Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011 Vilt þú bæta heilsuna þína? Auka orkuna eða koma þér í form? Prófaðu Herbalife! Hafðu samband: 774 2924, Baldur. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Gisting Gisting allt árið í notalegum bústöðum Heitir pottar og notalegheit. Þú átt það skilið að slappa af fyrir jólin. Fjölskyldur og hópar. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Tómstundir Fjarstýrðar innanhússþyrlur og margt fl. Mikið úrval af fjarstýrðum innanhúss- þyrlum á góðu verði. Netlagerinn slf. Verslun í Dugguvogi 17-19, 2. hæð. Sími 517-8878. Vefsíða Tactical.is Frí heimsending til jóla. Plastmódel í miklu úrvali Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is Finnið okkur á facebook. AKUREYRI Höfum til leigu 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, sími 897 5300. Heilsa Málarar Alhliðamálningarþjónusta. Getum bætt við okkur verkefnum, til- boð eða tímavinna. Vönduð vinnu- brögð, hagstæð verð í boði og góðir greiðsluskilmálar. Sími 823 8547 og 659 9676. Málarar Elsku afi, núna ertu farinn og líður örugglega betur þar sem þú ert núna. Takk fyrir öll árin og allt sem þú kenndir mér. Alltaf svo rólegur og þolinmóður. Þær voru margar sögurnar sem þú last fyrir mig á kvöldin. Allar ferðirnar saman upp í hesthús og að gefa hænunum og í hverri einustu spurðir þú mig hvað þessi eða hinn fuglinn héti. Alla útreiðartúrana, ég alltaf berbakt því það var bara til einn hnakkur og stundum hafði ég ekkert beisli heldur og þá átti ég að halda í faxið en ég hélt alltaf svo laust því ég vildi ekki hárreyta hestana. Þú gafst mér mína fyrstu og einu veiðistöng og kenndir mér að veiða. Sama dag og ég fékk veiðistöngina fórum við á ára- bátnum út á vatn að vitja um netið og ég prufukeyrði veiði- stöngina fínu og veiddi þá líka þennan risastóra silung. Einu sinni fórum við á bátn- um en þú varst þá nýkominn úr uppskurði og baðst mig að róa alla leiðina sem ég gerði, en það var mikið puð fyrir mig, Loftur Jóhannsson ✝ Loftur Jó-hannsson fædd- ist á Eyrarbakka 13. desember 1923. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 12. nóvember 2011. Útför Lofts fór fram frá Selfoss- kirkju 19. nóvember 2011. bara 9 eða 10 ára, en ég var svo stolt af þessu, fannst ég alveg vera að bjarga málunum. Þær voru líka ófáar útilegurnar sem þið amma fór- uð með okkur Bjögga frænda í. Ég hugsa oft til þess eftir að ég eignaðist mín börn og bílferðirnar með þau í aft- ursætinu, hversu þolinmóð þið voruð. Á þeim tíma voru bíl- belti aðeins til skrauts og við Bjöggi kútveltumst í aftursæt- inu í einhverjum leikjum og það sem okkur þótti skemmti- legast var að hendast með rassinn ofan í gólf og með lapp- irnar uppi í sætinu með tilheyr- andi brölti að komast upp aft- ur. Það hlýtur að hafa verið pirrandi að vera í framsætinu þegar þessi leikur stóð sem hæst en aldrei heyrðum við kvartað. Mér finnst eins og við höfum ferðast um allt Ísland og margir staðir vekja upp minn- ingar um þessi ferðalög. Takk, elsku afi minn, og bestu kveðjur til ömmu. Bjartur máninn á himni skín sendir geisla inn um gluggann minn. Þó þú sért ekki hér ég finn fyrir þér í hjarta mér. (Hjördís Linda Jónsdóttir.) Lilja Leifsdóttir og fjölskylda. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 28. nóvember. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S: Valdimar Ásmundss. – Björn Pétursson 412 Ingibjörg Stefánsd. – Ingveldur Viggósd. 341 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 338 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónsson 333 Árangur A-V: Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrímss. 382 Bergur Ingimundarson – Axel Lárusson 362 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 352 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 338 Einni umferð ólokið í Guðmundarmótinu í Gullsmára Spilað var á 13 borðum fimmtu- daginn 1. desember. Úrslit í N-S: Þorsteinn Laufdal – Páll Ólason 332 Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 328 Pétur Antonsson – Örn Einarsson 320 Leifur Jóhanness. – Guðm. Magnússon 291 A/V: Ármann J. Lárusson – Guðl. Nielsen 342 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 305 Sigurður Njálss. – Pétur Jónsson 302 Jónína Pálsd. – Sveinn Sigurjónsson 292 Og eftir fjögur skipti (af fimm) í Guðmundarmótinu er staða efstu para þessi: Ármann J. Láruss. – Guðl. Nielsen 1325 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 1280 Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurjss. 1237 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 1212 Pétur Antonsson – Örn Einarsson 1152 Leifur Jóhanness. – Guðm. Magnússon 1132 Haustsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur Að loknum 6 kvöldum af 8 er stað- an í fyrstu deild þessi: Málning 322 Sparisjóður Siglufjarðar 312 Sölufélag Garðyrkjumanna 311 Staðan í annarri deild er þessi: Grant Thornton 280 Bergur 279 Ólafur Steinason 271 Grant Thornton og Bergur flytjast upp í fyrstu deild næsta þriðjudag. Reykjanesmót í tvímenningi Reykjanesmót í tvímenningi verð- ur haldið sunnudaginn 11. des., á Mánagrund í Reykjanesbæ og hefst kl. 13. Auk hefðbundinna verðlauna fær efsta parið þátttökugjald í tvímenn- ingi á Bridshátíð. Þáttökugjald er 5.000 kr. á parið. Skráning hjá Erlu s. 659 3013, Garðari s. 893 2974 og Lofti s. 897 0881. Sveit Birgis Arnar Kópavogsmeistari Nú er Aðalsveitakeppni Brids- félags Kópavogs lokið eftir æsi- spennandi lokaumferð sl. fimmtu- dag. Þrjár sveitir áttu möguleika á efsta sætinu og spiluðu tvær þeirra innbyrðis í síðustu umferðinni. Þar tryggði sveit Birgis Arnar Stein- grímssonar sér sigurinn með því að vinna sveit Hjálmars S. Pálssonar með 19-11. Lokastaða efstu sveita varð þessi. Birgir Örn Steingrímsson 155 Þorsteinn Berg 151 Hjálmar S. Pálsson 149 Sveinn Símonarson 142 Vinir 142 Fimmtudagana 8. og 15. des verð- ur tveggja kvölda jólatvímenningur. Veitt verða verðlaun fyrir saman- lagðan árangur en pör eru ekki bundin af því að mæta bæði kvöldin. Spilaður verður Monrad-barómeter, sjö umferðir með 4 spilum, alls 28 spil. Spilastaður Gjábakki, Fann- borg 8. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið fjögurra kvölda tví- menningskeppni. Þar sem þrjú bestu kvöldin gilda til verðlauna. Úr- slit urðu þessi. Björn Arnarss. - Jörundur Þórðarson 836 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 810 Oddur Hanness. - Árni Hanness. 793 Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss. 733 Ragnar Haraldsson—Bernhard Linn 707 Sunnudaginn 4/12 var spilað á níu borðum. Hæsta skor kvöldsins í Norður/Suður: Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldsson 299 Björn Arnarson - Jörundur Þórðarson 258 Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 224 Austur/Vestur Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss. 283 Oddur Hanness. - Árni Hannesson 251 Bergljót Aðalstd. - Björgvin Kjartanss. 219 Sunnudaginn 11/12 verður spilað- ur eins kvölds tvímenningur. Það er síðasta spilakvöld fyrir jól. Við byrj- um aftur að spila á nýju ári sunnu- daginn 8. janúar 2012. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19 Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 29. nóvember var spilað á 20 borðum hjá FEBH með eftirfarandi úrslitum í N/S: Ólafur Gíslason – Guðm. Sigurjónss. 384 Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsd. 378 Óskar Ólafss. – Magnús Jónsson 356 Örn Einarss. – Pétur Antonsson 336 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 328 A/V. Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 402 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 395 Friðrik Hermannss. – Skúli Bjarnas. 380 Bjarnar Ingimars – Bragi Björnss. 356 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 355 Amma mín, Guðrún Arnórs, er farin á vit forfeðranna. Orðstír deyr aldr- ei, þess er sér góðan gat. Það má með sanni segja að þessi orð eigi vel við um ömmu. Hún gat sér gott orð hvar sem hún kom og var hugulsöm við alla. Amma var stolt af sínum og fjöskyldulífið var henni mikil- vægt. Hún fylgdist vel með og var alltaf með á nótunum hvað synir hennar og barnabörnin voru að bardúsa, hvar sem þau voru. Hún og afi voru svo að segja óaðskiljanleg og þegar þau þurftu að vera hvort á sín- um staðnum gátu þau ekki beð- ið eftir að hittast á ný. Svona var þetta enn eftir rúmlega 62 ár í sambúð, þar af 59 í hjóna- bandi. Það segir sitt um ástríki og aðdáun, enda talaði hún um að hver koss og hvert faðmlag væri sem sprek á ástareldinn. Alltaf heilsaði ég og kvaddi ömmu innilega, enda vorum við glöð að hitta hvort annað og hlökkuðum bæði til að hittast aftur þegar annað fór. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku amma mín. Hvíl þú í friði. Þinn sonarsonur, Sigurjón. Hún tengdamóðir mín fyrr- verandi er fallin frá eftir stutta sjúkrahúslegu og langt um ald- ur fram. Einhvern veginn var ég ekki við þessu búin þegar ég heyrði í henni fyrir fáeinum dögum og er þess vegna í Guðrún Arnórs ✝ Guðrún Arnórsfæddist í Reykjavík 9. júní 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. nóvember 2011. Útför Guðrúnar fór fram frá kirkju Óháða safnaðarins 23. nóvember 2011. mestu erfiðleikum að kveðja hana al- mennilega, þakka henni fyrir svo margt sem hún var mér í gegnum tíð- ina og gleymdist að þakka nægjan- lega fyrir. Ég vona samt innilega að hún viti hversu mikils ég met hana og hennar aðstoð við mig og mína. Það var gott að leita til Guð- rúnar Arnórs ef vandræði voru með handavinnu og prjónaskap og hún fádæma ráðagóð og lausnamiðuð, fann alltaf leiðina út úr vandræðunum. Allt gerði hún fumlaust og í rólegheitum, gaf sér þann tíma sem þurfti en ekki neitt framyfir það. Hún var góð í tungumálum, talaði bæði tungu manna og engla, hún hafði einnig yndi af blóma- og garðrækt, útiveru og dansi svo fátt eitt sé nefnt. Hún var hlý en frekar fámál, sérstak- lega um sín málefni, það amaði aldrei neitt að henni, en hún stóð staðföst að baki sínum. Eiginmann sinn dáði hún alla tíð svo aldrei bar skugga þar á og strákana sína, fannst reyndar svolítið hart að eign- ast ekki stelpu, en eins og hún sagði oft í góðu tómi: „Hann Siggi minn og ég kunnum ekki að búa til stelpu“ og þar við sat. Mér var hún alltaf eins og önnur móðir þegar á þurfti á að halda, hún hélt svo áfram og tengdaforeldrar mínir báðir að viðhalda sambandi við mig eft- ir skilnaðinn. Þá mest í geng- um son minn sem hún reyndist alltaf mjög vel og þó sérstak- lega á námsárum er hann bjó hjá afa og ömmu meðan á því stóð. Eftir að ég kynntist öðrum manni var hann bara einn af þeirra fjölskyldu líka, eins og hún ætti í honum hvert bein, svona stórt var hjartalag Guð- rúnar. Elsku Sigurjón, missir þinn er mikill nú þegar ellin sækir að en megi góður guð vernda þig og styrkja í sorginni og alla þína afkomendur. Almættið veri með ykkur. Kær kveðja, Þórdís. Síðustu daga hef ég velt því fyrir mér hvað skiptir raun- verulega máli, og hve margir átta sig fyrst á því, þegar það er orðið um seinan. Ekki ég. Amma mín var ein mikilvæg- asta manneskjan í lífi mínu og það hef ég alltaf vitað. Margir vita ekki að hún tók við móðurhlutverkinu hjá mér frá því að ég var 13 ára gamall og sá um mig og bræður mína tvo eins og sín eigin börn. Á meðan pabbi vann baki brotnu, dag og nótt, til að ala önn fyrir okkur, sá hún til þess að allir á heimilinu væru búnir með heimanámið sitt, að enginn væri svangur og mögulega sagði hún eina eða tvær sögur ásamt afa fyrir háttinn. Ég eyddi mörgum eftirmið- dögum hjá henni þegar ég var lítill í Hlíðaskóla í pössun. Amma vann í einni af mest krefjandi deildum skólans, sér- deildinni. Mér hlaust sá heiður að fá að fylgjast með henni vinna með öllum brosmildu og lífsglöðu krökkunum þar og upplifði hvernig hún náði til hvers eins einasta barns með væntumþykju og skilningi. Þannig var hún amma, alltaf svo skilningsrík og næm á alla hluti lífsins. Snemma fékk ég áhuga á gítarglamri og hafði fengið leyfi hjá pabba til að prófa kassagítarinn hans, með mis- góðum árangri. Einn daginn sat ég heima með gítarinn að æfa gítargrip þegar amma kom í heimsókn. Hún spurði hvort ég væri kominn með almenni- legt lag á gripinn og ég út- skýrði að þetta væri mun erf- iðara en hana grunaði. „Jæja já?“ sagði hún og bað mig um að rétta sér gítarinn. Hún kom honum fyrir í fanginu og viti menn, amma kunni sko að spila á gítar. Undrandi spurði ég hana hvenær hún hefði lært á gítar og hún svaraði mér: „Elskan mín góða, ég hef alltaf kunnað smá á gítar.“ Seint gleymast dagarnir sem við eyddum í Birkibæ, sum- arbústað afa og ömmu. Sól- skinsríkir dagar þar sem alltaf var eitthvað að gera, og þá sér- staklega að taka þátt í smíða- verkefnum, sem virtust alltaf verða fleiri og fleiri. Þess á milli var kaffitími í Sólheimum, taka upp kartöflur úr kartöflu- garðinum eða fá að keyra sláttutraktorinn á grasflötinni. Flest afmæli mín einkennd- ust af því að geta pantað hvað sem ég vildi í kvöldmat og oft- ar en ekki var hringt í ömmu og hún spurð hvort hún vildi ekki elda saltfisk með rófum eða kjötbollur með kartöflum og brúnni sósu. Vinum mínum fannst ég vera skrýtinn að biðja ekki frekar um pitsu eða hamborgara, en þeir vissu ein- faldlega ekki hversu góður kokkur hún amma mín var. Frá því að ég man eftir mér var far- ið bæði á aðfangadag og ann- aðhvort jóladag eða annan í jólum til afa og ömmu í dýr- indis kalkún með öllu tilheyr- andi og svo eðalhangikjöt með uppstúf og hennar víðfræga kartöflusalati. Enginn gat toppað það. Orð fá ekki lýst hversu mikið ég mun sakna þín, elsku amma mín, og hvernig hægt sé að fylla upp í þetta stóra gat sem myndaðist eftir að þú kvaddir þennan heim, en ég veit að þú ert komin á betri stað. Minning þín mun lifa í hjarta mínu alla ævi og hvernig þú settir svip þinn á líf allra sem þú komst í snertingu við. Ég veit að ég er betri manneskja fyrir það eitt að hafa haft þig í lífinu. Daniel Kristinn Gunnarsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.