Morgunblaðið - 21.01.2012, Page 47

Morgunblaðið - 21.01.2012, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2012 Trommuleikarinn Joshua Tillman, hefur sagt skilið við Fleet Foxes. Tillman hefur barið húðir með Seattle-sveitinni vinsælu í fjögur ár og spilaði á báðum plötum þeirra, Fleet Foxes og Helplessness Blues. Hann á hinsvegar einnig langan sólóferil að baki og undirbýr nú út- gáfu áttundu plötu sinnar undir listamannsnafninu John Misty. Fleet Foxes spiluðu í Tókýó í Jap- an í gær og tilkynnti Tillman að það yrðu hans síðustu tónleikar með sveitinni. „Verið þið sælir, Fleet Foxes, aðdáendur og vinir. Ég held aftur í gínandi kjaft hins óþekkta,“ hljóðuðu kveðjuorðin á heimasíðu hans. Hljómsveitin hefur ekki til- kynnt hver taki við trommunum. Ljósmynd/Primavera Sound Refirnir Fleet Foxes fullskipuð, fremst til hægri situr Joshua Tillman sem er hættur. Trommuleikari Fleet Foxes kveður Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Mér finnst alltaf rosalega gaman að syngja í Langholtskirkju. Það er góður andi þar, góður hljómburður og gott fólk í kringum hana,“ segir Eivör Pálsdóttir söngkona sem er á Íslandi þessa dagana og ætlar að nýta tækifærið til að halda eina tón- leika í Langholtskirkju, á sunnudag. Umgjörð síðustu tónleika Eivarar var talsvert önnur, en hún söng á há- tíðartónleikum í tilefni af 40 ára krýningarafmæli Margrétar Þór- hildar Danadrottningar. Eivör við- urkennir að það séu talsverð við- brigði að fara úr tónleikahöll danska ríkisútvarpsins í Langholtskirkju. Heimilislegt að koma til Íslands „Þetta er algjörlega sitt hvort, en mér finnst það bara æðislegt. Það var voðalega gaman að syngja í þessu stóra konserthúsi með dönsku sinfóníunni, en ég er búin að hlakka lengi til að koma aftur til Íslands. Það er svo heimilislegt og yndislegt fyrir mig að koma hingað. Einu gildir hvort Eivör syngur fyrir konungsfjölskyldur eða kirkju- gesti; hún heldur sínum hætti og syngur alltaf berfætt. „Ég var svolít- ið að spá í þetta, hvort ég mætti vera berfætt á þessu rauða teppi fyrir framan drottninguna, en ég ákvað að vera bara ég sjálf. Það er alltaf besta leiðin,“ segir Eivör sem finnur meiri jarðtengingu berfætt. Skrímslið litla systir „Kannski er það einhver hjátrú í mér en mér líður best þannig. Það er rosalega mikilvægt þegar ég syng á sviði að vera í núinu og á staðnum, og þá hjálpar rosalega að vera ber- fætt finnst mér. Ég tengist meira við jörðina og fólkið og allt sem er í kringum mig. En stundum væri ég alveg til í að geta verið á háum hæl- um. Aðrar stelpur fara í háu hælana þegar þær fara á svið, en ég fer í þá þegar ég fer af sviðinu.“ Eivör býr nú í Kaupmannahöfn en dvelur á Ís- landi um tíma þar sem hún er að semja tónlist fyrir brúðuleikritið Skrímslið litla systir mín, sem sýnt verður í Norræna húsinu í febrúar. Eivör hefur áður samið fyrir leik- hús en þetta er í fyrsta sinn sem hún semur barnatónlist. „Það er öðruvísi og mér finnst þetta alveg rosalega gaman. Svo er Páll á Húsafelli búinn að útbúa handa mér steinhörpu og flautur úr rabarbara, þannig að allur hljóðheimurinn er úr náttúrunni og sýningin sjálf úr pappír. Svo þetta er mjög lífræn sýning en líka rosalega skemmtileg og ég mæli með henni. Mér finnst bara ömurlegt að ég get ekki verið á frumsýningunni,“ segir Eivör. Persónuleg plata á leiðinni Ástæðan er tónleikaferð um Dan- mörku og í kjölfarið tónleikar í Rússlandi, Hollandi, Noregi og Eist- landi svo eitthvað sé nefnt. Eivör er alltaf á faraldsfæti en íslenskir aðdá- endur þurfa ekki að örvænta því hún er væntanleg aftur í vor, í tilefni af útgáfu nýrrar plötu. „Mér líður svolítið eins og ég sé búin að finna einhvern kjarna í þess- ari plötu. Hún er svolítið persónuleg og þegar hún kemur þá ætla ég að halda útgáfutónleika í einhverju öðru rými. Kannski í Hörpu, ég er ekki búin að ákveða það.“ Þótt hún búi hér ekki lengur höf- um við Íslendingar ekki misst hana Eivöru okkar alveg, hún kemur allt- af aftur. „Ég á eftir að vera hérna alla ævi mína einhvern veginn. Ef ég er of lengi í burtu frá Íslandi verð ég alltaf að koma aftur til að fá orku.“ „Ákvað að vera bara ég sjálf“ Morgunblaðið/Golli Eivör Listafélag Langholtskirkju skipuleggur tónleikana, sem verða þeir einu í þessari Íslandsför Eivarar.  Eivör Pálsdóttir syngur alltaf berfætt, líka fyrir drottninguna  Kemur ein fram með gítarinn í Langholtskirkju á sunnudag  Tónleikar á Íslandi í vor og kannski í Hörpu í tilefni nýrrar plötu SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% HÚN ER MÆTT AFTUR Í BESTU MYNDINNI TIL ÞESSA! STRÍÐIÐ ER HAFIÐ! CONTRABAND KL. 6 - 8 - 10.10 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 4 (TILBOÐ) L FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI SÉÐ OG HEYRT/ KVIKMYNDIR.IS CONTRABAND KL. 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L IRON LADY KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 L MY WEEK WITH MARILYN KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.40 L GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.45 - 9 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.30 (TILBOÐ) L SÉÐ OG HEYRT/ KVIKMYNDIR.IS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI CONTRABAND KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.25 16 CONTRABAND LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.25 16 THE DESCENDANTS KL. 1 (TILBOÐ) - 3.25 - 5.30 - 8 - 10.25 L UNDERWORLD / AWAKENING KL. 8 - 10 16 FLYPAPER KL. 8 12 THE SITTER KL. 6 - 10 14 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.50 L STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 *AÐEINS LAU. ARSENAL – MAN UTD 3D KL. 3.45 *AÐEINS SUN. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar CONTRABAND Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 (Power) IRONLADY Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 PRÚÐULEIKARARNIR Sýnd kl. 1:45 (750kr.) - 4 TINKER, TAILOR, SOLDIER, SPY Sýnd kl. 7 - 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TALÍSLENSKUR TEXTI „EIN BESTA MYND ÁRSINS - PUNKTUR“ -JAKE HAMILTON, FOX-TV POWE RSÝN ING KL. 10 :15 T.V. - Kvikmyndir.is HHHH FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! „Einstaklega vel gerð spennumynd“ -Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL T.V. -KVIKMYNDIR.IS HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH B.G. - MBL HHH H.S.K. -MBL HHHH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.