Morgunblaðið - 28.01.2012, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.01.2012, Qupperneq 3
Ingi Þór Stein-þórsson, þjálfari körfu- knattleiksliða Snæfells, hefur átt býsna fjöruga viku í vinnunni. Síðastliðinn sunnudag spilaði kvennaliðið bik- arleik á móti Fjölni í Grafarvoginum og komst áfram. Kvöldið eftir var Ingi enn í Reykjavík en þá spilaði karlaliðið tvíframlengdan bikarleik gegn KR. Kvöldið eftir færði hann sig yfir í Suðurkjördæmi og mætti með kvennaliðið í deildarleik í Hveragerði á móti Hamri. Ingi fékk frí á miðvikudag en á fimmtudags- kvöld var deildarleikur hjá karlalið- inu gegn KR á útivelli. Ingi var áfram í Reykjavík í gær og var við- staddur þegar dregið var í undan- úrslit bikarsins og í dag á Snæfell heimaleik á móti Njarðvík í deild- inni.    Dagný Skúladóttir, besti leik-maður umferða 1-9 í N1-deild kvenna í handknattleik, virðist eiga aðdáendur víðar en á Íslandi. Lands- liðstreyju sem hún spilaði í á HM í Brasilíu var nefnilega hnuplað úr einu búningasetti íslenska liðsins í þvottahúsi á keppnisstaðnum í Bras- ilíu í síðasta mánuði.    Roy Carroll, fyrrverandi mark-vörður Manchester United, er genginn í raðir gríska liðsins Olym- piakos og hefur skrifað undir eins og hálfs árs samning við félagið. Carroll lék með danska liðinu OB og var kjörinn markvörður ársins í dönsku deildinni árið 2009.    Handknattleiksdómararnir Ingv-ar Guðjónsson og Jónas Elías- son eru þessa dagana staddir í Jed- dah í Sádi-Arabíu en þeir voru valdir af Alþjóðahandknattleikssamband- inu til að dæma á Asíumeist- aramótinu. Þeir Jónas og Ingvar dæmdu opnunarleik mótsins sem var á milli Barein og Sádi-Arabíu í fyrrakvöld og þóttu þeir standa sig vel.    Serbinn NovakDjokovic, efsti maður á heimslistanum í tennis, tryggði sér gær sæti í úr- slitum á opna ástralska meist- aramótinu þar sem hann á titil að verja. Djokvic hafði betur gegn Bretanum Andy Murray í hörkuleik með þremur settum gegn tveimur, 6:3, 3:6, 6:7, 6:1 og 7:5. Það verða því Djokovic og Spánverjinn Rafael Na- dal sem leika til úrslita og fer leik- urinn fram á morgun.    Djokovic gæti því byrjað árið einsog hann endaði 2011 en hann vann tíu mót á árinu og þar á meðal opna ástralska mótið, opna banda- ríska mótið og Wimbledon-mótið.    Daninn Thor-bjorn Ole- sen er efstur eftir tvo hringi á Abu Dhabi Cham- pionship-mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð- inni. Hann lék annan hringinn á 67 höggum eða á fimm höggum und- ir pari og er samtals sjö höggum undir parinu. N-Írinn Gareth Mayb- in er í öðru sæti, sex höggum undir pari, og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er þriðji á samtals fimm höggum undir pari. Woods lék í gær á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Jafn Tiger í þriðja sæti er N-Írinn Rory McIlroy. Fólk sport@mbl.isStjórnar Craig Schoen leikstjórn- andi KFÍ. ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is SA Víkingar unnu afar mikilvægan 5:4 útisigur á Birninum þegar liðin mættust á Íslandsmóti karla í íshokkí í Egilshöllinni í Grafarvogi í gær- kvöldi. Það var enginn annar en ís- hokkímaður ársins 2011, Björn Már Jakobsson, sem skoraði gullmark í framlengingu og tryggði Akureyr- ingum sigurinn. „Við vorum fjórir á móti þremur inni á þeirra svæði. Pökkurinn fór nið- ur í horn og þeir seldu sig svolítið þar. Ég fékk sendingu frá Andra Má Helgasyni og var einn og yfirgefinn fyrir framan markið,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum. „Verðum að vinna alla leiki“ Akureyringar mættu geysilega grimmir til leiks og voru 4:1 yfir að lokinni fyrstu lotu. Björninn sneri hins vegar blaðinu við í annarri lotu og jafnaði 4:4. Markalaust var í síð- ustu lotunni og því þurfti að fram- lengja. Akureyringar höfðu því átt undir högg að sækja síðan í fyrstu lotu þar til Björn skoraði sigurmarkið. Þess má geta að spilandi þjálfari SA Víkinga, Josh Gribben, sýndi dóm- greindarleysi í framlengingunni og lét reka sig í bað fyrir kjaftbrúk. „Þetta var voða erfitt hjá okkur í annarri lotu því þá misstum við menn út af og þeir gengu á lagið og skoruðu hjá okkur. Það var erfitt að ná aftur upp stemningunni þegar mörkin voru að leka inn hjá okkur. Einhvern veg- inn náðum við þó að djöfla þessu í gang og troða inn sigurmarki. Þetta eru tvö mikilvæg stig og hvert stig skiptir máli fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá leiki sem eftir eru til að komast í úrslitakeppnina. Það er ekk- ert annað í boði,“ sagði Björn enn- fremur en SA mætir SR fyrir norðan á þriðjudaginn. Björn felldi Björninn  Íshokkímaður ársins, Björn Már Jakobsson, skoraði gullmark fyrir SA Víkinga gegn Birninum í Egilshöllinni  Björninn vann upp þriggja marka forskot SA Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Josh Gribben spilandi þjálfari SA Víkinga liggur á ísnum og Birgir Jakob Hansen úr Birninum hoppar yfir hann. Spánverjar urðu að sætta sig við tap gegn Dönum í undanúrslitum Evrópumeistaramóts- ins í handknattleik karla í Belgrad í gærkvöldi og leika um 3. sætið á mótinu. Er um end- urtekið efni að ræða frá því á heimsmeist- aramótinu í Svíþjóð í fyrra en þá töpuðu Spán- verjar einnig fyrir Dönum í undanúrslitum. Spánverjar hafa leikið glimrandi vel í þess- um tveimur stórmótum eins og tölfræðin sýnir glögglega ef við rýnum í hana. Engu að síður hefur þeim ekki tekist að komast í úrslitaleik- ina heldur hafa þeir þurft að gera sér að góðu að leika um bronsverðlaunin Á HM í Svíþjóð í fyrra voru Spánverjar tap- lausir þegar kom að undanúrslitaleiknum. Þeir gerðu jafntefli við Frakka í riðlakeppn- inni en Frakkar urðu heimsmeistarar. Spán- verjar unnu hins vegar hina sjö leiki sína í riðlakeppninni og í milliriðlinum þar sem við Íslendingar töpuðum fyrir þeim Jönköping. Spánverjar unnu síðan heimamenn Svía í leiknum um bronsverðlaunin. Á EM í Serbíu voru Spánverjar einnig á sigurbraut þar til í gærkvöldi. Þeir unnu fimm af sex leikjum sínum í riðlakeppninni og í milliriðlinum en gerðu jafntefli við Ungverja í riðlakeppninni. Þegar upp er staðið hafa Spánverjar því einungis tapað tveimur leikj- um af sautján í síðuustu tveimur stórmótum. kris@mbl.is Spánverjar tapa einungis fyrir Dönum Vonsvikinn Juan Garcia leikmaður Spánverja. Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Það var Frakki sem skrifaði Ösku- buskuævintýrið eftirminnilega sem oft er vitnað til þegar eitthvað ótrú- legt gerist. Danir skrifuðu hinsvegar ævintýri sem getur vel staðið eitt og sér, þegar liðið vann Spán í undan- úrslitum, 25:24, á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Serbíu. Danir urðu þar með fyrsta liðið síðan núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 2002, til að komast í úrslitaleikinn án þess að taka með sér stig úr riðla- keppninni í milliriðil. Þó að Danir hafi alltaf verið líklegir til árangurs fyrir mótið eftir góðan árangur á heimsmeistaramótinu í fyrra, þá var útlitið ekki gott eftir riðlakeppnina. Síðan þá hafa Danir hinsvegar sýnt að liðið er eitt af fimm bestu í heiminum um þessar mundir og leikurinn gegn Spánverjum var engin undantekning. Það mátti þó vel sjá að álagið við að spila sjö leiki á innan við tveimur vikum er mikið. Leikmenn spiluðu hægan bolta, ekki var mikið um hraðaupphlaup og snerpa þeirra sem spilað hafa mest á mótinu var lítil sem engin. Það átti þó við um bæði lið og voru það Danir sem gátu kreist fram meiri orku til að leggja Spánverja að velli annað árið í röð í undanúrslitum stórmóts. Í fyrra unnu þeir Spánverja 28:24 á HM í Svíþjóð. Rasmus Lauge Schmidt átti frá- bæran leik hjá Dönum og sýndi að hann á vel heima í liðinu. Hann var markahæstur með 6 mörk, tveimur meira en þeir Mikkel Hansen og René Torft Hansen. Þá átti markvörður Dana, Niklas Landin Jacobsen, einnig mjög góðan leik með 15 skot varin. Hjá Spánverjum var það Julen Aguinagalde línumaðurinn öflugi sem lék best og skoraði úr öllum 5 skotum sínum. Jose Manuel Sierra varði um 20 skot í marki Spánar, þar af eitt víti. Danir mæta Serbum í úrslitum á sunnudaginn. Reuters Góður Hinn íslenskættaði Hans Lindberg fagnar marki gegn Spáni.  Unnu Spánverja annað árið í röð Mögnuð sigur- ganga Dana MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2012 ÍÞRÓTTIR 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.