Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011
✝ Gunnar Guð-mundur Guð-
jónsson fæddist á
Eyri við Ingólfs-
fjörð í Árneshreppi
29. maí 1917. Hann
lést á Akranesi 27.
nóvember 2011.
Foreldrar hans
voru Sigríður G.
Halldórsdóttir frá
Súðavík, f. 22.5.
1890, d. 26.8. 1961,
og Guðjón Guðmundsson, Eyri
við Ingólfsfjörð, f. 5.2. 1890, d.
8.11. 1971. Gunnar var þriðji í
röð fjögurra systkina sem voru:
Ingibjörg, f. 1913, Anna, f. 1915,
og Ingólfur, f. 1920.
Gunnar kvæntist 14. apríl
1945 Guðbjörgu Pétursdóttur f.
28.3. 1920, d. 13.6. 2010. For-
eldrar hennar voru Sigríður
Jónsdóttir frá Bolungavíkurseli
í Grunnavíkurhreppi, f. 10.11.
1893, d. 30.3. 1984, og Pétur
Friðriksson frá Dröngum í Ár-
neshreppi, f. 18.6. 1887, d. 9.9.
1979. Börn Gunnars og Guð-
bjargar eru: 1) Sigríður, f.
10.11. 1945, gift Sveini Torfa
Þórólfssyni, f. 5.9. 1945. Þeirra
dóttir Guðbjörg, f. 4.8. 1967, d.
17.4. 2001, maki Hans Jakob
Jakobsen, f . 28.5. 1964, þeirra
Haukadal 1939-1940 og Vélskól-
ann í Reykjavík 1949-1950.
Hann ólst upp á Eyri við sveita-
störf til sjós og lands, m.a. síld-
arsöltun á Ingólfsfirði. Hann
var á yngri árum til sjós á tog-
urum og sigldi á Bretland á
stríðsárunum. Gunnar og Guð-
björg hófu búskap í Reykjavík.
Þau fluttu að Eyri 1944 og
Gunnar gerðist vélstjóri við ný-
reista síldarverksmiðju þar. En
síldin hvarf og verksmiðjan
stöðvaðist. Þeir bræður og
frændur komu sér upp öflugu
sögunarverki og seinna lítilli
rækjuverksmiðju. Gunnar gerði
út með Ingólfi bróður sínum
Guðrúnu ST 22, sautján tonna
bát sem m.a. var haldið til
rækjuveiða, viðar- og póstferða
um Húnaflóa. Vörubílaútgerð
og akstur varð svo aðalatvinna
Gunnars til 1992 er hann lét af
störfum 75 ára. Gunnar var
lengi sýslunefndarmaður. Stofn-
andi og sat í stjórn Umf. Leifs
heppna um árabil. Hann sá
lengi um nýbyggingu og viðhald
sýsluvega í Árneshreppi. Aðal-
áhugamál Gunnars voru mann-
líf og saga. Guðbjörg og Gunnar
bjuggu á Eyri við Ingólfsfjörð
til 1971. Eftir það höfðu þau
vetursetu í Kópavogi en sum-
ardvöl á Eyri. Aldamótaárið
fluttu þau á Akranes. Þau fluttu
í íbúð á Höfða á Akranesi árið
2006.
Útför Gunnars verður gerð
frá Akraneskirkju í dag, þriðju-
daginn 6. desember 2011, kl. 14.
börn Sigrid, f. 7.3.
1993, og Håkon, f.
17.1. 1996. 2) Ásdís,
f. 26.3. 1948, maður
Ísak Ahsan, f.
29.10. 1943, d. 24.9.
1999, skildu. Þeirra
börn Selma, f. 6.12.
1973, Ómar Gunn-
ar, f. 28.6. 1975,
Jónas Hassan, f.
27.12. 1979, Jósep
Sabhan, f. 2.3.
1982. 3) Guðrún Anna, f. 2.7.
1949, gift Ásgeiri Gunnari Jóns-
syni, f. 29.11. 1948. Þeirra börn
Kristín Guðrún, f. 9.5. 1969, gift
Sigurði Sigurþórssyni, f. 26.9.
1967. Dætur þeirra Sunneva Ýr,
f. 17.9. 1998, og Guðrún Hrönn,
f. 5.7. 2004. Erla Ósk, f. 30.9.
1977, í sambúð með Róbert
Bragasyni, f. 21.2. 1978. Þeirra
sonur Baltasar Máni, f. 23.1.
2011. Gunnar, f. 12.7. 1982, í
sambúð með Ólöfu Ásgeirs-
dóttur, f. 4.8. 1989. 4) Helga, f.
22.5. 1952, gift Sigtryggi Karls-
syni, f. 15.9. 1949. Börn þeirra
Karl, f. 3.8. 1984, og Ásdís, f.
18.11. 1987.
Gunnar gekk í barnaskóla í
Árneshreppi. Stundaði nám v.
Héraðsskólann á Laugarvatni
1937-1939, Íþróttaskólann í
Nú er pabbi okkar, Gunnar á
Eyri, allur. Við söknum hans.
Hann er farinn til síns heima-
lands. Pabbi var alla tíð, alveg
fram í andlátið, mjög tengdur
bernskuslóðum sínum og heima-
högum, Eyri við Ingólfsfjörð.
Eftir að mamma og pabbi fluttu í
bæinn, fóru þau norður á vorin
eins snemma og hægt var og
voru eins lengi og hægt var fram
eftir haustinu. Hann undi sér
hvergi betur en á Eyri og hann
saknaði alltaf átthaganna.
Fyrir aðra var hann „Gunnar
á Eyri“ og var það oft virðing í
röddinni þegar talað var um
„Gunnar á Eyri“. Hann var álit-
inn vera mikill heiðursmaður og
naut virðingar. Hann var trygg-
lyndur og vinur vina sinna í blíðu
og stríðu. Það var alltaf hægt að
reikna með pabba, Gunnari á
Eyri. Hann hafði alla tíð lifandi
áhuga á öllu sem var að gerast í
sveitinni og vissi oftast meira en
við systurnar um það sem þar
var að gerast. Síðustu árin bilaði
heilsan og hann komst ekki leng-
ur norður að Eyri og harmaði
hann það mjög. Pabbi var at-
hafnamaður og vinnusamur,
ósérhlífinn og hafði þrek sem fá-
ir búa yfir. Hann var skapandi
og sá möguleika sem aðrir sáu
ekki. Hann hafði margar góðar
hugmyndir um framkvæmdir og
hvað væri hægt að gera og var
hann að sumu leyti á undan sinni
samtíð.
Þeir voru margir óharðnaðir
unglingar sem voru hjá honum
yfir sumartímann á Eyri, sem
urðu fullorðnir á einu sumri.
Hann hafði sérstakt lag á ung-
lingum og sýndi þeim traust sem
þroskaði þá. Hann var mjög fé-
lagslyndur og hafði gaman af því
að ræða við aðra og aðrir höfðu
gaman af því að ræða við hann.
Hann þekkti mjög marga og
kom sér alls staðar vel. Hann var
fljótur að kynnast fólki hvar sem
hann fór. Sem dæmi um hversu
fljótur hann var að eignast kunn-
ingja og vini er það okkur minn-
isstætt hvernig hann komst í
kynni við sögunarbændur í
Þrándheimi eitt sinn þegar hann
var í heimsókn. Hann naut þess
að tala við fólk og var áhuga-
samur um þeirra hagi og líf.
Hann var mjög ættfróður og
vissi deili á flestum sem hann
hitti.
Pabbi var mikill hæfileika-
maður bæði andlega og líkam-
lega. Á sínum yngri árum var
hann góður fimleikamaður og
sterkur. Hann var góður náms-
maður og hafði óvenjugott
minni, gat t.d. endursagt ná-
kvæmlega það sem hann hafði
lært þó að það væru 70 ár síðan
hann lærði það, langar stærð-
fræðiformúlur eða annað. Við
gátum því alltaf spurt hann um
það sem við vorum ekki alveg
vissar um. Þetta gátum við fram
undir það síðasta. Hann mundi
atburði og fólk sem hann hafði
mætt á lífsleiðinni langt umfram
það sem við eigum að venjast.
Pabbi hafði góða söngrödd.
Hann hafði gaman af því að
syngja og söng oft án nokkurs
tilefnis. Við eigum margar góðar
minningar í kringum sönginn
hans. Pabbi fylgdist vel með okk-
ur, barnabörnum og barnabarna-
börnum.
Elsku pabbi, Gunnar á Eyri,
við minnust þín með söknuði.
Minningarnar um þig lifa meðal
okkar og við getum huggað okk-
ur við þær á komandi árum. Við
kveðjum þig með þakklæti í
hjarta og þökkum þér fyrir öll
árin sem við fengum að vera þér
samferða elsku pabbi – Gunnar á
Eyri, heiðursmaður.
Sigríður, Ásdís, Guðrún
og Helga.
Mig langar að minnast
tengdaföður míns Gunnars Guð-
jónssonar með nokkrum orðum.
Ég átti því láni að fagna að
dvelja á Eyri hvert sumar meira
og minna frá 1970 og vinna með
Gunnari og læra af honum. Ég
lærði að stjórn bát, vinna reka-
við, leggja fyrir sel, flá, skafa og
spýta skinn, umhirðu í æðar-
varpi og fleira.
Ég kynntist nýjum hugtökum
í veðurfari svo sem rekaveður,
algjör blanki, skagræna, norðan-
garður eða ætlar hann ekki að
jaga þetta niður þetta helvítis
grubb.
Ég húsasmíðameistarinn
lærði að meta gæði viðar á rek-
anum í Drangavík og Skjalda-
bjarnarvík með því að reka fjöð-
urstaf í maðksmugur og banka
eftir holhljóði. Rauðaviður svo
feitur og þungur að hann flaut
varla var bestur – fékk jafnvel
einkunnina algjör kirkjuviður,
beinvaxin kvistalaus fura var
hleypingaviður, kvistaraftar, þin-
ir og seljudjöfull voru verstir. Á
rekanum var verkefnið að koma
viðnum á flot. Það þurfti að
leggja fyrir, velta niður, binda á,
gera flota og slefa flotanum aft-
an í trillunni heim að Eyri.
Hleypa girðingarstaurum, saga
staura, planka og borðvið, grinda
viðinn upp og láta hann blása.
Allt þetta var krefjandi og
skemmtilegt.
Eftirminnileg er ferð okkar
nafnanna í sjötugsafmæli Einars
á Munaðarnesi þar sem
hreppsbúar voru samankomnir í
veglegum fagnaði. Flestir komu
á bílum en Kristinn á Seljanesi
kom róandi yfir fjörðinn á ný-
smíðaðri skektu við þriðja mann.
Höfðinginn Einar leysti menn
svo út með nestispela.
Landfastur hafís við Strandir
á rækjumiðum seinni hluta sjö-
unda og í upphafi áttunda ára-
tugar síðustu aldar varð til þess
að kippa fótunum undan rækju-
vinnslunni á Eyri og Eyrarmenn
fóru að hafa vetursetu fyrir
sunnan.
Á kvöldin var oftast sögu-
stund í eldhúsinu á Eyri og ég
læt eina örsögu fljóta hér með.
Einhverju sinni í hallæri eftir
miðjan fjórða áratuginn réðust
þeir Valtýr Pétursson og Gunnar
Guðjónsson í að brugga. Lagt
var í kút sem grafinn var í jörð
uppi í hlíð útundir Hvalhamri
þar sem ekki sást til frá Eyri.
Reru þeir út eftir af og til á
kvöldin til að smakka mjöðinn.
Þar kom að þeir töldu lögunina
tilbúna og ákváðu að sækja kút-
inn. Reru nú út eftir, grófu upp
kútinn og smökkuðu fram eftir
kvöldi en hófu síðan að velta
kútnum niður hlíðina. Bæði var
brekkan brött og þeir búnir að
smakka fullmikið og svo fór að
þeir misstu frá sér kútinn sem
valt með vaxandi ferð niður hlíð-
ina og tók að lokum stökk niður
á götuna og sprakk þar. Þetta
var slæmt með kútinn en verra
með mjöðinn sagði Gunnar.
Í Árneshreppi er menningar-
samfélag og þar hefur fólk skar-
að fram úr á mörgum sviðum.
Þar átti Gunnar sínar rætur,
frændur og vini og þar vildi hann
vera.
Ég þakka fyrir mig nafni.
Ásgeir Gunnar Jónsson.
Ég kynntist Gunnari fyrir 45
árum. Hann og fjölskyldan voru
þá á landsmóti á Laugarvatni.
Um haustið fór ég norður á Eyri
til að kynnast betur verðandi
tengdafjölskyldu.
Gunnar var ekki heima. Hann
var inni í Húnavatnssýslu að
keyra girðingarstaura, en yngsta
dóttirin tók á móti okkur.
Um nóttina kom Gunnar
heim. Hann vakti þá upp dætur
sínar, og kvað þær skyldu út og
ferma staura á vörubílinn. Þær
klæddust og óðu út i myrkrið.
Ég klæddist líka og hugðist taka
til hendi, en er á völlinn var kom-
ið sá ég að mér var ofaukið, þeg-
ar Bibba, sagði: „Vert þú bara
ekki fyrir,“ um leið og hún sveifl-
aði einum staurnum upp á pall-
inn og Sirrý greip. Um morg-
uninn var Gunnar farinn. „Hann
er kominn langt inn í sýslu,“
sagði Bibba.
Þannig kynntist ég Gunnari
og tengdafjölskyldunni. Hörku-
duglegu fólki og manni, sem
lagði mikið á sig til að sjá sér og
sínum farborða á ysta hjara ver-
aldar.
Gunnar og Guðbjörg áttu
framtíðarsýn umfram það sem
almennt var, og vildu að dætur
þeirra gengju menntaveginn.
Auk útgjalda hlýtur það að hafa
verið tregablandið að sjá dæt-
urnar fjórar, yfirgefa æskuslóð-
irnar og fara í skóla fjarri heima-
byggð. Ég kynntist seinna
hugsjón þeirra fyrir framtíð
yngri afkomenda, og fyllist lotn-
ingu.
Gunnar gerðist ungur tog-
arasjómaður og var á togurunum
Rán og Skutli, og sigldi til Eng-
lands í stríðinu. Hann flutti svo
heim að Eyri með konu sinni
Guggu, Guðbjörgu Pétursdóttur.
Þar var þá uppgangspláss, og
miklar framtíðarvonir bundnar
við síldina á Húnaflóa. En síldin
brást og fólk fluttist burtu.
Gunnar var athafnamaður,
sem réðst í mörg verk til að
skapa sér atvinnu. Þetta skapaði
líka atvinnu í Árneshreppi.
Ég átti því láni að fagna að
fara í rekaferð með Gunnari og
kynnast honum sem sjómanni.
Þannig var að á okkur skall
austan kaldi á leið með reka í
togi inn á Ingólfsfjörð og rak
rekann upp á sker. Ég fór í sker-
ið til að greiða úr, meðan Gunnar
athafnaði bátinn. Betra samstarf
hef ég sjaldan átt og komum við
rekanum inn á fjörð.
Eftir að við Sirrý 1969 fluttum
til Þrándheims 1969 til náms og
síðar búsetu, voru tengslin við
föðurlandið oft í gegnum Gunnar
og Guðbjörgu á Hlíðarveginum í
Kópavogi. Við hátíðir eins og um
jólin reikaði hugurinn þangað, og
gaf okkur styrk í útlegðinni, og
þegar farið var til Íslands var
Hlíðarvegurinn aðsetur okkar.
Þar leið okkur vel í hlýjunni hjá
Gunnari og Guðbjörgu. Þar var
líka Guðbjörg dóttir okkar
fermd. Hlíðarvegurinn var okkar
annað heimili.
Gunnar var traustur maður og
sanngjarn og þau Guðbjörg
bæði. Þau reyndust mér og
minni fjölskyldu hin mesta stoð.
Kom það fram í mörgu. Mest
reyndi á þegar dóttir okkar Guð-
björg var greind með krabba-
mein vorið 2000, og litlar sem
engar vonir um batna. Árið sem
Guðbjörg háði dauðastríðið voru
böndin við Gunnar og Guggu
mikilvæg til að komast í gegnum
þessa ógnartíma. Það sýnir styrk
þeirra og hugarró á háum aldri
að geta miðlað framtíðarvon.
Ég vil þakka fyrir samveruna
og fyrir alla stoð og umhyggju
gegnum árin.
Sveinn Torfi.
Fallinn er frá tengdafaðir
minn Gunnar Guðjónsson frá
Eyri við Ingólfsfjörð. Margs hefi
ég að minnast frá kynnum af
gagnmerkum manni. Nú um
stundir gerist fátt um fólk af
hans kynslóð, fætt upp úr alda-
mótunum 1900. Á þeim tímum
skyldi vera góður efniviður í
þeim sem komst vildi til manns í
harðri lífsbaráttu þeirrar tíðar.
Atvinnulíf fábreytt og harðindi
til lands og sjávar.
Afburðaþrek Gunnars, líkam-
legt og andlegt atgervi ásamt
hófsemd til orðs og æðis lagði
honum til langa ævi sem nú er á
enda runnin. Þeir sem urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast honum og vera samtíða
um lengri eða skemmri tíma
minnast hans með söknuði og
virðingu.
Gunnar var gæddur skörpum
gáfum, nánast óbrigðulu og af-
burðagóðu minni, fágætu skop-
skyni og varð stundum að beittu
háði. En undir vakti hlýja og
góðsemi í garð þeirra sem hon-
um voru kærir. Þetta varð til
þess að samneyti við hann var
óvenjugefandi og fullt af fróðleik
um menn og málefni, atvinnu-
sögu til lands og sjávar og skap-
andi og hugmyndaríkt líf hans og
annarra.
Gunnar var skapmaður og
gerði sér ekki mannamun ef til
átaka kom. Gaf hann ekki hlut
sinn fyrir neinum manni ef svo
bauð við að horfa. Ekki hopaði
hann að heldur undan ef til lík-
amlegra átaka kom enda af-
renndur að afli og skapið heitt
sem fylgdi. Þessir burðir til sálar
og líkama gáfu lítið eftir fram
undir nírætt og þegar líkaminn
fór að gefa sig voru andlegir
hæfileikar óbugaðir fram undir
það síðasta. Þar sannaðist hið
fornkveðna að lengi býr að
fyrstu gerð.
Því kom í mér í huga, þegar
Gunnar var allur, vísukorn sem
rak á fjörur mínar einhvern tíma
fyrir margt löngu. Þeir eru ekki
margir sem maður hefir séð á
eftir sem vekja vísu þessa upp í
huganum með svo afgerandi
hætti.
Aldurhniginn féll á fold
– felldu margan örlög köld –
sjaldan hef ég svartri mold
seldan vitað betri höld.
(Friðrik Þeydal.)
Vertu sæll, Gunnar, og þakkir
þér.
Sigtryggur Karlsson.
Elskulegi afi okkar er nú fall-
inn frá. Við erum þakklát fyrir
tímann sem við fengum að njóta
með honum. Hann lifði tímana
tvenna ef ekki þrenna. Þvílíkar
hetjusögur höfum við sjaldan
heyrt sagðar af slíkri hógværð.
Afi sigldi um höfin blá á meðan
heimsstyrjöldin seinni geisaði.
Hann var með akkeri og skútu á
handleggnum sem við stóð
Gunnar, Hull 1939, og okkur
þótti alltaf mikið til koma.
Afi og amma sátu á ferðatösk-
unni sinni með nesti á Þingvöll-
um við lýðveldisstofnunina 1944.
Það er eitthvað magnað við að
hafa heyrt sögur af þessum at-
burðum sem skrifað er um í
sögubókum, beint frá afa. Við er-
um svo þakklát fyrir stundirnar
á Eyri, þar sem afi og amma
bjuggu lengst af í húsinu sem afi
byggði. Við munum eftir selspik-
inu sem afi borðaði, rekaviðnum
sem afi sagaði, Guðrúnu bátnum
hans, rebbasögunum, appelsínu-
gula vörubílnum og líflegum
ferðum í Kaupfélagið. Strandirn-
ar skipa sérstakan sess hjá okk-
ur, og við segjum með stolti að
við séum Strandamenn í aðra
ættina. Við munum sakna þess
að geta ekki komið lengur við hjá
afa á Skaganum á leiðinni í
Hólminn, en eitt er víst að afi
mun ávallt eiga sérstakan stað í
hjörtum okkar.
Kristín Guðrún, Erla Ósk
og Gunnar.
Elsku afi, það er mér ótrúlega
sárt að þurfa að kveðja þig, enda
hefur þú alltaf verið stór partur
af mínu lífi. Ég get þó hlýjað mér
við allar minningar sem ég á um
þig og okkar tíma saman. Það
hefur verið undarlegt síðustu ár
að fara norður án þín, en þar
varstu samt alltaf í anda og verð-
ur alltaf. Ég á svo margar góðar
minningar um þig – öll sumrin á
Eyri, það að fara með þér inn í
Drangavík og út í eyju og í sel.
Öll kvöldin í eldhúsinu þar sem
þú sagðir okkur frá liðnum tíma
og sveitungunum og hlóst dátt.
Allar heimsóknirnar á Hlíðaveg-
inn eru mér líka mjög kærar og
þaðan á ég líka ótrúlega góðar
minningar. Það var alltaf svo
gott að fá að laumast með þér út
í vörubíl og hlusta á þig segja
sögur og fá jafnvel einn beiskan
brjóstsykur. Húsið og allt um-
hverfið var alltaf einhvers konar
ævintýraland og þið amma voruð
bæði partur af því. Þú varst allt-
af svo góður og hlýr og það var
svo gott að vera hjá ykkur. Þú
hefur alltaf haft svo mikla trú á
mér og alltaf verið svo stoltur af
öllu sem að ég hef áorkað í lífinu
og það var mér svo dýrmætt afi.
Þú varst svo glaður að mér gengi
svona vel í háskólanum og talaðir
um hvað þú óskaðir þess að þú
hefðir haft betri tækifæri til að
mennta þig en þú hafðir á sínum
tíma, þrátt fyrir að þú hafir nýtt
þér öll þau tækifæri sem þá voru
í boði. Þú varst þó menntaður á
þinn eigin hátt, vel sigldur og
lesinn og hafðir lifað í gegnum
ýmislegt. Þú gast þulið upp heilu
kaflana úr Íslendingasögunum
og rætt þær fram og aftur. Þú
bjóst yfir svo mikilli visku og svo
margskonar reynslu, sem þú
deildir með samferðamönnum
þínum. Fólk hefur alltaf borið
mikla virðingu fyrir þér og ég
finn alveg hvernig það breytir
áliti margra á mér að heyra að
ég sé barnabarn „Gunnars á
Eyri“ og er það nokkuð sem ég
verð ævinlega stolt af.
Elsku afi, það á eftir að vera
skrítið að hafa þig ekki um jólin,
en ég á eftir að hugsa mikið til
þín, eins og við öll. Ég er svo
glöð að hafa átt þig að og ég er
svo glöð að ég kom heim nógu
snemma til að fá að kveðja þig,
elsku afi. Það var mér ótrúlega
dýrmætt og seinustu orðin sem
við sögðum hvort við annað eiga
eftir að ylja mér alla ævi. Ég
elska þig líka, elsku besti afi.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
En styrrinn aldrei stóð um þig,
– hver stormur varð að lægja sig,
er sólskin þinnar sálar skein
á satt og rétt í hverri grein.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ásdís Sigtryggsdóttir.
Gunnar Guðmund-
ur Guðjónsson
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN MARÍA GÍSLADÓTTIR,
Reynimel 40,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn
2. desember.
Hún verður jarðsungin frá Neskirkju
föstudaginn 9. desember klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
líknarfélagsins Hvítabandsins, reikningsnúmer 0117-15-370548.
Þorsteinn Vilhjálmsson, Sigrún Júlíusdóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Halldór Eiríksson,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.