
faðir Andrjes Hafliðason versl-
unarmaður, f. 1891. Hanna átti
tvo bræður; Hafliða, f. 1920, d.
1970, hann var kvæntur Guð-
rúnu Eiríksdóttur sem einnig
er látin. Yngri bróðir var Hin-
rik, f. 1926, d. 2000, eftirlifandi
eiginkona hans er Margrét
Pétursdóttir.
Hanna giftist 1. maí 1945
Vigfúsi Sigurjónssyni, Bóbó,
skipstjóra úr Hafnarfirði, f. 19.
nóvember 1923, d. 1. júlí 1983.
Hanna og Bóbó eignuðust fjög-
ur börn: 1) Andrés Ingi, f.
hún er dóttir Bóbós. Guðleif
Hrefna var gift Magnúsi Halls-
syni, f. 1938, d. 1991, þeirra
börn eru Hallur, f. 1962,
kvæntur Ingibjörgu Ósk Guð-
mundsdóttur og á hann fjögur
börn, Þóra, f. 1964, hún á einn
son, Hrannar, f. 1970, kvæntur
Björgu Ingvadóttur, þau eiga
þrjú börn, Júlíana, f. 1982.
Hanna starfaði lengst af inn-
an veggja heimilisins en hin
síðari ár vann hún m.a. á Bóka-
safni Lækjarskóla og hjá Sýslu-
manni Hafnarfjarðar. Hún
sinnti ýmsum félagsmálum; var
virk í kvennadeild Slysavarna-
félagsins Hraunprýði. Hafn-
arfjarðarkirkja naut einnig
hennar starfskrafta, þar var
hún í kvenfélaginu og í stjórn
þess ásamt því að vera í safn-
aðarstjórn um margra ára
skeið. Hanna bjó lengst af hjú-
skap sínum á Austurgötu 40 í
Hafnarfirði þar sem jafnan var
opið hús fyrir ættingja og vini,
ekki síður vini barnanna. Eftir
lát Bóbós flutti Hanna að Álfa-
skeiði 90 og undi sér þar vel
þar til hún flutti á Hrafnistu.
Útför Hönnu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3.
nóvember 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
1950, kvæntur
Þórdísi Sigríði
Mósesdóttur, f.
1952, þau eiga
einn son, Sigurð
Jóhann, f. 1994,
auk þess sem Þór-
dís á soninn Ólaf
Örn, f. 1976. 2)
Sigurjón, f. 1951,
hans kona er Sig-
urlaug Jóhanns-
dóttir, f. 1951,
þeirra börn eru Rúnar Sig-
urður, f. 1976, Andri Þór, f.
1980, hans unnusta er Anna
Helga Ragnarsdóttir, f. 1985,
Jóhanna Björg, f. 1985, trúlof-
uð Benjamín Magnússyni, f.
1982, þau eiga Benjamín Leó,
fyrir á Jóhanna Björg Bjarka
Leó. 3) Hinrik, f. 1957. 4) Rann-
veig, f. 1960, gift Eyjólfi
Rúnari Sigurðssyni, f. 1961,
þeirra börn eru Vigfús Almar,
f. 1988, og Inga María, f. 1990.
Fósturdóttir Hönnu er Guðleif
Hrefna Vigfúsdóttir, f. 1944,
Ég vil með þessum línum
minnast tengdamóður minnar
Sigríðar Jóhönnu Andrésdóttur
(Hönnu Andrésar), sem lést
þann 26. okt. sl. Allar þær góðu
minningar sem streyma fram í
hugann á þessari stundu er erfitt
að hemja og skýra. Allt frá
fyrstu stundu reyndist hún mér
og mínum ómetanleg hjálpar-
hella, ávallt tilbúin til að leggja
okkur lið, hvort sem um var að
ræða okkur hjónin, mig persónu-
lega eða barnabörn. Allt hennar
viðmót einkenndist af hlýhug og
væntumþykju auk ósérhlífni sem
ótalmargir samferðamenn henn-
ar, m.a. í sóknarnefnd Hafnar-
fjarðarkirkju og Slysavarna-
félagi Íslands, geta borið vitni
um.
Hanna var Siglfirðingur að
ætt og uppruna og var alla tíð
ákaflega stolt af fæðingarbæ sín-
um og sagði að þar væri allt feg-
urst og best, þakkaði uppvaxt-
arárum sínum þar gott
veganesti. Lýsti oft fyrir okkur
æskuárunum á gullöld Siglu-
fjarðar þegar þar var alþjóðlegt
samfélag sjómanna og annarra
þegar vertíðin stóð yfir. Hafði
gaman af því að lýsa þeirri
margbreytilegu flóru mannlífs
sem þreifst í bænum á þessum
tíma. Til marks um stöðu bæj-
arins er að ekki var óalgengt að
ýmsir alþjóðlegir listmenn
kæmu beint til Siglufjarðar án
viðkomu í Reykjavik.
Hanna lét sér þó Siglufjörð
ekki nægja, fór til Reykjavíkur
og vann þar um sinn. Minntist
hún iðulega þess tíma með gleði.
Kynntist síðan mannsefni sínu
Vigfúsi Sigurjónssyni. Var heim-
ili þeirra í Hafnarfirði orðlagt
fyrir gestrisni og höfðingsskap.
Því fékk ég að kynnast og er æv-
inlega þakklátur fyrir.
Til marks um ósérhlífni
Hönnu og umhyggju þá gerði
hún dóttur sína iðulega aftur-
reka til að sinna veikum eigin-
manni þó hún hefði sjálf mun
meiri þörf á stuðningi að halda
undir það síðasta.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég tengdamóður mína, ætla
ekki að telja upp óteljandi gleði-
stundir, læt nægja að þakka
langa samfylgd allt frá því er
mjósleginn stráklingur birtist á
stigapallinum á Austurgötu 40 í
Hafnarfirði.
Eyjólfur Rúnar Sigurðsson.
Hanna frænka er látin. Hanna
var föðursystir mín, fædd og
uppalin á Siglufirði á miklum
uppgangstímum. Æskuheimili
Hönnu var fallegt og allt atlæti
gott, hún átti hamingjusama
æsku.
Hanna frænka var falleg kona
í víðasta skilningi þess orðs. Hún
var með eindæmum glæsileg,
alltaf vel tilhöfð og brosandi.
Hún var hlý, örlát og gefandi.
Hanna gat verið snögg í tilsvör-
um og voru svörin oft hnyttin og
mikill húmor í þeim. Þær eru
margar sögurnar sem hún hefur
sagt mér frá Siglufirði æsku- og
unglingsáranna. Þvílík forrétt-
indi að fá að alast þar upp í
faðmi fagurra fjalla þar sem
bærinn iðaði af lífi. Þetta voru
uppgangstímar, síldin, silfur
hafsins, var undirstaða atvinnu-
lífsins, mikill fjöldi innlendra og
erlenda skipa landaði á Siglufirði
og margir fóru norður að vinna í
síldinni. Andrúmsloftið var al-
þjóðlegt og mikið líf í bænum á
sumrin og oft dansað á götum úti
því það var nú enginn annar
staður þar sem allur fjöldinn gat
dansað í landlegum. Hún kynnt-
ist ung eiginmanni sínum, Vig-
fúsi Sigurjónssyni skipstjóra eða
Bóbó, en hann var frá Hafnar-
firði. Eftir stutta búsetu á Siglu-
firði settust þau að í Hafnarfirði
þar sem hún bjó síðan alla tíð.
Heimili þeirra var hlýlegt og fal-
legt og þangað var gott að koma.
Það var henni mikill missir þeg-
ar Bóbó lést fyrir aldur fram.
Þegar ég var að alast upp á
Siglufirði bjó Andrés afi heima
hjá mér og ég umgekkst hann
mikið og fór stundum með hon-
um út að ganga eða í bæinn. Ef
ég var eitthvað óþekk þannig að
hann þurfti að ávíta mig kallaði
hann mig stundum Hönnu. Síðar
komst ég að því að Hanna hafði
alltaf verið skapmikil og sem
barn uppátækjasöm og þótti afa
mínum víst eitthvað líkt með
okkur frænkunum. Í huga mín-
um hefur Hanna frænka alltaf
átt ákveðinn sess. Ég man hana
koma á sumrin í heimsóknir
norður, glæsilega með léttleik-
ann og húmorinn í farteskinu,
tilbúin að spjalla við litlu frænku
sína. Ég leit mjög upp til hennar
og þótti hún merkileg kona. Hún
var alltaf fín, vel tilhöfð með
eyrnalokka, skartgripi og vara-
lit, í minningunni var hún oftast í
bleikum fötum og finnst mér
ennþá ljósbleikur vera Hönnu
litur. Siglufjörður var henni allt-
af orfarlega í huga og áttum við
mörg samtöl um fjörðinn okkar
og breytingar sem þar hafa orðið
í gegn um tíðina. Hún fylgdist
ágætlega með þeim breytingum
þótt langt sé síðan hún fór síðast
í heimsókn heim. Hanna var
stálminnug og þekkti ætt sína
vel og hefur hún oft upplýst mig
um fjölskyldutengsl og ættar-
tengsl samferðamanna og hvern-
ig viðkomandi tengdist Siglu-
firði.
Hanna mundi afmælisdaga og
oft hefur það yljað mér í hjarta-
stað að fá hringingu frá henni á
afmælisdaginn og á afmælisdegi
dóttur minnar. Hún talaði ekki
lengi en orðin voru hlý, þessari
hefð hélt hún alla tíð. Ég mun
sakna símtalanna.
Fjölskyldan sendir börnum
Hönnu, þeim Rannveigu, Hin-
riki, Sigurjóni, Andrési og
Hrefnu stjúpdóttur hennar og
þeirra fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Ingibjörg Hinriksdóttir.
Hún Hanna frænka er dáin –
sagði röddin í símanum. Ég hafði
farið skömmu áður í heimsókn til
hennar á Hrafnistu í Hafnarfirði
þar sem hún dvaldi hin seinustu
ár. Hún hélt andlegri reisn og
hlýju viðmóti til hinstu stundar,
þótt augnsjúkdómar og beinbrot
hrjáðu hana.
Hanna mín fæddist og ólst
upp á Siglufirði, dóttir hjónanna
Ingibjargar Jónsdóttur móður-
systur minnar frá Akureyri og
Andrésar Hafliðasonar, kaup-
manns á Siglufirði. Bræður
hennar, Hafliði og Hinrik, eru
báðir látnir.
Ég leit mjög upp til frænku
minnar og fannst hún fallegasta
stúlkan á Sigló og svo las hún
upp fyrir mig svo falleg ljóð.
Það var skipstjóri frá Hafn-
arfirði, Vigfús Sigurjónsson, sem
eignaðist hana fyrir konu. Þau
fluttust til hans heimabæjar og
saman eignuðust þau Andrés
Inga, Sigurjón, Hinrik og Rann-
veigu.
Ég kveð kæra frænku með
trega og hlýju, það gera einnig
bræður mínirn þeir Jón, Stefán
og Gunnlaugur Tryggvi og mak-
ar þeirra.
Ég sé Lykla-Pétur standa við
galopið hliðið og bjóða Hönnu
mína velkomna.
Jóhanna D. Skaftadóttir.
Sigríður Jóhanna
Andrésdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar