Morgunblaðið - 03.11.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.2011, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is 20. janúar á þessu ári var birt innslag í þættinum Kastljósi í Sjónvarpinu sem vakti mikla athygli. Í því var fjallað um Elvu Dögg Gunnarsdóttur, unga konu sem er með Touretteheilkenni á háu stigi, tauga- sjúkdóm sem fólk þekkir helst af þrálátum kækjum, óviðráðanlegum hreyfingum og hljóðum. Hjá Elvu koma þessir kækir fram í höfuðkippum, vindingum og óviðráðanlegri þörf fyrir að snúa sér í hringi á nokkurra skrefa fresti. Í dag verður forsýnd í Bíó Paradís heim- ildarmynd um Elvu, Snúið líf Elvu, eftir Brynju Þorgeirsdóttur, höfund fyrrnefnds innslags í Kastljósi og Egil Eðvarðsson en myndin er framleidd af RÚV og verður sýnd í Sjónvarpinu 13. nóvember nk. Blaðamaður sló á þráðinn til Elvu og ræddi við hana um myndina og snúið líf hennar en Elva er mikilli kímnigáfu gædd og gerir miskunnarlaust grín að sjálfri sér og þá m.a. með uppistandi. Elva segist hafa kynnst Brynju í janúar þegar innslagið fyrir Kastljós var gert. Brynja hafi viljað fylgjast frekar með henni og ákveðið að gera heim- ildarmynd um hana en á þeim tíma var Elva að bíða eftir því að komast í heilaskurð- aðgerð, að láta græða rafskaut djúpt í heila sér í von um að draga úr áhrifum sjúkdóms- ins en engin lyf hafa virkað gegn honum í tilfelli Elvu. Í heimildarmyndinni er fylgst með lífi hennar fyrir og eftir aðgerð og að- gerðinni sjálfri sem gerð var 2. maí. Elva segir aðgerðina hafa heppnast mjög vel og hún finni mun á sér. „Læknarnir sögðu mér að það gæti liðið allt að því ár þar til það fer að koma einhver árangur. En ég finn samt alveg mun,“ segir Elva. „Ég var með alveg ofboðslega mikla kæki og er svo sem með ennþá en það hefur að- eins dregið úr þeim.“ Elva segir að raf- skautin hafi verið stillt reglulega eftir að- gerð, hækkaður straumurinn í þeim smám saman. Hjólastólasveit og Innrásarvíkingar – Í tölvupósti frá Brynju segir að fólk roðni oft þegar þú gerir miskunnarlaust grín að sjálfri þér... „Já, ég er aðeins að feta mig áfram í uppistandi og er svolítið að gera grín að sjálfri mér. Þannig að það er bara voðalega skemmtilegt,“ segir Elva og hlær innilega. Það hjálpi til að sjá spaugilegu hliðarnar á sjálfum sér í þessari glímu. Hvað uppistandið varðar segist Elva hafa byrjað í því fyrir rúmu ári síðan með Hjóla- stólasveitinni, hópi fólks sem á það sameig- inlegt að vera í hjólastól, að henni undan- skilinni. „Síðan hef ég verið með hópi sem kallar sig Innrásarvíkingarnir, var aðeins með þeim núna í haust og síðan hef ég ver- ið fengin ein til að skemmta víðsvegar.“ – Og fólk hlær að þér? „Já, já, það er náttúrlega bara misjafnt en já, yfirleitt. Það hefur bara yfirleitt gengið mjög vel.“ Gerir óspart grín að sjálfri sér  Heimildarmynd um Elvu Dögg Gunnarsdóttur verður forsýnd í Bíó Paradís í dag  Glímir við erfitt tilfelli Tourette-heilkennis  Stundar uppistand og gerir óspart grín að sjálfri sér Gleði Elva í myndatöku vegna myndarinnar Snúið líf Elvu sem verður sýnd 13. nóvember. Fyrir tíu árum síðan eða svoreið hið svokallaða síð-rokk röftum. Seiðandi,naumhyggjuleg, drama- tísk og oft ósungin tónlist var málið og hljómsveitir eins og Mogwai, Godspeed you black emperor! og Tortoise voru hylltar sem frels- ishetjur rokksins. Straumarnir bár- ust eðlilega hingað og fór Sigur Rós t.a.m. mikinn í þessum fræðum og uppskar heimsfrægð fyrir. Ýmsar sveitir hérlendar reyndu sig við formið og tókst misjafnlega upp eins og gengur. Sú sem var hvað mest lof- andi á tímabili var hiklaust hljómsveitin Náttfari og var einsýnt að þeg- ar hún kæmi út plötu þá yrði það eitthvað alveg sérstakt. Sveitin hætti hins vegar skyndilega störfum og ekkert varð af útgáfu af neinu tagi og var það mikil synd. Ég man að ég var einu sinni að róta í diska- safni heimavið fyrir einhverjum ár- um og rakst þá á brenndan disk sem hafði að geyma prufuupptökur með sveitinni. Smellti henni á og hugsaði um hversu svekkjandi það væri að sveitin skyldi aldrei hafa náð landi, útgáfulega séð. En nú hefur verið úr því bætt, svo sannarlega. Endurreistur Nátt- fari hefur nú loks komið út plötu. „Seint koma sumir, en koma þó,“ eins og Nói Steinn Einarsson trommuleikari sagði í viðtali fyrir stuttu. En hvernig hefur svo tekist til? Platan hljómar merkilega vel, er eiginlega bara þrusugóð. Af hverju er ég feginn, jafnvel hissa? Jú, oft þegar menn leggjast yfir gamalt efni og ætla sér að tendra á ný göm- ul bál verða afleiðingarnar oft og tíðum hörmulegar. Það er ekki svo hér, platan stendur virkilega vel og einhver hallærislegheit, sem maður hefði alveg eins búist við þar sem það er verið að halda áfram með stefnu sem var móðins fyrir tíu ár- um síðan, eru einfaldlega ekki. Kannski er nægilega langt liðið frá því að síðrokksbylgjan steig sem hæst og formið sé komið í einhvern hring, sé orðið ferskt aftur. Í öllu falli heyrir maður að tilgangurinn var ekki að næra fortíðarþrá og það er kannski mikilvægasti lykillinn að plötunni. Meðlimir eru einfaldlega að vinna áfram með efni sem var gott, bæði þá og greinilega nú líka. Þegar tónlistin er góð, þ.e. ef hún býr yfir einhverjum töfrum og inni- haldi, þá sveigir hún fram hjá tísku- straumum og tímabilum. Gott er gott, hvenær svo sem það ákveður að láta á sér kræla. Ég læt að vera að tína út einstök lög, enda óþarfi, hér er það heild- arsvipurinn sem máli skiptir. Hljómur er þá virkilega góður og ég þarf ekki að fjölyrða um spila- mennskuna en Náttfari var og er skipaður toppspilurum. „Það býr enn í okkur kraftur/sem varð oss um megn,“ segir í eina sungna lagi plötunnar, „Við erum Náttfarar“. Hér er líkast til vísað í ungæðislegan kraftinn sem lék um sveitina fyrir áratug. Hann hefur nú verið beislaður af öryggi. Tíu ára bið, loksins á enda Náttfari – Töf bbbbn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Breski leikarinn Hugh Grant er orðinn faðir. Þetta staðfesti kynningar- fulltrúi Grants í dag en vildi hins vegar ekki upp- lýsa um nafn barnsmóður hans. Svo virðist sem Grant hafi átt í leynilegu sambandi og barneignir ekki á dagskránni. Þetta er fyrsta barn leikarans sem er 51 árs, og er um stúlku að ræða. Fréttaveitan AFP hefur eftir Carrie Gordon, kynningarfulltrúa Grants, að komist hafi verið að samkomulagi við barnsmóðurina og allt sé í góðu á milli hennar og Grants. Hann muni veita henni þann stuðning sem hún þurfi. Hugh Grant faðir í fyrsta skipti Glaður Hugh Grant er nýbakaður faðir og kampakát- ur með það. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 - 8 ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 5 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10:15 THE THING Sýnd kl. 8 - 10:15 KILLER ELITE Sýnd kl. 10:15 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum TINNI, TOBBI OG KOLBEINNKAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA. FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON „GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!” -T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT HHHH B.G. -MBL HHHH FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% -K.G., DV K.H.K. - MBLA.K. - DV Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN “TIL HAMINGJU, ÍSLAND” -Þ.Þ., FT ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 6 - 8 - 10 7 THE THING KL. 10 16 ÞÓR 2D KL. 6 L BORGRÍKI KL. 8 14 -H.S.S., MBL ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 5.50 L MIDNIHGT IN PARIS KL. 5.50 - 8 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.10 12 ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 3D LÚXUS KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L BORGRÍKI KL. 8 - 10 14 VARIETY 90/100 - BOXOFFICE MAGAZINE 90/100 - ROTTEN TOMATOES 89% - T.V, KVIKMYNDIR.IS - IAN NATHAN, EMPIRE! -Þ.Þ., FT - B.G., MBL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.