Morgunblaðið - 03.11.2011, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
She & Him sam-
anstendur af þeim
Zooey Deschanel
og M. Ward sem
eiga að baki far-
sælan feril í sitt
hvorum geiranum.
M. Ward er neðanjarðartónlist-
arhetja en Deschanel Hollywood-
leikkona sem hefur sést í myndum
eins og Almost Famous, Yes Man og
(500) Days of Summer. Fitl frægra
leikara við tónlistina skilar iðulega
fremur vafasömum niðurstöðum en
svo er ekki með She & Him, tvær
plötur dúettsins hingað til eru prýði-
legar og gott betur en það. Hér
rennir parið sér í gegnum jólalaga-
syrpu og kemst vel frá sínu. „Have
Yourself a Merry Little Christmas“,
„Blue Christmas“, „Little Saint
Nick“ og fleiri slagarar eru „She &
Him“-aðir og áferðin því svöl og
nikkað er til gamla tímans í tónlist-
inni, frumrokk og þjóðlagatónlist til
grundvallar. Þess er einnig gætt að
umslag og fleira sé smekklega stíl-
iserað og lyftir það skemmtilega
undir heildarupplifunina.
She & Him – A Very She & Him
Christmas bbbnn
Hið svala
jólahald
Arnar Eggert Thoroddsen
Það er best að taka
það fram strax að
tónlistarmaðurinn
Bryan Hollon, sem
notar listamanns-
nafnið Boom Bip, er
í miklu uppáhaldi
hjá mér. Fyrir vikið á ég auðveldara
með að samþykkja svo djarfar stíl-
breytingar sem heyra má á þessari
skífu, ekki síst þegar litið er til síð-
ustu plötu, hinnar frábæru Blue
Eyed in the Red Room. Á Zig Zaj fer
hann aftur á móti um svo víðan völl að
hún er sem safnplata.
Á plötunni ægir saman óteljandi
stílum og stefnum, sem kemur
kannski ekki svo mjög á óvart, en
sennilega hrökkva flestir Boom Bip-
vinir við þegar þeir heyra lagið New
Order í fyrsta sinn; það er eins og að
verða fyrir valtara. Eitt af því sem
bregður fyrir eyru er að skífan er
skreytt ýmsum gestum, mörgum sem
maður hefði ekki búist við að heyra í á
plötu með honum; Alex Kapranos úr
Franz Ferdinand, Money Mark,
Luke Steele úr Empire of the Sun og
Cate Le Bon, sem syngur lagið Do as
I Do hreint frábærlega.
Undir valt-
aranum
Boom Bip – Zig Zaj bbbbn
Árni Matthíasson
„Ég get ekki skrif-
að dóm um Flor-
ence. Ég er ást-
fangin af henni.“
Þessi orð lét ég
falla við samstarfs-
félaga minn og þau
lýsa vel vandkvæðum mínum við að
skrifa þennan dóm.
Lögin af nýjustu plötu Florence
and the Machine hafa leikið um eyru
mín aftur og aftur síðustu daga. Sú
tónlistarlega sæla hefur varpað eft-
irfarandi stuttmynd upp í huga
minn. Á fyrri plötunni er Florence á
hlaupum í gegnum skóginn. Hún er
klædd að sínum hætti, síður kjóllinn
flaksast í moldinni og rauður hadd-
urinn þyrlast um höfuðið. Florence
er að flýta sér og það er frumskóg-
arkraftur í henni. En á þessari plötu
erum við komin í fallegt rjóður í
skóginum. Florence er hætt að
hlaupa og andar að sér fegurðinni.
Fyrir framan hana er stór kirkja og
þangað stígur Florence inn. Kór er
að syngja og Florence ákveður að
slást í hópinn. Kirkjuleg tónlistin
blandast saman við öran hjartslátt
Florence eftir hlaupin. Hún syngur,
þau spila svo bætir hún við smá-
dansbíti svo úr verður blanda sem
fær mann til að vilja slaka á öllum
útlimum og bara láta sig flæða. Al-
veg sama hvort það er á sófanum,
við eldamennskuna eða inn í svefn-
inn. Bara flæða og sameinast hjart-
slætti Florence. Vagga sér við Flor-
ence, syngja með Florence, vanga
við Florence. Hvað sem er, bara að
það sé með Florence.
Það kveðjur við nýjan tón á þess-
ari plötu sem er kitlandi og þokka-
fullur rétt eins og söngkonan Flor-
ence Welch. Hún stígur út fyrir
kirkjuna öðru hvoru og dembir sér
aftur í frumskógartaktinn. Þaðan
kemur kraftur plötunnar en gæsa-
húðin kemur frá hárfínu tipli Flor-
ence í kringum taktinn með ang-
urværum útsetningum sem leiða
mann um leið út í blús og rokk af
bestu gerð. Florence fær fjórar svo
hún geti fengið fimm næst.
Florence opnar allar flóðgáttir
Florence and the Machine/
Ceremonials bbbbn
María Ólafsdóttir
Reuters
Hljómsveitin Florence and the Machine á góðri stund.
Tónlist
EBBA-verðlaunin, sem verða afhent 11. janúar
næstkomandi, eru fjármögnuð af Menning-
arsjóði Evrópusambandsins og með þeim vilja
samtök evrópskra útvarpsstöðva (EBU) varpa
ljósi á unga og/eða nýja listamenn sem hafa náð
að vekja athygli utan síns heimalands á liðnu ári
með plötusölu, tónleikahaldi og útvarpsspilun.
Verðlaunin eru veitt á Eurosonic/Norderslag í
Hollandi sem er ein stærsta tónlistarhátíð/
kaupstefna ársins. Fjölmargar sjónvarpsstöðvar
í Evrópu sýna frá afhendingu verðlaunanna og
kynnir er enginn annar en Jools Holland, sem
hefur stýrt hinum vinsælu sjónvarpsþáttum La-
ter with Jools Holland hjá BBC í næstum 20 ár.
Einni hljómsveit eða einum listamanni verða svo
veitt verðlaun fólksins eða „People’s choice“ og
koma hlustendur Rásar 2 m.a. að því vali. Það er
til mikils að vinna, einum þátttakanda frá hverju
þátttökulandi verður boðið á Eurosonic-hátíðina
og vinningshafinn má bjóða einum með sér.
Innifalið er flug, hótel og aðgangur á hátíðina og
EBBA-verðlaunaafhendinguna.
Ísland og EBBA-
verðlaunin
Reuters
Kraftkynnir Sjálfur Jools Holland mun sjá
um kynningarmál á EBBA-hátíðinni.
Menningarhátíðin Dagar myrkurs hefst á
Austurlandi í dag og stendur til 13. nóvember.
Mikið verður um að vera í Sláturhúsinu á Eg-
ilsstöðum næstu daga, í boði viðburðir tengdir
hátíðinni. Í dag kl. 17 verður þar opnuð sýning
á lokaverkefnum sex austfirskra listahá-
skólanema, Að heiman og heim. Sýningunni
lýkur 6. nóvember.
Á morgun, 4. nóvember, heldur Mugison
tónleika ásamt hljómsveit og hefjast þeir kl.
21. Fimmtudaginn 10. nóvember verður svo
haldið Hryllingssófabíó, kvikmyndin Dr. Je-
kyll and Mr. Hyde frá árinu 1931 sýnd og degi
síðar verður fjöldi listamanna með uppákomur
og hefst fjörið kl. 21. Sýnd verður myndlist,
fatahönnun, kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist
leikin. Laugardaginn 12. nóvember verða
haldnir ferilstónleikar Dóra Pella, sögur sagð-
ar og gjörningar framdir.
Frekari upplýsingar um viðburði má finna á
vef Sláturhússins, slaturhusid.is og á Fésbók-
arsíðu þess.
Mugison á Dög-
um myrkurs
Morgunblaðið/Eggert
Muggi Tónlistarmaðurinn Mugison heldur
tónleika ásamt hljómsveit í Sláturhúsinu.
- H.S.S., MBL
HHHHH
-EMPIRE
HHHH
- KVIKMYNDIR.IS/
SÉÐ & HEYRT
HHHH
FRÁBÆ
R TÓN
LIST
- MÖG
NUÐ
DANSA
TRIÐI
EINN FYRIR ALLA - ALLIR FYRIR EINN
HÖRKUSPENNANDI
ÆVINTÝRAMYND SEM ALLIR
ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF
LADDI - EGILL ÓLAFSSON - Ö
NÝJASTA
ÆVINTÝRIÐU
BANGSANN SE
ALLIR ELSKA
TINNI, TOBBI OG KOLBEINN KAFTEINN,
DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í
FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA.
"GÓÐUR HASAR OG
FRÁBÆR HÚMOR,
SJÁÐU HANA UNDIR EINS!"
- TÓMAS VALGEIRSSON,
KVIKMYNDIR.IS
HHHH
MYNDINSEMALLIRERUAÐTALAUM
SEMÓVÆNTASTASMELLÁRSINS.
BYGGÐÁMETSÖLUBÓKINNI
HÚSHJÁLPINEFTIRKATHRYNSTOCKETT
„SÍGILD FRÁ
FYRSTA DEGI“
- US WEEKLY
HHHH
„BESTA KVIKMYND
ÁRSINS“
- CBS TV
HHHH
„STÓRKOSTLEG“
- ABC TV
HHHH
„FYNDIN,
TILKOMUMIKIL“
- BACKSTAGE
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA,
EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
00
NS
NS
M!
THE SUN
HHHH
RN ÁRNASON
M
M
- OK
HHHHH
-
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
THEINBETWEENERS Forsýning kl. 10:10 2D 12
ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 7
THEHELP kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 2D L
THETHREEMUSKETEERS kl. 5:40 - 8 3D 12
FOOTLOOSE kl. 5:50 VIP - 8 2D 10
REAL STEEL kl. 10:20 2D 12
JOHNNYENGLISHREBORN kl. 5:50 - 8 2D 7
KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 Ísl. tal 2D L
DRIVE kl. 8 - 10:20 2D 16
/ ÁLFABAKKA
ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:40 - 8 - 10:30 3D 7
THEHELP kl. 6 - 9 2D L
ÞÓR kl. 5:40 3D L
THETHREEMUSKETEERS kl. 8 - 10:30 3D 12
FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 10
ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 8 3D 7
THETHREEMUSKETEERS kl. 10:20 3D 12
BORGRÍKI kl. 8 2D 14
KILLER ELITE kl. 10 2D 16
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ KEFLAVÍK
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
THEINBETWEENERS Forsýning kl. 8 2D 12
THEHELP kl. 6 - 9 2D L
THETHREEMUSKETEERS kl. 10:10 3D 12
FOOTLOOSE kl. 8 2D 10
THE SKIN I LIVE IN kl. 10:10 2D 16
BANGSÍMON kl. 6 Ísl. tal 2D L
ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L
THEHELP kl. 6 - 9 2D L
THETHREEMUSKETEERS kl. 6 - 8 - 10:10 2D 12
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAGSÝND Í ÁLFABAKKA,
EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
SÝND Í EGILSHÖLL
www.operubio.is
Siegfried
Sigurður Fáfnisbani
Wagner
5. nóv kl.16:00
í Beinni útsendingu
9. nóv kl.kl.18:00
Endurflutt