Alþýðublaðið - 21.11.1919, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1919, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vörur sínar eiga menn að kaupa í Kaupíélagi Terkamanna. Laugaveg S3 A. Simi 7S8. Verkamannafól. „Dag-sbrún“ heldur fund í G.-T.-húsinu laugardaginn 22. þ. m. kl. 71/*- Ingimar Jónsson stnd. theol. talar. Auk þess verður á dagskrá lagabreytingar og ýms önnur mál. Félagsstjórnin. Um daginn 09 veginn. Ekki fullráðið. Magnús Sveins- son hefir beðið þess getið að enn- þá væti ekkert fullráðið viðvíkj- andi hotelbyggingu þeirri sem hann hefir í hyggju að hyggja. Einar dregnr úr. í Mogga í fyrradag er talað um „fantaskap- ,inn“ í „ Alþýðublaðinu". Þegar einn af eigendum Mogga fór að lesa þetta í gær, þótti honum það nokknð svæsið, svona eftir kosn- ingar, og hafði orð á því við Ein ar. Kom þá fyrst gremjusvipur á guia andlitið, og átti Einar bágt með að sitja á strák sinum. En alt í einu kom honum ráð í hug, og það birti yfir gula andlitinu eins og þegar sól skín á moidar- barð eftir útsynningsél. Og hann hóf upp raust sína og mælti: „Þetta er prentvilla, það átti ekki að standa fantaskapur heldur fautaskapur.“ (Jg maðurinn, sem er einn af þeim sem kostar stór- fé til þess að halda „Mogga“ út og borga Einari 15 þús. kr. árs- laun til þess að segja alþýðunni sannleikann, fór ánægður heim í sitt hús. En í „Mogga" í gær stendur svohljóðandi smágrein: Misprentnn. í 10. línu 5. máls greinar í greininni „Kosningarnar í Rvík“ hér í blaðinu í gær, var prentvilla. Þar stóð „fantaskapur- inn“, en átti að vera ,,/aufaskap- urinn0. fstaka. Fjöldi manna heflr nú daglega vinnu við ístöku á Tjörn- inni. Auk atvinnunnar, sem verka- menn hafa. við ístökuna, er það um 1000 kr. tekjugrein fyrir borg- ina. En livað skyldi Tjörnin geta gefið af sér í bæjarsjóð, ef bær- inn ætti sjálfur íshús? Sand á göturnar. Undanfarna daga heflr verið töiuvert frost og eru göturnar víða klakaðar og hálar mjög. Um göturnar er ekið sleðum, kerrum og bílum og öðr- um ökutækjum og eykst hálkan stöðugt. Vonandi sér borgarstjóri um það, að sandur verði borinn á göturnar, að minsta kosti á gangstéttirnar, áður en slys hlýzt af. Það er leiðinlegur óvani, að þetta skuli trassað von úr viti, þar sem þetta er svo sjálfsagt að ekki ætti að þurfa að minna á það. Dag8brúnarfnndnr er á morg- un kl. 81/*. Ingimar Jónsson stud. theol. talar, og auk þess eru til umræðu lagabreytingar. Nú gildir fyrir félagsmenn, að mæta sem bezt á fundum Dagsbrúnar. St. Mínerva heldur fund annað kvöld kl. 81/*. JColi konungnr. Eftir Upton Sinclair. Fyrsta bók: Riki Kola konungs. (Frh.). „Hver oruð þér?“ sagði hann, og hver hefir gefið yður vald til þess að leika menn þannig?“ „Eg er lögreglustjóri og dómari námahéraðsins", svaraði maður- inn. „Þér eigið við að þér séuð einn af yfirmönnum félagsins, og þér ætlið að ræna mig —“ „Bill, kastaðu honum út!“ skip- aði maðurinn, og Hallur sá krepta hnefana á Bill. „Já, já“, tautaði hann og bældi niður reiði sína, „bíðið þið með- an eg kemst í fötin“. Síðan flýtti hann sér að klæðast og vafði saman þeim fatnaði sem hann fór ekki í. „Reyndu nú að fara beina leið til baka, og ef þú kemur hingað aftur, þá verðurðu skotinn“, sagði fógetinn. Síðan gekk Hallur út í sólskinið. Hann var staddur á sama svæð- inu en, inni í miðjum námabæn- um. Hann sá í fjarlægð húsið með stóra krossinum,. og gekk milli tveggja raða af húsum og skúrum félagsins. Ræflalegar konur stóðu í dyrunum og óþrifalegh' krakkar voru að róta í sorpinu beggja megin vegarins. Þau hlógu að Halli og hæddu hann — ÞV1 að hann gekk haltur og auðséð var hvað valdið hafði helti hans. Hallur hafði komið til þess að fræðast, og hann hafði líka hlotið fræðslu. Hann skildi, að hann hafði komist í kynni við hugtakið „námaverðir". Hann sneri sér alt í einu við og leit á Bill, sem dag- inn áður hafði sýnt, að hann gat verið fyndinn. „Heyrið þór mig nú“, sagðí hann. „Þið hafið íengið peniDgana mína, þið hafið gefið mór blátt auga, þið haflð marið mig hátt og lágt, svo að þið getið ekki krafist meira. Nú megið þér, yður að skaðlausu, segja mór, áður en eg fer, hver ástæðan var til þess alls". 8t. Skjaldbreið nr. 11®» Fundur í kvöid kl. 81/*. Leikinn gamanleikur. Nýir félagar velkomnir. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.