Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 ✝ Guðrún Rík-arðsdóttir fæddist á Ei- ríksgötu 11, Reykjavík, 5. janúar 1947. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 18. október 2011. Foreldrar hennar voru Ríkarður Elías Kristmundsson kaupmaður, f. 3. júní 1912, d. 5. september 1970, og Guðrún Helgadóttir, f. 22. október 1914, d. 23. júlí mundssyni, f. 4. nóvember 1945. Þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Guðmundur Helgi Bragason, f. 27. sept- ember 1965, kvæntur Ingu Sólveigu Steingrímsdóttur, f. 14. febrúar 1971 og eiga þau þrjú börn: Örnu Sif, Andra Snæ og Dönu Björgu. 2) Dagmar Bragadóttur, f. 14. júlí 1969, gift Bjarna Finn- bogasyni, f. 22. ágúst 1968, eiga þau þrjú börn: Guð- mund Inga, Söndru Brá og Elvu Sóleyju, 3) Bjarki Bragason, f. 24. nóvember 1975. Guðrún útskrifaðist sem sjúkraliði 1975 og starfaði við hjúkrun sjúkra og aldr- aðra alla tíð síðan. Útför Guðrúnar fer fram frá Áskirkju í dag, 3. nóv- ember 2011, kl. 15. 1978. Systkini Guð- rúnar voru Guð- björn Helgi Rík- arðsson, f. 11. febrúar 1935, d. 15. apríl 1979. Hafdís Ríkarðsdóttir, f. 8. maí 1936, d. 1. júní 2004, maki Óskar Benediktsson, þau skildu. Ríkey Rík- arðsdóttir, f. 28. apríl 1939, maki Bragi Steinarsson. Anna Rík- arðsdóttir, f. 28. september 1952, maki Halldór Stígsson. Guðrún giftist Braga Guð- Fyrirvaralaust kom kallið og þú kvaddir þennan heim, allt of snemma að okkar mati sem eftir sitjum og söknum þín svo sárt. Við erum heppin að eiga minningar um móður, tengdamóður og ömmu sem var okkur svo kær. Þú lagðir metnað í allt sem þú gerðir. Í móðurhlutverkinu naust þú þín best, þegar við vorum lítil börn blómstraðir þú. Ég er þakklát fyr- ir þá bernsku sem þú gafst mér og þann fjársjóð hefða og siða sem ég tek frá mínu bernskuheimili og viðheld enn í dag. Þannig mun ég miðla þínum gildum og því sem þér þótti mikilsvert til minna barna og þau vonandi svo áfram til sinna. Þrátt fyrir að þú hafir kvatt allt of snemma fengu börnin mín þrjú að kynnast þér og þykir mér vænt um það. Minningar um góðar stundir með ömmu sinni eru þeim mikilvægt veganesti inn í komandi tíð. En þrátt fyrir að þú hafir verið ung aðeins 64 ára, hafði lífið ekki farið um þig ljúfum höndum síð- astliðin ár. Eftir áratuga starf við hjúkrun sjúkra og aldraðra, við misjafnar aðstæður inni á stofn- unum og í heimahjúkrun gaf bakið sig og þurftir þú að lifa með sárum verkjum flesta daga. Þú sagðir stundum að þetta væri þinn starfslokasamningur. Til að auka enn á vanlíðan þína fór hjartað að gefa sig og þurftir þú að gangast undir hjartauppskurð árið 2005 og endurhæfingu að honum loknum. En þrátt fyrir heilsuleysi var allt- af stutt í gleðina og húmorinn og tapaðir þú aldrei þínum bjarta persónuleika. Það var ekki í þín- um anda að kvarta og held ég að við höfum oft ekki gert okkur grein fyrir hvað þér leið illa. Það var hugsjón þín að hjúkra fólki, þar leið þér vel, að sinna þeim sem ekki gátu sinnt sér sjálf- ir. Ég var svo gæfusöm að fá að starfa með þér um tíma á öldr- unardeild og sá þá hve ósérhlífin þú varst, þú lagðir þig alla í starfið þótt þú vissir að það færi ekki vel með líkama þinn. Verkin þurfti að vinna og þú vannst þau vel. Þú varst næm á líðan fólks, hlúðir að fólki bæði líkamlega og andlega af mikilli natni. Og mikið þótti fólk- inu vænt um þig, ég fékk oft að heyra um engilinn hana móður mína, já, þeir kvörtuðu ekki þínir skjólstæðingar. En ekki þurfti að segja mér hvernig þú varst því ég vissi það svo vel, vissi hve hlýtt hjarta þú hafðir og mikla góðvild að gefa. Þetta ljóð eftir Jónas M. Bjarnason úr bókinni „Til móður minnar“, lýsir þér svo vel og líðan okkar nú þegar þú hefur kvatt. Þá vissi ég fyrst, hvað tregi er og tár, sem tungu heftir, brjósti veitir sár er flutt mér var sú feigðarsaga hörð, að framar ei þig sæi’ ég á jörð; Þér þakka’ ég, móðir, fyrir trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú stríddir vel, unz stríðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. (Jónas M. Bjarnason.) Minning þín er ljós í lífi okkar Dagmar og Bjarni. Móðir mín er fallin frá langt fyrir aldur fram. Ég fékk símtalið, sem ég kem aldrei til með að gleyma, frá Bjarka bróður mínum í miklu uppnámi þar sem hann sagði mér að móðir okkar væri látin. Þúsund hugsanir þutu gegn- um hugann og mér fannst ég vera svo óralangt í burtu og vanmátt- ugur þar sem ég stóð úti í skógi í Noregi. Svo komu minningarnar hver af annarri; barnæskan í Dalalandi 3 þar sem mamma og pabbi fluttu með mig í nýbyggða blokk. Þar ólst ég upp með fjölda barna og alltaf nóg að gera. Við fluttum síð- ar í stærri íbúð í hinum enda göt- unnar, Dalaland 16. Á mínum unglingsárum bjuggum við svo í Melgerði og síðast í Sigluvogi. Tjaldferðalögin út um allt land þar sem við fundum okkur gjarn- an grasbala og helst lítinn læk og létum það duga. Frá öllum þess- um stöðum á ég góðar minningar með mömmu sem miðpunkt sem skildi svo vel allt það sem börn og unglingar ganga í gegn um og gat alltaf hlustað og gefið góð ráð. Mamma var í skátunum á sínum yngri árum og kynntist pabba þar og hvöttu þau mig til að skrá mig í Garðbúa og er ég ótrúlega þakk- látur fyrir það, því þar kynntist ég nokkrum af mínum bestu vinum í dag og á margar góðar minningar frá þeim tíma. Mamma vann við umönnun annarra mestan hluta ævinnar bæði á sjúkrahúsum og elliheim- ilum og fór það mjög illa með hana líkamlega því hún var sérlega ósérhlífin og vildi svo gjarnan létta öllum lífið en var ekki eins upptekin af eigin líðan. Hún gekkst einnig undir hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum og var aldrei líkamlega söm eftir það. Ég fluttist til útlanda fyrir 9 ár- um síðan með fjölskyldu mína en við héldum alltaf góðu sambandi gegnum síma þar sem hún spurði mikið eftir barnabörnunum og veit ég að hún saknaði þeirra mik- ið og vildi gjarnan hafa þau nærri. Það var dæmigert fyrir hana að þegar ég spurði hvernig hún hefði það þá bar hún sig alltaf vel og ræddi sem minnst um sína líðan og veikindi, bara það allra nauð- synlegasta og svo skipti hún um umræðuefni. Við hlógum mikið í þessum símtölum okkar því henni tókst alltaf að sjá spaugilegu hlið- arnar á málunum og gerði oft mest grín að sjálfri sér. Hún kom einnig í heimsókn til okkar og var það ómetanlegt fyrir börnin mín og sérstaklega Örnu Sif því þær áttu mjög sérstakt samband, nán- ast eins og vinkonur, skrifuðust á og gátu rætt allt í fullum trúnaði. Elsku mamma, þú varst tekin frá okkur allt of snemma en ég veit að þú hefur það miklu betra núna og fékkst að fara eins og þú óskaðir. Við sem eftir stöndum reynum að hugga okkur við það þótt erfitt sé. Þinn sonur, Guðmundur Helgi. Mín ástkæra móðir hefur horf- ið á braut og er komin á góðan stað. Það er erfitt að átta sig á því hvenær tími fólks er kominn, þannig að við mættum nýta tím- ann betur til að hitta ástvini okk- ar. Frá því að ég fæddist hef ég alltaf fundið fyrir ást og hlýju frá móður minni. Einnig hefur hún verið stoð og stytta í mínu lífi og ég hef alltaf getað leitað til hennar þegar eitthvað hefur bjátað á. Eimanaleikinn og tómarúmið sem maður finnur fyrir er mikið. En ég reyni að horfa fram á veginn og hlýja mér við allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Á þeim tímum sem ég hef átt við veikindi að stríða setti hún mig alltaf í fyrsta sætið, t.d. fór ég í stóra aðgerð á fyrri hluta þessa árs og þurfti mikla hjálp, sérstak- lega fyrsta mánuðinn og það var aldrei neitt mál, hún var alltaf boðin og búin að aðstoða, sama hvað það var. Móðir mín var fórnfús kona í alla staði og er ég heppinn að hafa átt eins góða móður eins og raun var og kynnast eins miklu gæða- blóði og hún var. Það er erfitt að þurfa að sleppa takinu, sérstak- lega þegar lát ber svo snöggt að eins og hjá henni, ég reyni að standa í fæturna, mér finnst ótrú- legt hversu lítill maður getur orð- ið þegar móðir manns kveður. Þinn sonur Bjarki Bragason. Allar stundir ævi minnar ertu nálæg, hjartans lilja. Þó er næst um næðisstundu návist þín og angurblíða, ástarljós og endurminning. Allar stundir ævi minnar, yndistíð og harmadaga, unaðssumur, sorgarvetur sakna ég og minnist þín. (Hulda) Elsku amma, ég þakka þér fyr- ir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Ég mun sakna leikhúss og kaffihúsaferðanna okkar. Bréfin sem við skrifuðum okkar á milli eiga sinn eigin litla stað í mínu hjarta. Ég elska þig og sakna þín. Hvíl í friði. Þín Arna Sif. Elsku amma okkar er fallin frá og eftir lifa minningarnar. Minn- ingar um ömmu sem fór með okk- ur í leikhús, tónleika, kenndi okk- ur að sauma og var alltaf til staðar fyrir okkur. Hún passaði Týru hundinn okkar ef við þurftum og gaf okkur alltaf ís. Nú getum við ekki gist hjá ömmu og mikið verð- ur tómlegt við jólaborðið okkar næst því þú varst vön að borða alltaf hjá okkur á jólunum. Við eigum eftir að sakna þín, elsku amma, en við eigum okkar minningar og þökkum fyrir það. Guðmundur Ingi, Sandra Brá og Elva Sóley. Það er með miklum söknuði sem ég skrifa minningarorð um mína ástkæru systur og vinkonu hana Guðrúnu eða Nunnu eins og hún var kölluð af sínum nánustu. Fallegar og góðar minningar eru mikill fjársjóður að eiga og þær á ég svo sannarlega sem tengjast þér. Þú varst fimm árum eldri en ég og höfum við alltaf ver- ið miklar og góðar vinkonur. Þú varst hláturmild og hafðir góða nærveru. Mikið líf og fjör var í kringum þig og þú áttir trausta og góða vini. Þar sem við vorum ung- ar þegar foreldrar okkar létust fannst mér gott að eiga þig að. Við gátum leitað hvor til annarrar og þú varst traustur og góður trún- aðarvinur. Notalegt var að heyra í þér, alltaf var hægt að tala við þig um hin ýmsu mál og sást þú oft spaugilegu hliðarnar á málunum. Þá gátum við hlegið mikið saman. Þú varst mikil tilfinningavera og máttir ekkert aumt sjá enda vald- ir þú þér þann starfsvettvang að sinna og hjúkra öðrum. Það var gott að finna væntumþykjuna og ástina sem þú sýndir mér. Við gát- um talað mikið um börnin okkar og barnabörnin, þú varst mjög stolt og ánægð með hópinn þinn. Ég er mjög ósátt við að þessi stund sé komin og andlát þitt var svo sannarlega ótímabært. Tóm- leikinn og söknuðurinn er mikill, elsku Nunna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Börnum hennar, Guðmundi Helga, Dagmar og Bjarka, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu ástkærrar systur. Hjartans þakk- ir fyrir allt hið liðna. Hvíl þú í friði. Þín systir, Anna. Nú ertu farin frá okkur burt, elsku Nunna systir. Það var nafn- ið sem hún valdi sjálf um leið og hún gat sagt nokkur orð. Fljótt kom í ljós að Guðrún hafði sínar ákveðnu skoðanir. En Guðrúnar- nafnið þótti henni vænt um, sem var móðurnafnið og langömm- unafnið hennar. Hjartagæska og umhyggja Guðrúnar fyrir öðrum var sér- stök. Hún fór í sjúkraliðaskólann og gerði það starf að ævistarfi sínu. Skátastarfið var henni kær- komið alla tíð. Hún var ekki há í loftinu þegar hún þrammaði niður Eiríksgötuna í fullum skrúða í skátaheimilið á Snorrabrautinni. Skátastarfið var henni allt, þar hitti hún eiginmann sinn og sínar bestu vinkonur eignaðist hún þar og hafa þær haldið hópinn allar götur síðan. Guðrún og Bragi eiga þrjú dugleg og myndarleg börn. Umhyggja hennar kom fram í að fylgjast alltaf vel með heilsu sinna nánustu. Ef það gleymdist þá kom: „Af hverju lætur þú mig ekki vita?“ Bóklestur hennar var mikill, sama spurningin kom: „Hvaða bók ert þú að lesa núna?“ Ef ekki kom svar, þá var Guðrún tilbúin að nefna 4-5 bækur „sem þú ættir endilega að lesa og það sem fyrst“. Guðrún átti fallegt heimili alla tíð og sinnti börnum og barna- börnum sínum af miklum kær- leika. Nú hefur fjölskyldan misst mikið, þá hlýju og umhyggju sem allir fengu frá Guðrúnu Ríkarðs- dóttur. Ríkey Ríkarðsdóttir. „Góðir vinir eru eins og stjörnurnar, þótt þú sjáir þær ekki alltaf þá veistu af þeim.“ (Höf.óþ.) Mín góða vinkona Guðrún Rík- arðsdóttir er fallin frá langt fyrir aldur fram. Vinskapur okkar hófst í barnaskóla og hefur sú dýr- mæta vinátta haldist óslitin síðan. Þessi skemmtilega, fallega, græneygða stelpa hafði mikla út- geislun og vakti alltaf athygli. Þrátt fyrir að vera lítil og nett bjó hún yfir miklum styrk og skap- festu. Hún var einstaklega trygg- lynd og réttsýn. Ungar byrjuðum við vinkon- urnar í skátunum og kynntumst þar krökkum, sem áttu eftir að verða okkar bestu vinir og makar. Á unglingsárunum stofnuðum við nokkrar vinkonur skátaflokkinn „Trítlur“ en hann breyttist síðan í saumaklúbb eftir að við urðum eldri og ráðsettari. Sá góði vin- skapur sem þar þróaðist hefur æ síðan verið okkur ómetanlegur, jafnt í gleði og sorg. Elsku Guð- rún okkar er önnur sauma- klúbbsvinkonan sem kveður þetta líf. Lára Ósk lést fyrir sex árum og reyndist það okkur afar þung- bært, ekki síst Guðrúnu því þær voru mjög nánar vinkonur. Guðrún var aðeins 18 ára þegar hún hóf sambúð með Braga, verð- andi eiginmanni sínum og eignað- ist frumburðinn Guðmund Helga. Síðar komu þau svo Dagmar og Bjarki. Við dáðumst oft að dugn- aði Guðrúnar, ekki síst öllum fal- legu heimaprjónuðu peysum barnanna. Síðar fóru barnabörnin ekki varhluta af þeim myndar- skap. Foreldra sína missti Guðrún ung að árum og hafði það eðlilega mikil áhrif á hana. En hún átti góða að, því tengdaforeldrarnir reyndust henni ákaflega vel, var sérlega kært milli hennar og Dóslu tengdamóður hennar. Guðrún og Bragi skildu, en héldu alltaf góðu sambandi. Guðrún var einstaklega dugleg og ósérhlífin til allrar vinnu á meðan hún hafði heilsu til. Hún var lærður sjúkraliði og starfaði víða, lengst af við heimahjúkrun, sem reyndist henni líkamlega mjög erfitt. Sem barn fékk Guðrún lömun- arveiki og hefur trúlega aldrei beðið þess bætur. Fyrir nokkrum árum þurfti hún að gangast undir mikla hjartaaðgerð og þar sem Guðrún mín fór nú ekki alltaf eftir ráðleggingum lækna og hjúkrun- arfólks hafði það sín áhrif. Hún þurfti að takast á við eitt og annað varðandi sína eigin velferð og heilsu á lífsleiðinni. Við það fékk hún dyggan stuðning frá börnum sínum. Guðrún hafði oft skemmtilega sýn á hin ýmsu mál, var heim- spekilega sinnuð og velti fyrir sér ólíklegustu hlutum. Hún las mik- ið, naut þess að fara í leikhús, einnig að hlusta á fallega tónlist. Það er sárt til þess að hugsa að leikhús- og tónleikaferðir okkar verði ekki fleiri. Ferðalögum hafði hún unun af. Síðasta sumar fór hún ásamt þeim Dagmar og Bjarka vestur í Bol- ungarvík, á æskustöðvar föður síns. Hún naut sérlega þessarar ferðar, átti varla nægilega sterk lýsingarorð um náttúrufegurðina. Guðrún var ákaflega stolt af börnum sínum og barnabörnum. Hún hafði gaman af að segja frá þeim og þeirra afrekum. Ég vil að lokum votta þeim Guðmundi Helga, Dagmar, Bjarka, Braga, barnabörnum, tengdabörnum og systrum mína innilegustu samúð. Megi Guðrún mín hvíla í friði. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta.) Sigríður (Sirrý vinkona). Tíminn líður hratt. Rúm hálf öld er liðin síðan nokkrar þrettán ára stelpur hittust í gamla Skáta- heimilinu við Snorrabraut. Fljót- lega stofnuðu þessar ungu stúlkur skátahópinn Trítlur og hafa þær gengið undir því nafni hjá mörg- um skátavinum æ síðan. Þetta voru hressar og kátar stelpur sem áttu lífið framundan og nutu þess að vera til. Farið var í ótal útilegur og skátamót þar sem gist var í tjöldum og skálum við mun frum- stæðari aðstæður en eru nú til dags. Þetta var frábær tími og auðvitað leiddi það af sjálfu sér að karlpeningurinn kom við sögu. Stúlkurnar festu ráð sitt ungar, ýmist með skátadrengjum eða skíðaköppum úr ÍR. Guðrún var þar engin undan- tekning. Átján ára gömul var hún komin á fast með honum Braga sínum og búin að eignast frum- burðinn Guðmund Helga. Strax frá upphafi var ljóst að Guðrún var fyrirmyndarhúsmóðir, það gat t.d. enginn hengt upp þvott fyrir hana svo vel væri. Hún bak- aði, eldaði, prjónaði og hugsaði af einstakri natni um hann Guðmund Helga sinn. Upp úr tvítugu eign- uðust Guðrún og Bragi sína fyrstu íbúð í skátablokkinni svokölluðu við Dalaland í Fossvogi og þar var oft glatt á hjalla. Annað barnið bættist við, dóttirin Dagmar og síðastur kom svo Bjarki. Þá var Guðrún orðin vel fullorðin að okk- ar mati, álíka gömul og fólk er núna, þegar það eignast sitt fyrsta barn, en svona var tíðarandinn. Við skátavinkonurnar höfðum einnig stofnað saumaklúbb og héldum áfram að hittast og deila gleði og sorgum, flestar orðnar mæður og reynslunni ríkari. Svo samtaka vorum við á lífsferlinum að á tæpu ári höfðum við allar gifst æskuástinni, enda orðnar tvítugar og því ekki seinna vænna. Lífið hélt áfram og aldrei bar skugga á vináttuna. Fyrr en varði vorum við orðnar ráðsettar konur og fyrstu barnabörnin litu dagsins ljós. Guðrún og Bragi slitu sam- vistum eftir langt hjónaband en hafa alltaf haldið góðri vináttu. Saumaklúbburinn hefur auð- vitað farið saman í margar skemmtilegar ferðir, bæði innan- lands og utan. Þar er ofarlega í minningunni hið fjölmenna ættar- mót saumaklúbbsins sem haldið var í Viðey og heppnaðist einstak- lega vel. Það er því miður aldrei svo að ekki beri skugga á gleðina. Fyrir tæpum sex árum féll fyrsta saumaklúbbsvinkonan frá og var það okkur og þá sérstaklega Guð- rúnu mjög erfið lífsreynsla. Það hafði ekki hvarflað að okkur að strax væri kominn tími til að kveðja, enda vorum við og erum enn á besta aldri og eigum margt eftir ógert. Enginn ræður sínum næturstað og nú er röðin komin að henni Guðrúnu okkar, sem kvaddi mjög sviplega og skilur okkur eft- ir hljóðar og sorgmæddar. Við vissum að Guðrún var í nokkur ár búin að eiga við heilsuleysi að stríða og hafði m.a. gengist undir stóra hjartaaðgerð, en hún bar ekki veikindi sín á torg, ekki einu sinni við okkur vinkonurnar. Við látum þó ekki deigan síga og næsta ferð sem við förum verður helguð Guðrúnu, sem áreiðanlega mun fylgjast vel með okkur, frá þeim góða stað sem hún er á núna. Börnum og barnabörnum Guð- rúnar sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, vinkona. Saumaklúbbsvinkonurnar, Halldóra, Kristín, Olga, Sigríður, Theodóra og Þórhildur. Guðrún Ríkarðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.