Morgunblaðið - 21.01.2012, Page 36

Morgunblaðið - 21.01.2012, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2012 ✝ Jakob Ágústs-son fæddist á Bíldudal 12. nóv- ember 1926. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 8. janúar 2012. Foreldrar hans voru Ágúst Sigurðs- son, verslunarstjóri á Bíldudal, f. 13. ágúst 1886 á Desj- armýri í Borgarfirði eystra, d. 18. febrúar 1943 og Jakobína Jó- hanna Sigríður Pálsdóttir, hús- freyja á Bíldudal, f. 15. október 1892 á Prestbakka, Bæjarhreppi í Strandasýslu, d. 18. febrúar 1943. Systkini Jakobs voru Guðrún Sig- ríður, f. 23. maí 1914, d. 18. febr- úar 1990, Unnur, f. 15. desember 1915, d. 31. október 2001, Arndís, f. 5. september 1917, d. 29. októ- ber 2009, Hjálmar, f. 30. maí 1920, d. 14.mars 2008, Páll, f. 30. mars 1923, d. 26. ágúst 1986 og Hrafnhildur, f. 27. mars 1934. Auk þess ólust upp með þeim tvær fóstursystur þær Ingibjörg Ormsdóttir, f. 30. október 1936 og Karolína Sigurðardóttir, f. 19. Ólafsfjarðar árið 1952 þar sem þau bjuggu alla sína hjúskap- artíð. Jakob lærði rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi undir umsjón Sveins Aðalsteins Gíslasonar rafvirkja- meistara í Sandgerði árið 1949. Hann starfaði sem rafvirki hjá fyrirtækinu Volta í Reykjavík til ársins 1952. Hann tók við stöðu rafmagnsveitustjóra í Ólafsfirði árið 1952 og gegndi þeirri stöðu allt þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Samhliða starfi sínu sem rafmagnsveitustjóri sá hann um rekstur Félagsheim- ilisins Tjarnaborgar frá 1961- 1972. Jakob lét sig félagsmál miklu skipta, hann var virkur fé- lagi í Rótarýhreyfingunni frá 1955 og var þar heiðursfélagi. Hann sat í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar á árunum 1954-1966, 1970-1978 og 1982-1986, hann var forseti bæjarstjórnar á ár- unum 1970-1974. Einnig sat hann í stjórnum og nefndum ýmissa fyrirtækja og stofnana í bæj- arfélaginu. Jakob var mikill áhugamaður um íþróttir og fylgdist vel með þeim. Hann vildi ætíð veg íþrótta og íþróttafólks í samfélaginu sem mestan. Útför Jakobs fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 21. jan- úar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. maí 1911, d. 9. apríl 1977. Hinn 17. janúar 1953 kvæntist Jakob Álfheiði Jón- asdóttur, f. 22. nóv- ember 1931, d. 5. desember 2011. For- eldrar hennar voru Jónas Magnússon, skólastjóri, síðar sparisjóðsstjóri á Patreksfirði, f. 4. sept. 1891 á Geitagili, Rauða- sandshr., V-Barðastrandarsýslu, d. 7. ágúst 1967 og Ruth Jóns- dóttir, f. 7. júlí 1902 á Patreks- firði, d. 14. okt. 1975. Börn Jak- obs og Álfheiðar eru: 1) Sigurbjörn Hlíðar, f. 12. ágúst 1963, kvæntur Regínu Vilhjálms- dóttur. Barn þeirra er María Rós. 2) Hafsteinn Sævar, f. 29. ágúst 1964, kvæntur Birgittu Guðjóns- dóttur. Börn þeirra eru Jakob, Fannar og Daníel. 3) Ruth, f. 28. október 1972, í sambúð með Rúnari Helga Kristinssyni. Börn hennar eru Sandra Karen, Krist- ófer Leví og Álfheiður Birta, barn þeirra saman er Lilja Rún. Jakob og Álfheiður fluttust til Elsku pabbi. Að missa foreldri er mikil sorg, að missa báða for- eldra á svo stuttum tíma virðist óyfirstíganlegt, en að þið mamma séuð sameinuð á ný gerir sorgina viðráðanlegri. Góð kona sagði við mig þegar mamma lést, að það væru þessar sterku konur sem færu á undan mönnum sínum, til að undirbúa og gera klárt fyrir sína heittelsk- uðu. Hún hefur eflaust gert það og tekið vel á móti þér, eins og hún gerði alltaf hér. Ég var pabbastelpan og þú lést mér alltaf líða eins og prinsessu, að ég væri einstakt eintak af mannveru. Þú hafðir endalausan tíma fyr- ir mig, ef þú þurftir að vinna og ég vildi ekki sleppa af þér hend- inni, þá bara tókstu mig með eins og ekkert væri sjálfsagðara. Margar ferðirnar fékk ég að fara með í sveitina að lesa af rafmagn- inu, það fannst mér svo gaman. Á hverjum bæ gafstu þér tíma til að setjast niður og fá þér kaffisopa með heimilisfólkinu og að sjálf- sögðu fékk ég eitthvað gott í gogginn líka. Að „vinna“ með þér á skrifstofunni í bílskúrnum fannst mér óendanlega skemmti- legt, kíkja á mælana í spenni- stöðvunum var líka ævintýri lík- ast. Mér fannst ég svo fullorðin þegar ég fékk að lesa af tölunum, það var ábyrgð. Þú meira að segja tókst mig með þér að spila badminton við félagana, svo var alltaf farið í Valberg á eftir, ég fékk appelsín og lakkrísrör með- an þið rædduð bæjarmálin. Ég var aldrei fyrir þér. Við sungum mikið saman, Litla flugan hans Fúsa var í miklu uppáhaldi og auðvitað Tondeleyo. Ég man nú ekkert sérstaklega eftir að þú hafir lesið bækur fyrir mig, það var frekar mamma, en endalausar ævintýrasögur (mistrúverðugar) sagðirðu mér af ykkur bræðrum á Bíldudal og uppskálduð, á staðnum, prins- essuævintýri, ný saga í hvert skipti og alltaf var hún Ruth í að- alhlutverki. Ég sætti mig aldrei almenni- lega við það þegar þú veiktist fyrst, þú varst stóri, sterki pabbi minn sem ekkert átti að geta bug- að. Fyrirmyndin, draumaprins- inn (já, ég ætlaði að finna mér mann, alveg eins og þig). Það átti enginn pabba eins og ég, þú varst sá langbesti. Elsku pabbi minn, takk fyrir að hafa verið í lífi mínu, takk fyrir að hafa verið eins og þú varst, svo sannur og trúr og takk þið bæði fyrir að leyfa okkur systkinunum og kynnast þessari einskæru góð- mennsku og sýna okkur þetta fal- lega fjölskyldumunstur, það mið- um við okkar eigin fjölskyldulíf við, einskær ást og hlýja, um- burðarlyndi, fyrirgefning og virð- ing við fólkið okkar. Þín Ruth. Það er skammt stórra högga á milli. Elsku Jakob okkar er horf- inn á braut, aðeins mánuði á eftir ástkærri eiginkonu sinni til nærri 60 ára. Það er huggun í harmi að þau hjónin, Jakob og Abba, fái að sameinast á ný. Þau voru ekki lengi aðskilin, enda leitun að eins fallegu og nánu sambandi og þeirra. Jakob var alltaf góð- mennskan uppmáluð og tók manni fagnandi í hvert sinn sem maður hitti hann. Öðru eins ljúf- menni hef ég sjaldan kynnst. Þrátt fyrir mikil veikindi sem drógu úr heilsu hans síðustu ár tók hann öllu með æðruleysi og jafnaðargeði og lét aldrei út úr sér styggðaryrði við neinn. Jakob hreykti sér aldrei af afrekum sín- um eða góðmennsku, þó svo að allt hans líf einkenndist af hjálp- semi, velvilja, réttlæti og sam- kennd. Hann var mikilsmetinn af öllum þeim sem hann þekkti og umgekkst og það báru honum all- ir gott orð sem kynntust honum. Það var ekki laust við að maður væri oft pínu montinn að vera tengdadóttir hans. Alltaf var hann með fæturna á jörðinni og hógvær fram í fingurgóma. Hann var börnum sínum góð fyrirmynd og veitti þeim það besta uppeldi sem hann mögulega gat og það skilaði sér svo sannarlega, því öll eru þau eðalfólk sem ljúft er að umgangast. Ég tel mig einstak- lega heppna að eiga þessa fjöl- skyldu að. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Það voru forréttindi að fá að kynnast honum Jakobi, þessum heiðursmanni, og ég kveð hann með þakklæti og eftirsjá og eftir standa ljúfar minningar um góð- an mann, sem ylja mér um ókomna framtíð. Far þú í friði elsku Jakob. Þín tengdadóttir, Regína Vilhjálmsdóttir. Í dag mun ég kveðja ástkæran tengdaföður minn í hinsta sinn. Það er sárt til þess að hugsa að fá ekki að njóta nærveru hans leng- ur. Ég kom inn í fjölskylduna fyr- ir 26 árum og frá fyrsta degi þótti mér mjög vænt um Jakob. Hann var sá besti og hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst sem elskaði alla og sýndi öllum virð- ingu. Jakob var barngóður og eiga synir mínir margar góðar minn- ingar um afa sem þeir geta glaðst yfir um ókomin ár. Þegar strákarnir mínir voru litlir var hann iðinn við það að handsvæfa þá eins og hann kall- aði það og söng hann þá iðulega Tondeleyjó, þegar þeir urðu eldri var sagan um Litla-Rauð og hina hestana fyrir vestan aðalsagan fyrir svefninn. Jakob var mikill íþróttaáhugamaður, hann stund- aði badminton og sund af kappi og ekki fannst honum leiðinlegt að synir mínir skyldu stunda íþróttir og fylgdist hann vel með þeim og einnig í gamla daga þeg- ar hans synir voru á fullu að æfa og þótti mér mjög vænt um það hvað hann sýndi minni íþrótt mik- inn áhuga. Tengdapabbi hafði dvalið á Hornbrekku í Ólafsfirði síðastlið- in ár og leið honum mjög vel þar en saknaði þess að geta verið meira með sínum nánustu. Iðu- lega þegar ég og fjölskylda mín komum til Ólafsfjarðar sóttum við Jakob og fórum með hann heim í Aðalgötuna, það þótti hon- um vænt um og þá var alltaf tekin einn rúntur um bæinn og síðan inn í sveit og út á Kleifar. Þegar heim var komið var það náttúr- lega það fyrsta sem hann spurði að: „Abba mín, átt þú ekki eitt- hvað að borða handa börnunum?“ Hann passaði vel upp á það að enginn færi svangur úr hans húsi. Jakob átti yndislega konu sem var hans stoð og stytta í gegnum hans veikindi. Núna fær hann að hitta Öbbu sína aftur og munum við öll sem söknum þeirra svo mikið hlýja okkur við þá hugsun að þau eru saman á ný. Elsku Jakob, eins og ég sagði við þig á dánarbeði þínum var ekki hægt að hugsa sér betri tengdapabba. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Birgitta Guðjónsdóttir. Látinn er minn kæri móður- bróðir og fóstri, Jakob Ágústs- son. Hann fæddist hérna á Bíldudal 12. nóvember 1926 og var sjötti í röðinni af sjö börnum Jakobínu Pálsdóttur og Ágústs Sigurðs- sonar kaupmanns sem auk systk- inanna sjö tóku að sér tvær stúlk- ur og ólu upp sem sínar. Jakob missti foreldra sína 18. febrúar 1943 en þau fórust með vélskipinu Þormóði ásamt 29 öðr- um. Í þessu hörmulega slysi missti hann líka mág sinn og æskuvini sína. Ég held að þetta slys hafi hvílt þungt á honum móðurbróður mínum alla ævi en hann var ekki mikið fyrir það að bera tilfinningar sínar á torg. Valhallarsystkinin voru sam- hent og unnu úr sorginni saman og studdu hvort annað af ein- stakri alúð. Stuttu eftir þetta sorglega slys fór Jakob til náms í rafvirkjun í Reykjavík og vann við iðn sína í nokkur ár þar syðra. Árið 1952 ræður Jakob sig til Ólafsfjarðar sem rafveitustjóri og flytur norður ásamt unnustu sinni, henni Álfheiði Jónasdóttur frá Patreksfirði. Jakob og Álf- heiður hafa svo verið á Ólafsfirði allar götur síðan og gengu sam- hent sinn æviveg þar til kom að leiðarlokum hjá þeim með rétt um mánaðar millibili. Ég var svo heppinn að fá að búa hjá þeim í nokkur ár og var í góðu skjóli þessara heiðurshjóna. Hún Abba fóstra mín gat verið býsna stjórnsöm á stundum og tókum við einstaka snerrur en þær leystust fljótt þegar Jakob sagði við mig „Leyfðu henni að ráða frændi“ og um það var ekki rætt meir. Jakob hafði alltaf mikinn áhuga á því sem var að gerast heima á Bíldudal og Bíldudalur var honum alltaf mjög kær, þó held ég á að seinni árum hafi hann verið orðinn meiri Ólafsfirð- ingur. Sá kærleikur sem þessi heið- urshjón hafa sýnt mér, Völu minni og dætrum okkar gleymist aldrei og þótt fjöll og firðir væru á milli okkar fylgdust þau vel með öllu sem var að gerast hér hjá okkur. Stelpunum okkar fannst Abba og Jakob vera merkilegasta fólk sem við þekktum og biðu þær alltaf spenntar eftir jólagjöfunum frá ömmu og afa á Ólafsfirði. Elsku Abba og Jakob, takk fyrir samfylgdina og takk fyrir að auðga líf mitt og minna með ykk- ar alúð og væntumþykju, takk fyrir allt og allt. Sigurbjörn, Hafsteinn og Ruth, þið hafið misst mikið. Ég, Vala mín, stelpurnar okkar og þeirra fjölskyldur vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styðja ykkur í sorg ykkar. Örn Gíslason (Öddi frændi). Kæri vinur, þá er komið að kveðjustundinni. Okkur gömlu vinkonur þínar langar að senda þér þakkir fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við sögð- um oft að það mætti stilla klukk- una eftir þér þegar þú labbaðir eftir ganginum á sundlauginni og sagðir „ég er kominn“. Þú sagðir að það væri þér lífsnauðsynlegt að fara í sund á hverjum degi, og alltaf komstu inn í afgreiðslu til að spjalla. Fyrir nokkrum árum lærbrotnaðir þú og héldum við þá að þú kæmir ekki aftur í sund, en það liðu ekki margir mánuðir, þá varstu kominn aftur og hafðir áhyggjur af að þú gætir ekki synt, en Stína lofaði þér að ef þú sykkir myndi hún ná í þig á botn- inn! Þetta gekk bara vel, þú synt- Jakob Ágústsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI V. GÍSLASON fyrrverandi forstjóri, sem lést þriðjudaginn 17. janúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Guðrún B. Steingrímsdóttir, Steinunn K. Árnadóttir, Sigurður Guðmundsson, Gísli Ö. Ólafsson, Gísli Árnason, Unnur Úlfarsdóttir, Bogi Guðmundur Árnason, Kristín Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓNS BENEDIKTSSONAR fv. útgerðarstjóra, Ægisvöllum 2, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 15. desember. Sérstakar þakkir og kveðjur til MND-teymis og starfsfólks taugalækningadeildar Landspítalans og D-deildar og heima- hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Bjarnhildur Helga Lárusdóttir, Benedikt Jónsson, Inga Rebekka Árnadóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Magnús Valur Pálsson, M. Agnes Jónsdóttir, Óli Þór Barðdal, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS RAGNARS BJÖRNSSONAR skipstjóra, Framnesvegi 20, Keflavík, áður Garðbraut 56, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut og Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Loftveig Kristín Sigurgeirsdóttir, Guðlaug Þóra Sveinsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Sigurgeir Borgfjörð Sveinsson, Elín Gunnarsdóttir, Björn Sveinsson, Elísa Rakel Jakobsdóttir, Rósa Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR VILBORGAR JAKOBSDÓTTUR, áður til heimilis í Minni-Vogum, Vogum. Sigurður Vilberg Egilsson, Selma Jónsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Sara Björk Kristjánsdóttir, Klemenz Egilsson, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Guðrún Egilsdóttir, Jón Ingi Baldvinsson, Sæmundur Kr. Egilsson, Guðmunda Anna Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengda- móðir, amma, systir, mágkona og frænka, SOFFÍA ERLA ÓSKARSDÓTTIR, er lést föstudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.00. Árni Heiðar, Guðrún Kristveig Gunnarsdóttir, Bergur Arthursson, Soffía Erla Bergsdóttir, Karl Jóhann Gunnarsson, Sólveig Ásta Bergsdóttir, Sigmar Óskarsson, Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigríður Friðþjófsdóttir, Gunnlaugur Óskarsson, Lovísa Hermannsdóttir, Ragnar Óskarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Sigríður Gunnsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.