Monitor - 24.11.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 24.11.2011, Blaðsíða 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 24. nóvember 2011 | Allt að gerast - alla fi mmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? fílófaxið fi mmtud24nóv KREPPUKVÖLD – BÁRUJÁRN Bar 11 21:00 Sigríður Thorlacius syngur fi mmtán franskar dæg- urperlur í tilefni af 100 ára afmæli Alliance Francaise. Miðaverð er 2.900 kr. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR DIKTU NASA 22:00 Hljómsveitin Dikta sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu, Trust Me, í síðustu viku og blása af því tilefni til útgáfutónleika. Miðaverð er 2.000 kr. og aldurstakmark er 20 ára. GOGOYOKO WIRELESS Hvíta perlan 22:00 Fimmtu tónleikar Gogoyoko Wireless-tónleikaraðarinnar fara fram á Hvítu perlunni. Að þessu sinni er röðin komin að Ólafi Arnalds. Miðaverð er 1.500 kr. GÍSLI GALDUR Faktorý 23:00 Plötusnúðurinn Gísli Galdur þeytir skífum langt fram eftir kvöldi. Frítt inn. Kvikmynd: 300 er hrikalega góð. Svo er allt með Denzel „meistara“ Washington í miklu uppáhaldi, maðurinn er glerharður. En þar fer Amer- ican Gangster fremst í fl okki jafningja. Ben Stiller er einnig ofarlega á lista en Night at the Museum 1 og 2 eru leiksigrar sem seint verða sigraðir. Þáttur: Get horft á Friends hvenær sem er sólahrings. Annars datt ég inn í Game of Thro- nes um daginn, ótrúlegt hvað maður verður alltaf graður þegar maður horfi r á þessa þætti, rosalegt! Bók: Mindgames: Phil Jackson‘s Long Strange Jo- urney eftir Roland Lazenby. Hef reyndar ekkert lesið hana, en langar það rosalega enda Phil í miklu uppáhaldi. Er ekki mikill bókaaðdáandi. Plata: Eina platan sem ég á er Ingó og Veðurguðirnir, Góðar stundir. Fékk hana í jólagjöf frá litlu systur. Ég hef samt mjög gaman af rappi enda var ég í rapphljóm- sveit í grunnskóla ásamt félaga mínum, Halldóri Stefáni Haraldssyni. Hún er enn starfrækt í dag en hann er einn í henni. Vefsíða: Það er allavega ekki handbolti.is en annars tek ég alltaf Vísir, MBL og sport.is rúnt alla morgna þegar ég mæti í skólann. Þegar ég hef nægan tíma fer ég á ja.is og skoða fl ott símanúmer, ótrúlega fl ott sum númerin og starfsheitin. Staður: 110 Árbær. Mér líður best á sunnudögum þegar mér kannski líður ekkert sérstak- lega vel í maganum, fer í Skalla með Lekve (ástsælasta kúnna Skalla frá upphafi ) og fæ mér sveitt ost- borgaratilboð. Tek líka alltaf með mér tíkalla í spilakassann til að styrkja gott málefni. Síðast en ekki síst » Bjarki Már Elísson, handboltamaður, fílar: 10 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR SESARS A Laugardagurinn 26. nóvember Faktorý kl. 23:00 13. nóvember síðastliðinn voru liðin 10 ár frá því að plata Sesars A, Stormurinn á eftir logninu, kom út. Það er sérstaklega merkilegt fyrir þær sakir að sú plata var sú fyrsta með eingöngu íslensku rappi. Af því tilefni hyggst Sesar A halda upp á herlegheitin á Faktorý og fá til sín góða gesti. „Ég lít á þetta sem afmæli íslensku rapp-senunnar. Ég kem til með að spila öll mín verk í réttri röð, Storminn, Gerðu það sjálfur og svo nýju plötuna sem fer í dreifi ngu á næsta ári. Þetta verður ansi þétt, þetta verður í syrpu þar sem við tökum hvert lag á fætur öðru,“ segir Sesar A. Margir hafa starfað með Sesari í gegnum tíðina og á tónleikunum koma meðal annars fram bróðir hans, Blaz Roca, strákarnir í Úlfur Úlfur og DJ Kocoon. Mega áhorfendur búast við því að fá 10 ár af íslensku rappi beint í æð? „Já, svo gott sem. Þetta er sagnfræðilega merkilegt fyrir þær sakir. Sum lög sem ég kem til með að fl ytja hafa ekki verið fl utt á sviði áður.“ Á laugardaginn mun Faktorý opna klukkan 22 og tónleikarnir hefjast klukkan 23. Allir gestir fá tvær plötur, niðurhal af plötunni sögulegu, Stormurinn á eftir logninu og eintak af nýju plötunni sem fer í almenna dreifi ngu eftir áramót. „Ef ég verð í stuði þá ætla ég að vera með ljón þarna og apa. Sérstaka rapp-apa,“ segir Sesar að lokum. Miðaverð er 1.500 krónur. Afmæli íslensku rapp-senunnar monitor@monitor.is HJÁLMAR Háskólabíó 21:00 Reggiísveitin Hjálmar leika efni af fi mmtu og jafnframt nýjustu hljóðversbreiðskífu sinni, Órar, ásamt brasshljómsveit. Miðaverð er 4.990 kr. KVIKSYNÐI Faktorý 22:00 Teknóhundarnir Bypass, Captain Fufanu ásamt NonniMal ætla að hertaka hliðarsal Faktorý og blása til teknóveislu. laugardag26nóv HAM Gaukur á stöng 21:00 HAM troða upp á Gauknum í fyrsta sinn í áratug. Ghostigi- tal og hin japanska Vampillia verða sérstakar gestahljómsveitir. Miðaverð er 2.500 kr. föstudagu25nóv

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.