Monitor - 24.11.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 24.11.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Þú ert með gráðu í stjórnmálafræði. Eru stjórnmál þitt helsta áhugamál? Nei, mér fi nnast stjórnmál á Íslandi í dag algjört prump, ég er orðin mjög þreytt á allri þessari fl okkapólitík og því öllu. Ég fann fl jótt að þetta ætti ekki vel við mig, ég hef alveg gaman af rökræðum en ég get ekki rökrætt fram í rauðan dauðann að mín skoðun sé réttari en skoðun einhvers annars. Ég er fínn fjölmiðlamaður, held ég, af því að ég virði skoðanir allra. Hins vegar er gaman að vita eitthvað um þetta, en ég fer aldrei á þing, dreptu mig frekar (hlær). Átt þú þér fi mm ára plan? Þar sem ég er nú svo ung og glæsileg ennþá þá er ég ekkert mikið að stressa mig á hlutunum. Ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut sem ég er á nú innan veggja RÚV, vonandi verður samstarf okkar Andra áfram farsælt og einnig eru ákveðnir hlutir í bígerð fyrir sjónvarpið sem ekki er hægt að ræða á þessu stigi málsins. Ég er ekki hrædd við framtíðina og það sem bíður mín, ég ætla að taka masters-nám og gæti vel hugsað mér að gera það erlendis. Ég ætla að klára að læra spænsku, ég bjó í Chile í hálft ár en langar að klára nám í þeim efnum. Svo ætla ég bara að njóta hvers dags fyrir sig og vera með fjölskyldunni. ÞETTA EÐA HITT Reykjavík eða Vopnarfjörður? Reykjavík, ég er búin að búa hérna öll mín fullorðinsár og ég elska lífi ð í borginni. Að vera með morgunþátt eða síðdegisþátt? Morgunþátt. Tónlistarþættir eða talþættir? Talþættir. Ef þú yrðir að velja annaðhvort, hvort myndir þú frekar fara í teygjustökk af Kópavogsturni eða borða lifandi tarantúlu? Ég er með kóngulóafóbíu af verstu gerð svo ég færi í teygjustökk. Það væri örugglega geggjað. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari hennar? Það er sennilega það að það er alltof auðvelt að æsa hana þannig að hún fer alveg upp á háa C-ið. Þá hvellir í röddinni hennar, hún er svona eins og lítill terrier-hundur sem geltir, hún bara springur. Það er rosalega lítið mál að koma henni í uppnám. Hvað kanntu best að meta í fari hennar? Það er mjög margt. Hún er náttúrlega yndisleg, einn besti vinur minn og ég kann mjög vel að meta hláturinn í henni, hún hlær skemmtilega. Eins og það þarf lítið til að koma henni í uppnám, þá þarf lítið til að koma henni til að hlæja. Svo er hún mér sem sálfræðingur þarna í vinnunni og maður hefur lært alls konar orð af henni Gunnu. Til dæmis kallar hún mig oft „hrút“, af því að ég er til dæmis oft að klóra mér á bakinu á húsgögnum og svona og þá segir hún: „Að sjá þig, þú ert eins og versti hrútur.“ Það var líka eftirminnilegt þegar hún sagði mér um daginn að þurrka þetta „klobbaglott“ úr andlitinu á mér. Ég held að þetta sé eitthvað ógeðslegasta orð sem ég hef heyrt. Í þáttunum á hún það til að hemja tilhneigð þína til að sletta á útlensku með því að þýða sletturnar. Hvernig kannt þú við það? Ég kann mjög vel við það. Maður hefur aldrei verið þekktur fyrir að vera vel talandi þannig að það er mjög gott að hafa einhvern sem kallar mann hrút við hliðina á sér til að leiðrétta villurnar manns. Heimildir Monitor herma að þú hafi r ekki borgað Gunnu krónu í bensín þótt hún hafi skutlað þér í vinnuna í tæpt ár. Stendur til að bæta úr því? Það væri þá gaman að heyra hvað henni fannst um mál- tíðirnar sem maður er búinn að vera að gefa henni þegar föstudagsmatarklúbburinn fer út að borða. Aldrei hefur manni verið þakkað fyrir það. Hvað segir Andri Freyr? Monitor fékk nánasta samstarfsmann Gunnu Dísar til að segja okkur frá sínum kynnum af henni. Ég hefði ekki orku í að ætt- leiða Ómar Ragnarsson, hann myndi tala og tala og ausa fróðleik yfi r mig en það væri frábært að fara með honum á dans- námskeið.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.