Morgunblaðið - 06.12.2011, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011
✝ Guðlaug AnnaGuðnadóttir,
húsfreyja á Urðum
í Svarfaðardal,
fæddist á Enni á
Höfðaströnd 9. des-
ember 1921. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 23. nóv-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Guðni
Kristinn Þórarinsson og Jó-
hanna Ragnheiður Jónasdóttir,
lengst af búsett á Hofsósi. Systk-
ini Guðlaugar: Sigfríður Ingi-
björg (dóttir Guðna af fyrra
hjónabandi) f. 22.6. 1912 (látin),
Guðmundur Helgi, f. 9.9. 1918
(látinn), Sesselja Engilráð, f. 2.3
1920, Guðbjörg, f. 3.3 1924, Stef-
anía Guðrún, f.
17.10. 1926, og
Björn Finnbogi, f.
27.4. 1929 (látinn).
Eiginmaður Guð-
laugar er Einar
Hallgrímsson, Urð-
um, f. 23.5. 1921.
Þau giftu sig 15.
júní 1947. Börn
Guðlaugar og Ein-
ars: Halla Soffía, f.
30.3. 1949, Jóhanna
Guðný, f. 18.4. 1951, og Hall-
grímur, f. 18.4. 1951. Maki Höllu
Soffíu er Hafliði Ólafsson, f.
22.1. 1942. Börn þeirra eru Ein-
ar, f. 21.12. 1985, og Sigurlaug
Hanna, f. 8.7. 1988.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Urðakirkju í dag, 6. desember
2011, kl. 13.30.
Elsku amma. Það eina sem
maður getur bókað í þessu jarðlífi
er dauðinn. Hann er óumflýjan-
legur. Samt er alltaf jafnerfitt að
sætta sig við það þegar hann ber
að garði. Það er erfitt að hugsa til
þess að nú situr þú ekki lengur
við enda eldhúsborðsins og segir
þegar ég fæ mér á diskinn:
„Borðaðu grautinn Gummi minn,
svo þú verðir stór.“ Þú varst nú
búin að segja mér hver þessi
Gummi var en ég man það ekki
lengur. Ég hef að minnsta kosti
alltaf farið að þessu heilræði þínu
amma og borðað vel af grautnum,
eins og þú veist. Þú vildir alltaf að
allir fengju nóg að borða á þínu
heimili og ég held að ég geti full-
yrt að þannig hafi það alltaf verið.
Jafnvel undir það síðasta þegar
þú fékkst heimsóknir á Dalbæ þá
vildirðu helst ekki að viðkomandi
færi þaðan aftur án þess að fá sér
fyrst fylltan brjóstsykursmola
eða súkkulaði sem þú lumaðir á.
Ég tel mig þó nokkuð heppinn
að hafa fengið að alast upp á
heimili með þér. Það eru ekki all-
ir sem í uppvextinum hafa afa og
ömmu innan handar á heimilinu
ef eitthvað vantar eða bjátar á,
hvort sem það eru góð ráð eða
bara selskapurinn. Kasta bolta á
milli, spila á spil eða fara yfir
hvað blómin í stofunni heita.
Þetta gerðum við. Ég verð að vísu
að viðurkenna að ég er ekki með
það á hreinu lengur hvað öll
blómin heita, en eitt veit ég og
það er að blómin minna á þig og
minningu þína.
Ég læt hér fylgja ljóð sem heit-
ir „Ömmuljóð“ og er eftir Jó-
hannes úr Kötlum. Innihald þess
segir í raun allt sem segja þarf.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku amma, það eru forrétt-
indi að hafa átt þig að og að eiga
allar góðu minningarnar um þig.
Þær munu lifa áfram í hug og
hjarta okkar sem eftir lifum. Nú
ert þú vonandi komin í faðm
góðra vætta og þú ert örugglega
búin að nota tækifærið og kíkja í
heimsókn í Skagafjörðinn. Því
eins og þú veist amma þá er alltaf
sól í Skagafirði.
Þinn ömmustrákur,
Einar Hafliðason.
Guðlaug Anna
Guðnadóttir
✝ Guðrún ÓlafíaJónsdóttir,
alltaf kölluð Lóa,
fæddist í Reykja-
vík 23. september
1939. Hún lést eft-
ir erfið veikindi á
National Institutes
of Health í Bet-
hesda í Bandaríkj-
unum 20. nóv-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Sigurðsson, versl-
unarmaður og hljóðfæraleik-
ari, f. í Reykjavík 31. ágúst
1914, d. 17. febrúar 2011, og
kona hans Árný Sigurð-
ardóttir, húsmóðir og versl-
unarkona, f. í Vestmannaeyjum
16. janúar 1919, d. 8. nóvember
1986. Systir Lóu er Sigrún
Jónsdóttir, f. 6. apríl 1943.
Hinn 29. desember 1960 gift-
ist Lóa Gunnari Tómassyni,
hagfræðingi, f. 30. júní 1940.
Foreldrar hans voru Tómas
þeirra Jack, Zoe og Cassie. Öll
eru börnin búsett í Bandaríkj-
unum.
Lóa ólst upp í Reykjavík og
að loknu landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar vann
hún við afgreiðslu í Pennanum
og síðar á skrifstofu RARIK.
Veturinn eftir fæðingu elsta
barns þeirra fór hún með
manni sínum til Manchester
þar sem hann var við nám í
hagfræði og síðar til Banda-
ríkjanna þar sem hann lauk
námi við Harvard-háskóla. Að
loknu námi hóf Gunnar störf
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í
Washington DC. Næstu árin
þar á eftir ferðuðust þau víða
um heim vegna starfa Gunnars
og sinnti hún þá heimili og
börnum af miklum dugnaði á
framandi slóðum. Eftir að þau
settust að um kyrrt í Wash-
ington vann hún að húsmóð-
urstörfum sínum og var
óþreytandi og rausnarlegur
gestgjafi bæði ættingja og
vina. Lóa vann mikið að fé-
lagsmálum í gegnum Íslend-
ingafélagið í Washington DC
og var útnefnd heiðursfélagi
þess fyrir nokkrum árum.
Bálför fór fram í kyrrþey.
Pétursson, stór-
kaupmaður, f. 19.
september 1910, d.
16. ágúst 1969, og
kona hans Ragn-
heiður Ein-
arsdóttir, hús-
móðir og fyrrv.
formaður kven-
félagsins Hrings-
ins, f. 11. febrúar
1917, d. 2. júní
2008. Mestallan
sinn hjúskap bjuggu þau Gunn-
ar erlendis, nú síðast og lengst
í Washington DC. Börn þeirra
eru þrjú: 1) Ragnheiður, f. 14.
janúar 1961, sjúkranuddari. 2)
Sverrir, f. 9. ágúst 1965, verk-
fræðingur. Kona hans er
Christine, barn þeirra er Olivia
Jane, kölluð Lóa. Auk þess á
Sverrir tvo syni af fyrra hjóna-
bandi, þá Stefán og Koby. 3)
Guðrún Ólafía, f. 22. janúar
1968, sálfræðingur. Hún er gift
Joshua Rubin og eru börn
Elskuleg mágkona mín, hún
Lóa, er látin. Baráttan við
krabbameinið var löng. Það
skiptust á skin og skúrir. En
bestu læknar fengu ekki rönd
við reist.
Gunnar og Lóa, eins og þau
voru tíðast nefnd, giftu sig árið
1960 og áttu því gullbrúðkaup á
síðasta ári.
Fjölskyldan hefur búið og
starfað víða um heim. Að loknu
stúdentsprófi 1960 fór Gunnar
til hagfræðináms í Manchester-
háskóla. Síðan tók við mast-
ersnám við Harvard-háskóla og
loks starf við Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn í Washington. Á veg-
um AGS (IMF) starfaði Gunnar
um þriggja ára skeið í Indóne-
síu, Kambódíu og Suður-Víet-
nam á upplausnar- og ófriðar-
tímum. Þann tíma héldu þau
heimili í Bangkok, þar sem
börnin gengu í skóla en Gunnar
flaug heim um helgar. Heim-
ilishald í Suðaustur-Asíu við
þessar kringumstæður var ekki
heiglum hent, en þar sem
endranær hélt Lóa utan um líf
og starf fjölskyldunnar af þeim
kjarki og ósérhlífni sem henni
var í blóð borin.
Lóa var afar sterkur per-
sónuleiki, fáguð og vinnusöm.
Hún var glaðsinna, nærgætin
og umhyggjusöm. Vönduð kona
sem ekki mátti vamm sitt vita.
Lóa var um margt alveg ein-
stök. Eitt var að hún mundi
allt, afmælisdaga, símanúmer
og nöfn allra afkomenda vina
og ættmenna, svo fátt eitt sé
talið.
Það duldist engum að á milli
Gunnars og Lóu voru miklir
kærleikar og gagnkvæm virð-
ing. Það er bjart yfir minningu
Lóu. Barnabörnin sakna ömmu
sinnar sem var þeirra besti vin-
ur og félagi.
Við Dagný þökkum Lóu fyrir
áratuga samfylgd.
Gunnari, börnum og barna-
börnum vottum við einlæga
samúð okkar.
Ragnar Tómasson.
„Hefur þú gert þér grein fyr-
ir hvað túnfiskur í olíu er miklu
betri en túnfiskur í vatni“. Í
fjörutíu ár vorum við Gurrý bú-
in að borða „túnfisk í vatni“ af
því að Lóa sagði það.
En svona var Lóa, ákveðin,
fjári hreinskilin en umfram allt
tilfinninganæm og hafði svo
sannarlega áhrif á alla sem
kynntust henni.
Við hittumst í fyrsta sinn
fyrir rúmum fjörutíu árum.
„Sæll, ég heiti Guðrún Ólafía,
kölluð Lóa, konan hans Gunn-
ars.“ Ég man alltaf þessi björtu
augu og ákveðna handtakið.
Ári seinna giftumst við
Gurrý og fluttumst til Dan-
merkur.
Frá því við giftum okkur
hafa Gunnar og Lóa verið stór
hluti af okkar lífi. Gurrý hafði á
yngri árum verið barnapía hjá
þeim þegar Gunnar var við nám
í Manchester. Síðan hefur verið
mjög náin vinátta milli hennar
og Lóu.
Gunnar og Lóa dvöldu til
margra ára í Asíu, vegna vinnu
Gunnars hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Lóa sá um börnin og
Gunnar um fjármál Indónesíu,
Kambódíu og Suður-Víetnams.
Það virðist hafa gengið hálf-
„brösulega“ að kenna þeim rétt
vinnubrögð, því stjórnir allra
þessarra ríkja féllu eftir að
hann fór.
Við heimsóttum þau þrisvar
til Bangkok, en þar bjó fjöl-
skyldan. Gunnar flaug í hverri
viku til Saigon með nestispakka
frá Lóu. Reiknaði líklega með
að annars myndi hann deyja úr
hungri. En svona var einmitt
Lóa. Stóð alltaf sem klettur bak
við sína fjölskyldu og þá sér-
staklega Gunnar.
Í einni af sínum fyrstu ferð-
um til Asíu dvöldu þau hjá okk-
ur á Amager. Við fórum á
ströndina, Guðrún að moka
drullukökur og Sverrir og
Ragnheiður hlaupandi um af
gleði. Fórum í Tívolí. Sat á gír-
affa, Sverrir á hesti og Guðrún
á hænu. Mor og far i Gröften.
Gunnar var „grand“, bauð okk-
ur út að borða á SAS Royal.
Sniglar í forrétt, hélt ég myndi
deyja.
Við vorum svo lánsöm að
eyða mörgum fríum saman.
Einu sinni hittumst við á Ís-
landi, þau með börnin. Fengum
lánaðan Ford-jeppa hjá Ragga
bróður á einhverjum stærstu
dekkjum sem sést höfðu á land-
inu. Fórum eftir Suðurlandinu
til Kirkjubæjarklausturs. Stóru
dekkin reyndust ekki vel, voru
gatslitin. En hvar sem við kom-
um á dekkjaverkstæði vöktu
þau hrifningu: „Hafið þið próf-
að hann í drullu?“
Seinustu fjórtán árin fórum
við oft til Mallorca. Ransý
tengdamamma og Jón pabbi
Lóu voru oft með í för. Leigð-
um hús uppi í fjöllum eða íbúð
á La Pergola á suðvesturströnd
Mallorca. La Pergola varð fast-
ur viðkomustaður í öllum ferð-
unum og Gabriel í móttökunni
varð einn af fjölskyldunni.
Lóa naut þess að halda veisl-
ur og gerði það með miklum
sóma. Hafði sig mikið til og bar
af öllum. Seinasta veislan hér
heima var í fyrra vegna sjö-
tugsafmælis Gunnars.
Gunnar og Lóa komu seinast
til Íslands í febrúar til að vera
viðstödd jarðarför Jóns, föður
Lóu. Þó að hún hefði þá háð
erfiða baráttu við krabbamein
var hún jafnglæsileg og alltaf.
Þessi rúmlega fjörutíu ár
hafa liðið hratt en við höfum
svo sannarlega átt góð ár sam-
an.
Það verður erfitt að venja sig
við að taka upp símann og
heyra ekki: „Hæ, þetta er Lóa,
hvað segið þið?“
Guðni Pálsson,
Guðríður Tómasdóttir,
Andrea og Ragnheiður.
Lóa vinkona okkar kvaddi
hinn 20. nóvember síðastliðinn
eftir erfið veikindi. Á slíkum
tímamótum kemur upp í hug-
ann fjöldi minninga frá liðinni
tíð. Leiðir okkar lágu saman í
Cambridge í Massachusetts þar
sem Gunnar og Þorgeir stund-
uðu nám en Lóa og Anna gættu
bús og barna, sem í fyrstu voru
Ragnheiður dóttir Lóu og
Gunnars og Sigrún dóttir Önnu
og Þorgeirs.
Það var mikils virði að eiga
Lóu að þegar við hjónin hófum
búskap fjarri fjölskyldum og
vinum. Hún var ekki aðeins
kona með reynslu af því að búa
á erlendri grund heldur bjó yfir
einstökum vilja til að styðja og
liðsinna samferðamönnum sín-
um. Hún hafði áður búið ásamt
Gunnari í Englandi og þegar
dvalið eitt ár vestan hafs áður
en við komum þangað. Til
hennar var gott að leita til að fá
góð ráð við nánast hverju sem
var auk þess sem hún var frá-
bær félagi.
Eins og Íslendingar, sem bú-
ið hafa erlendis við nám og
störf, þekkja vel myndast oft
mjög sérstök vinabönd milli
fólks þegar það er langdvölum
fjarri ættjörðinni. Við áttum
margar ánægjustundir með
þeim hjónum Lóu og Gunnari
og í hugann koma m.a. myndir
frá sumarleyfi á Cape Cod. Þar
reyndu konur fyrir sér í tennis;
Lóa ófrísk og hin með rúllur í
hárinu. Óþarft er að taka fram
að þetta var endir á okkar
tennisiðkun.
Ekki eru síður minnisstæðar
heimsóknir á fallegt heimili
Lóu og Gunnars í Washington,
þar sem Lóa var í hlutverki
húsmóður, sem hafði einstakt
lag á að láta gestum sínum líða
vel. Auk hlýju og meðfæddrar
gestrisni var vel gert við gesti í
mat og drykk og uppskriftirnar
hennar Lóu á gulu miðunum,
sem hún hafði ávallt í eldhús-
inu, eru vel geymdar og margar
í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldu
og vinum.
Í veikindum sínum sýndi Lóa
mikinn styrk og gaf hvergi eft-
ir. Það var ánægjulegt að sjá
hana og hitta þegar hún kom til
Íslands í byrjun árs til að fylgja
föður sínum til grafar og fá
tækifæri til að njóta enn einu
sinni félagsskapar hennar. Þar
fór stolt og glæsileg kona, sem
gladdist yfir endurfundum við
ættingja og vini. Hjá henni var
enga uppgjöf að finna.
Það er því með sorg í huga
og mikilli eftirsjá sem við
kveðjum Lóu nú á þessum
tímamótum. Góður vinur er
horfinn á braut alltof snemma
og við getum ekki annað en
þakkað margra áratuga vináttu
og vottað Gunnari, Ragnheiði,
Sverri og Guðrúnu innilega
samúð okkar.
Anna og Þorgeir.
Mig langar að minnast elsku-
legrar móðursystur minnar,
Lóu, sem lést þann 20. nóv-
ember síðastliðinn.
Þegar mér verður hugsað til
Lóu streyma fram allar góðu
minningarnar sem ég á um
hana frænku mína.
Lóa kom alltaf færandi hendi
þegar hún kom í heimsókn til
Íslands. Í fyrstu var það spenn-
andi sælgæti eða risakrukkur
af hnetusmjöri. Hin seinni ár
færði Lóa mér ýmsar gæða-
matvörur sem erfitt eða dýrt
var að kaupa hér.
Ég á líka góðar minningar
frá heimsóknum mínum til Am-
eríku, bæði sem barn og full-
orðin. Ég man sérstaklega eftir
heimsóknum mínum sem barn.
Á meðan frændsystkini mín
voru enn í skólanum fórum við
Lóa saman í verslunarleið-
angra, bæði til að fata mig upp,
svo og í matvörubúðir sem mér
þótti ekki síður spennandi.
Stundum enduðu verslunarferð-
irnar með hamborgara og
frönskum á Roy Rogers. Eftir
að frændsystkini mín voru kom-
in í frí var farið í skemmtigarða
og þeyst um í hinum ýmsu
tækjum. Þetta var ekki svo lítil
upplifun fyrir mig, barnið, mið-
að við það sem ég þekkti hér
heima. Ég þurfti svo sannar-
lega ekki að líða af heimþrá hjá
Lóu. Það segir allt um hversu
vel mér leið hjá móðursystur
minni. Seinna var það ljúft að
geta verið hjá Lóu og fjöl-
skyldu um jól og áramót árið
sem ég var au-pair í Boston.
Mér leið eins og að vera heima.
Á síðustu árum varð sam-
band okkar Lóu nánara, sér-
staklega eftir að við Solveig
Árný, dóttir mín, fluttum í afa-
hús. Lóa hringdi nánast dag-
lega í afa en við þau tækifæri
áttum við Lóa löng og góð sam-
töl. Lóa var ótrúlega dugleg að
halda tengslum við fólkið sitt
hérna heima og oft kom það
fyrir að ég fékk fyrstu fréttir
frá Lóu áður en þær bárust til
mín eftir öðrum leiðum innan
fjölskyldunnar.
Lóa var sú sem ég gat leitað
til ef eitthvað þurfti að skipu-
leggja varðandi veisluhöld. Þeg-
ar ég var lítil þá hugsaði ég
stundum um Lóu og ömmu sem
boðakonur sem fannst lítið mál
að bjóða gestum og skella upp
smá veislu. Þessi eiginleiki Lóu
kom sér aldeilis vel fyrir mig og
ég hef sjaldan verið eins fegin
og þegar hún ákvað að vera við
fermingu Solveigar. Hún kom
með flest aðföng með sér og
síðan tók hún að sér verk-
stjórnina. Lóa sjálf var upp-
tekin kvöldið fyrir ferminguna
en með góðri verkstjórn og
leiðbeiningum frá Lóu þurftum
við mamma og Guðrún, dóttir
Lóu, sem einnig var með í för,
ekkert að hugsa, aðeins að
framkvæma það sem var á list-
anum frá Lóu. Veislan sem var
haldin heima var eins og á fín-
asta veitingastað. Þetta hefði
aldrei gengið svona vel ef ég
hefði ekki haft aðstoð Lóu
minnar.
Það er mér ómetanlegt að
Lóa og Gunnar skyldu vera hjá
okkur í afahúsi í heimsóknum
sínum til Íslands síðastliðin ár.
Það eru margar notalegar
minningar sem við Solveig eig-
um um þær heimsóknir.
Í mínum huga var Lóa akk-
erið í okkar fjölskyldu. Alltaf
sterk og jákvæð. Ég veit að hún
hefur smitað út frá sér þessum
eiginleikum til næstu kynslóða.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
allt sem hún hefur gert fyrir
mig og mína. Hennar verður
sárt saknað en um leið minnst
með mikilli hlýju og góðum
minningum um frábæra
frænku.
Rannveig.
Við kveðjum Lóu vinkonu
okkar með söknuði. Við kynnt-
umst Lóu og Gunnari þegar við
fluttum til Maryland fyrir tæp-
um fjörutíu árum. Vinátta við
þau ágætu hjón hefur verið
okkur verðmæt í öll þessi ár.
Mörg voru boðin á glæsilegu
heimili þeirra í Bethesda, þar
sem allir hlutir spegluðu
smekkvísi Lóu. Matarboðin
hennar voru engu lík og þar var
hugsað fyrir öllu, stóru og
smáu. Lóa var listakokkur og
framreiddi gómsæta rétti á
borð við bestu veitingastaði í
Washington.
Þau hjónin héldu uppi ís-
lenskum siðum og þá sérstak-
lega um jólin. Meðal annars
buðu þau löndum sínum á Þor-
láksmessu í skötu og saltfisk
frá Íslandi. Það var alveg
makalaust hvað Lóa lagði á sig
til að koma skötunni yfir Atl-
antshafið, allt til að viðhalda ís-
lenskum hefðum og gleðja vini
sína.
Lóa var glæsileg og góð
kona. Hún hafði líka til að bera
fágaða framkomu sem sómdi
sér vel við hvaða tækifæri sem
var. Hún var Gunnari mikil
stoð og stytta í langri sambúð,
var líka mjög tengd börnum
sínum og barnabörnum. Sam-
staða þessarar frábæru fjöl-
skyldu var aldrei sterkari en
síðastliðin tvö ár, eftir að Lóa
greindist með krabbamein. Hún
sýndi mikið hugrekki og fékk
óendanlegan styrk frá sínum
ágæta manni og börnum. Við
vottum þeim öllum djúpa sam-
úð og sendum líka systur Lóu,
Sigrúnu, og hennar fjölskyldu
samúðaróskir.
Unnur og Snorri
Thorgeirsson.
Guðrún Ólafía
Jónsdóttir