Morgunblaðið - 06.12.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 06.12.2011, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011 BAKSVIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem meirihluti fjárlaga- nefndar hefur samþykkt fyrir þriðju og síðustu umræðu, fela í sér 522 milljóna kr. hækkun útgjalda frá því sem áður var lagt til. Gengur meirihluti nefndarinnar nú út frá breyttri tekjuáætlun og gerir ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 1,5 milljörðum kr. meiri á kom- andi en ráð var fyrir gert í fjárlaga- frumvarpinu. Þar vegur þyngst áætlun um 900 milljóna kr. auknar tekjur vegna úttektar séreignar- sparnaðar á árinu 2012. Skv. heimildum blaðsins er einnig í þessum áætlunum reiknað með að gistináttagjaldið sem tekur gildi um áramót skili 35 milljónum til viðbótar og eftirlitsgjald vegna raforku skili 50 milljóna kr. auknum tekjum á næsta ári. Verði fjárlögin afgreidd með þess- um breytingum er stefnt að 20,7 milljarða halla á árinu 2012. 50 milljónir til Landspítala Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær verður 548 milljónum bætt við fjárútgjöld Fjármálaeftir- litsins, en sækja á það fjármagn allt með hækkun á eftirlitsgjaldi fjár- málastofnana. Meirihluti fjárlagnanefndar legg- ur til fjölmargar tillögur um viðbót- arútgjöld frá því sem áður var gert ráð fyrir. Dregið verður úr áður boð- uðum niðurskurði á heilbrigðisstofn- unum og er lögð til 77 milljóna kr. tímabundin hækkun á framlagi til þeirra. Auk þess verði rekstrarfram- lag til Landspítalans hækkað um 50 milljónir og um 5 milljónum verði bætt við útgjöld Sjúkrahússins á Ak- ureyri. Auk þessa leggur meirihluti fjárlaganefndar til 150 milljóna kr. framlag vegna samninga um sjúkra- flutninga á næsta ári. Á sviði mennta- og menningar- málaráðuneytisins eru lagðar til hækkanir nokkurra útgjaldaliða. Háskólinn á Akureyri fær 30 millj- óna hækkun vegna kjarasamninga og Listaháskólinn 20 milljónir vegna meistaranáms í myndlist og hönnun frá og með næsta hausti. Lögð er til 10 milljóna hækkun framlags til fornleifanefndar og sama viðbótarfjárhæð til fjölmiðla- nefndar. Ýmsir útgjaldaliðir sem heyra undir innanríkisráðuneytið eru hækkaðir. Þannig er nú gert ráð fyrir 190 milljóna kr. tímabundnu framlagi vegna smíði nýs fangelsis. Í greinargerð er þetta útskýrt þannig að um verði að ræða hönnun á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi. Heildarkostnaður við hönnunina er áætlaður 220 millj. og reiknað er með að þar af verði 30 millj. kr. varið til samkeppni arki- tekta um hönnun og er miðað við að sá kostnaður verði fjármagnaður með yfirfærðum afgangsheimildum liðarins, eins og það er orðað. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu muni hönnun byggingarinnar kosta 170 milljónir og að skipting þess kostn- aðar verði til helminga milli arki- tekta og verkfræðinga. Í nefndaráliti kemur fram að inn- anríkisráðherra muni leggja fram þingsályktunartillögu um heildar- stefnumörkun í afplánun dóma og fangelsisvistun fyrir 1. febrúar 2012. Nefndarmeirihlutinn leggur einn- ig til að veitt verði 55 milljóna kr. framlag til öryggismála í fangelsum. 90 milljóna hækkun sókn- argjalda þjóðkirkjunnar Gerð er tillaga um 90 milljóna kr. hækkun á sóknargjöldum sem skipt er á ýmsa liði og er það m.a. rökstutt með því að þjóðkirkjan hafi bent á að framlög til sóknargjalda hafi lækkað mun meira en sem nemur hagræð- ingarkröfu á almennan rekstur. Framlögin verða því hækkuð um 5% frá því sem var í frumvarpi til fjár- laga verði tillagan samþykkt við af- greiðslu frumvarpsins. Lögð er til útgjaldaheimild upp á 60 milljónir kr. sem er til komin vegna hækkunar á tekjuskerðingar- mörkum húsaleigubóta í 2.250.000 kr. Kostnaður við þessa hækkun er áætlaður 100 millj. kr. og er framlag ríkissjóðs 60% af þeirri fjárhæð á móti 40% framlagi sveitarfélaganna. Af öðrum breytingum sem meiri- hluti fjárlaganefndar hefur gert á fjárlagafrumvarpinu er tillaga um að framlag til Neyðarlínunnar hækki tímabundið til eins árs um 20 millj- ónir til að ljúka vinnu við útkallskerfi sem ætlað er að vara ferðamenn og aðra sem eru með gsm-síma á hættuslóð við tafarlausri hættu. Minnka niðurskurð sjúkrastofnana  Meirihluti fjárlaganefndar gengur út frá aukinni tekjuöflun upp á rúmlega 1,5 milljarða kr.  548 millj- ónum bætt í útgjöldin  190 milljónir í nýtt fangelsi  Hækkun tekna af séreignarsparnaði 900 milljónir Lokakaflinn Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið verður á Alþingi í dag. Morgunblaðið/Ómar Í tillögum meirihluta fjár- laganefndar kemur fram að hækka þurfi fjárheimild Lána- sjóðs íslenskra námsmanna tímabundið um 270 milljónir kr. Þetta á að gera vegna endur- mats á útgjöldum í tengslum við átak á sviði vinnumarkaðs- aðgerða. Stefnt var að því að skapa námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur sl. haust og næstu tvö skólaár á eftir. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að 250 manns færu af atvinnuleysisbótum og í lánshæft nám. Gert var ráð fyrir að útlán sjóðsins mundu aukast tímabundið um 300 milljónir kr. vegna þessa. „Miðað við upplýsingar Vinnumálastofnunar í nóv- ember um stöðu átaksins hafa um 990 einstaklingar sótt um þátttöku en þar af er gert ráð fyrir að um 700 einstaklingar fari í lánshæft nám hjá LÍN en um 300 einstaklingar fái fram- færslustyrk frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Áætlað heildar- framlag ríkissjóðs til LÍN vegna þessa átaks er því samtals 420 [milljónir],“ segir í nefndaráliti meirihlutans. 420 milljónir króna til LÍN ÁTAK FYRIR ATVINNULAUSA Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heilsu og hreyfingu þriðjudaginn 3. janúar 2012. MEÐAL EFNIS: Hreyfing og líkamsrækt. Vinsælar æfingar. Íþróttafatnaður. Ný og spennandi námskeið. Bætt mataræði . Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Bækur um heilsurækt. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Heilsa & hreyfing SÉRBLAÐ Heilsa & hreyfing Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og taka nýja stefnu. Anna Lilja Þórisdóttir Hjörtur J. Guðmundsson Fangelsismálastjóri fagnar tillögu meirihluta fjárlaganefndar um aukn- ar fjárveitingar til öryggismála í fangelsum. Alls er um 55 milljóna framlag að ræða, 5 milljónir til Hegn- ingarhússins og fangelsisins í Kópa- vogi og 50 milljónir til fangelsisins á Litla-Hrauni. Þetta yrði þá fyrsti lið- urinn í áætlun um endurbætur og uppbyggingu öryggisfangelsis þar í samræmi við skýrslu nefndar um framtíðarrekstur fangelsisins frá október 2007. „Þetta er nákvæmlega það sem þurfti,“ segir Páll Winkel fangelsis- málastjóri. „Við tókum nýlega saman lista yfir helstu atriði sem þurfti að bæta á Litla-Hrauni og áætlað var að umbæturnar kostuðu um 50 milljón- ir.“ Að sögn Páls er þörf á ýmsum bún- aði og að auki mun margt vera orðið úrelt. Hann segir að vel hafi verið far- ið með fjármagn og reynt hafi verið eftir megni að endurnýja tæki, en það hafi ekki dugað sem skyldi. „Við þurf- um að fá leitarskanna, leitarhlið og aðstöðu til að leita á gestum og í far- angri. Við þurfum líka aðstöðu fyrir fíkniefnaleitarhund. Svo þarf að gera við girðingar og ýmis öryggistæki eins og myndavélar. Þetta þarf allt saman að endurnýja, það var orðið tímabært og frábært að fjárlaga- nefnd sýni þessum málaflokki svona mikinn skilning.“ Að sögn Páls verður líklega komið upp bæði málmleitar- og fíkniefna- leitarhliði á Litla-Hrauni. Hugsan- lega verði eitthvað byggt við fangels- ið. „Það getur verið að byggð verði lítil viðbygging til að leita á fólki.“ Páll segir að lengi hafi verið barist fyrir auknum öryggisútbúnaði á Litla Hrauni. „Við höfum bent á þetta í meira en tíu ár.“ Framkvæmt fyrir ríkisfé „Ég er mjög sáttur við þessa nið- urstöðu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í um tillögu meiri- hluta fjárlaganefndar Alþingis. Hann segist fagna niðurstöðunni enda sé hún í samræmi við þá stefnu sem hann hafi lagt áherslu á að fylgt verði. „Það er að segja nýtt fangelsi á Hólmsheiði og svo verði aðstaðan á Litla-Hrauni efld enda sé ég fangels- ið þar fyrir mér sem þungamiðjuna í íslensku fangelsiskerfi.“ Aðspurður hvort nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði reist í einkafram- kvæmd eða fyrir opinbert fé segir Ögmundur að það sé ekki endanlega ljóst en hins vegar liggi fyrir að veg- ferðin verði í það minnsta hafin með opinberu fé. „Ég hef lagt mjög ríka áherslu á að framhaldið verði einnig á slíkum forsendum. En hitt eru samt ekki neinar deilur um hvort fangelsið rís á Hólmsheiði og þessi fram- kvæmd verður ekki stöðvuð.“ Fagna fé til fangelsismála  Fíkniefnaleitarhlið og bætt öryggi Páll Winkel Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.