Morgunblaðið - 03.03.2012, Side 1

Morgunblaðið - 03.03.2012, Side 1
Morgunblaðið/Ernir Breytingar Kristján Þór Einarsson hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Meiðsli, félagaskipti og óvissa með framhaldið. GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Mos- fellsbæ, glímir við meiðsli í öxl og er að reyna að fá sig góðan fyrir mótatörn sem framundan er í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. „Ég gat byrjað að slá aftur fyrir þremur vikum en hafði verið í hvíld síðan í lok árs. Ég fór ekki úr lið en viðbeinsliðurinn mun hafa losnað frá öxl- inni en það er flókið að útskýra þetta. Ég hef verið í strangri sjúkraþjálfun og mátti bara vippa og pútta. Maður þurfti að horfa á strák- ana í liðinu fara út á völl og spila, sem var frek- ar leiðinlegt,“ sagði Kristján sem sagðist ennþá verkja í öxlina en vonast eftir því að geta spilað af fullum krafti í þeim mótum sem framundan eru. „Ég get spilað 18 holur án þess að finna mikið fyrir þessu en það skýrist fljótlega hvort öxlin er tilbúin í 36 holur á dag þar sem ég þarf að bera pokann. Ef ekki þá þarf ég að sækja um undanþágu til að fá að nota kerru,“ sagði Kristján þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. Keppnisleyfið að renna út Ef til undanþágubeiðninnar kemur þá verð- ur það ekki eina málið frá Kristjáni sem verð- ur inni á borði hjá NCAA en það er samheiti fyrir háskólaíþróttirnar í Bandaríkjunum. Kristján er á öðru ári í Nicholls State- skólanum og hafði hugsað sér að dvelja þar fjóra vetur en nú eru blikur á lofti. „Tæknilega séð er þetta síðasta önnin sem ég má spila í háskólagolfinu. Skólinn er að sækja um undanþágu fyrir mig hjá NCAA. Ef ég fæ neikvætt svar við því þá veit ég ekki hvað ég geri í framhaldinu. Þá er ekki útilokað að ég reyni við úrtökumót fyrir PGA- eða Evr- ópumótaröðina strax í haust en ég ætlaði ekki að gera það fyrr en eftir fjögur ár í Bandaríkj- unum,“ sagði Kristján sem hefur unnið flest háskólamót íslenskra kylfinga. Þessi staða kom flatt upp á hann og þá sem að liðinu standa í Nicholls State. Íþróttafólki er heimilt að keppa í fjögur ár í háskólaíþróttunum og Kristján hafði ekki farið í háskóla áður en hann hélt til Louisiana fyrir tveimur árum. Tíminn sem leið frá stúdents- prófi hans er hins vegar talinn með og þess vegna er tími hans að renna út. NCAA virðist því meta íslensku mótaröðina til jafns við há- skólamótin en þar hefur Kristján leikið í nokk- ur ár sem kunnugt er. Þar sem Kristjáni var ekki kunnugt um þessar reglur, og hefur ekki farið í annan háskóla, þá eru menn hjá Nic- holls State vongóðir um að hann fái keppn- isrétt næsta vetur en ósennilegt þykir að hann fái að keppa í fjögur ár eins og stefnt var að. Kristján veit ekki hvenær úr þessu fæst skorið en vonast skiljanlega eftir niðurstöðu sem fyrst. Úr Kili yfir í Keili Þegar Kristján kemur heim í sumarfrí í vor þá mætir hann ekki á æfingar í Mosfellsbæ heldur í Hafnarfirði. Þjálfari hans, Ingi Rúnar Gíslason, skipti á dögunum yfir í Keili og Kristján fylgdi honum. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég skipti um klúbb og hann verður áfram minn þjálfari. Ég lít á þetta sem nýja áskorun. Með fullri virðingu fyrir strákunum í GKj þá er meiri samkeppni fyrir mig í Keili og það er ein aðalástæðan fyrir þessu. Ég hef stærri plön fyrir minn feril seinna meir og á þessum tíma- punkti þarf ég á meiri samkeppni að halda,“ sagði Kristján Þór Einarsson í samtali við Morgunblaðið. Blikur á lofti hjá Kristjáni  Kylfingurinn Kristján Þór Einarsson orðinn Keilismaður  Gæti verið á heim- leið frá Bandaríkjunum ef hann fær ekki undanþágu  Glímir við meiðsli í öxl LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 íþróttir Algarve Möguleikar á verðlaunasæti úr sögunni eftir ósigra gegn tveimur bestu landsliðum Evrópu. Svíar voru of sterkir og gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. 3 Íþróttir mbl.is „Ég ætlaði mér að klára leiktíð- ina, vinna út samningstímann minn hjá félag- inu. Ég held að mér hefði ekki verið sagt upp ef ég hefði verið með lengri samn- ing en fram á vorið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, sem í gær- morgun var sagt upp starfi þjálfara hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lev- anger. Liðið er í 10. sæti af 12 liðum í norsku úrvalsdeild kvenna. „Uppsögnin var óvænt, ekki síst þar sem ég fékk stuðningsyfirlýs- ingu fyrir 10 dögum frá íþrótta- stjóra félagsins. Síðan hefur hann ekki rætt við mig og er annar þeirra sem taka tímabundið við þjálfun liðsins af mér. Eigum við ekki að segja að framkoma hans sé mjög sérstök,“ segir Ágúst. „Ég er auðvitað ekki sáttur við þessa ákvörðun og alls ekki sam- mála henni. Vissulega hefur árang- ur liðsins verið upp og ofan allt keppnistímabilið. Meginástæða þess er að það hefur vantað þrjá til fjóra sterkustu leikmennina stóran hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og barnsburðar. Forráðamenn fé- lagsins hafa ekki verið tilbúnir að fylla upp í skörðin með því að fá leikmenn til liðsins. Fyrir vikið hafa ungir en afar efnilegir leikmenn borið hitann og þungann af leik liðsins og það nægir ekki í svo sterkri deild,“ segir Ágúst. „Svona er þjálfarabransinn, menn geta átt von á því að vera látnir fara fyrirvaralaust. Þetta er í fyrsta sinn sem mér er sagt upp starfi þjálfara.“ Ágúst segir það vera ofsagt í norskum fjölmiðlum í gær að Lev- anger verði að vinna tvo af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir til þess að halda sæti sínu í úrvals- deildinni. „Einn sigur nægir þar sem liðið með betri innbyrðis markatölu gegn þeim liðum sem eru í neðri hlutanum ásamt okkur.“ Reiknar með að flytja heim Ágúst reiknar með að flytja heim til Íslands frekar en að færa sig um set til Danmerkur en hann er með tilboð frá danska úrvalsdeildarlið- inu HC Odense. „Viðræður við danska liðið hafa tekið lengri tíma en ég átti von á þannig að líkurnar á að við flytjum heim eru meiri en minni,“ segir Ágúst. „Næsta verkefni er að undirbúna íslenska kvennalandsliðið fyrir tvo mikilvæga landsleiki við Sviss í undankeppni EM í síðari hluta þessa mánaðar. Nú get ég einhent mér í þann undirbúning af fullum krafti,“ segir Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í hand- knattleik og fyrrverandi þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lev- anger. iben@mbl.is Óvænt og hvorki sáttur né sammála Ágúst Þór Jóhannsson Kristján Jónsson kris@mbl.is Richard Eiríkur Tahtinen, hefur valið átján manna lands- liðshóp, sem mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeist- aramóti kvenna í íshokkí í Suður-Kóreu. Landsliðshóp- urinn dvelur á Akureyri um helgina og þá fara fram síðustu æfingabúðirnar fyrir keppnina en Ísland leikur í B- riðli 2. deildar. Ísland hafnaði í 3. sæti á heimavelli í fyrra en fyr- irkomulagi mótsins hefur nú verið breytt í takti við þær breytingar sem gerðar voru hjá körlunum. Tveir riðlar eru í hverri deild og er raðað í þá eftir styrkleika. Ísland er því í neðri riðlinum í 2. deild en þaðan getur liðið unnið sig upp í efri riðil 2. deildar en ekki upp um deild. Ísland vann sig upp úr 4. deild í 3. deild árið 2008 en ekki var leikið árið 2009 og ekki heldur árið 2010 þar sem þá var ólympíuár. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Stærstu tíðindin varðandi landsliðshópinn eru þau að Sarah Smiley er í hópnum. Hún fékk íslenskan ríkisborg- ararétt seint á síðasta ári eftir að hafa búið á Íslandi í fimm ár. Hún hefur leikið með Skautafélagi Akureyrar árum saman og er gift fyrirliða karlalandsliðsins, Ingvari Þór Jónssyni. Sarah er frá Kanada og þjálfaði kvennalandslið Íslands 2007, 2008 og 2011 áður en hún varð lögleg sem leikmaður. Richard Eiríkur mun nú stýra kvennalandsliðinu í fyrsta skipti en hann þjálfar einnig kvennalið Bjarnarins. Richard stýrði karlalandsliði Íslands í 2. deild HM árin 2009 og 2010 en í síðara skiptið náði liðið sínum besta ár- angri sem svo var jafnaður í fyrra. Tólf leikmenn frá SA SA á tólf leikmenn í landsliðinu að þessu sinni en hinir sex koma frá Birninum. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir eru Karítas Sif Halldórsdóttir og Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Varnarmenn eru Jón- ína Margrét Guðbjartsdóttir, Anna Sonja Ágústsdóttir, Eva María Karvelsdóttir, Guðrún Marín Viðarsdóttir, Arndís Sigurðardóttir, Silja Rún Gunnlaugsdóttir og Lilja María Sigfúsdóttir. Sóknarmenn eru Birna Baldursdóttir, Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir, Sarah Smiley, Linda Brá Sveinsdóttir, Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, Guðrún Blöndal, Sigríður Finn- bogadóttir og Hanna Rut Heimisdóttir kris@mbl.is Smiley með landsliði Íslands á HM  Áður þjálfari en nú leikmaður landsliðsins í íshokkí Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Gjaldgeng Sarah Smiley er í ís- lenska landsliðinu sem spilar á HM í Suður-Kóreu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.