Monitor - 19.01.2012, Side 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012
Pínu umbrotsperri
Hvenær fæddist hugmyndin að Nude magazine?
Hún fæddist rétt fyrir áramótin í desember 2009. Ég var að vinna sem ma
rkaðs-
stjóri og var í fæðingarorlofi en fyrirtækið sem ég var að vinna hjá fór á h
ausinn
svo ég fór að leiða hugann að því hvað ég gæti farið að gera. Vinnan sem
ég var
búin að vera í var orðin svona þægileg innivinna og ég var ekkert alveg a
ð fi nna
mig þar lengur. Svo ég hugsaði hvað væri það skemmtilegasta í heimi að
vinna
við og fékk það út að það væri að vinna í tískubransanum með reglulegu
m
ferðum til New York. Þetta sagði ég í gríni við vinkonur mínar á sínum tím
a en
þetta er akkúrat það sem ég er að gera í dag.
Og þér fannst réttast að redda þessu bara sjálf?
Tískublöðin heilluðu en það var ekkert blað hér á Íslandi sem mig langað
i að
vera á. Svo ég hugsaði hvort ég ætti að fl ytja til útlanda til að láta draum
inn
rætast og eyða mörgum árum í að vinna mig upp. En svo ákvað ég að ger
a þetta
bara sjálf.
Var ekki mikið mál að láta hugmyndina verða að veruleika?
Í raun og veru ekki. Það voru ekki margir sem höfðu trú á mér en þetta tó
k ekki
langan tíma. Fyrsta blaðið var klárt í lok mars 2010 og gefi ð út í apríl.
Þú ert menntaður „multimedia integrator,“ ekki satt?
Jú, multimedia integrator er samblanda af grafískri hönnun, forritun, þrí
víddar-
hönnun og fl eiru og í skólanum lærðum við hvernig má nýta þessa þekk
ingu og
setja hana saman. Netblöð voru ekki til þegar ég lærði þetta en ég útskri
faðist
úr tækniháskóla í Danmörku 2002. En með netblaði er ég í raun að hnýta
saman
alla þessa þætti.
Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?
Ég hafði í raun meiri ástríðu fyrir tímaritum. Ég hef alltaf elskað tímarit o
g
safnað þeim. Ég er í raun svona pínu umbrotsperri (e. layout pervert) og é
g
fæ ótrúlega mikið út úr því að skoða blöð. Ég hef líka mjög gaman af tísk
u en
tímarita-ástríðan er sterkari.
Er blaðið bara fyrir konur?
Í raun og veru ekki. Auðvitað miðum við blaðið að konum en samkvæmt
okkar
tölum eru um 30% lesenda karlkyns. Okkur fi nnst mjög gaman að það sé
u svona
margir strákar að fylgjast með.
Hvað fi nnst þér fallegt í fari kvenna?
Mér fi nnst gaman þegar konur hafa sterkan, persónulegan stíl. Sjálfstrau
st og
útgeislun skipta líka máli því ef þú hefur sjálfstraust þá kemur allt hitt. S
terkar
konur kann ég vel að meta.
Sumir segja að Internetið sé að taka við af pappírnum. Sérðu fyrir þér að
gefa
einhvern tímann út Nude á pappír?
Mig langar það en það gæti verið hættulegur bransi að fara inn í. En það
væri
gaman að gera það og þá myndi ég ekki gera það mánaðarlega því þá yrð
i það
bara kvöð. Ég myndi frekar vilja gefa út lúxus-útgáfur að vori og hausti s
em ég
gæti dundað mér við og haft alveg fullkomnar. Þar sem umbrotsperrinn
myndi
njóta sín í botn.
Af hverju heitir blaðið Nude?
Þetta er liturinn „nude“ sem er uppáhaldsliturinn minn. Hann er svo hlu
tlaus og
er góður grunnur fyrir síbreytilega tískustrauma. Ég vildi ekki að nafnið t
æki yfi r-
höndina. Auðvitað vissi ég að fólk myndi hugsa um nekt og halda að þet
ta væri
klámblað en það hefur bara hjálpað okkur þó svo að þetta sé alls ekki klá
mblað.
Ég er svo saklaus að ég hélt að fólk myndi fyrst hugsa um litinn (hlær).
Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Ég hef alltaf verið með 5 ára plan en núna hefur allt gerst svo hratt þann
ig
að ég er komin fram úr mínum plönum. Ég er því að reyna að fi nna út úr
því
hvar ég verð eftir 5 ár en ég held að við verðum búin að stækka og farin ú
t fyrir
landsteinana. Þegar þú ert á Netinu þá eru allir vegir færir.
jrj
M
yn
d/
Ó
m
ar
Jóhanna Björg Christensen er ritstjóri og stofnandi veftímaritsins Nude
magazine. Fyrir rúmum tveimur árum fékk hún þessa fl ugu í hausinn og
setti allt á fullt til að láta drauminn sinn um tískustörf og útlandaferðir ræta
st.
TÓK ÞÁTT Í GULLEGGINU
Jóhanna Björg tók þátt í hugmyndakeppni
Innovit, Gullegginu, árið 2010 og endaði í
þriðja sæti keppninnar. „Þetta hjálpaði mér
að ýta mér síðasta skrefi ð. Þau sögðu mér
hvað væri gott við hugmyndina og hvað ég
þyrfti að bæta. Ég gerði viðskiptaáætlun
sem er eitthvað sem ég hefði aldrei gert.
Ég í raun tók þetta af meiri alvöru og fór
að vinna heimavinnuna mína. Það að lenda
í þriðja sæti gaf mér aukinn trúverðugleika
og það hjálpar líka helling. Ég mæli hiklaust
með Gullegginu.“ Allir geta tekið þátt í
keppninni en skilafrestur hugmynda er 22.
janúar og mega allir taka þátt. Verðlaunin
eru ekki af verri endanum en sigurvegarinn
fær peningaverðlaun upp á 1.000.000 króna
og ráðgjöf frá Innovit að verðmæti 600.000
krónur. Nánari upplýsingar á www.innovit.is.
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.IS
M
S
A
58
03
5
01
/1
2
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
MS.IS
PRÓTEINDRYKKURINN
SEM ÍSLENDINGAR FÁ
ALDREI NÓG AF