Monitor - 24.11.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 24.11.2011, Blaðsíða 3
FYRIR TÓNÞYRSTA Undiralda er tónleikaröð sem haldin er í Hörpu í samstarfi við 12 tóna um það bil annan hvern föstudag. Um er að ræða ókeypis tónleika sem fara næst fram þann 2. desember þar sem fram koma Náttfari og Plastic Gods. Gert er ráð fyrir að tónleikaröðin haldi áfram eftir áramót sem er gleðiefni fyrir tónleikaþyrsta. Í LEIKHÚSI Nú fer hver að verða síðastur til að upplifa og sjá sýn- inguna Allir synir mínir í Þjóðleikhús- inu. Verkið er eftir Arthur Miller en með aðalhlutverk í uppfærslunni fara Jóhann Sigurðar- son, Guðrún Snæfríður Gísladóttir og Björn Thors. Verkið hefur fengið lofsamlega dóma svo ef þú ætlar að sjá eina sýningu fyrir jól, þá ætti þetta að vera tilvalin sýning. FYRIR GEÐHEILSUNA Það er hundleiðin- legt að þurfa að gera allt í fl ýti á morgnana og jafnvel að mæta of seint í skólann eða vinnuna. Slíkt stress eykur einfaldlega vanlíðan. Monitor mælir með því að lesendur prófi að fara fyrr á fætur en venjulega í fyrramálið svo hægt sé að taka deginum með ró frá fyrstu andar- tökum. Það er svo hrikalega kósí að geta borðað morgunmat, lesið blaðið og fengið sér kaffi bolla án þess að eiga hættu á að mæta seint. Monitor mælir með Karen Lind Aarg!! Ég er svo PIRRUÐ yfir því að vera ekki unglingur. Einfalt, ég get ekki tekið þátt í “Competition for the most beautiful teenager” hér á FB. 20. nóvember kl. 16:43 Vikan á … Heiðar Austmann Hvað er með þessa ógeði- skeppni “most beautiful teenager”? 22. nóvember kl. 13:38 3 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Keppendurn í fjórða undanúrslitaþætti Dans dans dans eru kynntir til leiks. Stíllinn kíkti í fataskápinn hjá Gunnari Inga, hagfræðinema og KR-ingi. Í dag eru liðin 20 ár frá því að söngvar- inn Freddie Mer- cury kvaddi þetta líf. 8 Langar þig að sjá Happy Feet 2? Lestu allt um frum- sýningu vikunnar. 16 Gunna Dís væri til í að fara á dansnámskeið með Ómari Ragnars. 10 Kalkúnn, fylling, trönuberjamauk, kartöfl umús, brún sósa og eplakaka í eftirrétt. Megum við ekki líka gera vel við okkur um helgina? 4 fyrst&fremst 6 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: George K. Young (george@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Mistök í Monitor Starfsfólk Monitor er mannlegt rétt eins og annað fólk. Við eigum það til að gera mistök en sem betur fer eru þau yfi rleitt ansi smávægileg en við reynum þó að sjálfsögðu alltaf að læra af mistökunum. En þegar mistökin snúa að fólki þá verðum við að stíga fram og leiðrétta mistökin. Við urðum fyrir því óláni fyrir tveimur vikum að víxla myndunum á tveimur stúlkum úr Háskólanum í Reykjavík. Myndirnar af þeim eru því birtar hér og eiga nöfnin að vera rétt í þetta sinnið. Við biðjum Önnu Kristínu Rosenberg og Áslaugu Eiríks- dóttur innilegrar afsökunar. Megi þið lengi lifa. Í síðustu viku laug svo Google að okkur þar sem þriðja niðurstaðan fyrir orðaleitina „Á íslensku má alltaf fi nna svar“ tjáði okkur að Jónas Hallgrímsson hafi ort samnefnt ljóð. En eins og Einar skrifar um í Orð í belg þá má maður ekki alltaf treysta Ver- aldarvefnum því að það er Þórarinn Eldjárn sem á heiðurinn af þessari fögru vísu. Fyrirgefðu, Þórarinn. Þú átt þetta ekki skilið enda ertu frábært skáld og einstaklega fær í að skila af þér góðu fólki út í samfélagið. Um helgina fer þakkargjörðarhátíðin fram í Bandaríkjunum en Monitor vonar samt að allir Íslendingar hafi það líka gott og verði þakklátir fyrir það sem þeir eiga. Kveðja, ritstjórn Ingólfur Þórarinsson annaðhvort á ég bara massaða vini eða hálf þjóðin var að keppa í fitness eða vaxtarækt nýlega. 23. nóvember kl. 12:27 Anna Svava Ef þið deilið og kvittið þá getið þið unnið jólalandabrúsa í boði Dagbókar Önnu Knúts. Bara af því að við ELSKUM svona leiki. 22. nóvember kl. 16:31 „Það er rosaleg helgi framundan hjá G-höfðingj- anum. Í kvöld ætlum við að fagna því að tökum fyrir Lífsleikni sé lokið. Á föstudaginn er ég í Týndu kynslóðinni, eftir það ætla ég að pizza mig upp. Ég er búinn að vera í kolvetnasvelti núna í 5 vikur fyrir sjónvarpsþættina og á skilið að detta í smá kolvetnafyllerí. Á laugardaginn horfi ég á Newcastle pakka mínum mönnum í Man U saman og eftir það tek ég fjögurra tíma æfi ngu og grýti mér síðan í afmæli á Players,“ segir Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, Þykki eða G- höfðinginn. Leikstjórn þáttanna er í höndum Hannesar Þórs Halldórssonar, markmanns KR, en hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattpyrnu nú í haust. „Ég græði ekkert á því að hann sé Íslandsmeistari, Hannes er KR-ingur. Ég er reyndar að spá í að taka hann og Skúla Jón í Blikana. Búinn að minnast á það við þá og þeir urðu báðir mjög spenntir og láta mig nánast ekki í friði eftir ég minntist á þetta. Þeir verða líklega báðir í grænum búningum á næstu leiktíð. Ef Hannes væri ekki í fótbolta þá væri serían tekin upp á sumrin og G-draslið elskar sumartímann. En serían er tekin upp í október og nóvember af því að Hannes er í boltanum. G-höfðinginn er ber að ofan í öðru hverju atriði og það er helkalt í nóvember. Ég er alvarlega að íhuga að fótbrjóta Hannes svo að sería þrjú verði tekin upp yfi r sumartímann.“ Mikilvægt að menn læri af reynslunni Gillz hefur einnig verið iðinn við ritstörf og sendir nú frá sér bókina Heilræði Gillz sem að hans sögn lokar þríleiknum sem hófst með bók- inni um Mannasiði Gillz. „Það eru mjög mikilvæg- ir kafl ar í þessari bók og nauðsynlegt fyrir menn að lesa þetta. Þarna eru kafl ar eins og Þú ert 25 ára og uppgötvar að þú ert að verða sköllóttur, Þú ert slökkviliðsmaður en samt ennþá hreinn sveinn, Barnið fæðist með öðrum húðlit en þú og konan, Þú ferð á heitt date en daman mætir ekki, Konan vill spjalla meðan hún situr á salerninu. Þetta eru allt aðstæður sem ég eða vinir mínir hafa lent í og það er svo mikilvægt að menn læri af reynslunni.“ Auk þess að sinna ritstörfum og sjónvarpsþátta- gerð situr Gillz við útvarpshljóðnemann alla föstudaga ásamt Auðunni Blöndal. „Það er fínt að gefa þjálfuninni smá frí, mæta á föstudögum í tvo tíma og haga sér eins og fáviti í útvarpinu. Fínt fyrir fólk að geta stillt á okkur vitleysingana og hlæja aðeins. Það pirrar mig samt aðeins að Blö hatar Pitbull og fl eiri góða listamenn. Hvern andskotann er hann þá að gera á FM957? En ég ætla að reyna að fá að stjórna tónlistinni í þættin- um.“ En er ekkert erfi tt að sinna þessu öllu saman ásamt því að stunda líkamsrækt af krafti? „Það væri kannski erfi tt fyrir hinn venjulega mann. En ég er Stóri Þykki G-Höfðinginn.“ jrj Þessi vika sem nú er brátt á enda er búin að vera viðburðarík hjá Gillz. Nýjasta ritverk hans, Heilræði Gillz, er að detta í búðir þessa dagana og þá lauk tökum á nýjustu þáttaröð hans, Lífsleikni Gillz, á þriðjudaginn var. G-hátíð M yn d/ RA X ANNA KRISTÍN ROSENBERG ÁSLAUG EIRÍKSDÓTTIR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.